Skagasápan - fyrsti hluti

Hjónalíf ...Brúðkaup stendur fyrir dyrum á Akranesi. Himnaríki er undirlagt af bloggvinum. Gurrí veit innst inni að hún tekur mikla áhættu með því að giftast Þresti þar sem hún hafði áður verið gift manni með fuglsnafn (Má Högnasyni) og einnig átt í eldheitu en slítandi sambandi við Jónatan máv. Það vekur henni örlítinn ugg að hún hefur aldrei hitt Þröst en hún setur það þó ekki alvarlega fyrir sig. Hugurinn reikar. Drekkur hann bara te, hvernig kreistir hann tannkremstúpuna, er hann kannski morgunhani um helgar, heldur hann ekki örugglega með West Ham, hrýtur hann hátt?

Saumakonan kemur hlaupandi með brúðarkjólinn sem hún hafði prjónað í snarhasti eftir að Jónas í afbrýðikasti hafði étið þann handsaumaða sem Jenný hafði fyrir rest lagt blessun sína yfir. Mátunarhjálparliðið býr sig undir að troða. Skyndilega kemst allt í uppnám þegar Brooke kemur æðandi með slúðurblaðið Skessuhorn og sýnir viðstöddum. Þar má finna paparazzi-myndir af því þegar Guðmundur borðaði nýlega með tilvonandi brúði í Galito. Þar má líka lesa að Keli svaramaður er flúinn til Danmerkur. Jóna hnígur niður í sófann og heimtar kaffi. SkagasápanErfðaprinsinn er undarlega þögull og horfir stjarfur á Steingerði. Getur verið að Guðný Anna hafi verið með puttana í þessu? Doddi blikkar Eddu laumulega og þau hverfa út á suðursvalirnar og loka á eftir sér. Krossgata er komin með sunnudagsmoggann í hendurnar og hefur misst áhugann á öllu öðru. Halldór lánar henni penna.

Á sama tíma í Englandi: Katrín tekur þá ákvörðun að flytja heim til Íslands í hvelli.

Á sama tíma í Ameríku: Bertha hefur áhyggjur af þessu öllu saman en ætlar ekki að flytja til Íslands. Það hefur þau áhrif að Kristín ákveður að vera um kyrrt í Kanada.

Jeppi á GarðabrautÁ sama tíma í rauðum jeppa á miðri Garðabrautinni: Þröstur situr þögull með Skessuhorn í sætinu við hlið sér. Hann bærist ekki þótt Tommi strætóbílstjóri flauti stöðugt en hann þarf að halda áætlun.
Í aftursæti rauða jeppans er stór ferðataska full af fimmþúsundköllum, fyrsta greiðsla frá erfðaprinsinum. Næsta afborgun, helmingi stærri, mun berast á eins árs brúðkaupsafmælinu. Á hann að afplána þetta ár til að fá næstu greiðslu eða á hann að fara á eftir Kela til að fá einhver svör? Hvað með séra Eðvarð, hefur hann kirkjukórinn alveg í vasanum? Þröstur hrukkar gáfulegt ennið og ákveður að skella sér í sund til að geta hugsað enn meira. Hann er svo þungt hugsi að hann leigir óvart bleikan sundbol og gult handklæði ... framhald síðar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant.  Meira.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 00:22

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hmm, hér vekur mikið fuglager helst athygli, Mávar tveir, Þröstur og Morgunhani!Vonandi kemur Geir-fugl ekki líka við sögu!?

skil bara ekki eitt, hvað er þessi Brooke að gera þarna, er hún í Bloggvinakompaníinu?

Bestu kveðjur til þín Skáldkona!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.10.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gat nú verið að JennýAnnakaffikanna færi að troða sér framfyrir á lopapeysunni og flókainniskónum!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.10.2007 kl. 00:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það þarf nú framhald á þessa sápu,  þinn fyrrverandi hlýtur að koma inn í myndina aftur þetta er svona BB syndrom, drífðu í þvi að hitta Þrössa og láta okkur vita hversu eftirsóknarverður gaurinn er. Kannski er hann stundum að kíkja á þig í líki Jónatans mávs, who knows.

Rock on girl.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 00:35

5 Smámynd: krossgata

Juuuu hvað þetta er spennandi  <--- á innsoginu..... ---> snýr sér aftur að 7 lóðrétt.

krossgata, 7.10.2007 kl. 01:08

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Snilld. Bíð spennt eftir framhaldinu. Mundu bara að ég vil latte með froðu

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 02:02

7 Smámynd: www.zordis.com

Bregður Þröstur sér í Mávs líki????  Gurrí þú ert nú alveg snilld  Ég á brúðkaupsafmæli í dag svo ég er í brúðkaupsham oní kassa upp úr kassa, ný flutt og brosandi!

www.zordis.com, 7.10.2007 kl. 08:07

8 identicon

Guðríður, ég góni enn

girndarlega á þig

og skil nú vel að margir menn

sem maka vilji fá þig.

Már Högnason (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 08:37

9 Smámynd: Gúrúinn

Er þetta ekki stolið? Það fattar það enginn ef þú breytir Brooke í Brák (konugreyið vill örugglega ekki heita Brúk - en hvað veit ég, ekki fylgist ég með Boldinu).

Gúrúinn, 7.10.2007 kl. 09:03

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég bíð spennt! meira! meira!

Laufey Ólafsdóttir, 7.10.2007 kl. 09:50

11 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Allt er þegar þrennt er,meira af þessu,bíð spennt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.10.2007 kl. 11:56

12 Smámynd: Ólafur fannberg

meiraháttar

Ólafur fannberg, 7.10.2007 kl. 12:09

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Af gefnu tilefni skal eftirfarandi koma fram varðandi Þröstinn.

Drekkur allt gott kaffi, sérstaklega er Latte í uppáhaldi.

Notar ekki tannkremstúpu, heldur gel sem þarf ekki að kreista.

Sefur út um helgar til kl 8:00 og stundum alveg til kl:9:00

Hrýtur eins og naut.

Lifrarpollur rokkar feitt. Hver er Westham?

Vill fá Sunnudagsmoggann ólesinn í hendurnar.

Þröstur Unnar, 7.10.2007 kl. 12:19

14 Smámynd: Saumakonan

ROFL!!!!!!!!!!!!!!!!

Saumakonan, 7.10.2007 kl. 12:31

15 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Náttla bara tær snilld.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.10.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 423
  • Sl. viku: 1906
  • Frá upphafi: 1454780

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1553
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband