Á vængjum hversdagsleikans ...

SúrkálÁttaði mig á því í morgun að líf mitt er orðið afskaplega vanafast og hreinlega fyrirsjáanlegt. T.d. á þriðjudögum er alltaf sjúkraþjálfun, súpa í Skrúðgarðinum og heim að vinna. Í morgun var ég að hugsa um að gera byltingarkenndar breytingar á þessu, fara jafnvel yfir götuna hjá KB-banka, ganga framhjá húsinu hennar Ellýjar og fara svo aftur yfir á móts við Skrúðgarðinn. Eða jafnvel ganga afturábak þessi skref, kannski valhoppa ... svo bjóða gott kvöld á kaffihúsinu. Engar af þessum hugmyndum hlutu þó náð fyrir augum mínum svo að ég hélt mínu hversdagslega striki. Samt er ég byltingarkennd á ýmsan máta, eins og í Einarsbúð skömmu fyrir kl. 18 í gær. „Hvað er þetta?“ spurði erfðaprinsinn furðu lostinn og benti á mjúkan, dúandi poka. „Þetta er súrkál,“ svaraði ég, „meinhollur fjandi, hef ég heyrt!“ Einar kaupmaður sagðist verða með þetta á boðstólum fyrir akurnesku Pólverjana sem eru sólgnir í þessa hollustu. „Verst að ég veit ekki hvernig á að bera þetta fram, líklega bara óeldað beint úr pokanum,“ sagði ég hugsandi og hrukkaði gáfulegt og fagurskapað ennið. (Þarf að spyrja pólsku nágrannana mína nánar um aðferðir og vinnubrögð.)

Crossing JordanÉg er að verða skrambi kvöldsvæf. Samtal um kvöldmatarleytið: Gurrí: „Aha, Crossing Jordan er í sjónvarpinu í kvöld.“ Erfðaprins: „There is a God.“ Södd og sæl eftir steikta fiskinn, þótt gleymst hafi að kaupa lauk, lokaði ég augunum aðeins yfir fréttunum. Opnaði þau næst um tvöleytið í nótt, enn í leisígörl með teppi yfir mér og kött í fanginu!

Massimo og JackieHorfði svo glaðbeitt á boldið í forsýningu í morgun og það er sko margt að gerast núna. Jackie er komin í fangelsi!!! Jackie, mamma Nicks! Ja, forsagan er sú að Massimo (blóðfaðir Ridge) er búinn að ákveða að Ridge, eldri sonur hans, eigi að vera kvæntur Brooke, en ekki yngri sonur hans, Nick. Konur ráða víst litlu um eigin örlög þarna í Ameríkunni, ætli allir kristnir séu svona? Jackie er ákærð fyrir peningaþvætti og skattsvik, handjárnuð og ákærð en fékk að hringja í Nick sinn sem birtist innan tíðar með Brooke. Hann dreif sig til pabba sem getur bjargað öllu og komst að því að Massimo stendur á bak við þetta. Hann er líka búinn að gera Nick arflausan og það kom sérstakt blik í augun á Brooke þegar Nick spurði hana hvort hún treysti sér til að lifa án allra milljónanna ... bjóst við að það nægði til að stía þeim í sundur ... en ástríðan er bara svo mikil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Vottt???! þetta er geggjað! Var þetta í sjónvarpinu eða bjóst þú þetta til?

Kolgrima, 15.1.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: krossgata

Ég hef lengi verið haldinn svolítilli forvitni um þetta súrkál.  Láttu vita hvernig til tekst og hvað telst tilhlýðilegt.  En ég held það sé alveg örugglega borið fram  

krossgata, 15.1.2008 kl. 14:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, smá breytingartillaga, er ekki annar staður á Akranesi sem serverar mat í hádegi, eða jafnvel annað á matseðil í Skrúðgarði.  Koma sho live a little dangerously.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, nei, ég held ekki ... alla vega ekki nálægt sjúkraþjálfuninni ... ég finn eitthvað, bíddu bara.

Kolgríma, þú fylgist greinilega MJÖG illa með, þetta er auðvitað Bold and the Beautiful, stórkostleg sápuópera á Stöð 2.

Læt þig vita, Krossgata! 

Guðríður Haraldsdóttir, 15.1.2008 kl. 14:48

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ertu virkilega enn að horfa á þessa mannskemmandi BOLD þætti? Samkvæmd nýjustu fréttum þínum af Brooke, má alveg fara líkja henni sjálfri við hina geysivinsælu skiptistöð Strætó, sem ber nafnið Hlemmur. Það virðist vera nákvæmlega sama rútínan í gangi í herbergi hennar og á áður nefndri skiptistöð.

Kjartan Pálmarsson, 15.1.2008 kl. 14:54

6 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Gjörsvovel. Súrkálsuppskriftir allt frá sauerkrautkokkteil yfir í súrkáls-súkkulaðitertu.

Nanna Rögnvaldardóttir, 15.1.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kjartan, þú hefur greinilega ekki komið auga á skemmtanagildið við þessa þætti, þeir eru dásamlegir og engu líkara en handritshöfundarnir séu stundum á LSD ... með fullri virðingu fyrir LS ... hmmm, ritskoðað ...

Takk kærlega, Nanna. Ég ætlaði að kíkja í Matarást og athuga hvað mætti lesa þar um súrkál en bestu þakkir fyrir þetta!  

Guðríður Haraldsdóttir, 15.1.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Felix G

Bold er snilldarsjónvarpsefni.  Brooke einmitt farin nokkra hringi í kallamálunum. Besta við það að maður getur alltaf komið sterkur inn í þessa þætti þó maður hafi misst nokkra tugi úr =)  húhaaa....

Felix G, 15.1.2008 kl. 15:12

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Nei ég kom ekki augum mínum til að sjá neitt skemmtilegt við þessa þætti ,,þegar ég gluggaði í þá fyrir fjórum árum síðan'' Heldur fóru hendur mínar að ókyrrast og óskuðu þess heitt að komast nærri toppstykki handritshöfundar með það í huga að dúnka svolítið í það, því það er eitthvað meira enn lítið að þar. Sorry!

Kjartan Pálmarsson, 15.1.2008 kl. 15:20

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Verð nú bara að taka undir með Kjartani, eins og þú kannski veist Gurrí mín.

Þröstur Unnar, 15.1.2008 kl. 15:30

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Loksins einhver stuðningsmaður komin í liðið Boldið - Burt.

Þröstur Unnar, 15.1.2008 kl. 15:31

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hvað segja Birna, Helga Vala og Kikka þá? Þær hafa ekki tíma til að horfa og ég fórna mér fyrir þær og mögulega nokkra bloggvini í viðbót! Þú þarft ekki að óttast að vera álitinn kvenlegur þótt þú fylgist með þessu bulli ... sonur minn horfir stundum og argar úr hlátri og hann hefur sko allt sitt á hreinu ... en kannski finnst þér sápur bara leiðinlegar og ég skal virða það við þig, gamli nöldurskjóður! (djók)

Guðríður Haraldsdóttir, 15.1.2008 kl. 15:37

13 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

 Er það talið kvenlegt að haga sér eins og skiptistöð í karlamálum? Þú fórnar þér of mikið fyrir vini þína.   Gúrrí í Strætó Boldið burt.

Kjartan Pálmarsson, 15.1.2008 kl. 15:50

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nojts, Kjartan, það finnst mér ákaflega ókvenlegt og samrýmist á engan hátt þeim dyggðum sem bæði karlar og konur ættu að vera prýdd ... ég var að tala um að HORFA á boldið, ekki að vera skiptistöð.

Ég mun íhuga þessa áskorun vandlega og ef áhangendur gurrboldsins láta ekkert í sér heyra þá verður kannski gripið til þess að fara að horfa á eitthvað annað og skrifa um það. Það er orðin tilfinningaskylda hjá mér að bolda af og til. 

Guðríður Haraldsdóttir, 15.1.2008 kl. 16:33

15 identicon

Nei alls ekki hætta með Boldið finnst það ómissandi í þínum flutningi skil þættina alltaf miklu betur eftir að hafa lesið þínar færslur kv frá skagakonu

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:47

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, Brynja ... 1-2 er staðan, bíð eftir fleiri áhangendum sem hafa ekki tíma til að horfa ... líf mitt verður svo innantómt ef ég fæ ekki að bolda af og til!

Guðríður Haraldsdóttir, 15.1.2008 kl. 16:55

17 identicon

Kvitterí kvitt kvitt

Bryndís R (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:08

18 Smámynd: Ragnheiður

Hehe ég náði að horfa á þetta í heilar fimm mínútur í morgun en þá truflaði vinnan mig svo mikið að ég varð að snúa mér að því. En ég vissi á hvern mætti stóla í þessu máli hehehe..

Ragnheiður , 15.1.2008 kl. 19:38

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég myndaði heiftarlegt ofnæmi fyrir bólgin og bráðfalleg ( bold and beautiful ) fyrir löngu síðan....kannski lagast það einhverntímann, held þó ekki....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.1.2008 kl. 19:57

20 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það sem ég á við með ,,Gurrí í Strætó Boldið burt'' er skrifaðu frekar ferðasögum um raunir þínar með leið 27 frekar enn þessari BOLD-dellu sem á enga stoð í raunveruleikanum. Júúúttss !!!

Kjartan Pálmarsson, 15.1.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 584
  • Sl. viku: 2458
  • Frá upphafi: 1457327

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2044
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband