3.3.2008 | 10:58
Aldurspælingar og líkleg ástæða einhleypunnar
Hann var ansi svalur í morgun ... en veit hreinlega ekki hvort ég (49) er að tala um veðrið eða Gumma strætóbílstjóra (93). Það var dásamlegt að skella þurrkaranum á við vöknun og fara í heit fötin sín, það kom kannski aðeins of mikil værð yfir mig ... og ég átti erfitt með að halda augunum opnum í strætó þegar Gummi vildi spjalla um gjaldið í göngunum (honum finnst fínt að hafa gjaldskyldu þar, urrrr), rútuferð í óbyggðir um helgina (hann keyrði skólakrakka), veðrið (alltaf sígilt) og stjórnmál (ég þoli ekki stjórnmál fyrir hádegi). Með því að segja já, nei, er það, hvað ertu að segja, á nokkurn veginn réttum stöðum gekk þetta án þess að nokkur móðgaðist. Ég hef reyndar alla tíð átt erfitt með að heyra orðaskil t.d. þegar hávaði í bílvél og útvarpi bætist við, eins og í morgun.
Sorglegt dæmi: Á djamminu í gamla daga var ekki séns að ég heyrði gullhamra strákanna á sódómugómorrustöðunum og því gekk ég ekki út, ég sagði endalaust HA!!! þangað til þeir gáfust upp alveg miður sín. Eftir að ég varð fertug heitir þetta víst öðru nafni ... eða að ég sé að verða heyrnarlaus vegna elli. Ef ég drakk kaffi síðla dags og sofnaði seint af þeim sökum hét það kjánaskapur í gamla daga en núna heitir það svefnleysi vegna elli. Æ, ég skil þetta svo sem alveg. Mig dreymdi einu sinni (12 ára) að ég myndi deyja 38 ára. Ég hugsaði með mér að ef þetta rættist þá væri ég hvort eð er búin að lifa mitt fegursta og væri orðin alveg mátulega gömul til að deyja.
Jamm, veit ekki hvað ég er að tala um tölur svona að morgni dags þegar ég ætti að vera að hugsa um kynlíf. (Er ekki sagt að við konur hugsum um kynlíf á 14 sekúndna fresti en karlar á 5 s/f?) Eigið góðan og frábæran og dásamlegan dag, kæru bloggvenner!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 187
- Sl. sólarhring: 353
- Sl. viku: 879
- Frá upphafi: 1505886
Annað
- Innlit í dag: 148
- Innlit sl. viku: 714
- Gestir í dag: 142
- IP-tölur í dag: 137
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég luma á góðu ráði fyrir þá sem eru hræddir um að segja já og nei og það allt á vitlausum stöðum (t.d. sökum aldurstengdar heyrnarskerðingar, vélargnýs, eða áhugaleysis á umræðuefninu). Þú segir bara; EINMITT. Það á alltaf við.
Laufey B Waage, 3.3.2008 kl. 11:13
Biðst afsökunar á errinu sem datt út í aldurstengdRi heyrnarskerðingu.
Laufey B Waage, 3.3.2008 kl. 11:14
Hahahah, æði. "Einmitt" er fínt orð og rifjaði líka upp fyrir mér hvað Elísabet drottningarmóðir sagði alltaf fram eftir öllu!!! Hún sagði það sama við alla, ekkjur, börn, gamalmenni og hvaðeina: "Ég skil, ég skil!"
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2008 kl. 11:23
Best er nú samt þegar einhver af Bandaríkjaforsetunum var orðinn rosalega þreyttur á því hvað fólk hlustaði lítið á hann þegar hann var að taka í hendina á hundruðum á hverju kvöldi í veislum og öðrum íþyngjandi skyldustörfum. Svo eitt sinn heilsaði hann öllum með því að tuldra:
- I just killed my grandmother ...
Það var bara einn sem svaraði:
- She deserved it!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2008 kl. 12:51
Aha er líka svar sem alltaf virkar! (Nema í sögunni hér að ofan).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2008 kl. 12:51
Anna, snilld :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.3.2008 kl. 13:37
EINMITT
Kjartan Pálmarsson, 3.3.2008 kl. 13:40
Innlitskvitt og kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:17
ARG hvað þetta með aldurinn innan sviga náði mér vel. Ég garga úr hlátri. Þetta fer nefnilega alveg svakalega í taugarnar á mér (pældu í vandamálunum kona, þau eru að sliga mig, flest af þessari stærðargráðu). Ég hlæ á vitlausum stöðum, eins og alltaf þegar ég var ung (16-17) þótti það krúttlegt en núna eftir að ég eltist (56) þá þykir þetta merki um elliglöp.
Ójá smánin mín eins og amma mín sagði.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 15:56
Skil ekki,innan sviga segir þú aldur þinn,en aldur Gumma Strætóbílstjóra er líka innan sviga:93 ha er hann níutíuogþriggja ára gamall,sá er sprækur.
jensen (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:37
Jensen, ég veit ekki hvað Gummi er gamall. Í næstu færslu verður hann 29 ára. Hann er þarna einhvers staðar mitt á milli, þessi elska.
Ólafur, ég kíki á netsögu, ekki málið.
Jenný, þetta er merkilegur fjandi ... þegar maður er kornungur þá er því líka skvett á mann. Það er aldrei hægt að gera neinum til geðs, hvað sem maður er gamall.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2008 kl. 17:04
hehehehehehehe.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.