30.6.2008 | 10:37
Ógreiddi maðurinn og fleira fólk - stuð í strætó
Hoppaði og skoppaði framúr í morgun kl. 7.15, ofsaglöð yfir því að fjandans sumarfríið væri loksins búið. Söng svo hátt "Oh what a beautiful morning" að nágrannarnir vöknuðu líka og urðu rosalega glaðir Já, sjúr. Fyristi dagur eftir þriggja vikna fjarveru hófst bara ágætlega þótt erfitt hafi verið að sofna í gærkvöldi fyrir spennandi bók (Dean Koontz) og útsofelsi í gærmorgun. Nýr strætóbílstjóri er kominn í staðinn fyrir Gumma sem ekur nú um hálendið með túrista, sá nýi hélt að Gummi væri alveg hættur. Þessi nýi virkaði voða hress og indæll, búinn að keyra strætó í áratugi. Hann tók upp mjög fúlan farþega á Kjalarnesinu, eða lítinn geitung sem án efa hefur verið hissa að lenda í Reykjavík og finna ekki búið sitt, múahahahaha. Honum er nær að vera til. Það var frekar svalt í morgun en vá hvað það hefur hlýnað. Við erum að kafna hérna í vinnunni. Ég steingleymdi mér og þurfti næstum að selja flöskur til að geta geta borgað strætófargjaldið, fékk alla vega tíkall lánaðan á stoppistöðinni.
Hitti gamla vinkonu í leið 15, brúna og sæta, nýkomna frá Ítalíu, þar voru engir geitungar. Ekkert skrýtið, sagði hún, Mosóbúinn sjálfur, þeir eru allir í Reykjavík. Tók síðast leið 18 í Ártúni og viti menn, elsku Indverjarnir mínir voru í vagninum, nema vinur minn, eða þessi sem spjallaði við í vor. Fátt hefur breyst þótt ég hafi verið óratíma í burtu. Rólegi maðurinn var þarna, reyndar hvorki Sá feimnislegi né þýðandinn en nýr maður hefur bæst við í hópinn: Ógreiddi maðurinn.
Jæja, nóg er að gera. Vona að dagurinn ykkar verði æðislegur!!!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 209
- Sl. viku: 642
- Frá upphafi: 1505933
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 517
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Til hamingju með að vera loksins búin að merja þig í gegnum helvítis sumarfríið.
Kveðja frá mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 10:53
ógreiddi maðurinn
Þú klikkar ekki! Gott að þú ert ánægð með að fjandans sumarfríið sé búið, ég er farin að telja niður í næsta sumarfrí hehehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.6.2008 kl. 10:54
hahaha ég er í fjandans sumarfríi út vikuna. Hlakka til að kynnast ógreidda manninum.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 11:26
til lukku að vera komin í sumarfríi,en annað bjóstu á Hvammstanga árið 1988
lady, 30.6.2008 kl. 14:48
Heheh, Lady, ég var að enda í sumarfríi, í bili alla vega. Bjó ekki á Hvammstanga en Hilda systir gerði það og ég kom oft í heimsókn til hennar þangað. Frábær staður!
Mig grunar, stelpur, að ógreiddi maðurinn geti orðið fastur liður hér á blogginu, vona að hann fari ekki að greiða sér. Fæ næsta frí í ágúst/september. Á helling af dögum eftir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2008 kl. 15:09
Ég fer ekki í djöfuls fríið fyrr en í ágúst. Það verður huggulegt eða hitt þó heldur.
Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 15:32
Vona að þú njótir þess innilega að vinna áður en þú þarft að taka þetta frí þarna ... en verður þú utanlands þann 12. ágúst þegar ég verð fyrir því að eiga afmæli?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2008 kl. 16:05
Hahahaha "Honum er nær að vera til" ahh ég dó! úff!
Ellen (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 16:27
Ef lesið er milli línanna í þessum pistli læðist að manni sá óljósi grunur að þér sé ekkert allt of hlýtt til geitungastofnsins sem numið hefur land á Íslandi... Ætli þeir flokkist ennþá sem "nýbúar"?
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 16:55
Gott þú sért ánægð með að vera komin aftur í vinnuna. Þó það sé gott að vera í fríi þá er alltaf betra þegar rútínan tekur við aftur. Það finnst mér í það minnsta.
Knús á þig Gurrí mín
Tína, 30.6.2008 kl. 17:48
Hmmm, hlæðu bara að frænku þinni, Ellen ...
Jamms, Lára Hanna, ég gleymi aldrei árinu 1985 þegar þyrlurnar (býflugurnar) námu land og hræddu líftóruna úr sumum, veit að löggan í Kópavogi hjálpaði gamalli, skelkaðri konu við að ná slíkum býfugli út úr íbúðinni. Ég hafði bara lokaðan munninn allt sumarið og harðlokaðan þegar geitungarnir birtust svo, fullir af hatri út í okkur mannfólkið.
Tína, ég er þrælhress með rútínuna en sumarfríið var samt voða notalegt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:24
haaa, geitungar allir í Reykjavík, ég hef ekki séð einn einasta í allt sumar, og ekki nóg með það, enginn á ircrásinni minni heldur. Sakna þeirra ekki sérlega mikið neitt...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:54
Enginn geitungur hér í Borgarfirðinum mér vitanlega. Hef ekki séð neinn, bara nokkrar pattaralegar fiskiflugur, sem teljast ekki með. Vona að þú hafir fengið sms-ið frá mér, þá skilurðu plöggið fyrir Borgarfjörðinn.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.6.2008 kl. 19:10
Til hamingju með það, Hildigunnur, þeir voru reyndar eitthvað seinir í gang, að sögn Erlings skordýrafræðings. Kannski eru þeir að safna kröftum til að geta stungið í haust ...
Fiskiflugur, mmm, sushi fyrir kettina mína, hef engar séð í sumar, var að fatta það. Fékk ekkert SMS frá þér, Anna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:20
En ertu búin að tékka á öllum þrettán farsímunum þínum?
Geitunga þekkir engin í þessum landshluta, en sætar og suðandi býflugur eru þekkt tegund, sérstaklega í konulíki!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 20:41
Las það í blaðinu í dag að fækkun býflugna hækkar matarverð. - Hvað ætli hækki ef geitungum fækkar líka ? - Eins gott að þú ert laus úr fjandans sumarfíinu þínu og þarft ekki meira frí fyrr en í haust. - En það er þessi "ógreiddi" sem ég er mjög spennt fyrir, að heyra meira um.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:22
Segðu bílstjóranum að sækja geitunginn. Hann er hér fyrir utan og kallar á mömmu sína.
Júlíus Valsson, 1.7.2008 kl. 09:56
Magnús, ég á "bara" tvo farsíma!
Ef geitungum fækkar þá fitnar þjóðin, enginn þarf að hlaupa undan neinu, nema þá helst ísbjörnum, Lilja.
Ég fer í það á morgun á heimleiðinni, Júlíus. Það verður sætt að sjá hjartanlega endurfundi þeirra.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:07
Já, því er nú fjandans verr verð ég úti á rúmsjó þegar þú átt afmæli en hugsa örugglega til þín.
Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.