Misst af strætó ...

cartman_chFall er kannski fararheill, ég ætla rétt að vona það og þá er ég að hugsa um ævintýri kvöldsins sem verða á dagskrá RÚV um áttaleytið í kvöld. Núna í morgun um kl. 6.44 þegar ég hljóp út á stoppistöð sá ég að allt var tómt og mátti ég standa þar alein í ábyggilega 10 mínútur ... Loks rann upp fyrir mér ljós, ég hafði misst af vagninum í fyrsta skipti síðan sögur himnaríkis hófust. Strætó leggur af stað frá Skrúðgarðinum 6.41 og er ansi fljótur á leiðinni á Garðabrautina, þeir hangsa ekkert þessir bílstjórar, fj ... stundvísin alltaf að drepa þá. Ég var náttúrlega fáránlega syfjuð í morgun og miðað við umfang morgunverka (ég er ekki að segja að ég sé feit) þá voru þessar tíu mínútur sem ég gaf mér frá því haus var rifinn frá kodda ekki nægur tími. „Það þurfti að setja nýja jakkann í poka, nei, annars, ég fer bara í þessum, hann er ekki jafnmikill Cartman-jakki þótt hann sé stuttur, ætli ég hafi tíma til að gera mér latte, nei, líklega ekki. ..“. Svona flögruðu greindarlegar hugsanir um í fagurlega mótuðum kollinum.

Nú fer ég bara „næstu ferð“ með Gumma bílstjóra alla leið í Mosó. Eins gott að ég kláraði öll mín verkefni heima í gærkvöldi í rólegheitunum. Átti eftir að ljúka við að lesa bókina Aðgerð Pólstjarnan til að skrifa um hana ... hún olli sannarlega engum vonbrigðum. Frábært að fá heila bók um mál sem enn er heitt ... og ég verð að segja annað, rosalega er ég hreykin af löggunni okkar! Bókin er samt ekkert skrifuð til dýrðar henni, staðreyndir tala bara sínu máli. Flott, Ragnhildur ... og þetta var ekki smjaður til að Ísafjarðarliðið leyfi Skagaliðinu að sigra, sei, sei, nei ... Jæja, er komin með rugluna og bara 10 mínútur í að „næsti strætó“ fari frá Skaga, ég ætla EKKI að missa af honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Látum endilega fall vera fararheill, með einhverjum verð ég að geta haldið í framhaldi Útsvars.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.1.2008 kl. 09:40

2 identicon

Vonandi náðiru næsta vagni, þó ég hafi búið á Vestfjörðum í mörg ár rétt hjá ísafirðinum þá verð ég nú að halda með mínu fólki í kvöld og seigi áframm skagamenn kv frá skaganum....

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko maður græðir alltaf, ef þú hefðir ekki misst af strætó þá hefði þessi krúttlega færsla aldrei verið skrifuð.  Nú verð ég að halda með báðum liðum í kvöld.  Þið Ólína rúlið.

Love u darling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hlakka til kvöldsins ég vona að þið vinnið gangi ykkur vel í kvöld.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.1.2008 kl. 11:41

5 identicon

Gangi þér vel í kveld mín kæra! Nú er minn erfðaprins á hverjum degi undir sama þaki og þú. Það er að segja þegar þú ert ekki heimavinnandi  Hann fékk sem sagt inngöngu á leiklistarsvið Kvikmyndaskólans og byrjaði á mánudag. Hæst ánægður með námið en hefur ekki lagt í að prófa mötuneytið... soldið feiminn blessaður þegar kemur að slíku  Þú átt samt kannski eftir að sjá í hann þarna - einn góðan veðurdag. Ekki víst svo sem að þú þekkir hann af hljómsveitarmyndunum, en gæti verið.

Sigga (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hrikalega ertu morgunfersk. Jú, fall er fararheill og það verður svo gaman að horfa á ykkur Línu berjast í kvöld.  Þinn fagurmótaði koll er svo einstakur að þú malar þetta, annars er Ólína ferlega klár líka, ma, ma, ma er bara í vandræðum.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 14:05

7 identicon

Treysti og trúi því að þið hafið þessa ísfirðinga í kvöld!!! Þýðir ekkert annað en að sanna að við Akurnesingar erum best (næstum því allavega) híhí ;-)

Hjördís (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:29

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, við ætlum sko að reyna ... verst að ég var valin vegna útlitsins, bara heppni að vera svona gáfuð! Sjúr, smástress í gangi núna!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.1.2008 kl. 15:56

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Sko ef þú vinnur ekki granni góður, þá fæ ég mér nýtt sjónvarp.

Þröstur Unnar, 11.1.2008 kl. 16:27

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 16:29

11 Smámynd: Ragnheiður

Nú lendir bloggheimur í verstu klemmu ! Þið að keppa við hvor aðra.....æj .....

Njah...held með Gurrí ! Sorrý Ólína mín....hvernig er það, eru ekki fleiri moggabloggarar í þessum liðum ?

Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 17:03

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Má ekki bara úllenndúllena á þetta ?

Nei, betra er að bíða úrslitanna & halda svo með þeim sem vinnur.

Alltaf farsælast.

Steingrímur Helgason, 11.1.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 289
  • Sl. sólarhring: 382
  • Sl. viku: 2239
  • Frá upphafi: 1456992

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 1922
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband