Færsluflokkur: Bloggar

Elsku Kjötborg

Kristján og Gunnar í KjötborgKristj�n og Gunnar � Kj�tborgÍ KjötborgMikið var gaman að Kastljósi í kvöld, þar sem sýnt var úr heimildamyndinni um Gunnar og Kristján í Kjötborg. Þegar ég flutti á Hringbrautina árið 1988 kannaði ég umhverfið fyrstu daga og vikur og rakst fljótlega á sætu matvörubúðina á Ásvallagötunni, bak við Elliheimilið Grund. Mér var tekið af kurteisi, ekki of miklum kammóheitum, sem flestum viðskiptavinum finnst óþægilegt. Þeir bræður þekkja línuna. Um þetta leyti var komin einhver nýjung á markaðinn, BIO-mjólk, sem mig langaði að smakka. „Áttu nokkuð svona BIO-mjólk?“ spurði ég. Gunnar var að raða vörum í kælinn. „Nei,“ sagði hann glaðlega, „en ég á örugglega vídeómjólk.“ Með þessum dásamlega aulahúmorAfm�listerta náði hann í tryggan viðskiptavin til 18 ára, eða þar til flutt var í himnaríki á Skaganum. Þeir sáu um afmælin mín á hverju ári, eða flestar veitingar nema kannski sjálfa afmælistertuna, Bernhöftsbakarí kom þar sterkt inn. Þeir fóru og redduðu frosnum rúllutertubrauðum, majónesi í fötum, rækju- og laxapökkum ár eftir ár, og ég gat alltaf veðjað á að Gunnar myndi hvaða magn af majónesi og sýrðum rjóma ég þyrfti í c.a. 16 rúllutertubrauð. Hann var líka með á hreinu hvað þyrfti mikið af rækjum og reyktum laxi. Um jólin fann hann alltaf fína hangikjötsrúllu sem passaði fyrir okkur mæðginin, mömmu, Hildu og börn. Bræðurnir selja alltaf nýjar bækur fyrir jólin eftir stórskáldin í hverfinu, Þórarin Eldjárn og fleiri. Einnig tónlist, tækifærisgjafir og eiginlega allt nema brennivín. Þeir sjá vel um gamla fólkið á Grundinni og aðra viðskiptavini, senda heim alla virka daga.  http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365678/1

SumarbúðirnarEftir að ég flutti á Skagann hangir alltaf dagatal Kjötborgar á vegg í eldhúsi himnaríkis ... á meðan t.d. dagatal Einarsbúðar prýðir híbýli Hildu systur, Kópavogsbúans gáfaða. Sem minnir mig á að ungu, hressu konurnar sem gerðu heimildamyndina um Kjötborg hafa einmitt báðar unnið í sumarbúðunum hennar Hildu ... og voru alveg frábærar. Mig minnir að Hulda hafi þó bara verið í eina viku og gerði þá frábæra stuttmynd með krökkunum í kvikmyndagerðarhópnum. Þarf eiginlega að stinga upp á við Hildu að skella þessum stuttmyndum á bloggsíðuna; www.sumarbudir.blog.is svo hægt sé að njóta dýrðarinnar. Hugleikur Dagsson vann þarna líka í tvö sumur, sá ýmist um myndlist eða kvikmyndagerð. Börnin búa alltaf sjálf til handritið og einu sinni í umsjón Hugleiks var ákveðið að búa til stuttmynd um Rómeó og Júlíu. Hrikalega skemmtileg mynd. Dæmi: „Nú eruð þið orðin hjón, þið megið hoppa!“ Og litlu brúðhjónin, yngstu krakkarnir í myndinni, hoppuðu. Fjölskylda Júlíu bar ættarnafnið Simpson en Rómeó var Soprano, minnir mig. Ég held að Hulli hafi fengið að ráða nafni  eins ættingja Júlíu án þess en fullorðna fólkið skemmti sér vel yfir frændanum O.J. á lokakvöldvökunni þar sem myndin var sýnd.


Leiðrétt kjaftasaga, heitar vöfflur og pínulítið bold

Netið lá niðri í vinnunni eftir hádegi í dag og ég sem ætlaði að blogga í hádeginu. Splunkunýr Indverji var á Ártúnsstoppistöðinni í morgun og eitthvað grunsamlegt í gangi en nú er ég búin að steingleyma hvað það var.

PólitíkinÍ hádeginu var farið að tala um kjaftasögur, margir starfsmenn hússins samankomnir í sólinni úti í porti. Handleggirnir á mér eru eins og undanrenna á litinn en ég bretti niður ermarnar þegar einn samstarfsmaðurinn sagði að það væri í tísku að vera hvítur. Held samt að hann hafi bara verið að gleðja mig en það glampaði samt óþægilega á handleggina, ég fékk ofbirtu í augun, svipað og þegar ég hef verið að horfa á SkjáEinn um kvöld og skjárinn verður mjallahvítur þegar auglýsingar eru kynntar inn.
Einn viskupúki staðarins veit bókstaflega allt
sem er í gangi í þjóðfélaginu. Hann fór að tala um ráðherraskilnaðar- söguna og sagði hana algjört bull, verið væri að reyna að klekkja á viðkomandi, svona pólitískur viðbjóður ... eins og tíðkast víst í stjórnmálum þar sem reynt er að bregða fæti fyrir keppinauta um stjórnunarstöður og svona.

VöfflurÉg fer mjög sjaldan í kaffi í vinnunni, tel mig ekki hafa gott af sætabrauði um miðjan dag, enda nóg af sætum strákum í vinnunni svo sem ... en í dag gerði ég undantekningu, það voru nefnilega heitar vöfflur með rifsberja- eða rabarbarasultu og rjóma. Biðröðin náði út upp í Europrís, eða hefði gert ef allir hefðu komið í einu.

Svo er alltaf sama stuðið í boldinu. Taylor orðin aðalhuggari ekkilsins Thorne sem veit ekki að það var hún sem ók drukkin á Dörlu. Donna, systir Brooke, er farin að sitja fyrir í Beði Brooke, tískulínunni kynþokkafullu og til að spara leikarakostnað tekur Ridge ljósmyndirnar af henni, ásamt því að hanna fötin. Þau eru hættulega innileg, svona miðað við að í framtíðinni eru miklar líkur á því að hún verði stjúpmóðir hans.


Guðsbörnin ...

Muna ekki allir eftir Guðsbörnunum sem settu svip sinn á íslenskt samfélag á áttunda áratugnum? Krúttlega fólkinu sem fór út í búð og lét skrifa vörurnar hjá guði, dreifði bæklingum sem hvatti konur til að brenna brjóstahaldarann sinn og fleira. Ég vissi að safnaðarmeðlimir seldu allar eigur sínar og gáfu til safnaðarins og stundaði svo trúboð grimmt, m.a. í Austurstræti. Skemmtilegt og gott fólk, svolítið hippalegt en það var sko ekki verra.

Þegar mér bauðst að fara með vinkonu minni yfir helgi í herbúðir Guðsbarna í Borgarfirðinum sló ég til, var 14-15 ára þá. Hún átti vinkonu í söfnuðinum og skólafélagi okkar var þar líka. Við fórum fjögur saman á puttanum, tveir strákar og tvær stelpur, öll á svipuðum aldri. Við skiptum liði, enda auðveldara að fá far fyrir tvo en fjóra. Bílstjórinn sem tók mig og annan strákinn upp í var mjög indæll. Hann bauð okkur upp á gos og smurt brauð í Botnsskála, allt í boði Sambandsins. Ég fékk líka smá samviskubit þegar Sambandið fór á hausinn nokkrum árum seinna.

davidberg12Fréttabréf Moses DavidMikil ást ríkti í húsinu í Borgarfirðinum, meira að segja sæti hvolpurinn hét Ást. Á laugardagskvöldinu var bænastund og danskur strákur, greinilega leiðtogi, las bréf frá stofnanda safnaðarins, Moses David (sjá mynd). Ég sat úti í horni og reyndi að láta lítið fyrir mér fara, spennti greipar þegar það átti við, tók undir Faðir vorið, hlustaði bara og fylgdist með. Mér er enn minnisstætt hvað mikið var talað um djöfulinn og lymsku hans í bréfinu frá Moses David. Hann sagði að allir þeir sem efuðust um orð hans væru útsendarar frá djöflinum. Af því að mér fannst eitthvað ekki alveg rétt þarna fór mér sem ungri, óöruggri stúlku að líða skringilega, ég fann fyrir þessum djöfullega efa sem góði Daninn að það þýddi að sá vondi væri að tæta í mér. Ég hélt að ég hefði engin svipbrigði sýnt en samt sneri sá danski sér að mér í þeim tilgangi að frelsa mig hér og nú. Sem betur fer talaði hann ensku, sem ég skildi aðeins, og hafði ráðrúm til að hugsa á meðan íslenski túlkurinn endursagði orð hans á íslensku. Það var ansi óþægilegt að láta tugi manns horfa á sig þarna og krafa kvöldins var að ég brotnaði niður og cog-bustæki Jesú inn í hjarta mitt.
Óbreytt orð Danans, sem bætti við að ef ég
COGHistorygerði þetta ekki þyrfti ég að fara ... Borgarfjörður, seint um kvöld, hmmm. Hann hlaut að vera viss um sigur í þessu máli. Ein safnaðarstelpan sagði hughreystandi við mig að sleppa mér bara, guð hefði líka auðmýkt hana þegar hún frelsaðist. Þrátt fyrir þessa girnilegu hvatningu þrjóskaðist ég við og var send í gönguferð með skólabróður mínum úr söfnuðinum. Ég þorði að tjá mig við hann, sagði að ég hefði haldið að allir væru svo góðir þarna og svo ætti bara að henda mér út.
Alla vega hvorugt gerðist, ég frelsaðist ekki en fékk samt að vera um nóttina. Mamma hafði verið treg til að leyfa mér að fara en þar sem þetta var kristið og gott fólk sannfærðist hún um að það væri óhætt. Svo bara ekkert meira ...

B�rn Gu�s... þangað til seint í gærkvöldi þegar heimildamyndin Children of God/The Family (?) var sýnd á Stöð 2. Mikið var talað um David Berg, stofnanda Fjölskyldunnar, öðru nafni Moses David. Ég vona innilega að myndin verði endursýnd svo að ég nái að sjá hana alla. Ástæðan fyrir því að hún var sýnd svona seint er sú að hún er svo óhugnanleg. Heimildamynd eftir strák sem ólst upp í Fjölskyldunni. Fjöldinn allur af börnum var misnotaður kynferðislega, í nafni guðs auðvitað. Fyrsta minning einnar konunnar sem talað var við var frá því hún var þriggja ára að fróa gömlum karli. Einn sonur Davids Berg átti að vera arftaki föður síns og var hvattur til að sænga með móður sinni. Mæðurnar börðu börnin sín (innan við 10 ára) ef þau mótmæltu því að eiga mök við David eða aðra karla þarna. Fjöldi barna úr söfnuðinum hefur strokið þaðan, margir í kringum 18 ára aldurinn. Fæstir hafa náð að lifa eðlilegu lífi. Einn viðmælandinn sagðist ekki lengur treysta sér til að eiga kærustur, hann hefði svo mikla þörf fyrir að refsa þeim ef þær gerðu eitthvað rangt. Margir hafa tekið eigið líf en allir sem talað var við virtust eiga í sálrænum erfiðleikum eftir þessa vist. Konurnar innan safnaðarins seldu sig og reyndu að boða guðsorð í leiðinni, sifjaspell var fremur vani en undantekning.

Enginn í Borgarfirðinum virtist vita, eða minntist á, að þetta væri kynlífssöfnuður. Ég veit ekki til þess að einhverjir Íslendingar hafi farið alla leið í fang Moses Davids/Davids Berg þarna í útlandinu en mikið er ég fegin að hafa ekki látið undan þótt hart hafi verið lagt að mér, þetta var sannarlega vondur félagsskapur.  http://www.eaec.org/cults/cog.htm


Dularfulla Indverjamálið leyst!

Taj Mahal  IndlandiEftir þrotlausa rannsóknarvinnu veit ég nú í hvaða erindagjörðum Indverjarnir, strætóvinir mínir, eru hér á landi. Fékk senda skýringu í kommentakerfinu mínu og takk fyrir það'. Þar segir: „Mér þykir líklegt að viðkomandi Indverji sé forritari sem hefur verið að fjarvinna fyrir Glitni í Indlandi en er í staðarvinnu eins og er. Tölvudeildin þeirra er einmitt í Europris-húsinu fyrir neðan Vífilfell. Það er ekki langt síðan tveir voru hjá Eskli í sömu erindagjörðum en Eskill er staðsettur aðeins lengra eftir Lynghálsinum.“

Annars bara sólríkur dagur, bæði á Skaganum og í Reykjavík. Mikið að gera í vinnunni, eiginlega alveg brjálað ... en það er svo sem ekkert nýtt.

 


Bara bold og bjútífúl - kominn tími til

Það er sko löngu kominn tími á bold, þótt fyrr hefði verið, en nú er allt að verða vitlaust enn eina ferðina. Ég bið bold-aðdáendur velvirðingar á því að ég ferðast aðeins um nútíð, framtíð og jafnvel fortíð í þessari frábæru færslu. Ef þú rennir bendlinum yfir myndirnar sérðu nöfnin á fólkinu ...

Stefan�a, Eric og DonnaNútíð: Brooke fann staðgengil fyrir sig sem fyrirsætu í Brooke´s Bedroom-línunni, eða nýkomna systur sína Donnu, og þarf því ekki að kvelja húsbandið Nick með því að sitja fyrir nakin. Donna mátar sig í laumi við fyrirsætuhlutverkið og Ridge kemur á vettvang, hrósar henni en segist vera hættur að hanna þessa línu. Hann er dapur, hún fær áfall en hún heldur með honum og finnst að Brooke, systir hennar eigi að vera gift honum.

Systir Stefan�uFramtíð: Donna á síðar eftir að gera harða atlögu að ... Eric gamla, hvaða kona þráir ekki að verða frú Forrester? Samt eru synir Erics á lausu, Ridge og ekkillinn Thorne. Ég veit að systir Stefaníu mun gera allt sem hún getur til að losna við Donnu og koma í veg fyrir giftingu þeirra Erics, enda elskar Stefanía alltaf sinn gamla og góða og til hvers eru systur?

BrookeNickLFortíð: Fyrir þá sem ekkert vita um boldið þá var Brooke gift Eric (tvisvar) og eignaðist með honum Bridget og Rick. Brooke er núna gift tengdasyni sínum, fyrrum manni Bridgetar, en það er komið upp í vana hjá henni að stinga undan dótturinni, Brooke á Hope litlu einmitt með Deacon, fyrrum tengdasyni sínum.

taylorFramtíð: Af hinu barni Brooke, Rick, er það helst að segja að það fer að halda við Taylor, sem er líklega eldri en Brooke. Rick reynist Taylor mjög vel þegar hún missir forræðið yfir barni sínu vegna drykkju en samt átti hún í raun ekki þetta barn með Nick, úps, já, þau Nick voru saman eftir að hann hætti með Brooke, og ég er að tala um framtíðina. Bridget er orðin læknir og gerir þau afdrifaríku mistök að ruglast á eggjum móður sinnar, Brooke, og Taylors, þannig að Taylor gengur með og eignast barn erkióvinar síns og Nicks. Mjög ruglandi og ekkert skrýtið þótt hún marineri sig í vodka.

felicia_dante_og_bridgetNútíð: Dante er voða spældur þar sem Bridget hans er ekki ólétt samkvæmt óléttuprófi sem hún tók. Þegar Bridget segist vera ánægð og henni létt þá trompast Dante og segist hafa beðið þolinmóður eftir henni í rúmt ár, eða á meðan hún var gift Nick, núverandi stjúpföður sínum, og næstum eignast barn með honum. Sjálfur hafi hann næstum gifst Feliciu á biðtímanum. Nú rekur hann Bridget út, segist þurfa að hugsa. Næst sést hann skælandi í Feliciu, barnsmóður sinni og hálfsystur Bridgetar. Vonarglampi kviknar í augum Feliciu. Jamms, breytingar eru fram undan því ekkert ástarsamband fær að vera í friði fyrir handritshöfundunum og vegna leikarafæðar skiptist fólk bara á elskum.
„Ég er ekki að reyna við þig en þú veist hvaða áhrif þú hefur á mig,“ segir Donna við Ridge, „þú ert sætur og sexí ... osfrv.“ Þetta var greinilega það sem Ridge greyið þurfti ... og þau kyssast.

 


Óhæfur formaður?

palestina(1)Æ, æ, æ. Ég vonaði innilega að flóttamennirnir kæmu hingað á Skagann svo að við gætum lagt eitthvað af mörkum til að hjálpa okkar minnsta bróður/systur, eins og önnur sveitarfélög hafa gert. Var ákveðin í að bjóða mig fram til að vera einhverri fjölskyldunni innan handar á meðan hún kæmi sér vel fyrir á Skaganum. 

Ég skammast mín sem Skagamaður fyrir að formaður félagsmálaráðs hér noti þau rök að betra sé að hlúa að Skagamönnum. Hvaða vandamál eru svo mikil og stór hér í bæ að ekki sé hægt að hjálpa illa stöddu fólki sem á sér enga framtíð í eigin landi (flóttamannabúðum)? 

Ég veit um félagsmálastjóra annars sveitarfélags sem tók sér það vald að gefa neikvæða umsögn um frumvarp sem var að fæðast (staðfest samvist samkynhneigðra). Hann talaði ekki við neinn í félagsmálanefndinni á staðnum, heldur vísaði til siðferðilegra og trúarlegra raka gegn þessu. Ég frétti að allt hefði orðið vitlaust í bæjarfélaginu og e-m árum seinna þegar hann sótti um starfið aftur (hafði hætt í millitíðinni) fékk hann það ekki, bara út af þessu. Þetta var víst eina sveitarfélag landsins sem gaf neikvæða umsögn og þetta sveitarfélag er sko ekki þekkt fyrir þröngsýni.

Ég veit ekki til þess að Akranes sé það fátækur kaupstaður að ekki sé hægt að hjálpa þessum konum. Mér finnst þetta vera mikil þröngsýni og alveg sorglegt að ein manneskja hafi svona mikil völd.  Þetta mun án efa hafa áhrif í kjörklefanum, svona hlut er ekki hægt að gleyma og ekki hef ég trú á því að meirihluti Skagamanna sé svona þenkjandi. 

Hér er fréttin: Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks í Velferðarráði Reykjavíkurborgar leggja fram tillögu í ráðinu á morgun um að bjóða hóp flóttamanna frá Palestínu velkomin til Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningu frá fulltrúunum segir, að ætlunin hafi verið að búa flóttafólkinu framtíðarheimili á Akranesi en í fjölmiðlum síðustu daga hafi komið skýrt fram í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, formanns félagsmálaráðs á Akranesi, að ekki sé rétt að taka á móti flóttafólki þangað heldur eigi bærinn að einblína á vanda bæjarbúa.

„Það er mat okkar að ekki sé leggjandi á flóttafólk að flytjast í bæjarfélag þar sem formaður félagsmálaráðs er á móti komu þeirra og vinnur opinberlega gegn dvöl þeirra þar. Það er trú okkar að þó svo sömu flokkar stýri málum í Reykjavík og á Akranesi, þá verði önnur afstaða tekin til málsins hér í borg," segir í tilkynningunni, sem Björk Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, skrifar undir.


mbl.is Flóttafólk verði boðið velkomið til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök í skóbúð og býfuglar í heimsókn

Vinna vinna vinnaStundum þegar ég er í biluðu vinnustuði heima á þriðjudögum þá langar mig mest til að afpanta tímann í sjúkraþjálfun og halda áfram vinnunni. Sem betur fer hef ég aldrei fallið í þá freistni, það er nefnilega fínt að skera aðeins sundur daginn, ég sit mun meira við hér heima en í vinnunni, þar stendur maður þó upp annað slagið; sækja kaffi, sódavatn, fara í mat, sækja úr prentaranum og svona, en hér heima líða kannski klukkutímar á milli.

skechersÁkvað að fá mér holla og góða súpu á Skrúðgarðinum eftir sjúkró og hitti aðeins Ástu mína, sem ég sé örsjaldan. Gæti breyst með haustinu þegar hún fer að vinna aftur. „Sjáðu fínu, nýju skóna mína!“ sagði ég grobbin. „Nú verður gaman að fara í gönguferðir,“ bætti ég við enn grobbnari. „Keyptir þú þá hjá Nínu?“ spurði Ásta. Ég sagði svo vera og þá sagði Ásta: „Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þetta eru unglingaskór?“ „Votttt?“ argaði ég upp yfir mig, „loksins þegar ég dríf í að kaupa skó þá gleymi ég að biðja um kerlingaskó, hvað er að mér?“ Við erfðaprins eftir nokkur árÁsta reyndi að hughreysta mig og sagði að ég væri bara svona ung í anda. Ég veit að hún meinti óþroskuð en hún er allt of vel upp alin til að segja slíkt. Þegar ég klagaði í erfðaprinsinn þegar hann sótti mig varð hann sótrauður af bræði og sagði að þetta væru bara venjulegir svartir Skechers- íþróttaskór, meira að segja þrælflottir (sem sannar kannski orð Ástu). Hann passar sko upp á móður sína og er einstaklega langrækinn fyrir hennar hönd. Ásta á von á góðu þegar hún kemur næst í heimsókn ... Nei, djók, hann er ekki alveg svona slæmur og veit að ég var að grínast þegar ég klagaði Ástu. Maður er sko passaður hér í himnaríki. Ef birtist t.d. sölumaður stendur hann við hlið mér, grimmdarlegur á svip, og gætir þess að vonda fólkið plati mig ekki. Ég þarf alltaf að kasta bolta eða súkkulaðistykki inn í stofu til að losna við hann svo ég geti fengið kaupfíkn minni svalað.

Við EllýÁ leið í Skrúðgarðinn kallaði Ellý til mín en hún var að gera fínt á veröndinni hjá sér. Hún býr mitt á milli sjúkraþjálfunarinnar og Skrúðgarðsins. Ég kíkti eitt augnablik inn í húsið hennar, langt síðan ég hef komið, og það er geðveikislega, klikkaðislega flott. Hún kann listina við að búa til mikið úr litlu og getur t.d. látið hræódýra hluti úr Rúmfatalagernum líta út fyrir að hafa verið keyptir í Habitat ...

B�flugaBýfugladrottning sveimar fyrir utan himnaríki núna og reynir að komast inn svo að hún geti gert sér bú hérna og búið til milljón aðra býfugla. Mér finnst þessi kvikindi voða krúttleg ... í teiknimyndum. Erling skordýrafræðingur sagði mér einu sinni að ef ég vildi losna við sambýli með geitungum og býflugum ætti ég að búa við sjóinn. Nú, ég gerði það nokkrum árum síðar, flúði fokkings trén og blómin en allt kemur fyrir ekki. Fengu sumir skordýrafræðingar prófskírteini á kornflakespakka?

Beiskja dagsins var í boði frú Guðríðar ...


Hefnd erfðaprinsins, hlekkjalómar og mögulegt skúbb ...

Hundur og k�tturErfðaprinsinn náði fram góðum hefndum í dag. Hann kommentaði undir mínu nafni, alveg óvart, og gerði mér upp skoðanir sem ég hef sannarlega ekki, langt því frá. Ég fór á ákveðna bloggsíðu og fékk hjartslátt þegar ég sá hvað var þar undir mínu nafni. Erfðaprinsinn flýtti sér reyndar að leiðrétta þessi ósköp en við erum sannarlega ekki á sömu skoðun í öllum málum, því miður. Samt er aldrei rifist í himnaríki. Einu sinni hafði hann verið í tölvunni minni og var enn innskráður þegar ég kommentaði einhverjum krúttlegheitum inn á síðu Jennýjar Önnu ... á nafni hans. Staðan er því 1:1 og ég vona að fleiri mörk verði ekki skoruð. Prinsinn hafði leitað hælis inni í vinnuherberginu mínu í dag, tölvan hans í stofunni, þegar vinkona mín kom í heimsókn með hund í bandi. Það þurfti að bjarga Tomma þangað inn þótt hann langaði svo mikið til að skoða þennan meinlausa voffa sem dillaði skottinu ákaft, afar lítið ógnandi. Kubbur var í klessu með hjartslátt á bak við svarta sófann að vanda.

Sado masoHalldór frændi fann upp nýyrði yfir BDSM-fólk, hann kallar það HLEKKJAlóma, finnst það snilld. Hann talaði um fjálglega um hlekkjalóma í þætti þeirra Sverris Stormskers, Miðjunni, sl. miðvikudag á Útvarpi Sögu. Skemmtilegur þáttur!!!

Ég sá sadó-masó mynd einu sinni en það tilheyrði námskeiði sem ég var á í HÍ en það hét Ofbeldi og klám I. Skemmtilegt og áhugavert námskeið. Ég horfði því miður á aðra klámmynd áður en ég skrifaði ritgerðina, mynd sem ég hafði reddað mér á leigu í Bónusvídeói við Sólvallagötu, rauð í framan og vandræðaleg. Strákurinn í leigunni sá aumur á mér og fann voða meinlausa dónamynd þar sem allir skemmtu sér konunglega í rassaköstum sínum. Held að kennarinn hafi orðið hissa þegar ég komst að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að ég sæi fátt sameiginlegt með klámi og ofbeldi ... ekki það að við ættum að finna það út, nei, allt var lagt upp úr sjálfstæðri hugsun. Var búin að sjá upphafið á sadó-masó myndinni og fannst hún svo hallærisleg, einhver ljótur maður sem sletti letilega svipu á bak ungrar stelpu ... og ég slökkti, nennti ekki að horfa. Svo ákvað ég, eingöngu af nýtni minni, að klára áður en ég skilaði henni til þess sem hafði lánað mér hana, og kræst, þvílíkur hryllingur. Stelpugreyið í henni var greinilega bara að vinna sér inn pening fyrir dópi og áður en ég slökkti var ég komin með tár í augun af samúð með henni. Hún var svo greinilega ekki masó ...

Ég dæmi ekki fólk sem fílar slíkt, það hefur alveg rétt á því, nema kannski það fólk sem neyðir annað fólk út í þetta, eins og sumir menn með hatt á höfði, svipu í annarri og biblíuna í hinni. Ég nefni engin nöfn en frétti að hann hefði verið barinn í gær. Svo frétti ég að einn ráðherrann okkar væri að skilja og fleira og fleira ... Stundum heyri ég ekkert í lengri tíma og svo fæ ég eintóm skúbb beint í æð.


Spádómarnir rætast hver af öðrum ...

V�lvaÞegar ég tók viðtal við völvu Vikunnar snemma í desember á síðasta ári sagði hún kokhraust að Manchester United yrðu Englandsmeistarar í fótbolta. Hún sagði líka að Valur og ÍA myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn nú í sumar, það á bara eftir að koma í ljós ... Hún sagði rétt til um lætin í borgarstjórn, eða að hún myndi falla.

Völvan fór ekki ofan af því að Obama yrði tilnefndur sem forsetaefni demókrata og að hann endaði sem forseti Bandaríkjanna, margt bendir til þess núna að hann sigri Hillary (snökt). Ég er ekki með blaðið við hendina og man ekki eftir meira í bili, nema því að hún heldur því fram að íslenska ríkisstjórnin falli. Hún var líka með það á hreinu það sem hefur verið að gerast í efnahagsmálum okkar, þótti ansi svartsýn en hvað hefur ekki komið á daginn? Ég lít reyndar á alla svona spádóma sem samkvæmisleik, eitthvað til að hafa gaman af ... og mikið rosalega hef ég gaman af hve margt hefur ræst hjá henni.


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæðradagur, pókerfés og elsku bestu sumarbúðirnar

PokerTil hamingju með mæðradaginn,“ sagði erfðaprinsinn og brosti sætt. „Hmrpr... hvar er gjöfin?“ svaraði ég beisk. Þegar erfðaprinsinn fékk að fara á námskeið í Heimspekiskólanum í fornöld lærði hann bæði að rífa kjaft á kurteislegan hátt og svara fyrir sig af lamandi lymsku. „Ég er að spara fyrir rándýrri afmælisgjöf handa þér, móðir góð,“ sagði hann með pókerfés á andlitinu. Og ég lamaðist af lymskunni, hehehehehe.

Talandi um pókerfés. Eitt kvöldið um helgi sat ég við tölvuna og beið eftir þætti á SkjáEinum sem ég ætlaði að horfa á undir svefninn, einhverja kærkomna endursýninguna á uppáhalds-einhverju. Í tækinu mallaði pókerþáttur og þótt sjónvarpið væri lágt stillt heyrði ég hvað var í gangi. Ég hló upphátt þegar annar þulurinn endurtók í sífellu að hann væri að fara út að borða með einum keppandanum og líka þegar keppendur settu upp enn meiri fýlusvip yfir því að einn þeirra, sem vann pottinn, lyfti annarri augnabrúninni í fögnuði sínum ... því að þessir gaurar hafa andstyggð á því þegar einhver hreykir sér yfir sigri. Þetta er jafnvel betra skemmtiefni en á annarri góðri sjónvarpsstöð. Dæmi: Erlendi predikarinn: „Jesus was a scapegoat.“ (blóraböggull). Íslenski þýðandinn: „Jesús var geit.“

Afm�lisbarnFlugdrekagerðTalandi um Jesú ... nú hefur allt verið vitlaust í bloggheimum yfir því að kennari fyrir austan neitaði að eyða dýrmætum kennslutíma í að dreifa bæklingi um kristilegar sumarbúðir. Hildu systur, sem rekur Sumarbúðirnar Ævintýraland, datt þetta einu sinni í hug og fékk leyfi til að senda bæklinga um sumarbúðirnar í skólana. Það skilaði sér ákaflega vel en nokkrir skólastjórar voru þó tregir til og neituðu þessu. Síðan hefur hún bara sent bæklingana með Íslandspósti og borgað fyrir ... og engan smápening. Mér finnst það rétt hjá henni, kennarar eiga ekki að vera í hlutverki bréfbera, hver kennslustund er mikilvæg. Þar fyrir utan fá kristilegar sumarbúðir (veit ekki með þessa fyrir austan) háa styrki frá bæði ríki og borg og einnig Inga Lára og nokkrir krakkarLeikritfjársterkum aðilum sem vilja styrkja barnastarf. Í fyrra fékk t.d. Vatnaskógur 50 milljónir í uppbyggingarstyrk. Vissulega er flott að styrkja barnastarf en mér hefur alltaf þótt ósanngjarnt að styrkja bara KFUM og skátana, þessa tvo af þremur stærstu sem eiga í samkeppni. Tek það fram að dúllurnar okkar í Vatnaskógi eru vinir okkar og það var mjög gaman að fá nokkra starfsmenn þaðan (í fríi) í heimsókn eitt árið. Þeir reyndu mikið að stela Sigurjónu matráðskonu og sundlauginni frá okkur ... og við reyndum að plata þá til að verða eftir og fara að vinna í Ævintýralandi, þeir voru svo yndislegir!!!  Eða þannig, allt í mestu vináttu. Frændi okkar Hildu var um tíma sumarbúðastjóri í Vatnaskógi og leitun er að vandaðri manni en honum.

MálverkasýningSigurjóna og vöfflur m súkkulaði og rjómaSkráning hefur verið mjög góð hjá Hildu minni og stutt í að fyllist. Sumarbúðirnar hennar eru óháðar í trúmálum og eina trúin sem boðið er upp á er að fá börnin til að trúa á sjálf sig í leik og starfi. Námskeiðin eru frábær; grímugerð, leiklist, myndlist, kvikmyndagerð, íþróttir, ævintýranámskeið og söngur/dans. Börnin semja handritin sjálf og skipa í hlutverk, t.d. í leiklist, grímugerð og kvikmyndagerð. Ég held samt að það sem hefur gert starfsemina svona farsæla sé frábært starfsfólk, sami grunnurinn ár eftir ár eftir ár. Sérstakir umsjónarmenn (fullorðnir) halda t.d. utan um c.a. 10 barna hóp hver og geta börnin leitað til hans/hennar allan tímann. Hann borðar t.d. með þeim morgunverð, heldur hádegisfund með þeim og les kvöldsögu fyrir þau. Í sumar koma aftur tveir gamlir umsjónarmenn sem hafa verið í læknisfræði í Ungverjalandi síðustu árin, það verður æðislegt að hitta þær aftur.

úlli í karaókíkeppninniMeiri v�fflurSvo er enginn sendur heim þótt hann fái ælupest (nema foreldrarnir heimti það), heldur fær viðkomandi að jafna sig og það tekur yfirleitt ekki nema hálfan dag. Einn fullorðinn á hver fimm börn er galdurinn, enda vill Barnaverndarstofa hafa það þannig. Þegar sumarbúðirnar voru á Hvanneyri veit ég að fólkið þar kveið fyrir að fá stóra barnahópa eins og engisprettufaraldur yfir svæðið en svo varð fólkið bara ekki vart við neitt. Börnin fá aldrei að valsa ein um, alltaf pössuð, meira að segja eru næturverðir allar nætur til að passa upp á krúttin. Það verður að vera mögnuð gæsla þegar um 100 börn eru samankomin og þótt þau væru miklu færri. 4 starfsmenn skemmtaSvo er gaman að segja frá því að börn með hegðunarerfiðleika hafa alltaf smollið inn í hópinn og skiptir ekki máli hvort er ofvirkni, einhverfa eða hvaðeina, og gengur alltaf rosalega vel með þau. Ég man eftir heyrnardaufum strák sem kom einu sinni og hann var svo glaður þegar hann gat tjáð sig við Þóru starfsmannastjóra og Heiðu umsjónarmann á táknmáli sem þær tala reiprennandi. Maturinn er líka hrikalega góður (ef maður er barn ... urrrr), ég var reyndar orðin ansi leið á grilluðum pylsum á laugardagskvöldum sl. sumar en krakkarnir alsælir.

ÆvintýraleikurSvo semur Hilda alltaf eitt leikrit á ári sem starfsfólkið leikur við mikinn fögnuð krakkanna en þótt það sé fyndið er alltaf mikið forvarnargildi í því. Einu sinni man ég eftir sálfræðingi sem sagði í sjónvarpinu að sama hversu vel börn væru vöruð við að fara aldrei með ókunnugu fólki ... þá þyrftu þau að geta sett sig inn í aðstæðurnar. Það var einmitt sýnt þegar maður, starfsmaður sjónvarpsþáttarins, sagði nokkrum börnum, sem höfðu verið vöruð við ókunnugum, að það væru sætir hvolpar í bílnum hjá honum ... og þau eltu öll. SundÉg sagði Hildu frá þessu og næsta leikrit fjallaði um þetta og voru börnin ótrúlega spennt þegar eitt barnið í leikritinu var næstum farið með hvolpamanninum, þau hrópuðu varnarorð og lifðu sig inn í þetta ... algjör snilld.

Úps, ég ætlaði ekki alveg að missa mig ... ég er bara svo hrifin af starfseminni þarna og allri uppbyggingu. Fer ekki ofan af því að þessar sumarbúðir séu með þeim bestu í heiminum. Þótt þær séu fjársveltar ... en ef allir sætu við sama borð og enginn fengi styrki þá ríkti meira réttlæti. (www.sumarbudir.is)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 383
  • Sl. viku: 499
  • Frá upphafi: 1529441

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 420
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband