26.4.2008 | 16:42
Stór brjóst úr tísku - uppnám í himnaríki
Mikið var gaman á Safnasvæðinu í dag. Fjöldi skemmtilegs fólks var á staðnum, bæði að selja og kaupa. Stoppaði smástund við básinn hjá Hrönn Eggerts listakonu en einhvern daginn á ég eftir að kaupa mynd eftir hana. Ég fékk meira að segja koss á kinnina frá myndarlegum skólabróður úr barnaskóla. Það var sem smyrsl á sárin eftir eina búðarkonuna sem tilkynnti mér upp úr þurru að hún ætti svona flottheit í x-large. Við, þessar brjóstgóðu, lendum oft í þessu, enda erum við jússulegri en aðrar konur þótt við séum ekki endilega þyngri. Það kemur alveg fyrir að mig langi til að hringja í Pamelu Anderson og Dolly Parton og stofna hagsmunafélag brjóstgóðra með þeim. Þetta var svona til að kóróna það sem ég sá í Fréttablaðinu eða 24 stundum í gær að stór brjóst væru úti (out). Nokkur ráð voru gefin til að klæða af sér ógeðið, t.d. aldrei vera í rúllukragabol, bara V-hálsmálsbol. Þyrfti að endurnýja fataskápinn þar sem úir og grúir af alla vega þremur siðsamlegum rúllukragabolum. Í greininni var líka bent á samfellur úr Lífstykkjabúðinni sem krumpa saman spiki og brjóstum og gera konur örmjóar (sjúr). Svona samfellu eins og ég keypti um árið á laugardegi á leið í brúðkaup og konan í búðinni reyndi að selja mér afar stórar síamstvíburahúfur sem brjóstahaldara. Henni þótti ekki leiðara en það að hafa skjátlast svona með stærðina að hún reyndi að pranga inn á mig risastórri samfellu sem hefði passað á tvær Gurríar. Þá fauk nú svolítið í mína. Keypti reyndar samfelluandskotann en í talsvert minna númeri en nota hann svo aldrei af því að hann er samt of stór á mig. Hefndi mín grimmilega með því að fara aldrei í Lífstykkjabúðina framar. Viðmót fólks og almennir mannasiðir skipta mig meira máli en vöruúrval, held ég. Brúðhjónin Andrés og Auðna hafa sitt af hverju á samviskunni ...
Veðrið reyndist ekki jafnslæmt og ég hélt og var bara notalegt að smakka á heilgrilluðu lambi á hlaðinu og kaupa eins og eina bók í annars yfirfullt bókahimnaríkið. Nokkur biðröð var í spádómana hjá Magnúsardætrum, Nínu og Möggu, en einn bróðir þeirra var grillmeistarinn á staðnum. Ég styrkti Kvennakórinn um marga, marga hundraðkalla og það verður ekki síst mér að þakka að kerlurnar komast í kórferðalag til útlanda ... en einnig lagði ég mitt af mörkum (500 kall) til að koma KFUM úr landi.
Svo var Hilda systir að hringja, hún er á leiðinni með fullan bíl af mömmu, Ellen og börnum og ætlar á Safnasvæðið. Hún vonast til að hitta mig þar eða í Skrúðgarðinum. Mig langar mest af öllu að leggja mig ... enda útvinda eftir móðganir og kossa. Hún var að hringja aftur og ég ætla í bíltúr með henni og mála bæinn rauðan. Held það nú.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 9
- Sl. sólarhring: 207
- Sl. viku: 647
- Frá upphafi: 1505938
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 521
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hrikalegt fjör er þetta hjá þér,brjóstgóða kona!
Bestustu kveðjurnar til þín og ekki seinna vænna en að bjóða þér gleðilegs sumars!
www.zordis.com, 26.4.2008 kl. 17:10
Hahaha-góður yndislegur þessi pistillþú ert nú ótrúleg en svo yndislegtakk fyrir mig og já veðrið er æðislegtalla vega hjá mér ég og minn maður ásamt börnum og köttum erum að Grilla yndislegan mat og bara yndislegt og gaman að vera tilÁstarkveðjur og´góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.4.2008 kl. 17:15
Þú drepur mig vúman.
Hvaða viðbjóðslega mynd er þetta af konunni með bobbingana? Ekki er þetta alvöru?
Ef stórar brjóllur eru úti þá hlýt ég að vera á leiðinni að verða tískufenómen.
Hm.. vandlifað.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 19:24
Jamm, tískan fer í hringi, ég verð inni aftur eftir nokkur ár.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.4.2008 kl. 19:34
hahaha, þú getur já verið skemmtileg! Hef samt afskaplega litlar áhyggjur af stöðu þinni gagnvart brjóstastærðarvísitölunniog Gurrí, konur af ýmsum brjóstgæðastærðum eru oftar en ekki miklu meira spennandi í rúllukragapeysum en v-hálsmálsbolum!
Eða mig minnir það!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 20:52
Ég verð nú bara ánægð með mig og mitt bú (þó ég sé oft á leiðinni í minnkun, en hætti jafnharðan við...) þegar ég sé þessa til hægri. Jemundur eini, beini. Hlýtur að þurfa netbelgi, axlabönd, belti og fleiri hjálpartæki.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:26
hehe
Júdas, 27.4.2008 kl. 09:28
hahaha... þessi til hægri að reyna að halda jafnvægi með því að standa á höndum
Svala Erlendsdóttir, 27.4.2008 kl. 09:36
Viðbjóðslega eru þetta grannir handleggir á Frú Parton, er konan komin með tískusjúkdóm fjölmiðlafólks vestanhafs.
Tek undir það hjá þér Gurrí, mannasiðir skipta mig meira máli en vöruúrval og líka verðlag.
Sunnudagskveðja.
Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.