Óþarfaviðkvæmni kannski ... og loksins smá bold

Fékk far heim með unga blaðamanninum, þessum sem er stundum samferða mér í strætó á morgnana og vinnur hjá dv.is. Farið munaði heilmiklu og ég var komin heim fyrir kl. 4. Náði meira að segja að horfa á boldið um leið og ég skrifaði síðustu nýju lífsreynslusöguna í bókina. Nýju sögurnar verða 15 talsins og þær gömlu 35. Ákvað að sleppa einni gamalli og setja nýja sem ég fékk í gær í staðinn. Þetta verður dúndurbók, þótt ég segi sjálf frá ... hehehhe

womens-murder-club„Hvað er eiginlega að þeim á Stöð 2?“ spurði ég sárhneyksluð þegar ég var að skoða dagskrársíðuna þeirra fram í tímann. Þar var umsögn um nýjan þátt sem fer að hefjast, Woman´s Murder Club. Fjórar vinkonur eru ekki í neinum venjulegum saumaklúbbi ... og áhugamál þeirra slúður og sakamál. Eitthvað fannst mér ég kannast við aðrar lýsingarnar á konunum, ein rannsóknarlögga, önnur saksóknari,  þriðja réttarmeinafræðingur og sú fjórða rannsóknarblaðakona. Ég hringdi í Forlagið og spurði hvort það verið gæti að þessir þættir tengdust eitthvað bókum James Patterson um vinkonurnar fjórar sem hefðu tekið saman höndum til að leysa morðmál. Það reyndist rétt. Annað hvort hafa persónurnar breyst svona frá bókunum yfir í sjónvarpið en ég held samt ekki.

Sl��ra� um mor�Íslenskir saumaklúbbar eru heilagt fyrirbæri og algjör misskilningur að halda að þótt nokkrar konur hittist yfir kaffibolla sé það sjálfkrafa saumaklúbbur. Þar sem standa tvö tré er skógur ... þar sem sitja tvær konur er saumaklúbbur ... AllyMér finnst þetta að vissu leyti gera lítið úr saumaklúbbum ... og konum. Slúður hefur alltaf þótt ansi neikvætt, hvort sem karlar eða konur eru staðin að því, og hvers vegna eru þessar konur, sem leysa hin flóknustu morðmál, sagðar hafa slúður sem áhugamál? Ekki er það þannig í bókunum. Ég veit að Stöð 2 reynir að selja konum áskrift grimmt núna, það eru frábærir „kvennaþættir“ fram undan og ég ætla sannarlega að horfa á einhverja þeirra milli EM-leikjanna (Ally McBeal og fleiri). Þetta með að vísa til saumaklúbba og slúðurs laðar konur ábyggilega ekkert frekar að þessum þáttum, gæti frekar virkað öfugt á margar okkar. Ef ég vissi ekki að þessir þættir væru eftir bókum James Patterson myndi ég líklega sleppa þeim.

James PattersonRitstjórinn minn glotti bara að mér og sagði að ég væri allt of viðkvæm fyrir þessu, það getur svo sem alveg verið rétt. Ég tek það fram að ég verð líka grautfúl ef mér finnst vegið að karlmönnum á einhvern hátt eða reynt að gera lítið úr þeim. Líklega er þetta bara hugsunarleysi hjá Stöð 2 eða röng markaðssetning. Ætla samt að horfa á þessa þætti, enda eru bækurnar æsispennandi! Karlar í þessu annars ögn minnkandi staðalímyndaþjóðfélagi munu þó eflaust margir halda sig frá skjánum þar sem þetta eru greinilega algjörir stelpuþættir ... svona slúður-saumaklúbbadæmi eitthvað ... þeir sem vita ekkert um saumaklúbba ímynda sér held ég margir að þar fari bara fram kjaftagangur og slúður. Vissulega spjöllum við um ýmsa hluti í Sunnudagsklúbbnum mínum í þau fáu skipti sem við hittumst en ég myndi aldrei skilgreina það sem slúður. 

Takk fyrir að leyfa mér að fá útrás. Smile

taylor&hectorÆtlar þú að segja Thorne þetta?“ spyr Phoebe móður sína í þrítugasta skiptið.
„Hann á skilið að fá að vita sannleikann,“ svarar Taylor í þrítugasta skiptið. Nú ætlar hún að játa fyrir Thorne að það hafi verið hún sem ók á Dörlu.
Baker lögga, sem fann vínlykt af Taylor á sjúkrahúsinu eftir slysið, hefur hana sterklega grunaða um verknaðinn og hefur gengið hart að henni og líka Hectori brunaliðsmanni að viðurkenna þetta. Hann hefur meira að segja sáð fræjum efa í huga Stefaníu, mömmu Thorne. Baker finnst grunsamlegt að Hector skuli hafa farið með Taylor og Phoebe í heimsókn til konu í fangelsi, konu sem fékk langan dóm fyrir að keyra drukkin á manneskju og drepa hana. Ég missti greinilega af þeim þætti en hugsa að Hector hafi ætlað sér með þessu að koma í veg fyrir að Taylor játaði á sig verknaðinn.
Bíll fannst í Mexíkó sem passar við upplogna lýsingu Phoebe. Stolinn bíll sem fyrrum fangi ók, gæti mögulega verið sá seki ... en Baker heldur ekki.

Taylor biður Ridge, fyrrum mann sinn, að koma í heimsókn og lætur hann lofa því að hugsa vel um börnin. Hún segir honum ekkert meira og hann virðist áhyggjufullur.
Hector kemur til Taylor þegar Ridge er farinn og þau þrátta um málið enn einu sinni. Hector segir að Thorne muni aldrei fyrirgefa henni og að hún muni sitja í fangelsi í tíu ár. Hann muni sjálfur lenda illa í því, enda samsekur þar sem hann vissi allt um málið. Taylor segir að Thorne nái ekki að halda áfram að lifa lífinu nema vita hver drap konuna hans.

Hector býðst til að skutla Taylor heim til Thornes til að segja sannleikann, það minnsta sem hann getur gert ... hmmm. Þess í stað rænir hann henni og segir að hún megi aldrei segja neinum frá þessu og hann sleppi henni ekki fyrr en hún lofi ... Hún situr hrædd en hlýðin í bílnum. Þau slást síðan heima hjá honum og hann bindur hana við handriðið. Hún gargar og veinar en hann langar ekki í fangelsi og að missa vinnuna. Var búin að sjá hvað gerist á youtube-myndbandinu sem fylgdi síðustu færslu. Eldsvoði, Stefanía, Hector með bundið fyrir augun á sjúkrahúsi, mikið drama.

NickP.s. Best að vera hreinskilin. Ástæðan fyrir því hversu langt er síðan ég hef boldað er sú að Nick tók upp gítarinn í einum þættinum nýlega og söng ástarljóð til Brooke. Það tók 15 slökkviliðsmenn tvo tíma að laga hjartslátt minn og ég þurfti að drekka fimm kókflöskur til að hætta að kasta upp. Eða hefði þurft ef ég væri ekki svona hörð af mér. Ég hef ekki enn getað hlegið eftir áfallið og þetta atriði úr boldinu mun fylgja mér alla ævi, líka orsaka martraðir, skertan svefn eða hroðalegar andvökunætur. 

Nick með gítarinn sinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég skil vel viðbrögð þín við Nick og gítarnum! Hvernig heldurðu að mér hafi liðið? Hvarflaði ekki einu sinni að mér að reyna að snúa textanum við lagið sem hann samdi til elskunnar sinnar.

Var að klára einn áðan þar sem Hector er á spítalanum og fær niðurstöðu læknisins, voða dramó. Er að skella mér í næsta og er strax komin með aulahroll. Ætti ég ekki bara að skipta um vinnu, svei mér þá! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nei, ekki skipta um vinnu, hver á þá að leiðrétta mig ef ég fer rangt með nöfn eins og ég gerði einu sinni. Þúsundir manna treysta á boldið sitt og ég lít á þig sem bjargvætt minn. Manstu, ég var næstum því búin að gera glæpakvendi úr heilagri Dörlu heitinni, og það rétt fyrir dauða hennar.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta var nú alveg einstakt tilfelli með meinta glæpahneigð Sánkti Dörlu og skýrðist væntanlega af því að þú varst ekki búin að lesa þér nægilega vel til á netinu... eða eitthvað. En fyrst allar hinar sápurnar geta án mín verið - og ég án þeirra - hlýtur Boldið að geta það líka.

Enda er eiginlega komið nóg hjá mér. Búin að þýða í 20 og hálft ár og þar af Boldið í vel rúm 8 ár. Kominn tími til að breyta til - en gallinn er sá að ég er ekki búin að finna hilluna mína, þessa réttu, þú veist. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Er ekki bara hægt að talsetja þetta fj..bold.

Mæli með Erni Árna og Elvu Ólafs í það djobb.

Þröstur Unnar, 5.6.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það þyrfti samt að þýða það þótt það væri talsett, Þröstur minn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þröstur kjánaprik ... og bold-hatari! heheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 5.6.2008 kl. 20:44

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þröstur ekkert bull, þú talsetur ekki Boldið, má þá ekki talsetja Dorrett, fá t.d. Ladda.    Annars langar mig að koma með tillögu til Láru fyrst ég næ henni svona í beinni, má ekki stökkva yfir eitt ár í viðbót svo við nálgumst nútimann??   James Patterson, einmitt, ég hugsaði eins og þú en fannst þetta samt ekki alveg passa, kvennasjónvarp er sko bara bull, veit ekki hvað Bjöggi (sagt með dimmri röddu) heldur að hann geti selt mörgum konum þetta. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 21:27

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég ræð engu um þetta, Ásdís mín en sé svosem ekkert því til fyrirstöðu. Það kom mér á óvart þegar við stukkum yfir hvað... voru það ekki tvö ár... eða fimm... hvað áhorfendur tóku því vel og kvörtuðu lítið - þó segja þau uppi á Stöð sem til þekkja að aðdáendur Bold séu langstærsti og kröfuharðasti áhorfendahópurinn.

Ég var næstum búin að trúlofa ykkur Þröst áðan á blogginu hans, Gurrí. En hann lét skynsemina ráða og bar fyrir sig æsku ykkar og reynsluleysi. Sagði ykkur of ung til að binda ykkur. Mér finnst það synd eftir rómantíska hittinginn við mjólkurkælinn. Ekkert svoleiðis í Boldinu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 21:37

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eitt sem ég þarf að vita, eru þessir morðkúbbsþættir nothæfir. Mér finnst reyndar nokkuð ,,gaman" að Patterson, samt á jaðri óhugaðarins, en þættir, sé þá ekki alveg fyrir mér í ljósi þess sem ég hef lesið í bókunum. Það er alltaf vandi og ef of langt er farið frá þeim þá gengur það oft illa, ef ákveðin atvik eru látin halda sér, ja, þá líst mér ekki alveg á blikuna. Eg er hlynnt happy endings, líka í morðþáttum. Það er sama hvað þær byrja illa, og jamm, Patterson er ekki alveg að standa sig í því.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.6.2008 kl. 22:24

10 Smámynd: Tiger

  Hurrrru ... er ég að missa af einhverjum Bold-tónleikum? Er einhver góður söngvari/gítarspilari þar á ferð? Æi, ég fylgist náttúrulega ekki beint með þessu en þekki nokkrar góðar skvísur sem mega ekki missa úr þátt *hristihausogskilurekki*...

Knús á Þig Gurrí mín og hafðu ljúft kvöld.

Tiger, 5.6.2008 kl. 22:26

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, Anna, sammála þér, þoli ekki þegar rithöfundar taka upp á því að myrða sumar persónur sem á ekkert að drepa ... en kannski verða þetta dúllulegir saumaklúbbsþættir með dassi af slúðri og þá þurfum við ekkert að hafa áhyggjur svo sem. Hef ekkert heyrt um þessa þætti, ætla bara að horfa vegna bókanna.

Nei, Tigercopper, þú misstir ekki af neinu, lofa þér því. Megi kvöldið þitt verða kósí! 

Guðríður Haraldsdóttir, 5.6.2008 kl. 22:45

12 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Sæl, ég er ein af þeim sem fylgist með Bold, en það kemur fyrir að ég missi af einum og einum þætti. En mér fannst það skelfilegt að hlaupa yfir heil 2 ár. Það vöknuðu margar spurningar....sko...hmmm....;) En já þar sem ég fór inn á síðuna þína að þá varð ég að kvitta fyrir mig, þar sem ég skil eftir mig spor. Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 6.6.2008 kl. 00:41

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er ennþá í tómu tjóni vegna þess að ég missti tvö ár úr Boldinu, ég hef ekki hugmynd hvað gerðist þessi tvö ár   Ein sem hefur horft á Boldið frá byrjun á stöð 2

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2008 kl. 03:22

14 identicon

Þér eruð svei mér svalar! Var þetta ekki náunginn sem veitti yður eftirför þarna um morguninn! Svo ganið þér bara beint í gin ljónsins! Ég verð að minna yður á fara varlega, það er fullt af óvönduðu liði þarna úti! 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:38

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahahahaha, varst að skamma mig um daginn að vera ekki að gera mikið úr Þrestinum og þér "á hlýju stundinni í kælinum", en þá kemur bara elskan hún Lára Hanna og bætir í!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 13:58

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég ætla rétt aðeins að vona að þeir fari ekki að eyðileggja fyrir manni James Patterson í tilraun til að gera þetta að einhverjum kellingaþáttum.

Helga Magnúsdóttir, 6.6.2008 kl. 14:23

17 identicon

Nick með gítar og breimar eins og ástsjúkur fress.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:31

18 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held, Helga, að þeir á Stöð 2 séu að reyna að gera þættina girnilegri fyrir konur ... hahahahah, sem misheppnast held ég algjörlega.

Jamm, farin í sumarfrí, bæ!!!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.6.2008 kl. 18:12

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jesús hvað ég er fegin að hafa misst af þessu gítarsólói

Jóna Á. Gísladóttir, 6.6.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 143
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 1687
  • Frá upphafi: 1453846

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 1400
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband