Færsluflokkur: Vísindi og fræði
29.7.2007 | 18:44
Hefnd álfanna
Í fyrri færslu minni var ég vitanlega að gantast þegar ég sagðist ekki trúa á álfa, huldufólk og tröll. Mér hefndist fyrir þetta hallærislega grín ... allt fór nefnilega úrskeiðis í himnaríki skömmu eftir að ég ýtti á Vista færslu. Diskur brotnaði, ég missteig mig og Tommi gubbaði á baðgólfið, að auki hófst þáttur með Oprah Winfrey í sjónvarpinu. Eins gott að passa það sem maður segir.
Afsakaðu að ég bý á efstu hæð, sagði ég við móðan sendil sem kom með Tandoori-kjúklinginn til mín áðan. Ekkert að afsaka, muldraði sendillinn hræðslulega og rétt þorði að fá borgað. Sumir hafa ánægju af þessu smáa í lífinu ... en ætlunin var nú ekki að hræða drenginn. Jú, letin hafði yfirhöndina og hringt var eftir góðum mat í stað þess að elda sjálf. Einu sérþarfirnar sem ég hef í sambandi við þennan tiltekna mat er að það þarf að krydda kjúklinginn meira en venjulega og sleppa furuhnetunum í salatið, þá er þetta líka algjörlega fullkominn kvöldmatur á sunnudegi og þannig var hann líka.
26.6.2007 | 23:38
Undarleg ský
Er að fara í háttinn en sá svo skrýtin ský að ég mátti til með að leyfa ykkur að njóta þeirra líka. Held að miklir háloftavindar valdi þessum ósköpum ... en er ekki viss. Það er alla vega frekar hvasst hérna niðri núna. Ef klikkað er á myndirnar stækka þær og enn meira ef klikkað er aftur! Skrýtin ský, ekki satt?
Góða nótt og sofið rótt!
18.6.2007 | 22:41
Góður mánudagur
Fyrsti vinnudagurinn eftir sumarfrí gekk frábærlega, gott að vera komin aftur í röð og reglu þótt hitt sé auðvitað notalegt.
Inga sótti mig um hálffimm, dauðþreytt eftir daginn. Henni hafði dottið í hug að steypa eina tröppu við húsið sitt og hélt að það væri ekki mikið mál. Annað kom á daginn. Hún dreif sig í Húsasmiðjuna til að kaupa sement og tilheyrandi. Karlarnir þar gátu ekkert hjálpað henni með aðferðirnar við steypun, enda vanir iðnaðarmönnum sem vita allt.
Inga bjóst eðlilega við að uppskrift að steypu væri aftan á sementspokunum, 300 g sement, 200 g vatn, dass af möl ... eitthvað svoleiðis en svo gott var það ekki. Hún gerði sér þá lítið fyrir og hringdi í framleiðandann, Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, og fékk að tala við framkvæmdastjórann. Sá skemmti sér vel yfir símtalinu og bjargaði henni um uppskrift verkfræðings nokkurs að góðri steypu, hann fræddi hana líka um þriggja ára háskólanám í steypun en það bíður betri tíma. Inga keypti sér líka slípirokk í dag og er að springa úr stolti. Svo á hún svo margar tegundir af verkfærum að ég kann ekki að nefna þau.
Sá næsti sem talar um konur sem sleppa sér í fatabúðum ætti að hitta hina fögru Ingu sem stundar steypuverslanir af ástríðu. Karlarnir seldu henni reyndar allt of mikið af sementi, ranga möl og hvaðeina en hún gat reddað því.
Gat ekki stillt mig um að biðja hennar, enda stutt í framkvæmdir hjá mér og elsku smiðurinn er búinn að gleyma mér. Held reyndar að hann sé í sumarfríi.
Við sóttum Ernu og héldum á Skagann, náðum í Einarsbúð kl. 17.59, eða rétt fyrir lokun, og keyptum kjúklingabringur á útsölu. (Ég elska Einarsbúð) Inga kenndi okkur að gera mexíkóskan kjúklingarétt og kjúkling fylltan með gráðaosti og skinku. Algjört nammi. Skvísurnar eru farnar í bæinn og ég sit pakksödd með hellings afgang sem dugir í nokkrar máltíðir. Býst við að við gerum þetta að vana, í haust mun ég kenna þeim að búa til góðu súpuna mína með chilipiparnum.
3.6.2007 | 16:28
Sjokkerandi ...
Dear Gurri,
Thank you for your interest in the test at www.IQTest.com.
Your general IQ score is: 87
AFSÖKUN: Ef enska er ekki móðurmál þitt gætir þú fengið lægra skor, sá ég áður en ég datt ofan í prófið.
Tók reyndar annað greindarpróf á ensku einu sinni og fékk um 160. Þar var mikil stærðfræði og prófið tók 45 mínútur. Góð kunnátta í ensku skipti ekki jafnmiklu máli. En ... só vott!!!
Getur verið að það að sitja heima í sumarfríi, lesa, horfa á sjónvarp, taka á móti gestum og fara í bað hafi svona forheimskandi áhrif? Ég sem kíkti í heimsókn í vinnuna á föstudaginn.
Prófið endilega að taka þetta próf. Það má monta sig í kommentakerfinu, þarna gáfnaljósin ykkar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 832
- Frá upphafi: 1515927
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 705
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni