Færsluflokkur: Bloggar
20.7.2008 | 15:20
Leifar fellibyls, fagur máni og misheppnað Formúlugláp
Mikið hvín skemmtilega í himnaríki núna og fyrstu regndroparnir eru farnir að falla. Það er svolítið spennandi að fá leifar af fellibyl svona um hásumar. Sjá: http://esv.blog.is/blog/esv/entry/595578/ Nú bregður svo við að allar líkur eru til þess að restar fellibyljarins Bertu stefni beint á landið á morgun. segir Einar veðurfræðingur orðrétt í pistli sínum í dag. Kannski kemur ekki mikið rok en það mun a.m.k. rigna einhver ósköp.
Það hefur verið gaman að horfa á tunglið koma upp á kvöldin og ég tók þessa mynd í fyrrakvöld. Svo hvarf það bak við ský eftir því sem það hækkaði á lofti. Nördinn í mér steingleymdi tilveru stjörnukíkis himnaríkis en þarna hefði verið flott tækifæri til að kíkja á mánann og það án þess að fá hálsríg.
Við erfðaprins gerðum heiðvirða tilraun til að horfa á Formúluna í hádeginu en sjónvarpið fraus í sífellu og líklega þarf að skipta um loftnet fljótlega. Ég held að minn maður, Hamilton, hafi unnið. Hann datt niður í þriðja sæti eftir að hafa tekið bensín í restina en eftir það ... bara truflanir í sjónvarpinu. Þá er ekkert að gera nema fara í bað, setja í þvottavél og slíkt. Nýlega keypti ég mér sjampó í Heilsuhúsinu, rosa vistvænt og náttúrulegt. Alltaf þegar ég helli úr brúsanum í lófann fer ég á huganum inn á fund hjá sjampófyrirtækinu. Framkvæmdastjóri: Hvað eigum við að
gera til að auka söluna á þessu frábæra sjampói okkar? Starfsmaður: Hvernig væri að víkka gatið á sjampóbrúsanum svo að fólk noti meira af því? Framkvæmdastjórinn: Snilld, gerum það. Já, þetta er þannig sjampóbrúsi.
Held ég kúri mig bara undir sæng á eftir og horfi á eitt stykki vídjómynd, það er akkúrat veðrið til þess. Horfði á National Treasure II í gærkvöldi og hafði gaman af. Nú er það tölvuspennumorðmynd sem verður sett í tækið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.7.2008 | 18:17
Rangar verðmerkingar og pödduofsóknir
Allt er lok, lok og læs í Einarsbúð um helgar. Það venst ... og það lækkar líka vöruverðið þar alveg helling. Við erfðaprins skruppum því í lágvöruverslun í dag og ákváðum að kaupa eitthvað létt í kvöldmatinn.
Hinn íslenski neytandi hefur breyst ákaflega mikið að undanförnu (takk, doktor Gunni) og það þykir loks orðið hallærislegt að leika greifa sem borgar allt á okurverði möglunarlaust svo að fólk haldi ekki að það sé blankt! Ég hef breyst líka og hika ekki við að leiðrétta mismun upp á eina krónu ... eða myndi gera ef ég lenti í því.
Það voru girnilegar Frísettapítsur á tilboði í búðinni, eða ein sæmilega stór á 298 krónur. Borða helst ekki pítsur en lét þetta eftir erfðaprinsinum og setti tvær í innkaupakörfuna. Minntist á það við hann að ég ætlaði að vera vel vakandi við kassann og það var eins gott, stúlkan stimplaði inn 369 krónur! Ég benti kurteislega á þetta, yfirmaður kom, gerði eitthvað þegjandi og hvarf ... og á strimlinum sá ég að ég hafði fengið aðra pítsuna ókeypis, borgaði 369 krónur fyrir hina. Fékk sem sagt skaðabætur og að auki ósköp sætt bros frá kassadömunni. Ég snarhætti við að snarhætta að fara framar í þessa búð (þegar Einarsbúð er lokuð) en ætla svo sannarlega að fylgjast vel með alls staðar. Ég stundaði þó þögul mótmæli í búðinni og keypti ekkert sem var óverðmerkt, jafnvel þótt mig vantaði það. Ég er orðin svo þreytt á því hvað farið er illa með almenning á Íslandi. Það er okrað hryllilega á okkur víðast hvar, lánin okkar eru verðtryggð og siðleysi og klíkuskapur viðgengst víða. Eins og mér þykir vænt um landið mitt.
Einu sinni ákvað ég að flytja aldrei úr landi, sérstaklega út af pöddumálum en pöddur verða reyndar sífellt fyrirferðarmeiri hérna, sbr. geitunga og býflugur sem námu hér endanlega land um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Ég gæti því alveg flutt úr landi skordýralega séð!
Vinkona mín býr í einbýlishúsi hér á Skaganum. Gróinn garður er umhverfis húsið hennar en ekki mikið af blómum þar. Hún er ekki sérlega pödduhrædd en er að sturlast yfir kóngulóm sem ofsækja hana í tugatali, hún bar hátt í 50 kóngulær út úr húsinu í gær. Hún er með tuskuæði en samt ná kvikindin að vefa stóra vefi í íbúðinni hennar, alla vega á meðan hún sefur. Þetta er ekki eðlilegt og hún ætlar að flytja að heiman í viku og láta eitra allt húsið á meðan. Hún hefur verið að vinna í garðinum og helluleggja. Hún þurfti að færa nokkrar hellur daginn eftir og þvílíkt pödduríki sem var komið strax undir nýlagðar hellurnar. Fiskiflugur eru líka í tonnatali í íbúðinni hennar og núna veit ég hvers vegna þær hafa ekki sést í himnaríki þetta sumarið, þetta fljúgandi, gómsæta sushi fyrir kettina mína er greinilega flutt til kattarlausu vinkonu minnar. (Fékk svo mikið sjokk þegar ég setti inn spider á google að ég ákvað að stela frekar mynd þar af kóngulóarmanninum).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.7.2008 | 13:32
Nokkrir góðir Norrisar
Minn maður er á ráspól í Formúlunni og gengur vonandi vel á morgun. Af því tilefni koma hér nokkrir sígildir Chuck Norrisar:
-Chuck Norris er oft í brúnum skóm við svarta beltið sitt. Enginn hefur nokkru sinni dirfst að gera athugasemd við það. Aldrei.
-Chuck Norris er eina manneskjan í heiminum sem getur sent hringspark með tölvupósti.
-Chuck Norris getur kveikt í með stækkunargleri ... að nóttu til.
-Þegar Chuck Norris var neitað um morgunverð á McDonald´s vegna þess að klukkan var orðin 10.35 (lokað 10.30) hringsparkaði hann staðinn svo harkalega að hann breyttist í KFC.
-Þegar Chuck Norris dettur í vatn verður Chuck Norris ekki blautur. Vatnið verður Chuck Norrisað.
-Chuck Norris fann upp svarta litinn. Í reynd uppgötvaði hann allt það litróf sem mannlegt auga nemur. Nema bleikt. Tom Cruise fann upp bleikt.
-Chuck Norris getur snert MC Hammer.
-Chuck Norris fór í rússneska rúllettu með fullhlaðna byssu og sigraði.
-Þegar Chuck Norris gefur blóð vill hann engar nálar eða slöngur, heldur skammbyssu og fötu.
-Það eru engin steratröll í hafnabolta, bara leikmenn sem Chuck Norris hefur andað á.
Njótið dagsins og passið ykkur á sólinni í dag, kæru bloggvinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2008 | 22:40
Lundar, nördar, brjóst og allt vitlaust í boldinu
Undanfarið hef ég haft mikla ánægju af því að horfa á lundavefmyndavélina frá Vestmannaeyjum, http://puffin.eyjar.is/view/index.shtml en þar má ekki bara sjá lunda, heldur líka fallegt landslagið í kringum Eyjar. Halldór frændi kíkti til mín í vinnuna í dag og ég sýndi honum þessa vél og líka hvar hægt væri að finna vefmyndavélar alls staðar að af landinu, eins og ég sýndi bloggvinum mínum um daginn; eða á http://www.danieldesign.se/icelandrightnow.html.
Fékk undirfurðulegt augnaráð frá frænda og flýtti mér að segja: Já, ég er sko algjör nörd.
Nörd? sagði frændi aðvarandi. Þú færð yfir þig skaðabótamál frá fólkinu sem verslar í Nexus ef þú kallar þig nörd, þú ert svo miklu verra en það!
Frændi var í gírnum, enda nýbúinn að stjórna símatíma milli 11 og 12 á Útvarpi Sögu. Ég heyrði hluta símatímans og skemmti mér konunglega. Það skyldi þó ekki vera að ég fari að hlusta á útvarp aftur, það yrði þá Halldóri að kenna.
Heilsan er öll að koma til og svo er ég líka óðum að jafna mig eftir áfallið sem skall á öllum brjóstgóðum konum fyrir skömmu ... eða að brjóst væru dottin úr tísku. Við Pamela berum okkur samt vel og vitum að tískan fer í eilífa hringi.
Allt er að verða vitlaust í boldinu enn eina ferðina. Bridget er ólétt, eins og allir vita, og Nick játaði það loksins fyrir fyrir konu sinni, Brooke, sem er mamma Bridgetar, að hann hefði sofið hjá Bridget, fyrrverandi konu sinni og núverandi stjúpdóttur, og barnað hana kvöldið góða þegar Brooke kyssti Ridge, fyrrum mann sinn til margra hjónabanda. Brooke bilaðist við fréttirnar, tók kast á Nick, fleygði honum útbyrðis af snekkjunni, henti til hans björgunarhring og sigldi á brott, þó eftir að hafa látið strandgæsluna vita. Henni fannst líka ódrengilegt af Nick að minna hana á að hún ætti Hope litlu með Deacon, fyrrum tengdasyni sínum og þáverandi manni Bridgetar. Brooke hefur stundað það að stinga undan Bridget, dóttur sinni, sem fyrirgefur mömmu alltaf. Nick var sem sagt annar maðurinn sem hún náði frá henni. Það hefur ekkert verið af neinni illmennsku hjá Brooke, heldur hafa þessir menn verið sálufélagar hennar þá stundina.
Á sama tíma á sjúkrahúsinu. HA!!! Er ég komin níu vikur á leið? spyr Bridget lækninn í sjokki. Þá er Nick ekki faðir barnsins, heldur Dante, núverandi kærasti Feliciu, systur minnar, en við ætluðum að giftast um daginn þótt hann ætti barn með Feliciu, barnið sem Nick hélt lengi vel að hann ætti. Auðvitað sagði hún ekki allt þetta við lækninn en fyrri partinn þó. Hún reynir árangurslaust að hringja í Nick til að segja honum að þegja áfram yfir hjásofelsinu en sorrí, of seint. Sími Nicks hlýtur líka að vera ónýtur í sjónum, nema hann sé enn í snekkjunni hjá Brooke. Hvað verður nú um fullkomna hjónabandið hjá Brooke og Nick. Skemmir þetta samband Dante og Feliciu? Ná Brooke og Ridge saman enn eina ferðina eða er Donna, systir Brooke, búin að ræna hjarta Ridge, svona áður en hún nær í pabba Ridge, hann Eric?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.7.2008 | 10:22
Biblíustrætó á föstudegi
Tíu mínútur nægja mér til að koma mér úr rúmi og út á stoppistöð. Ég hef lengi dáðst að mér fyrir að geta þetta og það án þess að nokkur læti séu í gangi, bara operation:út á stoppistöð 7.41 sharp. Greip með mér appelsínurauða trefilinn til að verja andlitið gegn sól ef þyrfti. Sá kom að góðum notum þegar ég kom út í ískalda norðanáttina á Garðabraut og hann bjargaði mér frá kaldri og kvalafullri bið á stoppistöðinni. Annars hlýnaði mér mikið um hjartarætur þegar Tommi bílstjóri, hættur hjá strætó, keyrði framhjá mér á hvítum einkabíl og veifaði. Æ, hvað ég sakna hans. Ekki var síður kalt í Mosó, eða réttara sagt í Háholtinu, en ég held að sú gata hafi verið hönnuð af miklum skepnuskap ... aldrei of illa farið með góða strætófarþega-dæmið. Þegar strætó 15 loks kom urðum við svo fegin að við borguðum þrefalt gjald og knúsuðum bílstjórann fyrir að vera á réttum tíma. Sífellt beiskari í bragði ókum við í gegnum hittapottinn Mosfellsbæ og sáum að þar var brakandi þurrkur, fáklætt fólk að kafna úr hita og logni. Háholt, skáholt!
Í Mosó kom tiltölulega eðlilegur maður inn í vagninn og settist hjá mér. Ég sneri andlitinu frá honum en skáskaut augunum í kjöltu hans því mig langar alltaf svo mikið til að vita hvað fólk er að lesa. Minn eini galli, held ég. Ég sá tölustafi og svo orðið Jesú en samt var þetta ekki Biblían. Mögulega getur verið að þetta hafi verið mexíkósk eða spænsk spennusaga um Jesú Gonsales og bófaflokkinn hans að undirbúa bankarán Ég verð að fá mér sterkari gleraugu til að geta gengið almennilega úr skugga um svona atriði. Sama súpan var síðan í leið 18 og í gær, eða hægláti maðurinn og nokkrir sætir Indverjar.
Vona innilega að dagurinn ykkar verði bæði ljúfur og syndsamlega skemmtilegur, kæru bloggvinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
17.7.2008 | 11:31
Karlarnir í strætó sögðu "sæt, sæt, sæt!"
Fann mikinn mun á öllu umhverfi mínu í morgun og hvernig það brást við tilveru minni og andliti. Karlarnir í strætó sögðu sæt, sæt, sæt og strætóbílstjórarnir heimtuðu ekki að sjá græna kortið mitt tvisvar, sem samsvarar því að borga tvöfalt í strætó, en það hafa þeir gert undanfarið. Jú, leðurfésið fer hverfandi, eins og glöggir lesendur hafa án efa áttað sig á, og týnda fegurðin er alveg við það að finnast. Indverjunum mínum heldur áfram að fækka, voru bara þrír eða fjórir í leið 18 morgun og fóru út á sama stað og ég. Ógreiddi maðurinn enn horfinn!
Tókst að lesa aðra frábæra spennubók í slapplegheitunum og að þessu sinni nýútkomna þýðingu á bók eftir Dean Koontz, The Good Guy! Góði strákurinn. Tim Carrier situr í sakleysi sínu á barnum þegar inn kemur maður og fer að tala við hann. Fljótlega áttar Tim sig á því að maðurinn heldur að hann sé leigumorðingi og áður en hann veit af er hann kominn með umslag með peningum, mynd af konu sem á að myrða og gaurinn horfinn. Honum tekst ekki að stoppa manninn en þegar rétti leigumorðinginn kemur inn og heldur að Tim sé leigutakinn segir Tim honum að hann geti hirt peningana en áð hann sé hættur við samninginn. Hann veit þó að þetta virkar ekki til lengdar til að stoppa leigumorðingjanna af og ákveður Tim að reyna að bjarga fórnarlambinu frá grimma en góðlega leigumorðingjanum ... Þegar ég beið í apótekinu eftir nýja ofnæmislyfinu mínu stóð ég þar eins og þvara á miðju gólfi í korter og las ... það var engin leið að hætta. Mér brá samt svolítið fyrst þegar ég sá bókina og las aftan á hana og hélt að íslenski útgefandinn hefði ruglast eitthvað og gefið út sömu bókina tvisvar í röð. Fannst eitthvað líkt með byrjuninni á bókunum báðum en það var algjör ímyndun hjá mér. Léttir, léttir ...
Jæja, vinnan bíður. Óska ykkur bæði frama og/eða friðsældar í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.7.2008 | 10:03
Ógreiddi maðurinn horfinn!
Nýi bílstjórinn kom okkur óvenjumörgumfarþegum-miðaðviðaðþaðersumar heilu og höldnu í Mosó. Einhver gæfa er yfir mér, ég vann heima í gær og slapp algjörlega við 11 manna beygluna sem var víst notuð í gærmorgun og rétt dugði undir fólkið. Alvörudrossía kom í dag, eða venjulega rútan. Þegar ég fór inn í leið 18 við Ártún áttaði ég mig á því að ógreiddi maðurinn er að öllum líkindum horfinn úr lífi mínu.
Heilsan var mun skárri í gær en undanfarið en þá átti ég einmitt pantaðan tíma hjá dr. Sigríði, alveg týpískt, og svo í morgun vaknaði ég stokkbólgin, heit viðkomu og eins og hamstur í framan. Prófarkalesararnir mínir hér í vinnunni vilja að ég fari á slysó og ég sagði "jájá" til að róa þær. Ég fer ekki rassgat á slysó með óþægindi í andliti eftir sólbruna fyrir 9 dögum. Mér yrði fleygt öfugri út ... en líklega vegna útlits (leðurfés) sem vinnur gegn mér þessa dagana og hræðir lítil börn og gamalmenni.
Þeim DV.IS-mönnum tókst að plata mig svolítið, eins og kannski einhverjir hafa rekið augun í, og standa flutningar fyrir dyrum með tíð og tíma. Heiða skessa sagði orðrétt að það yrði nú "soldið mál að dröslast með allt þetta bold, strætóana, Tommana og kisurinar yfir á díví". Það er rétt hjá henni, það verður líklega eitthvert mál! Fyrirgef Reyni Trausta seint en hann setti Ý í nafnið mitt í DV í gær, Gurrí á það að vera og ég fyrirgef nokkrum bloggvinum alveg þótt þeir ruglist á þessu en ef ég snappa einn góðan veðurdag vegna þessa þá verður það gagnvart Reyni. Óttist eigi.
Megi dagurinn ykkar verða æðislegur og frábær ... mæli svo um og legg á!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.7.2008 | 14:31
Breytingar og aftur breytingar ...
Ég vakna eins og kornflakes-auglýsing á undan klukkunni þessa dagana og það nokkrum sinnum í morgun. Mjólkurlaust var í himnaríki í morgun svo ekki var hægt að drepa tímann með latte-drykkju en einhvern veginn leið tíminn fram að strætóferð.
Nýr bílstjóri sat undir stýri á 27B, hinn nýi bílstjórinn í fríi, og var bílstjórakvendið af Skaganum í fremsta sætinu til að kenna honum á vagninn og örugglega hvernig hann ætti að umgangast háæruverðuga farþegana af Skaganum. Hann kyssti á hönd mína við komu en kossinn lenti eiginlega bara á græna kortinu. Við Lilja sátum saman alla leið í Ártún og höfðum það kósí.
Engin Elín kom inn í leið 15 í Mosó og aðeins fimm Indverjar voru í leið 18, enginn ógreiddur maður og þýðandinn hlýtur að vera kominn í frí. Það má ekki "skreppa frá" þá breytist allt!
Óska ykkur dásamlegs dags, kæru bloggvinir, þótt seint sé, eða 14.30 ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.7.2008 | 11:32
Rafmagnsleysi, bold og fyrri fegurðarþrá ...
Rafmagnið fór af hér á Skaganum í hálftíma í gærkvöldi. Þetta gerist ekki oft og kenni ég Önnu minni alfarið um þetta en hún hefði stýrt tölvunum í Orkuveitunni af öryggi í gær ef hún væri ekki í sumarfríi núna. Hvað gerir maður ekki í ofboði sínu þegar allt er hrifsað frá manni? Jú, ég fór að þvo spjarir á þvottabretti, strokka smjör, súrsa slátur og þess háttar og ég var ekki fyrr búin að búa mér til kaffi með hlóðabragði þegar rafmagnið kom á aftur. Erfðaprinsinn hafði þá handskorið ýmsa hluti og var að útbúa brúðuleikhús inni í sjónvarpstækinu. Hann er enn að reyna að púsla sjónvarpsinnvolsinu saman.
Hér í himnaríki hefur illa gengið að sofa út, hryllingsandlitið vekur eldsnemma og heimtar sitt krem! Lítið lát er á bólgu og kláða og langar mig mest að leggjast inn á spítala með íbúfen í æð ... Jamm, þetta var væl dagsins. Verst að við Mette-Marit erum ekki í sambandi, þá gæti ég spurt hana hvað bataferli hennar tók langan tíma þarna 2002. Ég veit auðvitað að hún myndi fara að væla um hornhimnubrunann sem hún fékk líka og gera lítið úr hinu. Doktor Sigríður sagði að það tæki fimmtudaginn og helgina að ná fyrri fegurð og nú er langt liðið á sunnudag, a.m.k. miðað við A-manneskju-fótaferðatímann þessa dagana.
Boldið er alltaf jafnspennandi. Thorne vill fara með samband þeirra Taylor yfir á næsta stig (fara að sofa hjá henni) og hún virðist bera tilfinningar til hans líka. Eric, pabbi Thornes, segir við Stefaníu, konu sína og mömmu Thornes, að hann sé eitthvað stressaður yfir samdrætti þeirra, enda svo stutt síðan Thorne varð ekkill, en Stefanía róar hann niður. Í þann mund kemur Thorne sjálfur og virðist vera að springa úr hamingju eftir rómantískt matarboðið með Taylor. Mamma, segir hann, ég er þér þakklátur fyrir að hafa látið mig hætta að leita að morðingja Dörlu og horfa fram á veginn. Morðinginn Taylor hefur það ekki jafnkósí því að garðyrkjumaðurinn er búinn að opna sig fyrir henni og líka Phoebe, dóttur hennar, Hectori slökkviliðsmanni og öðrum ungum manni og segist hafa orðið vitni að slysinu sem kostaði konu Thornes lífið. Taylor geðlæknir fær kast og ætlar enn einu sinni að viðurkenna allt fyrir Thorne þótt nú hafi bæst nýr einstaklingur við sem gæti endað í fangelsi fyrir samsekt, eða garðyrkjumaðurinn sjálfur. Hann lofar að steinþegja og vill ekki krónu fyrir það þótt ætlun hans hafi reyndar verið sú í upphafi að fá milljón dollara. Hector hneggjar af hneykslan og trúir engu sem kvikindið segir þeim.
Eftir að Brooke og Nick giftu sig aftur, eða endurnýjuðu heitin, eru þau að springa úr hamingju. Nick hefur þó áhyggjur af því að vera búinn að barna fyrrum eiginkonu sína og núverandi stjúpdóttur, hana Bridget. Brooke fær örugglega að vita fljótlega að hún er að verða amma stjúpsbarns síns. Verst að hún var búin að lofa Donnu, systur sinni, að Ridge væri endanlega horfinn úr hjarta hennar og gaf systu veiðileyfi á Ridge, með trega þó. Brooke sagðist vera svo örugg með Nick, hann myndi aldrei svíkja hana eins og Ridge gerði ... hahaha. Hún veit auðvitað ekki að þegar hún kyssti Ridge oggulítið á dögunum og það fréttist með ljóshraða innan fjölskyldunnar þá fór Nick og svaf hjá Bridget ... og barnaði hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
12.7.2008 | 09:22
Af sápuóperum og spennubók
Í gær lullaði Stöð 2 á allan daginn og án þess að ég væri fyrir framan tækið tók ég eftir því að spænska var mjög áberandi fyrrihluta dags. Ákvað að kanna málið á Netinu og sá að komnar eru á dagskrá tvær sápuóperur í stað einnar þar sem töluð er spænska (eða portúgalska, þekki ekki muninn). Eftir boldið, sem er góðkunn ammrísk sápa, hófst þátturinn Ljóta Lety, fyrirmyndin að Ljótu Betty, eða La Fea Más Bella. Síðan eftir hádegisfréttir og áströlsku sápuna
Nágranna tók við Forboðin fegurð, ný suðuramerísk smásápa í 114 þáttum og voru sýndir 3. og 4. þáttur í gær alveg til kl. 14.30. Þar er fjallað um þrjár hálfsystur sem alla tíð hafa liðið mjög fyrir fegurð sína ... Svo kom blessað boldið aftur í endursýningu og Nágrannar í kjölfarið. Segið svo að sápuóperur séu ekki vinsælar, bara í gær voru sex sýningar.
Mikið hlakka ég til að setjast í helgan stein ... sem verður pottþétt í leisígörl fyrir framan Stöð 2. Get fylgst með fallega fólkinu og lífi þess og lært framandi tungumál í leiðinni. Stundum horfi ég á Nágranna og skil áströlsku núorðið mjög vel.
Sjónvarpsdagskráin var síðan hundleiðinleg í gærkvöldi, skárst á RÚV, og ég byrjaði að lesa nýja bók eftir Lizu Marklund, Lífstíð. Annika Bengtzon blaðakona er aðalpersónan í henni og kannar morð á lögreglumanni. Þessi bók byrjar þar sem Arfur Nóbels endaði en þar slapp hún naumlega út úr brennandi húsi með börn sín tvö ... Bækur Lizu Marlund eru allar frábærar og þessi lofar mjög góðu. Ætla að klára hana á eftir og hlakka mikið til.
Í morgun hefur lífið við Langasandinn verið eins og í myndinni The Birds, mávager og önnur krútt sveima í stórum flokkum fyrir framan og hafa kettirnir verið á gluggaveiðum í allan morgun. Sitja ógurlega spenntir og stara. Erfðaprinsinn kom til mín áðan og sagði sannfærandi: Það er allt annað að sjá þig! Ég leit í spegil og sá að andlitið var eldrautt og enn bólgið og ferkantað (hamstursfés). Ég kýs samt miklu frekar svona krúttlega lygi en ískaldan sannleikann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 9
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 162
- Frá upphafi: 1529025
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 136
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni