7.10.2007 | 23:11
Skagasápan (3:3) Leiksoppur örlaganna
Dyrabjallan hringir í himnaríki. Ekki opna, þetta gæti verið brúðkaupsdjöfull!!! öskrar Anna en það er of seint, allt of seint, búið er að ýta á takkann. Þrír blómasendlar feta sig varlega upp stigann og halda á stórri blómaskreytingu þar sem uppistaðan er rauðar rósir. Hvítar, afar sjaldgæfar fjólur sjást inn á milli, ásamt grænum túlípönum. Á korti sem fylgir með stendur: Veistu hvað þú ert að gera? Hugsaðu þig betur um. Þínir einlægir, 14 sætir sveinar.
Þetta er neyðarblómaskreyting sem 14 strætóbílstjórum datt í örvæntingu sinni í hug að senda Gurrí svo að hún giftist nú ekki einhverjum karli á jeppa sem gæti látið sér detta í hug að leyfa frúnni að vera samferða sér í bæinn á jeppanum.
Á sama tíma í sundlauginni: Laufey sundlaugarstarfskona horfir áfergjulega á Þröst. Aldrei hefði hana grunað að nokkur karlmaður gæti værið svona sætur í sundbol. Hún ætti kannski að prófa að fara í sund svona einu sinni. Þetta er greinilega að verða nýtt trend því að nokkrir menn á sundskýlum hafa komið hlaupandi inn í afgreiðslu til hennar og fá að skipta á skýlu og bol. Enn eitt tískufordæmið hefur verið sett á Skaganum.
Á sama tíma á Akureyri: Anno býr sig undir að stíga upp í þyrlu sína þegar Magnús Geir hringir og segir spámannslega: Það verður ekkert brúðkaup haldið í himnaríki í dag. Anno hlær, Við sjáum nú til með það! og setur þyrluna í gang.
Þröstur hefur hugsað nóg og drífur sig upp úr. Það bjargar lífi hans og líka það að hann æðir óvart inn í kvennabúningsklefann og fer þannig naumlega á mis við Má sem er á leiðinni að drekkja honum. Hann ekur áleiðis til himnaríkis þótt það sé í göngufæri. Á Garðabraut, rétt við Höfðabraut er umferðaröngþveiti, fjórtan strætisvögnum hefur verið lagt þannig að enginn kemst nálægt himnaríki nema fuglinn fljúgandi. Þröstur flýgur síðustu metrana. Guðmundur er búinn að aftengja dyrabjölluna en Þröstur deyr ekki ráðalaus. Fyrst Jónatan mávur kemst á svalirnar, kemst hann líka. Hann er laus við stirðleika eftir langa setu í heita pottinum og kemst upp efstu á svalirnar á undraverðum hraða. Hann kastar kuldalega kveðju á Jónatan og gengur inn í stofuna. Þar finnur hann Gurrí fyrir aleina. Allir bloggvinirnir eru frammi í eldhúsi að reyna að troða blómaskreytingunni frá 14 sætum sveinum í pínulítinn blómavasa.
Það verða greinilega 16 manneskjur í þessu hjónabandi, er það ekki fjórtán of mikið? spyr hann greindarlega og hugsar bílstjórunum þegjandi þörfina. Í rauninni 17 aðilar, þar sem ég veit að þú elskar Stöð 2 plús meira en nokkuð annað, heldur hann áfram, ja, eiginlega 18 með SkjáEinum plús og 19 með RÚV plús. Þú sérð að þetta gengur ekki. Við skulum bara vera vinir. Hér færðu vináttuhring frá mér.
Þröstur þurrkar tár af hvarmi, þetta er örugglega meiri fórn en nokkur maður hefur nokkru sinni þurft að færa í skvísumálum og það er ekki verið að tala um verðgildi hringsins. Fæ ég samt ekki afnot af Jónasi annan hvern dag, spyr hann glettnislega.
---- ----- ----- ----- -----
Vekjaraklukkan hringir. Gurrí hrekkur upp og hleypur fram í stofu. Enginn Þröstur, engin blómaskreyting. Hvað varð um bloggvinina? Flytur Katrín ekki örugglega samt heim til Íslands? Á Anno þyrlu í alvörunni?
Hún heyrir að einhver er í sturtu, skrýtið, það er bara baðker í himnaríki. Hún veit hver þetta er en má ekkert vera að því að sápa hann. Hún þarf að búa til latte handa Ástu sem kemur rétt fyrir sjö og sækir hana.
Vinnan bíður í bænum með öllum sínum ævintýrum í matsalnum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 46
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 684
- Frá upphafi: 1505975
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 551
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Núnú, var þetta bara draumur? Ég get svarið það að ég hélt að þetta væri dagsatt. Það sem kom upp um þig var þegar þú skrifaðir að Þrölli hafi sagt eitthvað "glettnislega". Fyrr snjóar í Himnaríki.
Muhahaha
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 00:47
Jens Guð, 8.10.2007 kl. 01:04
Þetta er að verða æ meira spennandi. Gimme more ! Þetta getur ekki allt verið draumur !
Svava S. Steinars, 8.10.2007 kl. 01:49
Jenný.
Auðvitað er þetta ekki allt draumur. Þið getið ekki ímyndað ykkur það drama sem fer fram hér á Skaganum í hinu hversdagslega lífi.
Þröstur Unnar, 8.10.2007 kl. 09:27
DRAUMUR !
Eftir alla spennuna!
Jahérna, þá verður tæplega framhald á þessu, ekki dreymir mann framhaldsdrauma hehehehe
Vonandi dreymir þig fleiri sæta drauma Gurrí mín og mundu þá eftir að deila þeim með okkur
Guðrún Jóhannesdóttir, 8.10.2007 kl. 09:38
Uss, Þröstur ...
Segjum sem svo að þetta hafi ekki verið draumur ... múahahahahha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:07
Iss, það er ekkert að marka að þetta hafi verið draumur... þannig lifnaði hann Bobby í Dallas við eða var það JR. Það var alla vega einhver og síðustu skrilljón þættir frá dauða viðkomandi voru bara draumur og sápan hélt bara áfram frá því fyrir skrilljón þáttum.
krossgata, 8.10.2007 kl. 18:26
Ja, það að Bobby var í sturtu í himnaríki opnar allt upp á gátt, ekki satt? Hver veit nema komi annað sápubull einhverja helgina ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2007 kl. 18:33
Þú ert snillingur í sápuóperugerð (sem og mörgu öðru, t.d. einkamálaauglýsingagerð) Ástarþakkir fyrir skemmtunina.
Laufey B Waage, 9.10.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.