9.4.2008 | 08:38
Varst þú í þessum strætó?
Síðan í desember sl. hefur orðið að vana hjá mér að sofa út á morgnana, eða til 7.15, og taka annan strætó dagsins frá Skaganum, þennan sem fer kl. 7.41. Í morgun hafði ég kíkt á mbl.is og séð að árekstur hefði orðið milli fyrsta strætó dagsins og vörubíls rétt sunnan við göngin. Ég fór samt út á stoppistöðina mína á Skaganum og við stóðum þar þrjú skjálfandi í kuldanum í um 20 mínútur. Elskulega konan hjá Strætó bs (s. 540 2700) hélt fyrst ranglega að 27 B (Gummabíll) hefði sloppið á Skagann fyrir lokun vegarins. Svo fór allt að verða skýrara og við næsta símtal kom í ljós að ferðin mín (Gummabíll) hafði verið felld niður og næsti vagan fer ekki fyrr en 9.41. Ég vildi frétta af mínu fólki, enda tók ég alltaf 6.41 strætó þangað til aumingjaskapurinn varð yfirsterkari ... en áður en mér tókst að hringja í Sigþóru hringdi gemsinn þar sem ég stóð við kaffivélina mína og gerði mér latte. "Varstu nokkuð í strætó?"-símtal frá Hildu systur. Mamma hringir örugglega eftir smástund.
Ég hringdi í Sigþóru og jú, hún var í þessum vagni. Hún sat í næstfremsta sætinu og var vitni að öllu saman ... þegar strætó rann á kyrrstæðan trukk sem hafði farið út af í þvílíkri glerhálku. Sigþóra sagðist aldrei framar ætla að sitja í fremsta sætinu en það lá við að fólkið sem sat þar fengi vörubílinn framan í sig. Það urðu engin slys á fólki, hélt Sigþóra, en hana grunaði að bílstjórinn hefði mögulega eitthvað meitt sig á fæti. Skagastrætó á leið á Skagann, nýbúinn að mæta þessum sem lenti í árekstrinum, (sá sem ég ætlaði að taka aðeins seinna) sneri við og tók Sigþóru og hina farþegana upp í. Nú situr fólkið í kyrrstæðum vagninum og bíður eftir að lögreglan ljúki skýrslutöku svo það geti farið í vinnuna. Elskan hún Sigþóra var líka í vagninum sem fauk út af í hittiðfyrra í miklu roki á Kjalarnesinu. Skyldi hún fara að leita sér að vinnu á Skaganum?
P.s. Jú, nokkrir búnir að hringja og spyrja: Varst þú í þessum strætó? Breytti fyrirsögn færslunnar í samræmi við það, enda hin of æsingsleg ... mín í smá sjokki.
Vesturlandsvegur lokaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 213
- Sl. sólarhring: 317
- Sl. viku: 905
- Frá upphafi: 1505912
Annað
- Innlit í dag: 172
- Innlit sl. viku: 738
- Gestir í dag: 165
- IP-tölur í dag: 159
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Samruni hjá strætó og flutningafyrirtæki?
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:53
daginn Gurrí, mikið er ég glaður yfir því að þú hafir verið löt og ætlað að taka seinni vagnin. Mér var strax hugsað til þín og hvort hún Gurrí hefði nú lenti í þessu. En spurningin er sú ætlar þú að leita að vinnu á Ak?
siggi í Norðlingaholtinu
siggi (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:01
Nei, Siggi. Elska vinnuna mína of mikið til þess og það er líka svo gaman í strætó. Miðað við ferðatíðni verða sárasjaldan óhöpp!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:09
Það gladdi mitt litla hjarta þegar ég uppgötvaði hversu löt þú ert og hefðir því engan veginn getað verið um borð í Skagavagninum svona eldsnemma.
Það má hinsvegar þakka fyrir það að ekki fór ver í þessu slysi
Kjartan Pálmarsson, 9.4.2008 kl. 09:15
Já, mér fannst nú ákveðin fljótfærni í mér að blogga um þetta ... æsingurinn bar mig ofurliði en þó held ég að fyrst svona vel fór hafi það verið í lagi.
Þessi óhöpp Sigþóru gerðust bæði í fyrstu ferð dagsins, ætli sé ekki búið að salta þá? Var svona að pæla. Bílstjórarnir okkar eru svo rosalega varkárir og góðir en enginn ræður við glerhálku og vind. Það styttist í að ég hlaupi út í 9.41 strætó og þá fæ ég kannski frekari fréttir í gegnum bílstjórann ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:27
Þú ferð þá með seinni skipum til borgarinnar, já ég veit hversu mikið þú elskar vinnuna þína, enda rosalega góður strafskraftur, allvega varstu það hjá húsó. Ég óska þér góðrar ferðar með strætó í bæinn, nú væri gott að hafa bogguna á milli, stíga á skipsfjöl og sigla í rólegheitum yfir til Reykjavíkur, fá sér gott kaffi og bakkelsi.
siggi
siggi (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:34
Bentu Sigþóru á að kaupa hjálm til að vera með í strætó, ég fattaði reyndar ekkert að þetta var strætó fyrr en ég las hjá þér.
Mér gengur greinilega illa að skilja að rúta og strætó geti verið það sama
Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 09:35
Gott að þú slappst dúllan mín og allir hinir líka, erfitt að vera á ferðinni í þessu Gor veðri. Gott að kallinn er farinn af landi brott, kannski þorir vorið að koma núna.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 10:15
Ragga, venjulegur strætisvagn er of lítill fyrir okkur stórmennin á Skaganum (heheheh) og rútur, kallaðar strætó, eru notar á milli.
Hefði alveg verið til í Akraborg í morgun (eða oftar) en ég hef sjaldan verið hrædd á þessari leið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 10:55
Ég er löngu hættur að taka strætó; nú spássera ég um stræti og torg eins og fínn maður. Enda fáránlegt að borga einhverju fyrirtæki fyrir að koma sér yfir móðuna miklu, og skiptir það þá engu, að um almenningssamgöngufyrirtæki sé að ræða. Og hananú.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.