Fyrirhuguð fullvissuferð og mögulegt morð á strætó ...

Elsku strætóAllt féll eitthvað í svo réttar skorður í morgun. Strætó í stað einkabíls í bæinn og labbað upp kúlurassbrekkuna (áður súkkulaðibrekkuna) með Sigþóru. Vantaði bara Ástu til að fullkomna þetta. Karlarnir mínir á stoppistöðinni voru ekki bara huggulegir í morgun, heldur líka afar áhyggjufullir og viðruðu þá skoðun sína að verið væri að drepa strætó Rvík-Akranes-Rvík hægt og bítandi. Slæmir bílar og strjálar ferðir, sögðu þeir. Gat ekki annað en tekið undir með þeim, sérstaklega þegar ég lenti aftar en á fyrsta bekk í morgun og fæturnir fóru í algjöra kremju. Nú hefði komið sér vel að vera með stuttar lappir. Góði strætóinn (elskan hans Tomma) er bilaður, vantar varastykki til að hægt sé að nota framdyrnar ... allir þurfa að koma inn í hann að aftan. Í honum er pláss fyrir fæturna sama hvar setið er í vagninum. Já, ferðir eru líka of strjálar, síesta bílstjóranna stendur í fjóra klukkutíma á dag, frá tæplega hádegi til tæplega fjögur. Þetta dregur úr fólki að nota strætó, það er öruggt.

EN, ég elska samt strætó og bílstjórana og það allt ... og vona að samstoppistöðvarkarlarnir mínir verði ekki sannspáir með  hægfara morðið á strætóferðum til og frá Skaga.

Óvissuferð BirtíngsÁ skrifborðinu beið mín gjöf frá starfsmannafélagi Birtíngs, sápukúlubox, sundkútur, appelsína og fleira sniðugt ... spennandi óvissuferð er fram undan. Ég er meira fyrir fullvissuferðir, verð að viðurkenna það. Allar svona óvissuferðir fela í sér fallhlífarstökk, ferð í sundlaug eða heitan pott sem mér finnst viðbjóður! Þannig að í huga mínum er þetta fullvissuferð um slíka sundlaugarferð eða eitthvað. Ekki biðja mig um að rökstyðja þetta. Svo lýkur henni ekki fyrr en um miðnætti og þá er strætó löngu hættur að ganga. Vissulega gæti ég sofið í vinnunni, Mannlíf á rauðan leðursófa, soldið gærulegan, en svefnhæfan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi, var búinn að ákveða að hlæja ekkert í dag, sveik það hér og nú.

Þröstur Unnar, 28.9.2007 kl. 08:44

2 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Ertu að meina klámsófann? Ég gat nú aldrei sest í hann án þess að mér dyttu ákveðnar myndir í hug ...

Vissuferðir eru miklu skemmtilegri. Ég fór í eina svoleiðis í gær.

Nanna Rögnvaldardóttir, 28.9.2007 kl. 08:53

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nanna, já, ég er að tala um klámsófann. Vissuferðir eru betri en óvissuferðir .. fullvissuferðir enn betri ... hehehe!

Góðan daginn, sömuleiðis, Þröstur minn!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.9.2007 kl. 09:14

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sápukúlur og appelsína ???

Bara góður dagur, og vonandi á fallhlífarstökks hehehehe 

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.9.2007 kl. 09:24

5 identicon

Eru þetta hjálpartæki?

Már Högnason (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:25

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Góðan dag Guðríður. Náði ekki að skrifa meira, sá ekki á skjáinn fyrir frussi yfir seinni málsgreininni.

Þröstur Unnar, 28.9.2007 kl. 09:26

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gvuð, Már ... mér datt það ekki í hug. Líklega fer ég bara í þessa fullvissuumsundlaugarferð ef það er eitthvað dónatengt ... jesssss!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.9.2007 kl. 09:42

8 identicon

Ohh þu ert svo mikil dóni Gurrí

Ólöf Anna (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:49

9 identicon

Af hverju farið þið ekki fram á það við Akranesbæ  að fjölka ferðum.  Það er bæjarstjórnin sem ákveður hversu margar ferðir eru farnar.

Sigurbjörn H (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:53

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og ætlarðu út í óvissuna?  Ég er eins og þú með svona ferðir en ég tek ekki þátt.  Hata að láta koma mér á óvart.  Líka með gjöfum.  Vill tilkynningar um allt sem útaf vananum breytir með FYRIRVARA.  Er klámsófinn til sölu?  Er ekki óveður í aðsigi?  Svara.  Takk fyrir mig og ég hló upphátt.  Við Þröstur erum hlægjandi aular (þorrí Þrölli).

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 10:16

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Góð hugmynd, Sigurbjörn! Sting þessu að körlunum mínum á mánudaginn, svo getum við öll marserað niður á bæjarskrifstofur og grátbeðið um fleiri ferðir.

Uppáhaldsbókin mín í gamla daga hét Út í óvissuna (Desmond Bagley) og gerðist á Íslandi. Morð á Krýsuvíkurveginum og myrkur í Ásbyrgi (um miðjan júní ... aha!) og eftir það vil ég bara vissu, svo sammmmmmála, Jennýin mín. Hlakka svo til að sjá Guðmundinn minn á morgun.

Guðríður Haraldsdóttir, 28.9.2007 kl. 10:30

12 identicon

Elsku stóra systir.

Þú ert ekki heimilislaus á Höfuðborgarsvæðinu  Það er rúm og sófi á lausu hjá mér..... Dríbba sig bara í  óvissuferð  Ég móðgast samt eeki þó svo að þú kjósir þennan umtalaða sófa  

Hilda systir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 11:03

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ussss, Hilda, ekki skemma fyrir mér góða afsökun fyrir að fara ekki í vanvissuferð ... :

Guðríður Haraldsdóttir, 28.9.2007 kl. 11:59

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heyrðu´fröken Guðríður, ertu að gefa í skyn að þú sért feit og forljót í sundbol?

Ekki fræðilegur möguleiki að svo sé!

Mikið er annars ykkur yngismeyjunum klám ofarlega í huga, ein sér myndir í sófa, önnur getur ekki beðið eftir að leggjast í hann og sú þriðja skilur greinilega við hvað er átt og vill æst og ólm komast yfir sófan!

ég veit ekkert um klám, nema að ég hélt að þar væri blái liturinn ráðandi en ekki rauður,s sem aftur vísar frekar til ákveðins fótboltaliðs fyrst og síðast!

Hvað á svo við Guðmund að gera,

gef´onum undir fót?

kannski í hann barasta bera,

bjór og annað "dót"?

Spyr nú bara sísvona!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 13:31

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hvernig í ósköpunum færðu það út, Magnús minn, að ég efist um fegurð mína þótt mér finnist leiðinlegt í sundi og hafi alltaf þótt? Guðmundur kemur í virðulega heimsókn, loksins, og tekur væntanlega/vonandi virðulega eiginkonu sína með. Í boði verður kaffi og heimabökuð kaka, a la erfðaprins og móðir. Mikið hvað þú getur lesið á milli línanna, þarna Norðlendingurinn þinn ...

Guðríður Haraldsdóttir, 28.9.2007 kl. 13:53

16 identicon

Veit fólk ekki að annað fólk kúkar í sundlaugar? Sundlaugar eru klárlega stórhættulegar.

Ég myndi nú samt frekar láta mér detta í hug einhvern paraleik, sbr appelsína og sápukúlur. Kúturinn getur líka vel dugað á vel heppnuðu deiti ;)

Hrefna S. Reynisdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 21:19

17 Smámynd: krossgata

Ég hef farið í svona óvissuferðir, látið mig hafa það.  Þá endar maður í stórfiskaleik í rigningu, tekur sig kannski upp gamalt keppnisskap sem maður hélt maður væri búinn að drepa og maður endar út í skurði við að verja borgina. *Dæsir-mæðulega-kall*

krossgata, 29.9.2007 kl. 00:02

18 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sástu Boldið í dag?

Það féll ein, algjörlega óborganleg setning í Boldinu í dag - SEM ÉG GLEYMDI JAFNÓÐUM - en verður örugglega ein af þessum ógleymanlegu (ef einhver man hana, það er að segja). Hjálp, allir Boldvinir! Það hafði eitthvað með fyrirsjáanlegt fósturát að gera ...

Vilborg Valgarðsdóttir, 29.9.2007 kl. 01:22

19 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Góða skemmtun í óvissuferðinni... sem er kannski bara búin núna... en þú hefur þá vonandi skemmt þér vel !

Rannveig Lena Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 01:27

20 Smámynd: Steingrímur Helgason

Reynir kona svona sófa, óreynt ?

S.

Steingrímur Helgason, 29.9.2007 kl. 01:27

21 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hann Magnús krúttmoli passar upp á sína! Þessi elska. Þannig að ég býst við þér seinnipartinn, elsku Guðmundur. Þá förum við erfðaprins aðeins í bíltúr á eftir og hömumst svo við að undirbúa komu þína. Það hefði nú verið gaman að hitta frúna líka, eins og þú hefur talað fallega um hana, það verður bara næst. 

Óvissuferðin verður 13. október, það var bara verið að hita mannskapinn aðeins upp. Þetta er stórskemmtilegt starfsmannafélag.  

Guðríður Haraldsdóttir, 29.9.2007 kl. 11:01

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, þetta voru nú bara svona spurningar, hef svo gaman af þeim og að hafa þær í stríðnistón! Jájá, en get þess á milli verið ósköpð svona krúttlegur kvistur!Bestu kveðjur í bjórpartíið!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.9.2007 kl. 15:01

23 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bjórpartíinu??? Hann Guðmundur er bílstjóri í kvöld og ég er meira fyrir kaffi ... Þú heldur aldeilis að við séum sukkarar hér á syðri hluta landsins. Magnús þó!!! Jú, þú getur verið ansi krúttlegur kvistur, stundum því er ekki að neita.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.9.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 359
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 2026
  • Frá upphafi: 1455228

Annað

  • Innlit í dag: 307
  • Innlit sl. viku: 1640
  • Gestir í dag: 289
  • IP-tölur í dag: 280

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Útlitið í Mjódd í dag
  • Elsku Geiri frændi
  • Jysk

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband