Færsluflokkur: Bloggar
11.7.2008 | 10:19
Gáfulegt komment bloggvinar og skemmtilegt sumarævintýri
Skýjað en skyggni ágætt yfir hafið til Reykjavíkur og upp í Lyngháls þegar klukkan er orðin níu og ég ætti að vera sest við skrifborðið mitt eldhress á föstudegi ... Yfirleitt sef ég eins og vært ungbarn allar nætur en vaknaði tvisvar í nótt og hef ekkert getað sofið síðan kl. 6. Orsökin er klikkaður kláði í andlitinu og heima sit ég löðrandi í kremum og grisjum.
Fékk sérlega gáfulegt komment frá bloggvini og hefur það dregið heilmikið úr þjáningunum ... Þau Hákon krónprins af Noregi og eiginkona hans, Mette-Marit, fóru í sjónvarpsviðtal 8. maí 2002 og sátu förðuð úti í sólinni í 75 mínútur með þessum nákvæmlega sömu afleiðingum nema ég slapp við hornhimnuskaða, örugglega rétt svo ... Rut, þessi nýja uppáhaldsbloggvinkona mín, sagði m.a.: Blandan var su sama og hja ther, smink og solarljos/ljoskastarar. Sannar thetta ekki bara ad thu ert edalborin?
Þetta eitt og sér hefði líklega ekki nægt til að sannfæra mig en þegar þetta bætist við hið nánast ómögulega þegar við Elísabet II Englandsdrottning lentum báðar í því um svipað leyti að fá ókunnan mann á rúmstokkinn sitt í hvoru landinu, þá er þetta sönnun. Það er líka undarleg tilviljun að þyrlupallur er við hlið himnaríkis.
Langar að vekja athygli á því að nokkur pláss eru laus tímabilin 23/7-29/7 (10-12 ára börn) og 30/7-5/8 (12-14 ára börn) í frábæru sumarbúðunum hennar Hildu systur, Ævintýralandi á Kleppjárnsreykjum. Kreppan hefur ýmsar birtingarmyndir. Ekki eitt eða tvö, heldur nokkur börn, hafa hætt við að koma því að einhverjar ferðaskrifstofur bjóða upp á svo einstök kjör að nokkrir, sem ætluðu að senda börnin sín í sumarbúðirnar, stukku á freistandi tilboð til að fylla upp í laus sæti sem aðrir höfðu hætt við og þá var hægt að lækka ...
Þetta myndi eflaust litlu skipta ef Ævintýraland nyti milljóna, jafnvel tugmilljónastyrkja frá ríki, borg og einkaaðilum á ári hverju, eins og samkeppnisaðilarnir. Hildu munar um því um hvert barn, enda dýrt að reka svona metnaðarfulla starfsemi svo vel sé. Upplýsingar má finna á www.sumarbudir.is og svo er auðvitað hægt að lesa sér til um einstaka starfsemina á sumarbúðablogginu, www.sumarbudir.blog.is.
Þetta eru frábærar sumarbúðir sem hafa starfað í tíu ár við góðan orðstír og hafa þúsundir barna notið þess að dvelja þar. Börnin geta m.a. valið á milli námskeiða í leiklist, grímugerð, dansi, myndlist, kvikmyndagerð, íþróttum og fleira, það er t.d. karaókíkeppni í hverri viku, húllumhædagur, diskó o.fl. og svo frábær lokakvöldvaka þar sem börnin sýna afrakstur námskeiðanna. Svo er æðisleg sundlaug á staðnum. Ég vona innilega að Hilda nái að fylla þessi pláss en annars hefur aðsókn verið góð í sumar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
10.7.2008 | 16:47
Á séns eftir tvo daga?
Það var nú bara skrambi gaman í vinnunni þegar íbúfenið fór að virka. Ég gekk niðurlút í matsalinn í hádeginu, sótti gómsætan grænmetisrétt og borðaði við skrifborðið. Varð ekki vör við uppnám í matsalnum sem sannfærir mig um að fólk starir almennt ekki gaumgæfilega í andlitið á öðru fólki, heldur bara á matinn sinn.
Tókst að vinna mikið og vel en um hálftvö kom erfðaprinsinn. Við keyrðum rólega heim í lítilli umferð og stefnt var á heilsugæsluna til að hitta doktor Sigríði. Ég hlýddi nefnilega Lilju strætóvinkonu, hringdi á læknavaktina í gærkvöldi og þar var fyrir svörum fyrrnefnd Sigríður sem ráðlagði mér að koma til sín í dag. Frú Sigríður vildi ekki meina að þetta væri ofnæmi, heldur annars stigs bruni. Hún ráðlagði samt ofnæmistöflur við kláðanum og að halda áfram að bera græðandi galdrakremið (frá Móu) á mig og svo auðvitað að forðast sólina. Hún hafði heyrt af þessu góða kremi (sem fæst í Heilsuhúsinu) og virtist lítast vel á það. Ég stóð mig eins og hetja, fór ekkert að gráta og fékk nokkrar brunagrisjur að launum. Hef mikla trú á ungum konum í læknastéttinni. Treysti ekki lengur strákunum eftir að unglæknir nokkur karlkyns neitaði að kyssa á bágtið hjá mér heldur heimtaði að sauma!
Á biðstofunni hafði ég kíkt á stjörnuspána mína í nýjasta Nýju lífi og þar kom fram að eftir tvo daga verði miklar líkur á því að ég lendi í rómantísku atviki, eða núna laugardaginn 12. júlí. Eru ekki alveg sumir karlar hrifnir af konum með brunasár í andliti og bólguhnúða sem gerir þær eins og hamstra í framan?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.7.2008 | 11:26
Skelfing og hleypidómar ... sjokk við komu
Af einstakri hetjulund dreif ég mig í vinnuna í morgun. Erfðaprinsinn bannaði mér að fara með strætó, sem ég skildi ekki alveg í fyrstu, og heimtaði að fá að skutla mér báðar leiðir. Ég gekk niðurlút inn á vinnustaðinn rétt fyrir kl. 9 og bölvaði því í hljóði að ekki væri vetur svo að ég gæti notað lambhúshettu. Vissi að ég væri ljót (í fyrsta sinn á ævinni) en ekki svo hræðileg sem kom í ljós á milli kl. 9 og 10. Það leið t.d. yfir Helgu Völu, sumir köstuðu upp, aðrir hlupu öskrandi í burtu úr póstnúmerinu, einhver sagði upp starfinu og Breiðholtshatarinn, sem átti erindi hingað, sagði við mig: Andlitið á þér er eins og rassgat satans! Svo hló hann hræðslulega, barði mig í hausinn og flýtti sér á brott. Jamm, það eru enn stórar brunablöðrur og miklar bólgur í andlitinu. Ég fór eiginlega bara í vinnuna til að fá samúð en
sá hvergi umhyggjusamt kærleiksblik í auga, bara hreina skelfingu. Það var eingöngu hún Margrét prófarkalesari sem sýndi mér smáumhyggju, í öruggri fjarlægð þó á hinum enda símalínu. Hún benti mér á ofnæmistöflur sem ég gæti keypt í apóteki, svona ef þetta væri ofnæmi. Ég skil nú af hverju erfðaprinsinn vildi ekki að ég færi með strætó í morgun. Maður hræðir ekki saklausa og góða farþega! Hvað þá bílstjórakrúttin mín og þetta veit erfðaprinsinn. Hann vill að ég eigi afturkvæmt í strætó á þessum óvissutímum verðbreytinga á bensíni. Ætla bara að vinna til rúmlega hádegis og svo er það bara hóm svít hóm! Eigið góðan dag kæru bloggvinir og farið varlega nálægt fokkings gula fíflinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.7.2008 | 17:54
Lokuð Hvalfjarðargöng
Lilja strætóvinkona hringdi rétt áðan og var stödd í langri biðröð við Hvalfjarðargöngin. Hún er á bílnum sínum, aldrei þessu vant, og var forvitin um hvað væri í gangi. Ekkert kom um þetta í útvarpinu. Hún vonaði að ég væri heima svo að ég gæti sagt henni það. Á mbl.is var ekkert um lokunina en á visir.is var frétt um að fellihýsi hefði dottið af bíl í göngunum og farið utan í vegg. Þegar símtalinu var að ljúka kom aðvífandi maður frá Speli og sagði að það væri klukkutíma bið eftir að göngin yrðu opnuð aftur. Lilja ætlar að keyra Hvalfjörðinn. Þeir bloggvinir mínir af Skaganum sem enn eru í bænum og sjá þetta ... akið hægt. Hvað með strætó? Verður honum hleypt í gegn? Þetta setur annars alla áætlun dagsins algjörlega úr skorðum, 17.45 vagninn er nýfarinn frá Mosó. Jamm, alltaf gerist eitthvað spennandi þegar ég er heima!
Skúbb Moggabloggsins var í boði himnaríkis!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.7.2008 | 13:23
Skrýtna árið 2001 - plús smá bold ...
Í dag á Dean Koontz rithöfundur afmæli og ekki bara hann, heldur einnig Elín Arnar, ritstjórinn minn. Til hamingju með daginn bæði tvö. Svo er þetta líka dánardagur pabba en hann dó þennan dag 2001, sjötugur að aldri.
Snemma í janúar 2001 dreymdi mig að ég missti fjórar tennur. Draumspök vinkona mín hristi höfuðið og sagði að þetta táknaði yfirleitt ástvinamissi. Hálfum mánuði seinna dó sonur vinafólks míns, yndislegur ungur maður, ég syrgði hann ofboðslega mikið og geri enn. Um sumarið missti móðursystir minn manninn sinn og skömmu síðar dó pabbi. Ég var löngu búin að gleyma þessum draumi mínum, enda hef ég talið drauma frekar vera undirmeðvitundina að verki frekar en að hafa forspárgildi. Rétt fyrir jólin þetta ár varð þrítugur frændi minn bráðkvaddur, ungur og efnilegur læknir sem dó frá konu og ungri dóttur. Í jarðarförinni hans mundi ég svo drauminn og ráðningu vinkonu minnar á honum.
Þegar 11. september-hörmungarnar dundu yfir gat ég ekki gert að því að hugsa að þarna hefði pabbi misst af miklu, hann var svo mikill fréttafíkill. Ein fyrsta bernskuminningin mín var þegar hann sat stjarfur fyrir framan útvarpstækið og sussaði á mig og systkini mín, Kennedy hefði nefnilega verið myrtur.
Heilsan er öll að koma til en ég er enn með brunablöðrur á kinnunum. Þær fara minnkandi og ég hef haft þær marineraðar í góða jurtasmyrslinu frá Móu. Það dregur alveg úr sviða og kláða. Líklega hefur húðin verið ofurviðkvæm eftir förðunina á mánudaginn og algjör klikkun að fara í sólbað á svölunum. Eins gott að ég keypti það um daginn þegar ég fór í Heilsuhúsið, annars væri ég í slæmum málum.
Nick ákvað að koma Brooke sinni á óvart, pantaði prest og þau giftu sig aftur ... ókei, endurnýjuðu heitin. Sama kvöld segir Bridget honum að hún sé ófrísk eftir hann. Þau ætla að segja Brooke þetta á morgun. Taylor fær viðurkenningu frá AA, 60 daga edrúmerkið. Hún og fyrrum mágur hennar, sorgmæddi ekkillinn, Thorne, virðast voða happí saman, enda veit hann ekki að hún ók af slysni á Dörlu og drap hana.
Dularfulli garðyrkjumaðurinn sem Phoebe næstum skar hendina af fyrir slysni býr enn á heimili hennar og Taylor, mömmu hennar.
Þar býr líka Hector slökkiviliðsmaður, eftir að hann blindaðist í brunanum, og hann hefur grun um að garðyrkjumaðurinn sé eitthvað dúbíus. Ef hann bara vissi að nú er hann með Phoebe í bíltúr og segir henni að hann hafi verið vitni að dauða Dörlu. Hann hafi verið dularfulli, skeggjaði gaurinn sem næstum hræddi úr henni líftóruna þegar hann bauð fram hjálp sína við að skipta um dekk. Phoebe er dauðhrædd!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.7.2008 | 12:41
Gjafmildir Skagamenn
Ljóst er að myndatakan í gær hafði verulega slæm áhrif á heilsu himnaríkisfrúar. Heilsu OG útlit. Við heimkomu í gær var farðinn hreinsaður af (með blautum þvottapoka) og græðandi og gott krem sett yfir. Síðan var sest út á svalir í hálftíma. Í morgun var síðan andlitið þrútið og rautt, sérstaklega vinstri kinnin, og ekki nóg með það, heldur kominn hósti, hálsbólga og almennur slappleiki. Það verður því engin Betuheimsókn í dag, maður smitar ekki sjúkraþjálfarann sinn af bólginni kinn og kvefi.
Í öllum látunum vegna flóttakvennanna á dögunum ákvað ég að nöldra ekkert meira, heldur gera eitthvað í málunum og er nú orðin virðulegur sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Í gær skutlaði erfðaprinsinn mér í húsnæði sem RK hefur til umráða en nú hefur verið biðlað til Skagamanna um að gefa húsgögn, húsmuni og fatnað. Ekki var að spyrja að þessum elskum, strax í gærkvöldi voru komnir margir fatapokar, húsgögn og ýmsir heimilismunir. Það verður opið alla mánudaga og fimmtudaga frá 18-21, nú í júlí alla vega, á Vallholti 1, þar sem bifreiðaskoðun var einu sinni, þarna við hliðina á bifreiðaverkstæði Hjalta og skáhallt á móti Fiskisögu, fiskbúðinni frábæru. Næsta vakt mín verður á fimmtudaginn í næstu viku og ég hlakka helling til, enda var þarna mjög skemmtilegt fólk að vinna, m.a. tilvonandi dönskukennari erfðaprinsins.
Jæja, farin upp í rúm aftur, best að reyna að sofa þetta úr sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.7.2008 | 11:54
Þokan fjölgar Skagamönnum!
Þykk þoka umlukti himnaríki í morgun og ég rétt komst út á stoppistöð, rataði eiginlega eftir minni. Aðeins einn farþegi var í strætó, ásamt bílstjóranum, sem ég held að heiti Skúli. Líklega hafa margir Skagamenn ráfað um í morgun og ekki fundið stoppistöðvarnar ... þokan hefur áður hjálpað okkur Skagamönnum við að fjölga okkur, ekki bara sem rökkvuð og kynlífshvetjandi, heldur er fólk fast á Skaganum og verður svo hrifið og ánægt eftir tvo, þrjá daga að það fer aldrei heim sín aftur.
Karlinn sem fyrir var í strætó þegar ég kom upp í hafði fyllt fremsta sætið af farangri og sat sjálfur á öðrum bekk, sætinu fyrir aftan. Ég fussaði og sveiaði (í gríni auðvitað) yfir því að sætið mitt væri fullt af töskum og drasli ... og settist fyrir aftan bílstjórann. Það fer betur um tískusýningardömuleggi mína löngu í fremstu sætunum. Þú hefur greinilega verið á Írskum dögum? sagði ég, enda reyni ég við allt karlkyns sem hreyfist. Já, sagði maðurinn, ég skrapp svo aðeins á harmonikkuhátíð á Suðurnesjum. Einhverra hluta vegna fór hann svo að nöldra yfir EM í Sjónvarpinu, að fréttirnar hefðu verið teknar frá honum og svona. Ég og strákur sem bættist við hjá íþróttahúsinu bentum honum á að það væru fínar fréttir t.d. á Stöð 2, mbl.is, visir.is, dv.is og eyjan.is. Ætla að reyna að muna að verða ekki svona ... eða tryllist ef ég fæ ekki kvöldmatinn minn kl. 18.30 sharp, fréttirnar mínar kl. 1900 sharp og slíkt. Var reyndar búin að slökkva á sjarmanum þegar hann nefni harmonikkuhátíðina en þarna var mér nóg boðið. Sökkti mér niður í spennubók eftir Dean Koontz, dormaði í göngunumþar sem vantar lesljós í strætó og hélt svo áfram að lesa eftir göng. Dásamlegt alveg. Hitti Elínu í Mosó í leið 15 og hún var hress og skemmtileg eins og venjulega. Hún er farin að skokka og er víst enn á stiginu að hlussast, sagði hún. Hún er kornung alveg, reyndar orðin amma, en ætlar greinilega að verða hress amma og það lengi, lengi. Myndin hér að ofan er EKKI af Elínu en var samt ábyggilega tekin í Mosfellsbænum um helgina ... sýnist þetta jafnvel geta verið Sigurður Hreiðar.
Í leið 18 voru flestir gömlu, góðu farþegarnir, NEMA sá ógreiddi. Tek það fram að ef hann er búinn að þvo sér um hárið og láta klippa sig þá er ekki séns að ég þekki hann í útliti. Ljúf skátastelpa spjallaði við mig í Ártúni og kom líka upp í leið 18, hún er að lesa bók nr. 26 af Ísfólkinu. Ég sagði henni að sonur minn , 28 ára, hefði verið 2-3 ára þegar ég keypti í algjöru hallæri Ísfólksbók nr. 5, enda eina bókin sem til var í sjoppunni, og bara haft gaman af. Já, þetta eru frábærar bækur, sagði stelpan sem er í unglingavinnunni og er að lesa Ísfólkið í annað skiptið.
Að vanda farðaði Haffi Haff mig við komu .... hmmm, nei, kannski ekki á hverjum morgni, en núna í morgun, það á nefnilega að skipta um myndir af okkur fögru blaðakonunum, þessar sem eru fremst í blaðinu og ég get ekki sagt að ég bíði spennt eftir útkomunni.
Ég myndast venjulega eins og vitfirrtur vélsagarmorðingi, þrátt fyrir flotta förðun og jafnvel íbúfentöflu.
Hafið það gott í dag, kæru bloggvinir, og passið ykkur á sólinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.7.2008 | 22:24
Skúrkur og bjargvættur
Samstarfsmaður minn sagði mér skemmtilega björgunarsögu fyrir skömmu, sögu sem gerðist fyrir kannski 15-20 árum, og sú rataði beint í nýju lífsreynslusögubókina sem var að koma út.
Töffari gengur eftir Njálsgötunni að nóttu til um helgi með dömu sér við hlið, sér reyk leggja út um glugga húss, gerir sér lítið fyrir og hendir sér á rúðuna (hann var í mótorhjólaleðurgalla) og rúllar inn í stofuna á glerbrotunum, leitar í íbúðinni þar til hann finnur gamla, sofandi konu í svefnherbergi við hlið stofunnar. Vekur hana og ber í fanginu út og bíður svo eftir slökkviliði og löggu. Þetta var mikið upplifelsi fyrir gömlu konuna sem lýsti þessu sífellt æsilegar eftir því sem hún sagði söguna oftar og ekki var verra að hún fékk að vera í heila þrjá tíma um nóttina í löggubílnum, enginn tími til að skutla henni heim til samstarfsmanns míns og konu hans fyrir fylleríslátum í miðbænum. Gömlu konunni þótti víst ógurlega gaman að tala við glæpónana sem komu aftur í löggubílinn til hennar og reyndi eftir bestu getu að vísa þeim rétta leið í lífinu. Hún var á náttkjólnum en kápu utanyfir og hárkollulaus en það var allt í lagi, þetta var svo spennandi.
Samstarfsmaður minn fór á Bíóbarinn nokkru seinna og hitti þar nokkra kunningja sína. Hann fór að segja frá þessu og einn maðurinn við borðið sagði: Aha, þetta var ég! Og já, það var maðurinn í meðfylgjandi frétt (sjá nánar á visir.is) sem bjargaði gömlu konunni frá bráðum bana á Njálsgötunni forðum. Leiðinlegt að vita til þess að hann tengist mögulega þessu máli.
Við Halldór frændi skruppum í Borgarfjörðinn í dag og áttum skemmtilega stund með Önnu vinkonu okkar og fleira fólki í fallega sumarbústaðnum hennar. Þar var glatt á hjalla, enda þekkir Anna bara fyndið og skemmtilegt fólk (eins og t.d. okkur Halldór) ... Sjálf sagði hún frá því að það væri þekkt innan sagnfræðinngar (hún er m.a. sagnfræðingur, tölvunarfræðingur og myndlistarkona) að það væri gefið út fyrra bindi, annað bindi og þriðja bindi af sagnfræðiritum ... mér fannst það mjög fyndið. Halldór sagði um tvær drykkfelldar konur sem hann kannast við ... að það hefði slest upp á vínskápinn hjá þeim og við orguðum úr hlátri. Stundum er gott að vera með penna og blað á sér til að hripa niður ... hugsaði það stundum þegar Tommi bílstjóri fór á kostum í strætóferðunum í denn. Nú ekur Tommi bara fyrir BYKO og er sárt saknað af okkur farþegum.
Erfðaprinsinn sótti mig á bílaplanið við Hvalfjarðargöngin af því að Halldór hatar mig og nennti ekki að skutlast með mig á Skagann á heimleiðinni, laug því að hann væri tímabundinn. Við Halldór vorum aðeins seinni þangað og hvað gerir löggan ef hún sér rauðan sportbíl standa kyrrstæðan og bílstjóri með sólgleraugu undir stýri? Jú, hún tékkar á málum ... Þegar hann sagðist vera að bíða eftir MÖMMU sinni þá þótti það nógu meinleysislegt til að hægt væri að kveðja brosandi án þess að vilja einu sinni sjá ökuskírteinið. Mig grunar að erfðaprinsinn fái sér Toyotu (ekki sporttýpu) næst! Við Halldór mættum svo þessum löggum skömmu seinna og vorum blessunarlega á 90 km/klst. Auðvitað, annað væri bara hálfvitalegt! Halldór fékk reyndar mjög góða útrás í síðustu viku þegar hann ók á bílaleigu-Benz á 270 km/klst á hraðbraut í Þýskalandi og var samt ekkert hraðskreiðari en flestir aðrir þar. Ég ætla sko með honum næst til Þýskalands á hraðbrautina, alla vega ætla ég að horfa á Formúluna á morgun. Vá ... 270, það hlýtur að vera gaman!
![]() |
Annar handtekinn í húsbílasmygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.7.2008 | 13:50
Allt vitlaust hérna og enn meira í gangi í boldinu ...
Allt er að verða vitlaust hérna á Írskum dögum. Ég vaknaði upp eldsnemma um 11 leytið við lætin í sandkastalagerðinni hérna fyrir neðan. Það nísti hreinlega í gegnum merg og bein þegar litlir puttar klöppuðu á sandbyggingarnar ... jamm, eða þannig. Svona í alvöru þá er mikið um að vera. Mjög margt í boði. Mótokrossfólk keppir nú á sandinum, þyrla er á þyrlupallinum, held að það verði boðið upp á útsýnisflug. Tívolítæki á sundlaugarplaninu, Hemmi Gunn í íþróttahúsinu ... og allt er þetta í innan við þriggja mínútna göngufæri við mig. Ætla samt bara í laugardagsbaðið og skella mér svo í Borgarfjörðinn um fjögurleytið. Þar er a.m.k. sól, já, og útskriftarveisla.
Náði 17.45 strætó heim í gær og hitti í fyrsta sinn á konuna sem keyrir stundum strætó. Hún er bara frábær. Hin unga Krystina Cortes sat við hlið mér og var á leið til pabba, afa og ömmu í helgarheimsókn. Endastöðin er við pósthúsið þessa helgi og eftir að hafa kvatt Krystinu, sem bað kærlega að heilsa í sumarbúðirnar, enda dvalið þar nokkrum sinnum alsæl, ákvað ég að skella mér í Skrúðgarðinn. Ásgeir Páll stríddi Þorgeiri Ástvalds eitthvað í útvarpinu skömmu áður en við komum með strætó á endastöð og hló bílstýran mikið að því. Ég sagði henni að Þorgeir ætti ekkert gott skilið eftir að hann blekkti virðulega útvarpsþulu einu sinni. Hún kom til hans og spurði hvernig ætti að
bera fram hljómsveitarnafnið hjá honum Boy George, eða Culture Club. Þorgeir horfði einlægur á hana og sagði: Súltúr slúbb. Þannig var lagið kynnt á Rás eitt við mikla ánægju þeirra sem heyrðu og föttuðu. Þegar ég kom í Skrúðgarðinn var búið að loka en ég fór upplýsingamiðstöðvarmegin inn og náði að kyssa Jóhannes tæknimann, minn gamla tæknistjóra og snilling af Aðalstöðinni. Hann leitar nú grimmt að símanúmeri Katrínar Snæhólm, svo ég komi því á framfæri, ég gleymdi að setja það í gemsann minn og gat því ekki hjálpað honum. Fékk líka kossa frá Þorgeiri og Ásgeiri Páli, enda gamlir og frábærir samstarfsmenn síðan ég var útvarpsstjarna á síðustu öld, svo létu þeir sig hverfa til höfuðborgarinnar. María bjó til hressandi latte handa mér þótt búið væri að loka og ég fékk far heim með Bylgjubílnum og gat vísað Jóhannesi á íþróttahúsið þar sem hann þurfti að tengja fyrir Hemma Gunn-útsendinguna sem fer fram í dag.
Þetta eru nú allt smámunir miðað við það sem gengur á í boldinu. Bridget segir Nick að hún elski hann enn ... jafnvel þótt hann sé kvæntur móður hennar. Hún ætlar úr landi til að nýta lækniskunnáttu sína til bjargar veikum börnum. Svo er kominn nýr maður til sögunnar, grunsamlegur garðyrkjumaður, sem reyndist vera dularfulli, ógnvekjandi maðurinn sem hræddi Phoebe svo hrikalega í myrkrinu rétt áður en Taylor, mamma hennar, kom henni til bjargar og keyrði óvart á Dörlu og drap hana. Hann kom í þeim tilgangi að kúga fé út úr Taylor, vill milljón dollara og þá mun hann þegja um það sem hann sá á slysstaðnum. Taylor misskilur hann á krúttlegan hátt, hélt að hann hefði séð hana kyssa ekkilinn, Thorne, og finnst svolítið fyndið að hann skuli segja að hann hafi séð allt. Áður en hann getur leiðrétt þetta kemur hinn nýlega blindi Hector slökkviliðsmaður og fær strax illan bifur á grunsamlega garðyrkjumanninum. Áður en sá síðastnefndi getur gert fleiri kúgunartilraunir sker Phoebe óvart af honum hendina þegar hún var að prófa garðyrkjuvélsög. Á sjúkrahúsinu lofar hún honum að sjá um hann, hann eigi bara að flytja heim til hennar og alles. Handarlausi maðurinn virðist glaður yfir boðinu ... þrátt fyrir allt.
Bridget svaf þarna hjá Nick, stjúpa sínum og fyrrum eiginmanni, þegar mamma hennar kyssti Ridge, fyrrum eiginmann til margra skipta, og nú þorir hún ekki að láta bólusetja sig fyrir góðgerðalæknisferðina nema tékka á því hvort hún sé mögulega ófrísk ...
Hvernig líst þér að við eignumst saman barn? spyr Nick konu sína, Brooke. Konurnar í boldinu eldast ekkert, eins og allir vita, það eru bara börnin sem verða gjafvaxta ansi hratt og byrja að taka þátt í ástarþríhyrningum og svona, sbr. Brooke, Bridget, Nick. Meira að segja Ridge, fyrri eiginmaður Brooke, var næstum byrjaður með Bridget einu sinni en það var eftir að hann fattaði að hún var ekki hálfsystir hans, enda Eric ekki blóðfaðir hans, heldur Massimo, faðir Nicks. Jamm. Hvers vegna er ekki hægt að innleiða fjölkvæni og fjölveri í þáttunum? Það myndi einfalda svo margt, Nick gæti verið kvæntur mæðgunum, Brooke gæti verið gift Nick og Ridge sem gæti þá verið kvæntur henni Donnu líka, systur Brooke og þegar Eric, pabbi (ekki blóðfaðir) Ridge, verður ástfanginn af Donnu, geta feðgarnir verið kvæntir henni báðir. Svo í framtíðinni í boldinu fer Taylor að halda við Rick, son Brooke og bróður Bridgetar, en áður á hún nú eftir að verða ófrísk eftir Nick ... og ganga með barn Brooke eftir hroðaleg mistök sem dr. Bridget gerir í eggjadeildinni. Ást Brooke til eggsins á síðan eftir að valda miklum flækjum ef marka má veraldarvefinn ... Rétt áður en ég ýtti á Vista og birta-takkann kom í ljós að BRIDGET ER ÓLÉTT EFTIR NICK, STJÚPFÖÐUR SINN OG FYRRUM EIGINMANN! Hálfsystir hennar, Felicia, kemur inn og heyrir: "Guð minn góður, ertu ófrísk?" Meira fljótlega! P.s. Ég var búin að gleyma því að mamma Bridgetar, hún Brooke, stal frá henni eiginmanninum Deacon og eignaðist Hope litlu með honum. Þetta er því hefnd við hæfi, ekki satt?
![]() |
Erilsöm nótt á írskum dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 17
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 170
- Frá upphafi: 1529033
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 144
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni