13.1.2008 | 17:11
Sjónvarp, spákonur og sjóferðir ...
Senn rennur upp skemmtilegasta sjónvarpskvöld vikunnar ... Glæpurinn, Pressa og lokaþáttur lögfræðidramans. Möguleikar seinkaðrar dagskrár verða nýttir til fullnustu þar sem um tvær stöðvar er að ræða. Þori ekki einu sinni að athuga hvað er á SkjáEinum. Í gærkvöldi hlógum við erfðaprins yfir 50 First Dates í örugglega 50. skiptið en þetta er voða sæt og skemmtileg mynd. Langaði líka að horfa á Draumagildru Stephens King í þriðja sinn en syfjan bara mig ofurliði, well, það er reyndar ekkert voða langt síðan ég sá hana og bókina las ég líka þegar hún kom út. RÚV hafði algjörlega vinninginn þetta laugardagskvöldið í kvikmyndavalinu.
Maturinn hjá Míu bragðaðist stórkostlega í gærkvöldi og ég dó ekki þótt sonur hennar, björgunarsveitarmaðurinn, hafi sett dass af hnetuolíu yfir salatið. Ég hata hnetur. Hann hefur kannski vonast til þess að geta bjargað frænku sem heldur því fram að hún hafi ofnæmi.
Ekki finnst mér töframannaþátturinn á Stöð 2 skemmtilegur, finnst lítið til alls slíks koma síðan ég heillaðist af Skara skrípó-sjóinu í Loftkastalanum um árið. Þátturinn rúllar í endursýningu núna og ýmsir falla í trans á dramatískan hátt til að sanna mál sitt ... sem minnir mig á ....
Í kaffiboðinu í gær spjölluðum við kerlur aðeins um spákonur, höfðum bæði blekkinga- og furðusögur að segja. Ein fór til spákonu fyrir mörgum, mörgum árum og kunningjakona hennar líka. Dætur þeirra voru þá í menntaskóla. Well, spákonan sagði báðum mæðrunum að þær ættu að ráðleggja stelpunum að hætta í skóla, þær fyndu svo miklu meiri hamingju á almennum vinnumarkaði! Ekki datt mæðrunum í hug að taka mark á þessu, sem betur fer. Báðar eru stúlkurnar langskólagengnar í dag og víst alveg ágætlega hamingjusamar þrátt fyrir það. Önnur þeirra þjáðist reyndar af tímabundnum námsleiða akkúrat á þessum tíma ... og hefði kannski hætt í skóla ef mamma hennar hefði farið að ráðum spákonunnar og hvatt hana til þess. Urrrrrr! Það er mikill ábyrgðarhluti að gefa sig út fyrir að spá fyrir fólki!
Mér fannst voða gaman að fara til spákvenna í gamla daga en minnist þess nú ekki að þær hafi ráðlagt mér svona afgerandi hluti. Þær töluðu frekar um hávaxna, dökkhærða menn og sjóferðir, eitthvað slíkt sem rómantískt ungmeyjarhjartað þráði að heyra. Með hækkandi aldri og minnkandi séns finnst mér ekki taka því að fara til spákonu ... bara til að heyra að að ég rugli saman reytunum við indælan mann, sem var einu sinni hávaxinn og dökkhærður og að við förum í siglingu á skemmtiferðarskipi um Karíbahafið. Eins og lífið sé bara karlar og sjóferðir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 115
- Sl. sólarhring: 300
- Sl. viku: 807
- Frá upphafi: 1505814
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 658
- Gestir í dag: 91
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Segðu, lífið getur verið eitthvað alt annað. Ég hlakka líka rosalega til kvöldsins, allt að gerast í kassanum. Ég lét þetta Phenomen rúlla hjá mér í dag, hef ekki séð það áður, fékk alvg grænar þegar gaurinn fór í trans, var ekki viss hvort hann væri að feika fullnægjingu eða hvað, þvílíkt bull og svo smá slagsmál á eftir, lélegt handrit. Skemmtu þér vel í kvöld og samkvæmt veðurspánni er bara kalt á morgun og lítill vindur, passaðu þig bara á hálkunni ef þú ert með Ást, annars sér Tommi um þetta ef þú tekur strætó.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:10
Takk, elskan. Missti af slagsmálunum (sjittt) ... já, það er frekar kalt í himnaríki núna, mín bara í ullarsokkum. Það yrði ósköp notalegt ef Ásta yrði á bíl í fyrramálið en strætóferðir eru líka skemmtilegar. Tommi myndi þá hlýja mér (með miðstöðina á hæsta).
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.1.2008 kl. 18:17
Alltaf ertu jafn hógvær og nægjusöm Guðríður min, lætur þér nægja já það sem til gefst hverju sinni, þó draumar um Eið og Albert prins geri vart við sig kannski einu sinni í viku!?
Mér finndist nú samt að þú ættir að íhuga að þiggja boð Þrastar Unnars sveitunga þíns, ef hann drattast einhvern tíman til að bjóða þér í Karabíska hafið!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 19:01
Ég hef víst sagt þér það áður að samkvæmt spákonum fylgir mér lágvaxin kona sem ég er skírð í höfuðið á. Ég var skírð eftir skáldsagnapersónu og í minni ætt fyrirfinnast engar lágvaxnar konur. Hver þessi dvergur í peysufötunum er þætti mér gaman að vita.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.1.2008 kl. 19:40
Ekki tala við mig um góða sjónvarpsdagskrá..höfum ekki haft sjónvarp síðan á föstudagsmorgun en þá bilaði eitthvað hjá Símanum og tæknimenn ekki til staðar fyrr en á virkum degi og þá tekur það einn til 3 daga að fá viðgert...huhuhu!!! Við fjölskyldan sitjum bara hér og kveðumst á og prjónum nokkra ullar sokka. Nói sagði líka íslenskan brandara sem getur flokkast undir íslenska fyndni...
Er ekki bara kurteisi að hafa tæknimenn á vöktum um helgar..ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.1.2008 kl. 20:13
Katrín, það á bara EKKI að bila um helgar, það er málið
spákonur! ja þær geta nú svo sem alveg hitt naglann á höfuðið,STUNDUM. Reyndar hef ég ekki hitt minn dökkhærða ennþá, né séð nokkurn sem passar við nærri 40 ára gamla lýsinguna kannski þeir séu i dag annað hvort gráhærðir eða sköllóttir en þeir voru það allavega EKKI þá
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.1.2008 kl. 20:59
Þegar ég var 15 ára sagði spákona mér að ég myndi giftast hávöxnum, dökkhærðum manni í úniformi. Skipstjóri eða flugstjóri, sagði hún ákveðin.
Þeir hafa nú ekkert þvælst fyrir mér um ævina, karlmennirnir.
Til að kóróna vitleysuna sagði hún mér að þegar maðurinn minn væri í burtu, sem væri auðvitað æði oft, af því að hann væri jú flugstjóri eða skipstjóri, þá væri mikill glasaglaumur og margir karlmenn í kringum mig.
Ég átti sem sagt að vera full í framhjáhaldi alla daga.
Já, það er ábyrgðarhluti að spá svona fyrir óhörðnuðum unglingum
Ragnhildur Sverrisdóttir, 13.1.2008 kl. 23:20
Stóðst ekki mátið að blanda mér eilítið í þessa umræðu.
Rétt hjá þér Magnús, hún ætti svo sannarlega að bregða sér í siglingu í Karabíska frökenin. Undirritaður er einn af þeim sem nýkominn er þaðan með spúsu sinni og það er algjört ævintýri, svo ekki sé meira sagt.
Þegar maður kemur á hótelin í landi eftir svona ferð og dekur, þá finnst manni þjónusta og aðbúnaður næstum í slappasta lagi hjá þeim.
Get staðfest að slíkar sjóferðir krydda lífið mikið fröken Guðríður. Og því má segja að lífið sé einmitt karlar og sjóferðir eins og spákonurnar sögðu, eða eftir atvikum, konur og sjóferðir. Mæli eindregið með slíkum "uppábrotum"
á vegferð lífsins. Trúðu þeim spádómum.
Lesandi (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 23:48
innlitskveðja frá öddu og kristófer litla.
Adda bloggar, 14.1.2008 kl. 00:39
einmitt lífið er meira en karlar og sjóferðir.......
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.1.2008 kl. 00:51
Karíbahaf, Lesandi, eins og Gurrí skrifar.
Nema þið viljið líka fara að tala um Atlantíska hafið... :p
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:47
takk fyrir uppdate af bóld... Nú fyrst finnst mér þetta skemmtilega sápa...
Linda Lea Bogadóttir, 14.1.2008 kl. 14:16
Þú ættir að segja lesendum frá spákonunni í New York sem við fórum til um árið.
Guðbjörg Hildur Kolbeins, 14.1.2008 kl. 15:16
Já, Guðbjörg, sú var kræf, held að ekkert hafi ræst af því sem hún sagði við mig ... enda sagði hún að líf mitt yrði hryllingur ef ég borgaði henni ekki meiri pening. Þarf að rifja upp þá sögu og skella á bloggið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.1.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.