5.4.2008 | 00:56
Aldrei of illa farið með góðan dýrling ...
Ég hef alltaf verið svolítið veik fyrir sögum af dýrlingum. Einu sinni sendi Nanna vinkona mér hlekk á kaþólska vefsíðu þar sem mátti finna ALLT um dýrlinga. Á þessum tíma vann ég á Útvarpi Sögu, sem á þeim tíma var í eigu Fíns miðils og þar var bara leikin íslensk tónlist. Ég hóf hvern þátt á því að fjalla aðeins um verndardýrling dagsins. Allir eiga sér nefnilega verndardýrling, þjóðir, starfsstéttir og meira að segja piparsveinar sem eiga sér heila átján verndardýrlinga. Brúðir eiga fjórtán, slátrarar sjö, leigubílstjórar fjóra en strætóbílstjórar aðeins einn ... svo dæmi séu tekin.
Margir dýrlingar þurftu að ganga í gegnum hroðalegar pyntingar og voru líflátnir fyrir trú sína en aðrir komust í helgra manna tölu vegna mannkosta sinna, góðverka og trúrækni svo fátt eitt sé nefnt. Ýmis kraftaverk hafa átt sér stað á helgum stöðum, t.d. við grafir dýrlinganna og nokkur slík gerðust í Skálholtskirkju við gröf Þorláks helga, verndardýrlings Íslands. Veikt fólk fékk bót meina sinna þar sem það stóð við gröf hans en Þorlákur helgi lést þann 23. desember og hefur sá dagur verið kenndur við hann síðan á 12. öld og kallast Þorláksmessa.
Dagur heilags Lawrence er 10. ágúst. Hann lét lífið vegna trúar sinnar eins og svo margir dýrlingar. Hann var bundinn við tein og steiktur yfir eldi en lét sem ekkert væri. Hann sagði við ofsækjendur sína: Þið getið snúið mér við núna, ég er orðinn gegnsteiktur á annarri hliðinni.
Þeir sem eru t.d. að drepast undan tannhvassri tengdamömmu eða tengdapabba geta heitið á eftirtalda dýrlinga til að ástandið batni: Adelaide, Elísabetu af Ungverjalandi, Elísabetu Ann Seton, Godelieve, Helenu af Skofde, Jeanne de Chantal, Jeanne Marie de Mille, Ludmilu, Marguerite d´Youville, Michelinu og Pulcheriu.
Hægt er að heita á sex verndardýrlinga ef maður týnir hlutum. Þeir eru: Anne, Antoníus af Padua, Antoníus af Pavoni, Arnold, Phanurius og Vincent de Paul. Kaþólsk vinkona mín segir að það bregðist sjaldan, hluturinn kemur fljótlega í leitirnar.
Þrír verndardýrlingar vernda fólk sem þjáist af gallsteinum: Benedict, Drogo og Florentius af Strassburg.
Valentínusardagurinn, dagur elskenda, er kenndur við heilagan Valentínus. Engum ætti því að koma á óvart að finna Valentínus á þessum lista. Færri vita kannski um Dwynwen og Rafael, erkiengilinn sjálfan, sem eru einnig verndardýrlingar elskenda og ástarinnar.
Verndardýrlingar sem hægt er að ákalla gegn jarðskjálftum eru fjórir; Agatha, Emidius, Francis Borgia og Gregory Thaumatugus.
Heilög Apollonía er verndardýrlingur tannlækna. Hún var pyntuð af hópi Egypta sem drógu úr henni allar tennurnar, eina af annarri, því hún neitaði að skipta um trú.
Marteinn frá Tours er verndardýrlingur Frakklands, bindindismanna, drykkjumanna, betlara, fanga, vefara, klæðskera, hanska- og hattagerðarmanna, smala, klæðskera, fátæklinga, betlara, holdsveikisjúklinga, þeirra sem fá útbrot á líkamann og höggormsbit, skeifnasmiða, ferðamanna, hestamanna og riddara, hermanna, vopnasmiða, húsdýra, hesta og gæsa.
Eligius er verndardýrlingur járnsmiða, leigubílstjóra, klukkugerðarmanna, gullsmiða, hesta, bensínafgreiðslumanna, veikra hesta, dýralækna, handverksmanna, skeifnasmiða, landbúnaðarverkamanna, logsuðumanna, myntsláttumanna, námuverkamanna, úrsmiða, söðlasmiða og myntsafnara.
Kristófer (einnig kallaður Kitts eða Offero) er verndardýrlingur bogaskyttna, bílstjóra, piparsveina, strætisvagnabílstjóra, leigubílstjóra og annarra sem vinna við að flytja fólk, ávaxtakaupmanna, vörubílstjóra, sjóliða, burðarkarla, tannpínusjúklinga, heilags dauða, skyndilegs dauða og þeirra sem vinna við að flytja fólk.
Zita er verndardýrlingur gegn því að týna lyklum, ráðsmanna, ráðskvenna, vinnuhjúa, þerna, fórnarlamba nauðgana, þjóna og þjónustustúlkna, týndra lykla og fólks sem er gert grín að vegna trúar sinnar. Gæti verið að sumir Moggabloggarar tauti nafnið Zita fyrir munni sér stundum.
Patrik er verndardýrlingur þeirra sem óttast snáka og Fiard passar okkur sem erum hrædd við geitunga.
Varð bara að deila þessu með ykkur þótt ég sé ekki kaþólsk.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál og siðferði, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 212
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Fín færsla mín kæra, en kallast þeir ekki dýrðlingar, er ekki viss spyr bara.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 01:02
Held að hvort tveggja sé í lagi, sé reyndar sjaldan dýrðlingur með ð-i nú orðið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 01:05
Þarf maður ekki lengur að skrifa "dýrðlingur" þeim til "dýrðar" ? Marteinn verndardýrlingur til verndar Marteini skógarmús í Dýrunum í Hálsaskógi. Er það þá dýrlingur þeim til dýra(verndunar)?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.4.2008 kl. 01:14
Þú hefðir nú mátt koma með þennan gallsteinadýrling fyrr. Ég löngu búin að leggjast undir hnífinn og er nú stórgölluð kona.
Flott samantekt.
Ragnheiður , 5.4.2008 kl. 01:27
Greinilega ekki. Man eftir rifrildi í matsalnum í Sjúkrahúsi Akraness milli nokkurra sem vildu endilega hafa ð í dýrlegur. Þetta endaði með því að hringt var í íslenskufræðing sem sagði BÆÐI! Ég sagði mömmu að ég ætlaði sko alltaf (ég var 8 ára) að skrifa þetta með ð-i en sveik það. Ég prófaði að gúggla eftir komment Ásdísar, setti það inn sem DÝRLINGAR og fékk milljón útkomur eða svo ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 01:27
Sorrí Ragga ... en ef þú færð höfuðverk eða keyrir leigubíl þá er þarna hellingur sko ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 01:28
Hér verður Zita ákallaður heitt, því stjúpdóttir mín sem býr hjá okkur, týndi bíllyklunum sínum í gær hér innanhúss,búið að snúa öllu við án árangus
Svanhildur Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 10:36
Gæti ég fengið enn Martein og einn Eligius hjá þér. Áttu einhvern við sykursýki?
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 10:50
Kíkti af forvitni í orðbók háskólans því að ég hef alltaf viljað skrifa að eitthvað sé "dýrðlegt" en verið gagnrýnd fyrir það. Hvort tveggja er rétt, eins með dýrðlinga og dýrlinga. Sniðug færsla annars. Svo er það dýrðlingur matreiðslumanna....man ekki nafnið en hann dó píslarvættisdauða....var grillaður lifandi. Hvursu írónískt er það??
Inga Dagný Eydal, 5.4.2008 kl. 11:22
Jú auðvitað var það Lawrence
Inga Dagný Eydal, 5.4.2008 kl. 11:24
Bíllyklarnir fundust í buxnavasa, takk fyrir Zita......og Guðmundur takk fyrir ráðlegginguna
Svanhildur Karlsdóttir, 5.4.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.