Ættfræði og dæmalaus lymska Hafnfirðinga

Jólagjafaleiðangur okkar InguVið Inga ákváðum að fara í jólagjafaleiðangur eftir vinnu í dag. Uppskera: engin. Líklega var þetta bara undirmeðvitundin að reka okkur í Kaffitár í Kringlunni ...

FormóðirinÞegar á Skagann var komið beið mín bók, bók sem ákveðin vélstýra myndi gefa hægri handlegginn á sér fyrir, eða ættfræðirit! Ættir Þingeyinga XV. bindi; ætt Ingimundar Jónssonar í Sveinungsvík (f. 1620 c.a.). Alkunn staka er honum eignuð: Austankaldinn að oss blés/ upp skal faldinn daga trés/ veltir aldan vargi hlés/ við skulum halda á Siglunes. Að sjálfsögðu er konu hans ekki getið, sjálfrar ættmóðurinnar! (sjá mynd t.v.) Þegar fólk er orðið svona fjarskylt manni þá kannski skiptir það ekki máli ... Sá reyndar að annan bróðurson minn vantar í bókina, þann danska, en það var kannski viljandi ... rasismi? Sá líka á myndum í þessarri bók að ættingjar mínir eru fallegt fólk. Líka makar þeirra sem segir mér að það sé ættgengur andskoti að velja maka eftir fegurð, ekki bara gáfum og kímnigáfu. Þarf svo að rúlla í gegnum bókina um helgina og athuga hversu margir eiga afmæli 12. ágúst.

Leyna á sérKíkti á dagskrárvefinn á RÚV í gær og sá að keppinautar okkar Skagamanna þann 30. nóv. verða Hafnfirðingar. Um leið opnuðust augu mín skyndilega fyrir dæmalausri snilld þeirra. Þeir hafa undirbúið sig áratugum saman fyrir þennan Útsvarsþátt og látið þjóðina halda að þeir séu soldið vitlausir (sjá ritröðina Hafnfirðingabrandarar I. til XXVICMII. bindi). Ég hef oft keyrt í gegnum Hafnarfjörð og veit þetta, einnig þekki ég fólk frá Hafnarfirði, t.d. Hjört Howser, og veit að þar búa bara mannvitsbrekkur og gáfnaljós! Það er ekki hægt að plata okkur Akurnesinga svona og láta okkur halda að þetta sé fyrir fram unnin orrusta.

Strax daginn eftir, kl. 11.00 - 12.30, verður svo þátturinn á Útvarpi Akraness. Þetta verður ansi annasöm helgi. Ekki nóg með það, heldur er Mía systir búin að bjóða mér í Lions-veislu 7. des. Matur og læti. Skyldi vera tími til að skreyta himnaríki fyrir jólin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjörtur Howser, Halli og Laddi, Bjöggi, Siggi Sigurjóns, Steinn Ármann, Davíð Þór ofl. ofl.ofl. þetta er tómt mál að tala um, Hafnfirðingar eru eldklárir og eiga eftir að rúlla ykkur upp, ótrúleg kænska að láta alla halda að þeir séu Dumb and Dumber.  Gangi ykkur samt vel.

Já og bæ þe vei, þá bjó ég samtals í 19 ár og þegar ég og börnin mín fluttum í burtu lækkaði nú smá þekkingarprósentan, en svo flutti ein dóttir mín þangað með 2 börn og systir mín líka, þannig að þetta jafnaði sig fljótt út.  Æ fyrirgefðu bullið í mér er í bullstuði, svona aulahúmor

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Vertu nú ekkert að grúska of mikið í ættarruglinu gæskan, aldrei að vita nema undurfagur nágranni þinn poppi upp á einhverri síðunni, og þá er betra heima setið en afstað runnið.....

Við borðum hjörtun úr Hafnfirðingunum.

Þröstur Unnar, 19.11.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Usss, Þröstur, ég er að reyna að róa Hafnfirðingana ... ussssss

Guðríður Haraldsdóttir, 19.11.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djö.. sem ég skal fylgjast með þessum þætti.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 23:02

5 Smámynd: Svava S. Steinars

Essgan mín,tekur enga stund að skreyta. Ferð í IKEA og kaupir tískulitina í jólakúlum í ár, hengir þær út um allt og eitt stykki ljósleiðaraplasthurðakrans á útidyrnar.  Halelúja.  Mun halda með Skagamönnum í Útsvari, þekki fleiri skemmtilega þaðan en frá Hafnarfirði :)

Svava S. Steinars, 20.11.2007 kl. 00:09

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Moi hreinræktuð Hafnfirðinga!!!!! Gaflari með glans..eigið ekki séns!!!!!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 01:17

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl.

Held við Hafnfirðingar eigum Íslandsmethafa í spurningakeppni háttvirtan Krístján Bersa Ólafsson.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.11.2007 kl. 01:52

8 identicon

Það er rétt hjá þér Guðríður, þetta er ákveðin tækni sem við Hafnfirðingar höfum þróað með okkur.......að láta andstæðingin halda að við séum vitleysingar................!  Það að vanmeta andstæðingin er nefnilega þekktasta gildran sem margir (t.d. Skagamenn) hafa svo oft dottið í ...!

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 265
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 2215
  • Frá upphafi: 1456968

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 1900
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband