27.9.2007 | 19:26
Bræðrarígur og svalariddarar
Þeir hjá Glerhöllinni klikka ekki. Þeir eru uppáhaldsmennirnir mínir í augnablikinu. Eftir að tryggingamaðurinn ljúfi sagði að því miður væri það ekki tryggingamál ef læki vatn á parkettið utanfrá prófaði ég næsta kost. Það leið ekki hálftími og þá voru Glerhallarmenn komnir. Þeir fundu orsökina og kláruðu dæmið. Þegar það verður þurrt næst verður enn meira kíttað, sem sagt í júní 2008 ... Það var ekkert þeirra að gera þetta í rauninni, þeir voru búnir að gera samkomulag við elsku smiðinn minn um að klára en hann er svo bissí núna, eins og allir iðnaðarmenn. Í suðlægum áttum fær himnaríki regnið beint í fésið, ekkert sem skýlir, ekki einu sinni fuglinn fljúgandi.
Jónas almáttugur þrífur nú baðherbergisgólfið af sinni alkunnu snilld, það mættu nú fleiri hafa CLEAN-takka sem hægt er að ýta á. Hmmm. Eitt vorið sagði ég erfðaprinsinum að hann yrði að taka til í herberginu sínu áður en hann færi í sveitina. Hann var snöggur að því og uppskar mikið hrós frá móður sinni sem var að bardúsa eitthvað í eldhúsinu. Nokkrum dögum seinna opnaði ég skáp á ganginum og fékk herbergið hans beint í fangið. Mér fannst það nú bara fyndið ... síðar.
Erfðaprinsinn var settur beint í að skutla mömmu sinni niður að Langasandi þar sem tekin var þessi fína skvettumynd. Vá, hvað sjórinn var ógnvekjandi svona á jörðu niðri. Ég kynnti hann fyrir nýja bróður sínum og andrúmsloftið varð rafmagnað til að byrja með, ótti, reiði, afbrýðisemi, metingur ... en sá vægir sem vitið hefur meira; Jónas hélt bara áfram að ryksuga, litla krúttið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:28 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 669
- Frá upphafi: 1524363
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 567
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég elska þessa mynd. Nú þegar prinsinn er kominn heim til mömmu, er þá ekki hægt að taka margar nærmyndr af briminu? Ég meina í öllum "góðu" veðrunum sem almættið sendir mér og þér á næstunni?
Er Jónas nokkuð til láns? Muhahaha
Hvað er í matinn? Ég er svo forvitin júnó,
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 19:31
Jú, það verða sko teknar myndir ... múahahhahahaha!
Kjúklingur og pítsa ... allt það besta.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2007 kl. 19:35
fúff voðalega er hann heppinn. Vona bara að þú gleymir ekki okkur bloggvinum þínum í öllu dekrinu í kringum guttann.
En eru gólfin þín ekki rosalega hrein núna víst það var smá metingur og jú Jónas kann ekki að gera neitt nema þrífa gólf (ekki láta hann sjá þetta svo hannverði ekki sár þeas Jónas)
Ólöf Anna , 27.9.2007 kl. 19:39
hehehehe vesalings Jónas...kominn með mikla samkeppni bara um hylli húsfrúar. Við vonum bara að Jónas reyni ekki að ryksuga erfðaprinsinn honum að óvörum í nóttinni.
Ragnheiður , 27.9.2007 kl. 19:59
Ég þarf greinilega að fara að skreppa á Skagann að skoða brimið. Þarf að fara að prófa nýja bílinn fyrir utan borgarmörkin......
Sigríður Jósefsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:35
Aumingja Jónas...gott að hann hefur ekki tilfinningar. Það er örugglega ekkert skemmtilegt að vera ALLTAF að þrífa. Nú myndi ég halda að feministar myndu rísa upp og mótmæla meðferðinni á hinum síþrífandi Jónasi. Hvað heitir svona tryllitæki á útlensku Gurrí mín..var að spá í að fá mér einn hérna úti..er ÖRUGGLEGA ódýrari en heima.
Skilaðu kveðju til erfðaprinsins...er hann alltaf jafnmyndarlegur??
Hafið það bara gott mæðgin með sjóskvettunum ykkar, Jónasi fósturföður og kisunum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 22:18
Oh... nú væri fínt að eiga einn svona Jónas!! Litla sjarmatröllið mitt skríður um eins og lítill róbot og finnur rykhnoðra þar sem ég vissi ekki að leyndust rykhnoðrar! Svo er gaf ég honum cheerios til að maula.... og mylja!
Ætli ég geti ekki tamið sjarmatröllið í að vera svona Jónas?
Heiða B. Heiðars, 27.9.2007 kl. 22:29
Jónas ekki með tilfinningar........? Ég er viss um að Gurrí er ekki sammála því....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 22:35
krossgata, 27.9.2007 kl. 23:07
Hahhaha, þið eruð svo fyndnar! Þorði ekki að segja prinsinum sannleikann strax. Þegar hann hefur sætt sig við Jónas sem bróður fer ég að gefa í skyn að það sé eitthvað á milli okkar. Það er ekkert óeðlilegra en t.d. Brooke sem elskar bara tengdasyni sína og á hana Hope litlu með þeim fyrri.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.