10.1.2008 | 19:59
Ævintýri á Bessastöðum
Þegar við Inga komum inn á Bessastaði var þar fyrir nokkur fjöldi fólks, mestmegnis karlmenn sem gladdi mig heilmikið. Dagur borgarstjóri Eggertsson heilsaði okkur innilega með handabandi og ég er hér með orðin enn meiri aðdáandi hans ef það er hægt! Hann er greinilega mannglöggur því að það eru komin ansi mörg ár síðan ég tók viðtal við hann á Kaffibarnum, unga borgarfulltrúann.
Síðast þegar ég fór í móttöku á Bessastöðum var hún tengd Mæðrastyrksnefnd og sætasti karlmaðurinn á staðnum var Jóhannes í Bónus, fyrir utan forsetann. Restin var: kjéddlíngar. Í dag var ekki bara fjöldi karlmanna, heldur heill karlakór í þokkabót og það frá Skagafirði. Eftir að kom í ljós að safnið tilnefnda og karlakórinn tilnefndi höfðu ekki hlotið Eyrarrósina, heldur Aldrei fór ég suður, var boðið upp á drykki. Í kjölfarið réðst ég á Karlakórinn Heimi og spurði hvort svo skemmtilega vildi til að hann væri skyldur mér. Allir kórfélagar nema einn sóru það áfergjulega af sér og þessi eini viðurkenndi að vera framhjáhaldsbarn langafabróður míns. Það er frekar skylt, er það ekki? Þeir könnuðust þó við Höllu frænku á Grettisgötunni og Heiðu, systur hennar, sem býr í Hegranesinu.
Eftir fimm mínútna spjall og daður fórum við Inga að fikra okkur að útgöngudyrunum. Frammi hittum við M&M-Árna í góðu stuði og svo hýrnaði enn meira yfir okkur þegar ráðsmaðurinn kom brosandi með bakka fullan af pínuoggulitlum snittum. Eins og allir vita þá eru þunnar brauðsneiðar smartari en þykkar svo að pínulitlar snittur eru sérlega flottar. Þetta segir manni að t.d. matarmikið brauðið á Jómfrúnni sé plebbalegt. Ég fékk mér eina dúllu með drögum að laxasneið og sá mér svo til mikillar skelfingar að maðurinn með bakkann gerði sig líklegan til að leyfa öðrum gestum að smakka því að hann hvarf inn í salinn sem við vorum nýkomnar úr. Ef ég hefði ekki verið búin að lesa nýju mannasiðabókina hennar Unnar Arngríms hefði ég elt hann, ég var svo svöng. Auðvitað á ekkert að mæta á svona samkomur með tóman maga, veitingarnar eru aldrei þannig að hægt sé að borða sig saddan. Svo var þarna heill karlakór, kommon, menn sársvangir eftir allan sönginn. Þeir tóku meira að segja Undir bláhimni! Eins gott að Lísa Páls var ekki á staðnum, hún neitaði fyrir rest að spila þetta lag (með Labba) á Rás 2, enda var það mögulega, hugsanlega ofspilað á þeim tíma ...
Jú, og hverjir voru hvar? Þarna var fyrrnefndur Árni, kenndur við Tímarit Máls og menningar, Össur sjálfur, Erla á Bændablaðinu, Þorgerður Katrín, Dagur borgarstjóri, Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri RÚV, elskan hún Áslaug Dóra hjá menntamálaráðuneytinu, nýi ferðamálastjórinn, pabbi hans Mugisons, Guðrún Kristjáns fjölmiðlafulltrúi Listahátíðar ... og restin var svo eiginlega bara sætir menn. Ég frétti að Karlakórinn Heimir heldur tónleika í Langholtskirkju núna seinnipartinn í janúar!
Þetta var fyrirmyndarboð og Dorrit stóð sig eins og hetja, hún var eini gestgjafinn þar sem Ólafur liggur í flensu.
Ég tók nokkrar snilldarmyndir að vanda sem munu skreyta þessa færslu. Þær stækka ef smellt er á þær, enn meira ef smellt er aftur ...
Nú er bara spurning hvort maður tími að rústa Ísafjarðarliðinu annað kvöld og skemma þannig gleði þeirra yfir Aldrei fór ég suður-verðlaununum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 47
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 685
- Frá upphafi: 1505976
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 552
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hva ertu bara alltaf svöng?
Bryndís R (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:07
Nei t.d. ekki núna. Þetta fer bara eftir því hvað er í hádegismatinn í mötuneytinu. Það var katalónskur saltfiskréttur og ég er ekki mjög hrifin af saltfiski.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2008 kl. 20:13
Fallegir strákarnir sem þú tókst myndir af! Dettur í hug lagið um íslenska karlmenn og tígulvaxinn Egil Ólafsson ....
En mikið ertu lánsöm að vera í svona "bláum" veislum (kóngapartý) .... ég mæli með að þú rústir ísafjarðardeildinni!
www.zordis.com, 10.1.2008 kl. 20:14
Snjallt að þeir fengju verðlaunin. Mugison er fínn, en stundum óttast ég að höfuðið detti af honum þegar hann fremur tónverk.
Þú hefðir nú gerað klínt þér fyrir framan sjónvarpsmyndavélina, svona pínu, fyrir okkur sauðsvartan almúgan.
Þröstur Unnar, 10.1.2008 kl. 20:15
Sá þig góð, í sjónkanum, þú varst flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2008 kl. 20:16
Maður er einhvernvegin alltaf skælbrosandi eftir að vera búin að lesa færslurnar hjá þér...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:26
Vá bara mynd af Karlakórnum Heimi úr Skagafirði og góð af þeim félögum Einari Val frá Ási og Bigga frá Ríp - Gaman að sjá þessa mynd hér -
Góð færsla að vanda
Linda Lea Bogadóttir, 10.1.2008 kl. 21:42
Er komin kreppa?
...engin dyravarsla á Bessasstöðum núorðið?
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 21:44
ég sé nú ekki betur á myndunum en að þú egir þarna stórfrænda að norðan. Ættaðan úr Flatey á Skjálfanda.
Örlygur Hnefill Jónsson heitir hann.
En gangi þér vel á morgun mun horfa og hvetja ykkur
Kveðja Tanta Svana
tanta (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 23:00
Ég vona að þú hafir samt verið það góð við þá frændur mína að þeir hætti ekki við að koma í Langholtskirkju með tónleikana. Það væri mikið tjón að fá ekki að heyra þá taka Þjóðsönginn "Undir bláhimni".
Fjóla Æ., 10.1.2008 kl. 23:21
Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 23:43
Jú, jú, tanta, ég kíkti í Íslendingabók ... afar okkar voru bræður. Gaman að finna nýjan frænda, mikið ætla ég að hlaupa upp í fangið á honum næst þegar ég sé hann á Bessastöðum ... heheheheh, sjúr. Ég mun heilsa honum virðulega!
Fjóla, ég var ofurgóð við frændur þína. Þeir voru voða skemmtilegir.
Knús á rest, nema Breiðholtshatarann.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2008 kl. 23:48
Uss, það er bara alveg bannað að vera vondur við Ísfirðinga. Alveg sama hvort þeir eru nýbúnir að vinna verðlaun eða ekki
Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.1.2008 kl. 00:37
Heimir er fjölskyldukórinn minn. Reyndar eru held ég ekki núna nema fimm af tenórunum náfrændur mínir, hafa oft verið fleiri. Afi var fyrsti stjórnandi Heimis og afkomendur hans hafa alla tíð verið fjölmennir þar.
En ég er jafn laglaus fyrir því.
Nanna Rögnvaldardóttir, 11.1.2008 kl. 00:38
þeir eru flottir Skagfirðingarnir, ekki spurning
Guðrún Jóhannesdóttir, 11.1.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.