Stoppistöðin G.U.R.R.Í.

G.U.R.R.Í.Ósköp róleg ferðin í bæinn eftir ótrúlega einmanalega bið á stoppistöðinni Gurrí, eins og Tommi, fv. bílstjóri, kallar hana.  Nafngiftin á stoppistöðinni við Garðabraut er þó ekki mér til heiðurs, þótt auðveldlega mætti halda það, heldur okkur öllum sem bíðum þar. Tommi elskar ekki bara mig, heldur alla farþegana!

G-ið stendur fyrir göfugmennsku okkar eða jafnvel góðvild (man aldrei hvort), U-ið fyrir hvað við erum unaðsleg, fyrra R-ið þýðir rósemd, enda eiginlega aldrei slagsmál í þessu skýli á morgnana, hitt R-ið fyrir röskleika, en við látum ekkert segja okkur það tvisvar að hoppa upp í vagninn þegar hann kemur, heldur berum við okkur rösklega að. Í-ið er svo auðvitað vegna þess að við erum svo íturvaxin eða íðilfögur, man heldur aldrei hvort.  Enginn beið sem sagt með mér á Stoppistöðinni Gurrí  í morgun og frekar fáir voru í vagninum. Enginn kom heldur upp í vagninn á sætukarlastoppistöðinni (sem er ekki skammstöfuð stoppistöð, ... sjúklega ælandi tyggjótöffarar ..., nei, það er ekki hægt að skammstafa sætukarlana mína)

Lesið í strætóMaðurinn sem starði á mig í gær í strætó númer 15 kom EKKI upp í vagninn í Mosó í morgun. Fálæti mitt hefur líklega orðið til þess að hann keypti sér bíl. Eða fékk bílprófið aftur í morgun eftir að hafa misst það. Eða hann er kominn í sumarfrí. Eða þetta var bara draugur sem bara við Lilja sáum þó báðar.

Náði að lesa allar 24 stundir og hálft Fréttablaðið á leiðinni. Snilld! Og hluta af Morð í Betlehem ... óvenjuleg spennubók sem lofar góðu!!

Ég náði að skrifa heilar 14 nýjar lífsreynslusögur í lífsreynslusögubókina en þar verða 50 stykki alls, eins og í fyrra. Ótrúlega gaman að rifja upp þegar ég var að safna þessum gömlu saman. Flissaði yfir Danska draumaprinsinum, einstaklega nískum manni sem vinkona mín deitaði ... það er bara ein saga sem ég man ekki eftir hver sagði mér, líklega hefur komið bréf til okkar eða einhver hringt.

Þetta lag hljómaði í strætó í morgun, þegar við vorum nýkomin niður í Kollafjörðinn. Mikið hélt ég upp á það í gamla daga:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Voðaleg ró hefur verið yfir þessu öllu hjá þér í morgun Gurrí mín. Ekki laust við að það færist smá værð yfir manni við þennan lestur.

En þar sem þú átt grilljón bloggvina og fráleitt að þú komist yfir að lesa færslur þeirra allra, þá langar mig samt að biðja þig að kíkja á síðustu færsluna mína ef þú mögulega getur. En þar er ég með hjálparbeiðni sem væri gott að sem flestir sæju.

Megi svo allir sólargeislarnir nær og fjær fylgja þér og þínum í allan dag. 

Tína, 5.6.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, átti einn svona danskan kærasta sem var svo nískur að hann tímdi ekki að anda.  Faldi peningana í ryksugunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ég hugsa að ég eigi alveg bunka af góðum kærastasögum... enda einstaklega heppin í spilum

Vera Knútsdóttir, 5.6.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það verður gaman að lesa bókina þegar hún kemur út. Verð þá búin með þessa sem þú gafst mér í morgun. Takk fyrir það.

Helga Magnúsdóttir, 5.6.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Alltaf húmor í minni.  Sætu kallarnir koma örugglega aftur, vertu viss.  Knús til þín mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 13:42

6 identicon

Ef þetta var í denn, Jenný, þá skil ég danskinn mætavel. Var ekki um frumlegri felustaði að ræða en Nilfisk?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 158
  • Sl. sólarhring: 465
  • Sl. viku: 2606
  • Frá upphafi: 1457475

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 2162
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband