Fullkomið kvöld í góðum félagsskap

Í byrjun kvöldsTvíburarnir Sigga og AllaHrikalega var gaman í kvöld.  Gömlu skóla-félagarnir hafa ekkert breyst, eru alveg jafnsætir og í gamla daga. Algjör heppni að einn jafnaldri okkar, Nonni, er safnstjóri á Safnasvæðinu og þar héldum við okkur allan tímann. Fyrst í Stúkuhúsinu sem er í upprunalegri mynd en var flutt á safnasvæðið, mjög flott hús. Þar átti ég góða tíma í barnæsku og lofaði að snerta hvorki áfengi né tóbak. Ég stóð við það til 13 ára aldurs, enda flutt af Skaganum þá. Við fengum fínar veitingar, meira að segja sushi, og hámuðum í okkur góðgerðir, klukkan bara rúmlega fimm og langt í matinn sjálfan.

Í kirkjugarðinumÍ kirkjugarðinum við TurninnVið vorum dregin í stuttan göngutúr í gegnum kirkjugarðinn að turninum sem S. Heiðar hélt í gamla daga að væri kirkjuturn nema kirkjan hefði sokkið og væri neðanjarðar. Við hlógum illgirnislega að þessum barnaskap hans þangað til við mundum að hann er umsvifamikill í fjármálabransanum.

Svo settumst við niður í sal Steinasafnsins og við borðfélagarnir vorum sannarlega ekki af verri endanum. Stjarneðlisfræðingur, bankastjóri, búðareigandi, bæjarfulltrúi og blaðamaður. Í tónlistargetrauninni seinna um kvöldið lentum við í 2. sæti, snillingarnir, helvítið hann Bjöggi Halldórs eyðilagði allt fyrir okkur, það var nefnilega ekki nóg að nefna Björgvin sem flytjanda, heldur HLH, Brimkló eða Lónlí blú bojs. Samt flott hjá okkur að ná svona góðum árangri og fyllibytturnar á þarnæsta borði fengu rauðvínsflöskuna sem var í verðlaun.

Mjaðmahnykkirnir kenndirÚr ÖskubuskuMagadansmær kom og tók einn flottan dans og kenndi nokkrum úr hópnum mjaðmahnykkina góðu.Ýmsir sýndu ótrúlega glæsileg tilþrif þar.

Við vorum nokkur valin til að leika í Öskubusku og ég var prinsinn fagri. Stjúpsystir Öskubusku sló eftirminnilega í gegn (Halli bæjarfulltrúi) og ég á nokkrar myndir af honum sem ég ætla að nota í fjárkúgunarskyni. Hann er með bláu slæðuna á myndinni hérna rétt fyrir neðan. Hann neitaði að skila skónum af Öskubusku (Gulla) og leikritið var í mikilli hættu um tíma. Hann var alveg bráðfyndinn og stórskemmtilegur, þessi elska.

Stjúpfólkið í ÖskubuskuÞað var knúsast og faðmastGulli sleit dagskránni og fólk bjó sig undir að fara að dansa. Ég laumaðist í símann og bað erfðaprinsinn að sækja mig. Ég dansa bara við eitt lag í heimi, Luftgitar með Johnny Triumph og Sykurmolunum, og mér fannst ólíklegt að það væri til, alveg eins gott að fara bara heim og horfa á Lord of the Rings III. Ég kvaddi bara Gulla, sessunaut minn, við vitum hvernig það er þegar fólk reynir að kveðja alla á svona hittingi. Veit bara ekki hvað hefði getað gert ef einhverjum af skólafélögunum hefði dottið sú fásinna í hug að bjóða mér upp, það hefði verið hræðilegt!!!

Fallegt á SafnasvæðinuHumar í forréttFrábært árgangsmót, mun skemmtilegra og betur heppnað en síðast og maturinn frá Galito var algjört afbragð. Allir kláruðu hverja ögn af diskunum sínum. Humar í forrétt, kjötþrenna í aðalrétt og súkkulaðikaka með ís í eftirmat. Kaffið var veiki hlekkurinn en maður er svo sem vanur því, mikið lagt í allt ... nema kaffið sem er samt svo stórt atriði, hehehhe. Galito ber held ég enga ábyrgð á því. Næsta árgangsmót verður eftir fimm ár og ný þriggja manna nefnd var skipuð. Nú stefnum við að því að fá enn fleiri en 35! Óli kom alla leið frá Danmörku til að vera með okkur, Helgi og Guðlaug frá Akureyri, einn frá Ísafirði og margir frá höfuðborgarsvæðinu. Mikið er maður annars ríkur að þekkja svona gott og skemmtilegt fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

gleðilegt að þú skemmtir þér konnglega vel í kvöld með skólafélögum þínum.

Eigðu góðan sunnudag :)

Aprílrós, 5.10.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg frásögn.  Þú ert dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2008 kl. 08:37

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Stórskemmtileg frásögn.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 5.10.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæl Gurrý.

Ég vil þakka þér fyrir kvöldið, þetta var frábær skemmtun í alla staði.  Halli fór algerlaga á kostum og eins og þú segir algerlaga fullkomin hittingur.  Sjáumst í grillinu næsta sumar.  TAKK FYRIR

Einar Vignir Einarsson, 5.10.2008 kl. 13:16

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlitskvitt .... og já þú skrifar alltaf jafn skemmtilega :)

Hólmgeir Karlsson, 5.10.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sé þarna fullt af snillingum, nefni nafna minn búggí sem hefur farið á kostum sem og stjarneðlisfræðinginn Gulla og Nonna Allans safnvörð, ekki síst þær tvíbursystur af Stað, kveðja að norðan, Halli

Haraldur Bjarnason, 5.10.2008 kl. 19:46

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Glæzilegt, enda góð kvöld með góðu fólki eru seint ofmetin gæði á lángsíðustu & lángverztu...

Steingrímur Helgason, 6.10.2008 kl. 00:01

8 identicon

Þessi vínber hafa ábyggilega verið þrælsúr, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 07:49

9 identicon

Stórkostlegt að sjá (og lesa) hversu gott og gaman þið höfðu það um helgina! Hefði gjarnan viljað vera með.  Er staðráðin í að mæta næst. 

Margrét Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:53

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elsku Magga, mikið hefði verið rosalega gaman að fá þig, hlakka til að sjá þig eftir fimm ár! Þetta var stórkostlega skemmtilegt!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.10.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1505970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband