9.4.2008 | 18:49
Aðallega bókablogg ...
Úlli kokkur skutlaði mér í Mosó um hálffimmleytiðog þar beið Heimir spenntur eftir því að fá að keyra okkur á Skagann. Í vagninum voru án efa nokkrar hetjur morgunsins sem létu sig hafa það að fara í vinnuna í Reykjavík þrátt fyrir að hafa lent í árekstrinum. Maðurinn sem sat fyrir aftan mig sagðist hafa fengið glerbrotadrífu yfir sig . Hann greiddi sér til öryggis þegar hann kom í vinnuna til að ná restinni. Skrýtið að fréttastofa Stöðvar 2 telji þetta ekki fréttnæmt ... ég er að horfa á kvöldfréttirnar.
Ég byrjaði á nýrri bók í strætó, Áður en ég dey, heitir hún. Ég er bara komin á bls. 56 en samt táraðist ég tvisvar. Þetta er ekki góð strætóbók. Það gengi nú ekki ef Tommi, Heimir, Gummi eða Kiddi þyrftu sífellt að vera að stoppa strætó til að hugga mig. Bókin fjallar um 16 ára stelpu sem þjáist af ólæknandi sjúkdómi og á aðeins nokkra mánuði ólifaða. Stelpan er frekar kúl á þessu en ég þjáist svo með pabba hennar sem er á afneitunarstiginu. Það eiga án efa eftir að renna ansi mörg tár áður en kemur að bls. 332.
Ég kláraði Strákurinn í röndóttu náttfötunum í strætó í fyrradag, hún var líka mjög áhrifamikil en öðruvísi. Hún er ekki enn farin út úr hausnum á mér ... ógleymanleg í einfaldleika sínum. Hún segir frá Bruno, níu ára þýskum dreng í síðari heimstyrjöldinni, sem gerir sér ekki grein fyrir helförinni þótt pabbi hans sé greinilega háttsettur Gestapo eða SS-maður. Hann flytur með fjölskyldu sinni til Ásviptis og kynnist jafnaldra sínum sem er alltaf svo svangur, gengur í röndóttum náttfötum og býr hinum megin við gaddavírsgirðingu. Þau kynni hafa vægast sagt afdrifaríkar afleiðingar ...
Nokkrir Norrisar að lokum:
- Chuck Norris kastar ekki upp ef hann drekkur of mikið. Chuck Norris kastar niður.
- Það er líffræðilega ómögulegt að Chuck Norris eigi dauðlegan föður. Vinsælasta kenningin er sú að hann hafi farið aftur í tímann og gerst eigin faðir.
- Chuck Norris getur dæmt bók af kápunni.
- Biblían hét upphaflega Chuck Norris og vinir.
- Chuck Norris hefur 12 tungl. Eitt þeirra er Jörðin.
- Chuck Norris malar kaffið sitt með tönnunum og sýður vatnið með eigin bræði.
- Chuck Norris notar lifandi skröltorma sem smokka.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 213
- Sl. sólarhring: 328
- Sl. viku: 905
- Frá upphafi: 1505912
Annað
- Innlit í dag: 172
- Innlit sl. viku: 738
- Gestir í dag: 165
- IP-tölur í dag: 159
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
þægilegt að fá Chuck í heimsókn, maður þarf ekkert að hafa fyrir kaffinu handa honum
Rebbý, 9.4.2008 kl. 20:32
Djö... vorum við heppin að þú varst ekki í sætini þínu í strætó, gamla mín. Skoðaði flakið, og sá að þá værir þú sko í ekta Himnaríki núna.
Akkurru ertu að flippa út á Chuck Norris, einhver nostalgía?
Þröstur Unnar, 9.4.2008 kl. 21:03
Öfunda þig afþví að geta lesið í bíl. Ef ég gæti það væri ég flutt upp á Skaga fyrir löngu síðan.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:35
Þarf að fá þessar bækur kannski lánaðar hjá þér. Fer að kíkja í heimsókn í Himnaríki og fá nokkrar góðar í strætólesturinn. Ómissandi að geta lesið á leiðinni sérstaklega í 15 þá er maður sko enga stund að fara i gegnum Mosó. Bíð ennþá eftir að fá bókina hjá þér um sænsku lögguna Kurt Wallender
sigþóra (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:57
Er staddur á Þórshöfn og enn finn ég ekki þetta Himnaríki,,,er á leiðinni bíðiði bara sko.Chuck,gleymir ekki.
Chuck Norris (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:12
Satt segir þú Rebbý, Ég er þakklát fyrir aukabílinn, Þröstur, nú situr aldrei neinn í leiðsögumannssætinu. Ég sit oft fyrir aftan það en held að fólkið þar hafi sloppið sæmilega frá því, hef ekki heyrt annað. Chuck Norris kom inn í líf mitt fyrir tilviljun, mér var bent á að fara á google og leita að honum ("find chuck norris" og ýta svo á Freista gæfunnar) þá kom að hann fyndist ekki, hann myndi finna mig ... í kjölfarið sendi samstarfskona mín mér nokkra frasa og ég er búin að hlæja mikið yfir þeim og fleirum sem ég fann á Netinu. Já, Lilja Guðrún, það er sko gott að geta lesið í strætó. Og frú Sigþóra hetja, enítæm, býð þér í kaffi um helgina og lána þér eitthvað skemmtilegt. Líst vel á linka Nágranna, sé þá reyndar alltaf í örvæntingarfullri tilhlökkun eftir fréttum, en man engin nöfn þaðan nema Harold, Susan, Karl og Sky ... erfitt að blogga um persónurnar. Ég lagði nefnilega virkilega á mig við að læra boldarana .. og hef þó klikkað nokkrum sinnum.
CHUCK, ávallt velkominn í himnaríki. Þá yrði nú fjör!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:20
Chucky var það ekki ljóta dúkkan sem drap alla Hahah nje seigi svona Guðmundur En hafðu góða nótt Gurrí mín
Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 00:38
Chuck er Chuck Norris, sá sem ég hef verið að segja frægðarsögur af undanfarið.
Chuck Norris malar kaffið sitt með tönnunum og sýður vatnið með eigin bræði. Sá Chuck. Hann kommentar hérna af og til, í miklum hefndarhug ... múahahha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:43
Ja, hann Einar á Akranesi hefur þá ekki rekist á athugasemdirnar, sem ég hef verið að puðra út hér og þar um bloggið, og geta verið alveg ótrúlega fyndnar, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:35
Skila því, fæ að hafa hana um helgina og það verður bara frábært. Er svo ljúf og góð þessi elska. Ætlum að lesa margar bækur og leika úti.
Kv. Bylgja
Bylgja Hafþórsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.