Varst þú í þessum strætó?

Síðan í desember sl. hefur orðið að vana hjá mér að sofa út á morgnana, eða til 7.15, og taka annan strætó dagsins frá Skaganum, þennan sem fer kl. 7.41. Í morgun hafði ég kíkt á mbl.is og séð að árekstur hefði orðið milli fyrsta strætó dagsins og vörubíls rétt sunnan við göngin. Ég fór samt út á stoppistöðina mína á Skaganum og við stóðum þar þrjú skjálfandi í kuldanum í um 20 mínútur. Elskulega konan hjá Strætó bs (s. 540 2700) hélt fyrst ranglega að 27 B (Gummabíll) hefði sloppið á Skagann fyrir lokun vegarins. Svo fór allt að verða skýrara og við næsta símtal kom í ljós að ferðin mín (Gummabíll) hafði verið felld niður og næsti vagan fer ekki fyrr en 9.41. Ég vildi frétta af mínu fólki, enda tók ég alltaf 6.41 strætó þangað til aumingjaskapurinn varð yfirsterkari ... en áður en mér tókst að hringja í Sigþóru hringdi gemsinn þar sem ég stóð við kaffivélina mína og gerði mér latte. "Varstu nokkuð í strætó?"-símtal frá Hildu systur. Mamma hringir örugglega eftir smástund.

Ég hringdi í Sigþóru og jú, hún var í þessum vagni. Hún sat í næstfremsta sætinu og var vitni að öllu saman ... þegar strætó rann á kyrrstæðan trukk sem hafði farið út af í þvílíkri glerhálku. Sigþóra sagðist aldrei framar ætla að sitja í fremsta sætinu en það lá við að fólkið sem sat þar fengi vörubílinn framan í sig. Það urðu engin slys á fólki, hélt Sigþóra, en hana grunaði að bílstjórinn hefði mögulega eitthvað meitt sig á fæti. Skagastrætó á leið á Skagann, nýbúinn að mæta þessum sem lenti í árekstrinum, (sá sem ég ætlaði að taka aðeins seinna) sneri við og tók Sigþóru og hina farþegana upp í. Nú situr fólkið í kyrrstæðum vagninum og bíður eftir að lögreglan ljúki skýrslutöku svo það geti farið í vinnuna. Elskan hún Sigþóra var líka í vagninum sem fauk út af í hittiðfyrra í miklu roki á Kjalarnesinu. Skyldi hún fara að leita sér að vinnu á Skaganum?

P.s. Jú, nokkrir búnir að hringja og spyrja: Varst þú í þessum strætó? Breytti fyrirsögn færslunnar í samræmi við það, enda hin of æsingsleg ... mín í smá sjokki.


mbl.is Vesturlandsvegur lokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samruni hjá strætó og flutningafyrirtæki?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:53

2 identicon

daginn Gurrí, mikið er ég glaður yfir því að þú hafir verið löt og ætlað að taka seinni vagnin. Mér var strax hugsað til þín og hvort hún Gurrí hefði nú lenti í þessu. En spurningin er sú ætlar þú að leita að vinnu á Ak?

siggi í Norðlingaholtinu

siggi (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:01

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nei, Siggi. Elska vinnuna mína of mikið til þess og það er líka svo gaman í strætó. Miðað við ferðatíðni verða sárasjaldan óhöpp!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það gladdi mitt litla hjarta þegar ég uppgötvaði hversu löt þú ert  og hefðir því engan veginn getað verið um borð í Skagavagninum svona eldsnemma.

 Það má hinsvegar þakka fyrir það að ekki fór ver í þessu slysi

Kjartan Pálmarsson, 9.4.2008 kl. 09:15

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, mér fannst nú ákveðin fljótfærni í mér að blogga um þetta ... æsingurinn bar mig ofurliði en þó held ég að fyrst svona vel fór hafi það verið í lagi.

Þessi óhöpp Sigþóru gerðust bæði í fyrstu ferð dagsins, ætli sé ekki búið að salta þá? Var svona að pæla. Bílstjórarnir okkar eru svo rosalega varkárir og góðir en enginn ræður við glerhálku og vind. Það styttist í að ég hlaupi út í 9.41 strætó og þá fæ ég kannski frekari fréttir í gegnum bílstjórann ...

Guðríður Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:27

6 identicon

Þú ferð þá með seinni skipum til borgarinnar, já ég veit hversu mikið þú elskar vinnuna þína, enda rosalega góður strafskraftur, allvega varstu það hjá húsó. Ég óska þér góðrar ferðar með strætó í bæinn, nú væri gott að hafa bogguna á milli, stíga á skipsfjöl og sigla í rólegheitum yfir til Reykjavíkur, fá sér gott kaffi og bakkelsi.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:34

7 Smámynd: Ragnheiður

Bentu Sigþóru á að kaupa hjálm til að vera með í strætó, ég fattaði reyndar ekkert að þetta var strætó fyrr en ég las hjá þér.

Mér gengur greinilega illa að skilja að rúta og strætó geti verið það sama

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 09:35

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að þú slappst dúllan mín og allir hinir líka, erfitt að vera á ferðinni í þessu Gor veðri.  Gott að kallinn er farinn af landi brott, kannski þorir vorið að koma núna.   Spring Break 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 10:15

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ragga, venjulegur strætisvagn er of lítill fyrir okkur stórmennin á Skaganum (heheheh) og rútur, kallaðar strætó, eru notar á milli.

Hefði alveg verið til í Akraborg í morgun (eða oftar) en ég hef sjaldan verið hrædd á þessari leið.

Guðríður Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 10:55

10 identicon

Ég er löngu hættur að taka strætó; nú spássera ég um stræti og torg eins og fínn maður. Enda fáránlegt að borga einhverju fyrirtæki fyrir að koma sér yfir móðuna miklu, og skiptir það þá engu, að um almenningssamgöngufyrirtæki sé að ræða. Og hananú.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 234
  • Sl. sólarhring: 386
  • Sl. viku: 2561
  • Frá upphafi: 1457831

Annað

  • Innlit í dag: 219
  • Innlit sl. viku: 2144
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Íslendingar í útlöndum
  • Titanic
  • Elsku Tommi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband