Færsluflokkur: Lífstíll
17.7.2007 | 23:24
Berthuspjall og lítil, mögnuð galdrabók
Heyrði í Berthu bloggvinkonu í dag. Hún fer heim til Bandaríkjanna í fyrramálið eftir að hafa verið á Íslandi um tíma. Við náðum ekki að hittast en í staðinn spjölluðum við heillengi saman í síma.
Ég las magnaða sögu hennar á blogginu fyrir nokkrum mánuðum, plataði hana til að verða bloggvinur minn og fékk hana svo til að koma í viðtal í Vikuna í kjölfarið. Hún á tvö börn sjálf og græddi svo tvíburadætur með nýja manninum sínum.
Fyrir mörgum árum var mér gefin lítil bók, hún var óinnbundin, vélrituð, heftuð saman og líklega bara til í þessu eina eintaki. Hún kom úr dánarbúi magnaðrar spákonu. Sú spáði í venjuleg spil og þótti víst með eindæmum góð. Ég fletti bókinni og fannst hún sniðug og gleymdi henni svo uppi í hillu. Áður hafði ég þó ljósritað hana og heftað blöðin saman. Nú finn ég hvergi bókina sjálfa, bara ljósritið. Ég hef verið að skrifa upp úr henni til að setja í Galdrahornið í Vikunni, öftustu opnuna. Þetta er svo mikið efni að ég þurfti að tvískipta því, ja, eiginlega þrískipta. Það allra síðasta kemur í þriðja tölublaði héðan í frá og þar má m.a. finna hvaða spil saman tákna lönd og starfsheiti. Dæmi: Laufnía og spaðaátta saman tákna t.d. lækni, laufnía og spaðafimma tákna bónda o.s.frv. Lauftía og laufsexa tákna Noreg, lauftía og spaðatvistur tákna England og lauftía og hjartatvistur tákna Þýskaland. Ég hef aldrei séð svona nákvæmar lýsingar og hreinlega leyndarmál afhjúpuð. Vona bara að konan hafi ekki átt lærisveina sem drepa mig fyrir að leyfa alheiminum að njóta leyndarmálanna. Næstu þrjár Vikur eru sem sagt MÖST fyrir þá sem hafa gaman af þessu. Best að muna að spádómar eru bara samkvæmisleikur sem ætti ekki að taka of alvarlega, bara hafa gaman af. Spákonan sem gerði bókina segir í formála að það þurfi enga dulræna hæfileika til að spá, bara athyglisgáfu og gott minni.
17.7.2007 | 12:22
Tækjatröll inn við beinið
Smá sólarleysi er vel þegið eftir síðustu vikurnar, alla vega þegar setið er við suðurglugga og unnið, segi nú ekki annað. Sit með latte og er að ljúka við djúsí lífsreynslusögu. Er orðin það klár að búa mér til latte að ég þurfti ekkert að kíkja á leiðbeiningarnar. Þetta er frekar flókið ferli. Ýtt á ýmsa takka, skrúfað frá frussi, gufu hleypt út með látum og alls kyns svoleiðis. Æ, þetta er kannski ekkert svo flókið þegar maður er búin að læra þetta. Hræðslan við að hávær, hvæsandi vélin springi hefur líklega þessi áhrif.
Man þegar ég stillti einu sinni vídeótæki fyrir Hildu. Gat valið um leiðbeiningar á úrdú, finnsku eða serbó-króatísku, minnir mig. Það þurfti að ýta á suma takkana saman, standa jafnvel á öðrum fæti og góla ... og þetta tókst fyrir rest og Hilda hafði aldrei átt jafnvel stillt vídeótæki.
Er búin að komast að því að ég á ekki mjög heimaríka ketti. Tommi og Kubbur ganga varkár um himnaríki, þó hætt að vera í felum, og gestakötturinn er hnarreistur og urrar bara ef einhver er með kjaft! Það eru engin slagsmál og læti en sjokkerandi feluleikur Bjarts fer illa með taugakerfi mitt, held alltaf að hann hafi hoppað út um glugga ef ég finn hann ekki strax. Passaði nefnilega einu sinni kött þegar ég bjó á Hringbrautinni og hann hoppaði (eða datt) niður í snjóskaflana af annarri hæð. Fyrrum samstarfskona mín býr hinum megin við Hringbrautina og hafði tekið eftir þessum ketti fara yfir þessa umferðargötu, sikksakka til skiptis og var orðin frekar stressuð. Tveimur dögum seinna náði hún honum og kom til mín, ég hafði vitanlega auglýst eftir honum í Morgunblaðinu. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim Tomma. Þeir urðu perluvinir og leikfélagar stuttu eftir að hann kom í pössunina. Skömmu seinna flutti Högni til Danmerkur og hefur það víst ótrúlega gott þar. Eigendurnir fengu ekkert að vita fyrr en eftir að hann var fundinn, voru í útlöndum og fréttu ekkert.
Horfði loksins á Hugh Grant-myndina í gær og hún var ósköp sæt. Stefni að því að sjá Apocalypto í kvöld, það mæla allir með henni.
P.s. Væri ekki bara svolítið flott ef Valsmenn tækju Landsbankadeildina? Veit að það yrði mikil hamingja í Efstasundinu ... sei nó mor.
16.7.2007 | 17:20
Af hvölum og köttum
Flýtti mér heim með fyrsta strætó eftir síestu vagnstjóranna, spennt að vita hvernig kattasambýlið hefði gengið fyrsta daginn. Ef ég hefði ekki skilið alla glugga eftir harðlokaða væri ég núna að leita að Bjarti ÚTI. Hann var hvergi sjáanlegur og kom ekki þótt ég kallaði. Hann birtist loksins malandi og ánægður með að sjá frænku. Nú víkur hann ekki frá mér. Hann hefur m.a. legið í glugganum við hliðina á mér, á lyklaborðinu og nú ofan á dagblöðunum í dag sem eru ofan á skrifborðinu.
Þrátt fyrir geigvænlegan hita í himnaríki bjó ég mér til heitan latte ... akkúrat það sem þurfti. Hefði farið í Skrúðgarðinn ef áhyggjur af kisunum hefðu ekki komið til. Þær voru óþarfar.
Gaf Tomma og Bjarti smá blautmat (jólamat) til að þeir gætu sameinast um eitthvað skemmtilegt (Kubbur borðar ekki svona) ... en þegar Bjarti fannst Tommi kominn of nálægt sér urraði hann og slæmdi loppunni í hann. Aumingja Tómas hefðarköttur flúði undir eldhúsborð, grútspældur út í þennan fyrrum leikfélaga sinn. Ástandið verður orðið gott á morgun eða hinn, ég er viss um það.
Niðri á Langasandi lá lítill hvalur, hálfur uppi á landi og hálfur í sjónum. Mjög skrýtið hvað fólkið á sandinum kippti sér lítið upp við þetta. Það var ekki fyrr en ég miðaði stjörnukíkinum á gripinn að ég sá að þetta var uppblásið leikfang, svona míní-keikó. Hann sést á myndinni, er í sjónum fyrir aftan Bjart, rétt við hausinn á honum.
16.7.2007 | 08:32
Hetjusaga af Heimi, veiðifréttir af Tomma og kolbrúnir sóldýrkendur
Karlarnir mínir á stoppistöðinni töluðu glaðlega um og af tilhlökkun að það myndi loksins fara að rigna á fimmtudaginn en því miður héldu þeir að það entist ekki mjög lengi. Hvað er eiginlega í gangi? Mikið hefur allt breyst nú í sumar vegna þessarar einstöku veðurblíðu. Hérna í gamla daga, ja, bara í fyrra og öll árin þar á undan, notaði fólk hverja sólarglætu og fannst skammarlegt að vera inni í þau fáu skipti þegar sólin skein. Ég fékk ótaldar skammirnar fyrir að nota ekki sólina!!! Þetta fólk sem gekk lengst í þessu hlýtur að vera ansi brúnt á litinn núna, ansi brúnt ... Karlarnir mínir höfðu víst líka frétt að Tommi bílstjóri hefði ekki veitt eina einustu bröndu í veiðiferðinni í Vesturhópið ... og allt mér að kenna. Maður segir ekki "Góða veiði" við veiðimenn, man það héðan í frá. Nú mun ég segja "Gangi þér illa, helvítið þitt" eða "Fótbrjóttu þig, auminginn þinn" ... við alla, svona til öryggis! Mikið held ég að öllum fari þá að ganga vel ...
Heimir bílstjóri kom okkur heilu og höldnu í bæinn, eiginlega á mettíma án þess að glanna, og ég tók eftir því þegar hann hleypti okkur út, einum ljósastaur lengra en stoppistöðin, að sá staður væri bara skrambi hentugur fyrir stoppistöð. Enginn rúllar niður vegkantinn (skaðræðisbrekkuna) og Strætó bs þarf ekki að búa til rándýrar tröppur á hann ... Mín alltaf að spara fyrir Strætó bs sinn.
Sigþóra sagði mér á leiðinni upp rassvöðvabrekkuna að Heimir hefði sýnt glæsileg viðbrögð undir kvöld á föstudaginn. Einhver bílstjóri á einkabíl svínaði illilega, beygði frá Þingvallaafleggjaranum, inn á Vesturlandsveg og í veg fyrir strætó. Heimir bremsaði víst hetjulega og bjargaði farþegunum naumlega frá árekstri. Sigþóra var með hjartslátt alla leiðina heim.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.7.2007 | 22:25
Konan á vespunni og kúnstugt kattalíf
Þetta verður svona matar- og kisublogg, aldrei þessu vant ... Hulda snillingur var með gráðaostfylltar kjúklingabringur í matinn. Hún steikti líka saman sneiðar af gulrótum og döðlum með kókosmjöli ... mjög gott þótt ég hafi sleppt döðlunum.
Hulda býr hinum megin á Skaganum, Vesturgötumegin, hefur sjóinn upp við garðinn sinn og er með útsýni yfir til Snæfellsjökuls. Hún er líklega eina konan á Skaganum sem fer allra sinna ferða á lítilli vespu og finnst það alveg frábært. Hún sagði mér að fólk á öllum aldri ferðaðist á þennan máta á Spáni og því ekki á Akranesi.
Myndin af rólu og brimi er tekin rétt hjá húsinu hennar. Hún hefur alla vega þetta útsýni. Fattaði ekki að taka með mér myndavélina í kvöld ...
Elskan hann Bjartur er kominn í pössun og byrjaði á því að ráðast á Tomma sem flúði undir rúm. Kubbur er enn uppi á skáp og nú er augnaráðið hræðslulegt. Kommon, kettir mínir, Bjartur er minni en þið og skíthræddur, þess vegna lætur hann svona. Mía og Sigþór ætluðu aldrei að geta kvatt dúlluna sína, ætla að heimsækja hann á morgun. Það á að fara að mála gluggana hjá þeim og þeim fannst betri meðferð á kettinum að koma honum í sumarbúðir í himnaríki en loka hann inni einhvers staðar á meðan málningin er að þorna, svo tekur eitthvað annað við svo að Bjartur verður í nokkra daga. Hann er farinn úr glugganum og lagstur í stól fyrir aftan mig, elsku dúllan eltir mig um allt. Mínir eigin kettir eru í gíslingu og þora ekki að ganga frjálsir um af hræðslu við hrædda köttinn ... þetta kattalíf.
Jæja, best að fara að horfa á nýju DVD-myndina með Hugh Grant. Ellý segir að hún sé góð!
15.7.2007 | 16:13
Kósíheit, styttri nætur og fjólublár Faxaflói
Búin að fá nóg af sól í bili. Skellti sæng og koddum í sólbað í staðinn. Hetjan Kubbur kíkti aðeins út á svalir en entist ekki lengi. Eitthvað hefur komið fyrir þar í gær. Nú liggur hún uppi á fataskáp í svefnherberginu og hefur það náðugt. Fyndið með ketti og uppáhaldsstaði ... Tommi á körfu inni á baði sem hann sefur iðulega í og ég hef aldrei séð Kubb dirfast að liggja þar, samt átti Kubbur þessa körfu upphaflega ... Þegar ég sit við tölvuna leggst Tommi mjög oft út í gluggann og horfir út eða bara sefur. Helst vildi hann vera í fanginu á mér en þar sem hann er risaköttur verður hann svolítið mikið þungur eftir smástund.
Mikið standa þessar björtu, íslensku nætur stutt yfir. Það er strax farið að dimma aftur á kvöldin en ég náði fjólublárri, draumkenndri mynd í gærkvöldi skömmu áður en það dimmdi enn meir.
Jæja, nóg að gera við þvotta, tiltekt og böðun. Matarboð á eftir hjá Huldu og svo kemur elskan hann Bjartur í pössun. Mikið verður gaman hjá þeim Tomma ... vona ég.
Svo er stefnan að kaupa Lazy boy-stól í Rúmfatalagernum á morgun. Ætla að sætta mig við drapplitaðan (í stað hins uppselda dökkbrúna) og hekla bara skrautlegt teppi á hann. Þá verður nú kósí í himnaríki!
15.7.2007 | 13:02
Svalir óttans
Hef verið með hrikalegan athyglisbrest síðustu vikurnar, ekki getað eirt almennilega við lestur og það er alveg fáránlegt! Girnilegar, ólesnar bækur bíða í bunkum, meira að segja tvær Dean Koontz-bækur sem ég fékk lánaðar á dögunum. Þegar ég kom heim á föstudaginn hefði ég átt að fara að lesa en nei, ég fór að þrífa ísskápinn! Svona gerir maður ekki. Held að ég prófi að setjast út á svalir með Leyndu kvöldmáltíðina ... eða Þrjá daga í október ... eða Skurði í rigningu ... eða The Bad Place ... eða By the Light of the Moon.
Það hljómar vissulega afar vel að setjast út á svalir en samt gerðist eitthvað þar í gærkvöldi sem fær mig til að halda að þetta gætu mögulega verið Svalir skelfingarinnar ...
Tommi kom nefnilega veinandi inn í bókaherbergi snemma í gærkvöldi og þar sem ég skil ekki kattamál fór ég inn í stofu. Mætti þar Kubb sem kom úfin og stressuð af svölunum.
Eitthvað hrikalega skelfilegt hlýtur að hafa gerst, hárin risu á Kubbsu og hún jafnaði sig ekki fyrr en hún fékk að borða og mikið klapp. Jamm, hér gerast sko hin dularfyllstu ævintýri.
14.7.2007 | 22:33
Tommi tölvuséní, góður eftirréttur, heimsókn og sjónvarpsdiss
Tommi köttur (ekki strætóbílstjóri) gekk yfir lyklaborðið mitt til að sýna mér extra-ástreitni og áður en ég náði að setja hann niður á gólf hafði honum einhvern veginn tekist að lita eitt bréfið í tölvupóstinum appelsínugult. Þetta gæti ég ekki gert þótt lífið lægi við. Mjög dularfullt. Fannst ég vera komin inn í Dean Koontz-bók, nema Dean notaði labradorhund sem ofurgáfað kvikindi í einni bóka sinna. Appelsínugulur litur er sagður mjög góður og skapandi. Hér með birti ég litaða bréfið frá samstarfskonu minni, líklega var það tilgangurinn með þessu öllu saman, guði sé lof að þetta var saklaust bréf. En svona er bréfið:
GÓÐUR EFTIRRÉTTUR
750 g vanillu skyr.is án viðbætts sykurs
1 peli þeyttur rjómi
Hrært saman og berjum blandað í (t.d. jarðarberjum og/eða bláberjum)
Látið standa í kæli í um eina klst. og skreytt með berjum.
Ath: hægt að setja smá ósætt hafrakex í botninn!
Gömul vinkona af Skaganum kom í heimsókn seinnipartinn og sat með mér á svölunum í smástund. Þótt ég sé hálfgerður hermit þá finnst mér fólk í raunheimum bara virkilega skemmtilegt. Ég leyfði Huldu að smakka góða eftirréttinn úr tölvupóstinum sem ég klessi saman á einni mínútu en notaði mun minni uppskrift. Huldu fannst þetta MJÖG gott og mér líka. Þoli ekki bláber (ormar í þeim) og notaði jarðarber.
Horfði á America´s Got Talent áðan í fyrsta sinn, missti af fyrsta þættinum. Miðað við það sem ég hef séð á youtube.com hefði ég miklu frekar viljað fá Britain´s Got Talent. Ant og Dec, kynnarnir í bresku þáttunum, eru svo æðislegir ... og kannski er maður bara búinn að fá nóg af ammmrískum svona þáttum. Ég er tryggasta kvikindi sem fyrirfinnst en treysti mér t.d. ekki til að horfa á ameríska ædolið sl. vetur ... þá var ég búin að fá nóg, löngu á eftir öllum sem ég þekki.
Nokkrir breskir þættir hafa reyndar verið á dagskrá undanfarin misseri, m.a. draugagangsþáttur og tískuþáttur en mér fannst þeir reyndar alveg skelfilegir. Draugaþátturinn er með þekktum miðli sem finnur fyrir framliðnum í þekktum draugahúsum og sjónvarpsfólkið með honum skrækir ógurlega. Tískuþátturinn er þannig að tvær gellur auðmýkja nokkrar kerlingar í hverjum þætti, fá þær helst til að skæla og viðurkenna hvað þær eru ljótar og hallærislegar en svo redda gellurnar öllu! Arggg!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.7.2007 | 15:07
Sólvörn komin en hvar er sólin?
Komst klakklaust út í sjoppu á nýju, vínrauðu sandölunum mínum og jú, þar var til sólvörn. Af því að stelpurnar sem afgreiða í N1, bensínstöðinni rétt við spæleggið (stóra hringtorgið) eru alltaf svo indælar spurði ég nánar út í þetta krem. Sagðist vera byrjandi í sólvarnarfræðum. Aha, sagði sú sem afgreiddi mig, þessi er númer 8, hún er frekar dauf, taktu heldur númer 15!

Nú er engin sól, bara skýjaslæða yfir öllu. Vona að sólvarnarkremskaup mín verði ekki til þess að þetta verði síðasti sólardagur sumarsins. Annað eins hefur nú gerst. Eins og um daginn þegar ég fór út á svalir til að horfa á leik Víkings og ÍA þá skoraði óvinurinn. Ég hljóp hratt inn í himnaríki og ákvað að horfa ekki meira, heldur spá því að Skagamenn myndu skora tvö mörk og sigra. Það gekk eftir. Hehehheh!
Bjartur, háæruverðugur köttur systur minnar og mágs, kemur í pössun til mín á morgun. Þeir Tommi hafa verið ágætir vinir en nú er langt um liðið síðan Bjartur kom síðast. Hann hefur átt í grimmilegri landamæradeilu við annan kött í götunni sinni og hefur eflaust gott af því að fá hvíld. Vonandi að óvinakötturinn haldi ekki að Bjartur hafi gefist upp við að verja yfirráðasvæði sitt og flúið.
14.7.2007 | 13:48
Alvörusumar!
Þetta er að verða eitt besta sumar í manna minnum. Indverska vísindakonan, ein strætóvinkona mín, sagði mér í gær að hún myndi ekki aðra eins samfellda blíðu síðan hún flutti hingað fyrir mörgum, mörgum árum. Ég trúi henni mun betur en mér þar sem ég hef gullfiskaminni á veður, eins og stjórnmálaloforð. Það var reyndar hitabylgja úti í London þegar ég var þar 1976 (au pair) og frétti þá að sumarið á Íslandi hefði komið á miðvikudegi eftir hádegi og staðið til næsta dags.
Það eru allir brúnir nema ég. Enn er húðliturinn á höndum og fótum í undanrennulit, blágráum! Reyndi að fara í sólbað áðan en entist bara í þrjár mínútur. Þarf líka að kaupa sólvörn, slíkt hefur aldrei verið til á þessu heimili. Best að skreppa út í sjoppu á eftir og tékka hvort slíkt sé til. Það vantar líka mjólk svo að aðferðin við að hita mjólk út í latte í espressókönnunni gleymist ekki. Þetta er nokkuð flókinn prósess þegar maður kann hann ekki. Ýta á þennan takka, gera hitt, svo þetta, skrúfa frá frussinu þar til allt loft er farið ... og svona skelfandi hlutir. Í svona tilfellum væri nú alveg ágætt að eiga karl. Hann sæi um frussið, ég t.d. að þvo bílinn.
Langisandur er fullur af glöðu fólki og hundum sem ráða sér ekki fyrir kæti, sé alla vega þrjá! Svo lónar snekkja hér fyrir utan, svona mini-snekkja, örugglega með auðfólki sem hefur gaman af því að sjá pöpulinn leika sér ... eða kannski er þetta bara hraðbátur. Þetta er alla vega hvítt og það flýtur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 394
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni