Færsluflokkur: Enski boltinn
11.8.2007 | 01:56
Varúð - ekki láta plata ykkur!
Nú er mér nóg boðið! Ég er ekki vön að kvarta hér og kveina en þið sem hafið ekki uppfært myndlykil Stöðvar 2 nýlega EKKI GERA ÞAÐ! Samningur 365 og SkjásEins er greinilega úr sögunni og nú virðist ekki lengur vera hægt að horfa á Skjáinn í gegnum myndlykil Stöðvar 2 eins og hefur verið hægt mjög lengi!
Ég ætla ekki að kaupa Sýn 2, þurfti ekki að stilla hana inn, veit ekki af hverju ég var að þessu fikti í gær eða fyrradag. Líklega af því að ég kann það! Nú ætla ég að segja upp Sýn 1 í reiði minni, tími ekki að fleygja út Stöð 2 þótt mig langi mikið til þess. Hver veit nema ég geri það!
Nú skil ég hvers vegna verið var að kenna fólki að uppfæra myndlykilinn í Íslandi í dag í gærkvöld. Það hefur engin ný stöð bæst við, þeir sem ætla ekki í okurpakkann Enska boltann, ekki hreyfa fjarstýringuna ykkar nema til að skipta milli stöðva. Ég fattaði þetta ekki fyrr en ég var að fikta með fjarstýringunni núna fyrir svefninn. Arggggg! Ég er komin í stríð! Nú, ef þetta er misskilningur og tækilegar bilanir valda þessu þá bið ég forláts á fljótfærninni. Þangað til er ég BRJÁLUÐ!!!
28.7.2007 | 00:12
Bíóferð og möguleg rétt hilla í lífinu ...
Mikið er nú gaman að bregða sér af bæ stöku sinnum og skreppa í kvikmyndahús. Draumur okkar Hildu var að sjá Harry Potter í lúxussalnum en sýningin þar hófst ekki fyrr en klukkan átta í kvöld, allt of seint til að ná 22.37 strætó heim. Sjösýningin varð fyrir valinu. Galdrarnir í kvikmyndahúsinu urðu til þess að ég keypti smá nammi og lítinn popp en bjargaði því alveg, held ég, með því að drekka megrandi Kók læt með ... Fínasta mynd.
Fattaði á heimleiðinni að ég er á rangri hillu í lífinu, ætti að vera hlaðfreyja (aðstoðarkona bílstjórans). Hann var kallaður upp: Stjórnstöð kallar á 27! Hann svaraði og ... varð batteríslaus, talstöðin er eins og gemsi, það þarf að hlaða hana. Hann reyndi að kveikja aftur og spurði örvæntingarfullt hvert símanúme ... slökkkkk! Hlaðfreyjan Guðríður horfði hneyksluð á hnakkann á honum og spurði: Vita ekki allir að síminn hjá stjórnstöð Strætó bs er 540 2700? Bílstjórinn hringdi þakklátur en flissandi í stjórnstöð. Einhver maður hringdi víst óttasleginn í Strætó þegar hann sá að gul rúta keyrði framhjá Kjalarnesinu án þess svo mikið sem hægja ferðina ... þá vorum við bara stopp að sleppa einhverjum útlendingi út við Saltvík. Ég þerraði tár Kjalarness-mannsins þegar hann gekk feginn upp í vagninn og þegar hann var alveg hættur að grenja af gleði yfir að hafa ekki misst af síðasta strætó á Skagann reyndist hann þrælskemmtilegur. Umræðuefni frá Göngum: Bíómyndin Fast and the Furious (átti þó ekkert skylt við aksturslag strætóbílstjórans) og leikur Nicholas Cage þar, ég mundi ekki eftir honum úr þeirri mynd en þá voru gæarnir bara að rugla henni saman við Gone in 60 seconds! Karlmenn og bílar ... karlmenn og bíómyndir! Við töluðum líka aðeins um svívirðilegan skepnuskap 365 gagnvart aðdáendum Enska boltans og væmnina í Opruh Winfrey. Svo vorum við bara allt í einu komin á Skagann.
Held að nú styttist í langar lesfarir í himnaríki, þykk og girnileg Harry Potter-bókin bíður spennt á náttborðinu og langar í margar flettingar fram eftir nóttu og eftir ryksugun á morgun. Ég verð að fara að klára þessa elsku til að geta blaðrað endinum í Jennýju.
25.7.2007 | 09:18
Skakki stóllinn og óvænt heimsókn
Uppáhaldstónlistin mín á morgnana frá 6.30 er di-di ... di-di, eða sms-hljóð. Þá veit ég að Ásta er á bíl og við ferðumst með ljóshraða í bæinn á drossíu og hlustum á Led Zeppelin á leiðinni. Þetta guðdómlega hljóð heyrðist úr töskunni minni þegar ég sat í tröppunum á stigaganginum og var að klæða mig í strigaskóna.
Ellý segir að nýi leisígörl-stóllinn minn sé allur grindarskakkur og það þýði ekkert að reyna að lengja hægri lappirnar undir honum til að laga ruggið. Þá er að fara í bæinn með hann og fá nýjan, kannski bara í strætó? Arg! Eins og við Inga höfðum mikið fyrir þessu, aðallega Inga.
Óvænta gesti bar að garði í gærkvöldi (það er sko bannað að mæta óvænt í heimsókn til mín) en ég fyrirgaf þessum vinahjónum mínum óvæntið og dreif þau í kaffi. Hún er fullkomin af því að hún á sama afmælisdag og ég og hann er alls ekki svo slæmur. Hann settist í leisígörl-stólinn minn skakka og skellti á Sýn, enda bilaður leikur í gangi; Valur-Fylkir. Virkilega skemmtilegur leikur sem ég hefði misst af hefði ég verið ein heima. Óskar er Valsari og var því ekki mjög sáttur við úrslitin en Fylkisfólk náttúrlega bilaðist og rústaði eflaust Árbænum í nótt.
Heyrði góða sögu af Óskari sem er mikill Manchester United-aðdáandi. Hann var að þvælast úti á landi og leikur MU gegn Bayern Munchen var í gangi. Óskar fylgdist með í sjoppu. Í hálfleik var staðan MU í óhag, 0:3. Nú voru góð ráð dýr. Óskar hringdi í konuna sína og bað hana um að kveikja á sjónvarpinu, stilla á leikinn og taka MU-bolinn sem hann er alltaf í þegar hann horfir á MU-leiki og leggja hann á stólinn. Frúin dreif í þessu og dæturnar störðu hneykslaðar á hana: "Mamma, þetta er klikkun, segðu bara pabba að þú hafir gert þetta en plís ..." Mamman gerði að sjálfsögðu það sem pabbinn bað um, enda virkaði það algjörlega og leikurinn snerist við, fór 4.3 fyrir MU. Þessu trúi ég alveg, veit ekki hvað ÍA hefur unnið marga leiki bara af því að ég hef hrökklast öfug af svölunum þegar vondu fótboltamennirnir, andstæðingarnir, hafa skorað mark og þá er stutt í að mínir menn jafni og skori svo enn meira.
Væri til í fallegar batahugsanir í dag frá bloggvinum, er eitthvað flensuleg og hefði jafnvel átt að vera heima í dag í stað þess að dandalast þetta í vinnuna. Stefni þó að því að hrista þetta af mér.
9.7.2007 | 21:29
Ja, dýrt er það ...
Það kostar mig, M-12 áskrifandann, tæplega 2.800 krónur til viðbótar (við Stöð 2 og Sýn 1) að fá Sýn 2 og þar með Enska boltann. Aðrir borga yfir 4.000. Ég má ekki skipta; fá Sýn 2 og hætta með Sýn 1 af því að ég batt mig við Sýn 1 í ár, sagði sölumaður sem hringdi áðan. Fattaði ekki þá að árið er liðið og rúmlega það. Horfði a.m.k. á heimsmeistarakeppnina í fyrra og hóf áskriftina nokkru fyrr. Sagði honum að ég þyrfti að hugsa þetta vel og vandlega.
Ja, ég get ekki boðið þetta ódýrara, sagði hann.
Ykkur var nær að stela Formúlunni af RÚV, svaraði ég beisk. Við kvöddumst eiginlega með huglægum hnúum og hnefum en kurteislega þó.
Nú ganga hvort eð er allar auglýsingar út á að aðeins karlmenn horfi á Enska boltann (óléttu karlarnir) og ég get ekki verið svo ókvenleg að glápa á svona karlaefni þegar ég ætti bara að hunskast til að vera kvenleg einu sinni.
Já, ég er jafnvel að hugsa um að sleppa enska boltanum og segja Sýn 1 upp líka í mótmælaskyni ... er frekar fúl út í þetta allt saman. Gæti boðið erfðaprinsinum til Englands í vetur á West Ham-leik eða Manchester United fyrir sparnaðinn. Ætla samt að tékka betur á þessu skiptidæmi þar sem bindiárið er liðið.
28.6.2007 | 23:10
Álaganafnið 14-2 og Mengella um Lúkas
Held að nafnið á íþróttaþættinum 14-2 á RÚV, hafi valdið því að landsliði karla í knattspyrnu gengur svona illa. Sífellt er minnt á gamlan og súran ósigur okkar manna. Horfði á þáttinn áðan og fannst hann bara svo skemmtilegur. Skil ekki hvernig hægt var að rústa FH svona svakalega um daginn! Völvan okkar á Vikunni vill nú meina að FH haldi ekki titlinum í ár. Plís, höfum það ÍA!
Svo er ég enn í miklum vafa hvort ég eigi að kaupa Sýn 2 ... ég fæ hana á lægsta verðinu. Enski boltinn er svo skemmtilegur en ef ég horfi á hann óttast ég að ég fái bringuhár, fari að ganga í netabol og sitji ropandi við sjónvarpið með bjórdollu í annarri og snakk í hinni. Djók! Svona er fótboltaáhugamönnum lýst, staðalímyndir drepa mig ... Er sárust yfir því að hafa misst af Enska boltanum í svona mörg ár af því að ég hélt að ég ætti að ryksuga beisk í bragði fyrir framan sjónvarpið á meðan maðurinn minn horfði á boltann í netabolnum. Svo skildum við og um 20 ár liðu í limbói eða þar til ég datt í boltann. Það er eiginlega allt Kolbrúnu Bergþórsdóttur að þakka. Við unnum saman á meðan ein heimsmeistarakeppnin stóð yfir og ég horfði á hana HLAUPA úr vinnunni til að horfa á leiki. Svona er smitandi!
Ungi maðurinn sem drap hundinn Lúkas hefur fengið fjölda líflátshótana á bloggsíðu sína sem hann hefur nú lokað. Eitt er að lýsa yfir andstyggð sinni, annað er að fara niður á sama plan. Kíkið:
http://mengella.blogspot.com/2007/06/hefjum-kvslar-loft.html
25.6.2007 | 20:59
Ekkiboldhorf, einstæðar mæður og enski boltinn
Þarf að játa mig seka um að hafa ekkihorft á boldið núna, það rúllaði í sjónvarpinu en ég hreinlega gleymdi að fylgjast með af athygli. Tók samt eftir því að Ridge horfði morðaugum á slökkviliðsmann eða löggu sem færði Taylor blómvönd en Taylor, geðþekka geðlækninum, tókst að tala mann nokkurn ofan af því að fremja sjálfsmorð. Hún er sem sagt farin að vinna aftur. Er ég eina manneskjan sem vissi ekki að Taylor er byrjuð að vinna? spurði hann pirraður. Hefur Ridge alltaf verið svona rosalega leiðinlegur?
Ef ég á að giska á atburði undanfarinna þátta sem ég hef ekki séð, þá má vera að Eric faðir Ridge, ekki blóðskyldur, hafi gifst Jackie, mömmu Nicks og fyrrverandi eiginkonu Massimos, blóðföður Ridge. Já, og Brooke hafi gifst bjargvætti Taylor, þessum sem ég man aldrei hvað heitir. Já, og Nick og Bridget hafi gifst fyrir rest! Veit þó ekki, en mikil giftingarsýki ríkir í þessum þáttum.
Heyrði umræður í dag, fremur neikvæðar, um þessar einstæðu mæður, svikarana sem þykjast vera einar á báti en eiga kærasta með tekjur og fá FULLT af meðlagi og mæðralaunum. Hér er misskilningur á ferð, þetta eru pör, ekki einstæðar mæður, svona ef einhver hefur ekki áttað sig á því! Einstæðar mæður eru einstæðar mæður og þær hafa það flestar skítt! Mikið hefði verið gott ef ég hefði áttað mig á því fyrr, þá hefði ég getað rifið kjaft á móti!
Enski boltinn verður á Sýn 2 í vetur. Veit einhver hvað það þýðir? Ég er með Stöð 2 og Sýn núna, ætli ég þurfi að borga meira til að sjá þann enska?
21.6.2007 | 22:09
Bækur, karlar með kúlumaga, tiltektir og glæpónabílar
Á heimleiðinni í gær benti ég Önnu á dæmigerðan glæpónabíl, svona skítugan og sjúskaðan sendiferðabíl en Anna sagði að nú notuðu glæpónarnir pallbíla. Það hafði ég ekki hugmynd um. Við ákváðum að fara göngin í stað þess að elta glæpabílinn inn í Hvalfjörð, líklega skynsamlegt ef þetta hefur verið gamaldags glæpamaður undir stýri.
Vor- og sumarhreingerningar standa yfir hjá mörgum bloggvinum mínum sem hika ekki við að fórna áhugalausari bloggvinum sínum til að búa til pláss fyrir nýrri og dugmeiri. Ég kíkti yfir bloggvinalistann minn og tími ekki að fleygja neinum. Þetta er samansafn bráðmyndarlegra manna og gullfallegra kvenna sem mér finnst bara skreyta síðuna mína.
Settist hátíðlega fyrir framan RÚV kl. 21.10 í þeim tilgangi að horfa á þær aðþrengdu þar sem ég gleymdi þeim síðast. En ... það er bein fótboltalýsing og í þessum skrifuðu orðum eru stelpurnar okkar búnar að skora! Jess, en ég er samt akkúrat ekki í stuði fyrir fótbolta núna. Ætla líka að reyna að muna eftir House, þættinum sem Jenfo vakti áhuga minn á í gegnum bloggið sitt.
Ég er komin með svolítið af girnilegum nýjum bókum á náttborðið, ætla næst að lesa íslenska spennubók sem heitir Þrír dagar í október og er eftir Fritz M. Jörgensson. Búin með nýju teiknimyndabókina hans Hugleiks og veltist um af hlátri. Brandarinn um gay-skemmtiferðaskipið og Færeyjar ... ég gargaði. Húmorinn hans Hugleiks er kannski ekki allra en mér finnst hann æði. Hulli kenndi myndlist í sumarbúðunum hennar Hildu fyrir nokkrum árum og í einum kaffitímanum fræddi hann mig um Vísindakirkjuna þar sem meðlimirnir segja: Tom Cruise minn góður, eða Tom Cruise sé lof, svona eins og Katrín Anna gerir stundum í bloggfærslum og fær mig til að flissa.
Veit einhver hvað auglýsingin um óléttu karlana á að tákna? Mig grunar að þetta sé auglýsingaherferð fyrir Gay Pride sem verður þá helgina, eða kannski fyrir enska boltann sem gæti mögulega hafist þá ... og ég er með Sýn ... gargggg úr gleði! Verð samt að benda á að 12. ágúst, er mun flottari dagsetning á allan hátt!
Fæ tvær þrusugellur í heimsókn eftir vinnu á morgun, frænku mína ástkæra og fyrrverandi svilkonu, líka ástkæra. Þær sendu mér tölvupóst í gærmorgun og vöruðu mig við Tomma bílstjóra, líst ekkert á þetta samband okkar á morgnana. Mig grunar að þær séu afbrýðisamar. Nú er u.þ.b. eitt og hálft ár síðan þær ætluðu að kíkja á himnaríki en þetta "bráðlega" er svo teygjanlegt hugtak. Mikið hlakka ég til að fá þær.
Jæja, Húsið er að hefjast. Megi kvöldið verða dásamlegt hjá ykkur og nóttin ekki síðri!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 67
- Sl. sólarhring: 254
- Sl. viku: 759
- Frá upphafi: 1505766
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 615
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni