Skagasápan (2:3)

HBÞÞÞGísli bæjarstjóri hefur þungar áhyggjur. Fyrirhuguð stærsta sameining í sögu bæjarins er við það að klúðrast. Á bæjarstjórnarfundum hefur giftingin verið rædd í þaula og hagsmunir margra í húfi. Sameining Skagasápunnar og himnaríkis ef. gæti verið það stærsta síðan HB&Co sameinaðist ÞÞÞ.
„Hvers vegna getur Þröstur ekki verið tengdasonur minn?“ segir Gurrí dapurlega við Hörpu þar sem þær sitja og horfa á Sementsverksmiðjuna. Gurrí blaðar annars hugar í Harry Potter-bókinni og hrærir í vöffludeigi í leiðinni. „Það hefði gert ástríðurnar svo miklu meiri! En ... engin dóttir ... enginn tengdasonur!“

Ógnvænlegir atburðir á SkaganumÁ sama tíma í sundlauginni: Dulbúinn maður með sólgleraugu gefur sig á tal við Þröst þar sem þeir sitja í heita pottinum. „Þú veist, er það ekki, að þú þarft að elda?“ Þröstur brosir að þessum brandara. Allir vita að konum líður best við eldavélina og gefa þann stað ekki svo glatt eftir. „Eitthvað fleira?“ spyr hann töffaralega. „Og ryksuga líka ...“ bætir maðurinn við. Þröstur rífur sólgleraugun af manninum. Í ljós kemur að þetta er Már, einn af fyrri eiginmönnum himnaríkis. „Bíddu karlinn, ég veit ekki betur en að þið Gurrí hafið aldrei hist, heldur ekki allan þann tíma sem þið voruð gift, svo er ryksuguróbót í himnaríki, kjánaprik,“ segir Þröstur sárreiður. Már segir spekingslega: „Ég veit mínu viti vel/ virðist Gurrí góð/ bíddu þar til hún veiðir sel/ og verður við það rjóð!“ Már lætur sig hverfa. Eftir situr Þröstur í sjokki. Þetta hafði honum ekki dottið í hug. Ekki hvarflar að honum að eitthvað sé gruggugt við það hversu margir reyna að koma í veg fyrir brúðkaupið.

Á sama tíma í Englandi: Katrín hringir nokkur mikilvæg símtöl, m.a. í íslensku lögregluna, Orkuveituna, Egil Helgason og forstjóra Sementsverksmiðjunnar. Hún brosir kvikindislega og veit að ekkert verður af brúðkaupinu kl. fjögur í dag. Hún áttar sig ekki á því að sími hennar er dauður eftir heimsókn "símamanns" og ógnin vofir enn yfir vinkonu hennar í himnaríki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Góður.

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.10.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: krossgata

Við hvern talaði hún ef síminn var dauður?  Þetta er mjög dularfullt. 

krossgata, 7.10.2007 kl. 14:14

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hún gaf fyrirskipanir í símann, þurfti ekki svör, alvörudama!

Guðríður Haraldsdóttir, 7.10.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Ja, ólætin á Skaganum, þú verður að finna góðan botn í þetta mál.  Annars endar þetta sem lögreglumál.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 14:23

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Dónalegt...þarna með tengdasoninn. Finnst ég vera Leiksoppur Örlaganna (Victoría Holt?)

Þröstur Unnar, 7.10.2007 kl. 14:43

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æ, ég réð ekkert við mig ... þegar sápan tekur yfirhöndina fer allt siðferði lönd og leið, tókst þó að ritskoða helling. Fylgstu með lokakaflanum ... á þessarri frábæru helgarsápu. Þú áttir hugmyndina, Þröstur minn, þegar þú talaðir um Skagasápuna.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.10.2007 kl. 14:48

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég bíð óróleg.  Ætli þetta eigi eftir að verða raunveruleikasápa?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 15:22

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

hahaha.. 

Æ elsku Gurrí mín takk fyrir að byrja með sápuna aftur. Man eftir síðustu og hvað ég hló oft og hátt við tölvuna. Það gefur lífi mínu svo mikið gildi að vera mikilvæg persóna í sápu og geta komið hér og séð hvað ég er að bralla svona fyrir utan þetta venjulega að fyrirskipa aftur og bak og áfram öllum í kringum mig. Og eins og ég æpi alltaf á mitt fólk.."Ef þið gerið bara eins og ég segi þá verður allt í lagi".

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 15:31

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Raunveruleikasápa? Heldur þú að ég myndi láta sjá mig í prjónuðum brúðarkjól?

Engin sápa án Katrínar ... hehehhehe! 

Guðríður Haraldsdóttir, 7.10.2007 kl. 15:40

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Nú held ég að Jenný sé kj....stopp.

Snilld Katrín þessi sentning. Hún hefur verið mín frá því ég man eftir mér og hefur næstum alltaf virkað.

Þröstur Unnar, 7.10.2007 kl. 15:49

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Segðu Þröstur...Og við hana má bæta "og þau lifðu hamingjsöm til æviloka eða hefðu gert... ef þau hefðu bara gert eins og ég sagði þeim

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 16:19

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þið eruð klikkuð

Heiða B. Heiðars, 7.10.2007 kl. 17:02

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Spennandi, hvernig enda þessi ósköp hehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.10.2007 kl. 17:21

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Iss missti af þessari sápu er ekki áframhald.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 18:28

15 identicon

Karlmenn á biðilsbuxum

beðmálin eru að hugs um

konan er kostur mesti

kannski drekki ég Þresti.

Már Högnason (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 1936
  • Frá upphafi: 1454810

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1570
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband