Ósléttar farir móður minnar í Noregi og smá bold

NoregurMóðir mín brá sér til Noregs í sumar með gamalli vinkonu sem á þar son, tengdadóttur og barnabörn. Hún hreifst mjög af landi og þjóð og ferðin var einstaklega skemmtileg. Mamma gerði sér þó lítið fyrir einn daginn, skömmu fyrir heimför, og datt og slasaði sig. Norska heilbrigðiskerfið sagði hana óbrotna en með brest í axlarkúlunni. Þjónustan var dýr en verkjalyfin ótrúlega ódýr, enda samheitalyf ... sem virkuðu lítið sem ekkert.

Við heimkomu var mamma enn að farast úr verkjum og dreif sig í Orkuhúsið, einkarekna læknastofu þar sem viðmótið var víst rúmlega frábært og í ljós kom að hún var rifbeinsbrotin, upphandsleggbein var þverbrotið og tvö brot voru í hringnum í mjaðmagrindinni vinstra megin þar sem hafði líka blætt inn á vöðva. Hún var samstundis tekin af samheitalyfjunum, sett á verkjalyf sem virkuðu og líðanin varð betri í hvelli. Hún er byrjuð í sjúkraþjálfun og kemst þangað með leigubíl á strætóverði en beinbrotnum eldri borgurum stendur það til boða ... ef þeir eru svo heppnir að frétta af þeim möguleika. Nú skil ég betur hvers vegna sumir tala um að íslenska heilbrigðiskerfið sé „best í heimi“. Ég hef horft í „ranga“ átt, á t.d. sjúklingana sem eru neyddir til að sprauta sig sjálfir (eða finna einhvern sem hefur lært að sprauta) með blóðþynningarlyfi daginn fyrir aðgerð (a.m.k. á Kvennadeildinni) og síðan fleygt heim í sparnaðarskyni á meðan þeir eru enn fárveikir og hafa jafnvel engan til að hjálpa sér. Og fleira og fleira. Hugsa sér ef það yrði nú lagað ...

Bold-fólkiðBoldið er ótrúlega dramatískt núna. Shane, garðyrkjumaðurinn grunsamlegi, er horfinn úr lífi Forrester-fjölskyldunnar eftir að hafa verið barinn með “beisboll”kylfu af Hectori fyrir að reyna við Phoebe og bar því ekki vitni í réttarhöldunum gegn Taylor, geðlækninum geðþekka sem hefur þegar sálgreint einn fangavörðinn og veitt geðlæknislega aðstoð. Óvænt kallar verjandinn Storm (bróðir Brooke) ekkilinn sorgmædda, Thorne, í vitnastúkuna. Thorne vinnur þarna mikinn leiksigur og ef kviðdómendur hafa hjartað á réttum stað verður Taylor sýknuð og fær þar að auki fébætur fyrir álagið af því að hafa ekið á Dörlu, valdið dauða hennar og setið síðan í gæsluvarðhaldi í appelsínugulum búningi sem klæðir hana reyndar ágætlega.

Bleika myndavélinFór í Kringluna í gær og keypti mér bleika myndavél. Ég leitaði um alla Kringlu að ódýrri myndavél og fann ekki fyrr en í Hagkaup á annarri hæð. Fékk Kringlu-gjafakort frá mömmu og gat því ekki farið í Elkó. Hagkaup bjargaði málum og svo var þjónustan þar mjög góð. Stúlkan vildi þó endilega selja mér aðeins dýrari vél en ég varð heilluð af þeirri dökkbleiku, á mér sannast nefnilega það fornkveðna ... eða pretty in pink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gat verið að þú tækir eftir leiksigrinum mikla. Satt að segja þurfti ég hvað eftir annað að hætta vinnslu þessa atriðis af því ég hló svo mikið að tilburðunum.  

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahahha, þetta var dásamlegt! Óskarinn fyrir þetta. Sá ekki byrjunina á þættinum en er eiginlega alveg viss um að Shane stakk af og var þá ekki þetta lífsnauðsynlega vitni fyrir Taylor. A.m.k. ekki þar sem Thorne kom, sá og sigraði.

Guðríður Haraldsdóttir, 2.9.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Aprílrós

sá ekki þáttinn í morgun en ætla sjá hann á eftir og taka eftir þessu atriði. ;)

Aprílrós, 2.9.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Missti af þessu, verð að horfa á, á laugardaginn. Gott að mamma þín komst í hendur á alvöru læknum, vona að henni heilsist vel.  Pink is pretty það er satt, mig langar svo í bleika tölvu.  Duck 4  Duck 4 Duck 4 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Heidi Strand

Mistökin gerist allsstaðar meira að segja í Noregi.

Heidi Strand, 2.9.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, lítið að marka hið norska heilbrigðiskerfi.

Batakveðjur til mömmu þinnar villingurinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 16:43

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég sá þáttinn í morgun, en missti reyndar af byrjuninni en ætla að kíkja á það á eftir.  kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 16:54

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Bata kveðjur til Mömmu þinnar Gurrí mín

Ég missi aldrei úr boldunu.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tekurðu þá bara bleikar myndir núna Gurrí? - Eins gott að þú keyptir ekki bláa myndavél

Haraldur Bjarnason, 2.9.2008 kl. 20:25

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Aumingja mamma þín að hafa lent í þessum skottulæknum í Noregi. Gott mál að íslenska heilbrigðiskerfið stendur sig.

Helga Magnúsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:39

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ætlaði að kaupa tvo skærbleika eldhússtóla í gær fyrir dóttur mína sem er farin að búa...en þeir voru allir búnir. Sé fyrir mér að þú standir sveitt í eldhúsinu með bleiku myndavélina að mynda alla nýju bleiku eldhússtólana þína. Og búir þig undir ramgöldrótta stund með snarbleikum kellum sem óska eftir að fá að kíkja í heimsókn eða fá sér fleygt inn í himnaríki í svona hefðarheimsókn. Ég og Zordis bíðum eftir skeyti með bleiku innsigli áður en hún siglir aftur til Spánar.

Gott að mamma þín er betri og að hún fær góða umönnun og þjónstu eftir hrakfarirnar í Norge.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 22:12

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held reyndar að það sé ágæt læknisþjónusta í Norge, ef mútta hefði farið aftur vegna aukinna verkja hugsa ég að hún hefði verið mynduð betur og þá hefði hið sanna komið í ljós. Það hefur svo sem annað eins gerst hér á Íslandi.

Katrín, þið Zordís eruð sko velkomnar í bleika heimsókn hvenær sem er. Og já, tek bara bleikar myndir núna.

Guðríður Haraldsdóttir, 2.9.2008 kl. 23:12

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

vantar ekki bláa vél

Takk fyrir bold og vona sannarlega að mamma þín sé á góðum batavegi 

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.9.2008 kl. 13:55

14 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Leiðinlegt að heyra með mömmu þína, en gott að heyra að henni líður betur eftir að hún komst í hendur góðra lækna heima, það er oft erfitt að vera í útlöndum og slasast, því að maður getur kannski ekki alltaf útskýrt vel á öðru tungumáli hvernig manni líður, hún mamma mín slasaðist í fyrra í Ítalíu í skíðaferð, og þá lærbeinsbrotnaði hún, en henni líður vel núna einu og hálfu ári síðar, en hún var frekar hrædd í ókunnu landi að slasa sig svona rosalega.

Eins mikið og hún dóttir mín Mikaela elskar allt bleikt, þá þoli ég ekki neitt bleikt, eins mikið og ég leit nú upp til The Pink Ladies í Grease myndinni þegar ég var lítil, en það er eina skiptið sem að ég hef virkilega fílað bleika litinn, en njóttu bleiku myndavélarinnar, þú átt hana skilið.... Hafðu það gott, og ég bíð spennt eftir tölvupósti frá þér, bara þegar þú hefur tíma til... Þín Bertha í Ameríkunni

Bertha Sigmundsdóttir, 3.9.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 172
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 2122
  • Frá upphafi: 1456875

Annað

  • Innlit í dag: 158
  • Innlit sl. viku: 1813
  • Gestir í dag: 155
  • IP-tölur í dag: 154

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband