Færsluflokkur: Sjónvarp
9.8.2007 | 21:19
Fyrir þá sem ekki vissu ... og afmælismyndband 2006
Stefanía við Eric: „Á meðan þú lést þessa tík sölsa undir sig fjölskyldu mína og fyrirtæki ...“
Svo bætti hún við nokkru seinna: „Þú ert drekinn!“
„Taktu mig,“ sagði Brooke við Nick. „Ég get það ekki,“ vældi grenjuskjóðan Nick sem þó hefur grátbeðið Brooke um að taka upp samband við hann. Þau faðmast vináttulega, tjaldið fellur. Framhald á morgun.
LÖNGU TÍMABÆRAR ÚTSKÝRINGAR Á FÓLKINU SEM BÝR Í NÆSTA STIGAGANGI:
Stefanía: Ættmóðirin, lengst af gift Eric. Hún er mamma Ridge, Thorne og Kristínar (sem er lítið áberandi í þáttunum núna). Ridge er reyndar sonur Massimo, kom í ljós fyrir nokkru. Steffí hatar Brooke sem giftist nýlega Eric í annað sinn. Áður hefur hún verið gift bæði Thorne (einu sinni) og Ridge (3-4 sinnum).
-------------- ------------------- ---------------------
Eric: Ættfaðirinn. Hélt alltaf mest upp á Ridge, eldri soninn, sem hann á þó ekkert í en það vissi hann ekki í rúm 40 ár ... Hann kvæntist Brooke í annað sinn mjög nýlega. Hann veit samt að hún er spennt fyrir Nick, tengdasyni sínum og hefur ekki enn treyst sér til að sofa hjá Eric.
----------------- -------------------- ---------------------
Brooke: Hún á börnin Rick og Bridget með Eric af fyrra hjónabandi þeirra, dótturina Hope á hún með Deacon, fyrrum tengdasyni sínum, og litlabarnið með Ridge eftir nýjasta hjónaband sitt með honum. Hef ekki séð Rick lengi í þáttunum, ekki heldur fyrrum barnfóstru hans og síðar eiginkonu, Amber.
------------------- ------------- -------------------
Taylor: Lögleg eiginkona Ridge, móðir Tómasar og tvíburanna. Hún dó en í rauninni hafði henni verið byrlað fornt eitur. Hún var í kvennabúri Omars soldáns þar til Dante listmálari bjargaði henni. Tómas kvæntist ástinni sinni þar sem leit út fyrir að henni yrði vísað úr landi. Það pirrar Taylor ósegjanlega, enda vildi hún eitthvað annað og betra fyrir soninn. Varir Taylor eru mjög bólgnar, maður hennar í raunheimum er lýtalæknir og notar varir hennar eflaust til að klára úr bótox-sprautunum. Hún þykir vera mjög klár geðlæknir í þáttunum.
--------------- ------------------- ---------------
Ridge: Faðir Tómasar og tvíburanna Steffí og Fíbí. Hann á þau með geðþekka geðlækninum Taylor. Á einnig litlabarn með Brooke. Hann hefur gengið á milli Brooke og Taylor og gifst þeim til skiptis. Um tíma var hann skotinn í Bridget, fyrrum systur sinni og stundum stjúpdóttur (þegar hann var kvæntur Brooke), þegar í ljós kom að þau væru ekki blóðskyld. Þegar hann hélt að Taylor væri dáin gekk hann að eiga Brooke og lenti í vandræðum þegar Taylor lifnaði við. Hann á enn í konuvandræðum og glímir við mikinn tilvistarvanda að auki. Nick er að taka við af honum sem aðalhönk þáttarins.
---------------- --------------------- -------------------------
Nick: Sonur Massimo og Jackie, er barnsfaðir Bridget en ástfanginn af tengdamóður sinni, Brooke, sem nýlega giftist Eric, pabba Bridget, til að bjarga sambandi sínu við dótturina. Er hálfbróðir Ridge. Jackie, mamma hans, deitaði Eric nýlega þar til hann sveik hana fyrir Brooke, the 40+ lambakjöt. Nick á eftir að rúlla kerlingunum upp, ég sá aðeins fram í tímann og veit að bæði Brooke og Taylor eiga eftir að bítast um hann, kannski giftast honum til skiptis.
----------------------- ---------------- ----------------------
Bridget: Dóttir Erics og Brooke. Ólétt eftir Nick sem hún giftist nauðugum þar sem hann elskar móður hennar. Er í læknisfræði núna. Eflaust útskrifast hún um svipað leyti og barnið fæðist miðað við tímahraða BB. Hún var ástfangin af Deacon og giftist honum en mamma hennar stakk undan henni. Deacon var áður trylltur á eftir Amber hinni horfnu. Dante, bjargvættur Taylor, er mikill aðdáandi hennar. Hann deitaði samt mömmu hennar um tíma en þá var allt í lagi á milli Bridget og Nicks.
Ef bendillinn er settur yfir mynd kemur nafn viðkomandi nágranna míns.
P.s. Myndband úr afmælinu mínu 2006:
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=fr&code=57051a684f455ebbb4aa7f4aaa814684
8.8.2007 | 17:00
Svefnlækningar og dramatík
Allt afskaplega rólegt að frétta úr himnaríki. Hálsbólga og slappleiki herjaði á 1/3 heimilismanna sem sváfu þennan óskapnað úr sér í dag milli símtala. Hinir tveir möluðu bara sáttir og tóku heilmikinn þátt í svefnlækningunni.
Síminn í bakaríinu er kominn í lag og stór terta, eins og sú sem ég pantaði í morgun, hefur hækkað um 1.500 krónur síðan í fyrra. Samt er hún ódýrari en víða annars staðar.
Ég er heilmikið að hugsa um að láta veisluna hefjast kl. 15, klukkutíma fyrr en venjulega. Þar sem þetta er opið hús getur fólk vissulega mætt þegar það vill eftir opnun. Síðustu árin finnst mér flestir vilja koma snemma og það er frekar rólegt á kvöldin.
Sá boldið í morgun og það er allt við það sama, svona nokkurn veginn. Nick grátbiður Brooke endalaust um að láta vaða, hætta með Eric og hefja nýtt líf með honum. Bridget fór í sónar og sá ítalski (bjargvættur Taylor) bankaði upp á og var hjá henni á meðan. Bridget vill ekki Nick en hugsar samt stundum til hans. Stefanía segir Eric, fyrrverandi sínum, að hún viti nú að allar eignabreytingar sem gerðar hafi verið á Forrester-tískuhúsinu séu ólöglegar og að hún eigi það ein. Hún segir honum að hún sé nú nýr framkvæmdastjóri og sýnir honum það í verki með því að fleygja nýrri brúðkaupsljósmynd af Brooke og Eric niður af skrifborði Brooke. Drama!
5.8.2007 | 23:28
X-Factor-þátturinn blásinn af!
Allt lítur út fyrir að það verði ekki X-Factor nú í vetur, eiginlega er það víst alveg öruggt. Frétti að svo margir þátttakendur hefðu hætt við. Þetta átti að vera öðruvísi keppni en sl. vetur, eða söngvakeppni fræga fólksins, Sveppi, Auddi o.fl. skildist mér, en nú er búið að blása allt af.
Hvernig væri að sýna Britain´s Got Talent í staðinn? Það virðast vera snilldarþættir ef marka má sýnishorn á youtube.com. Ameríska útgáfan er eitthvað svo ... amerísk!
4.8.2007 | 08:44
Ofsóknir talna
Einhverra hluta hvarf ónotatilfinningin við góðan svefn ... í stofusófanum yfir myndinni The Number 23. Ég sem er nörd í sambandi við tölur, eiginlega alveg vitlaus í tölur og rústaði bekkjarbræðrum mínum í algebru í landsprófi um árið, eins og ég hef oft montað mig af. Ég geng næstum því svo langt að leggja saman bílnúmer til að fá þversummuna. Þar sem ég á mér líf, sit ekki oft föst í umferð og er líka með lesefni á mér þarf ég yfirleitt ekki að taka til svona ráðstafana til að létta mér lund. Spurning hvort maður nenni að horfa á myndina aftur. Meiri vitleysingurinn að fá eina tölu á heilann, eins og Jim Carrey.
Þegar talan 6 elti mig þá lét ég ekki svona. Það kom 6 út úr símanúmerinu mínu (áður en 55 bættist fyrir framan það), það gerðist bókstaflega ALLT árið 1986, ný vinna, fullt af nýjum vinum, stóra ástin (só far) kom til sögunnar, ég átti líka heima á ýmsum stöðum þar sem talan 6 kom við sögu (þversumman), Rauðalæk 33, Æsufell 6, Asparfell 6, Skeljanes 6, Laugavegi 132, Hringbraut 78 o.fl. Sumir vinnustaðir með húsnúmer í stíl við þetta, Suðurlandsbraut 24, Hávallagata 24 o.fl. Fattaði þetta þegar það kom mér einhvern veginn ekkert á óvart að fá skáp númer 6 á Rás 2. Þá fór ég að kíkja betur á þetta! Bankinn minn er nr. 0303 ... þversumma bankareikningsins er líka 6 ...
Ég tók viðtal við spákonu fyrir tveimur árum og hún talaði mikið um tölur. Ég sagði henni að sexan hefði elt mig í mörg ár en það væri eitthvað að breytast, nú kæmi t.d. 5 út úr húsnúmeri mínu á nýja staðnum sem ég færi að flytja inn í (himnaríki). „Sjúkk,“ sagði spákonan, „gott að þú ert að losna við þessa tölu, fimman er betri!“ Svo fór ég að hugsa í morgun, ókei, 41 gefur útkomuna fimm ... en líka talan 23! The Number 23! NEEEEEIIIIIIIII!
Hmmm, þessi hryllingsgæsahúðarfærsla var í boði Guðríðar sem ætlar í strætó í bæinn kl. 9.41, fara í Kaffitár á Bankastræti í sjúklegan latte og taka síðan rútuna til Selfoss kl. 12.30 frá BSÍ. Hilda sækir mig þangað. Fínasta áætlun. Út úr 9.41 og 12.30 kemur talan 20, styttist í 2. Sjúkk!
Bið ykkur vel að lifa og fara varlega á meðan ég bregð mér af bæ.
3.8.2007 | 21:12
Góðvild, svik, kvíði og sögur úr stigaganginum ...
Elsku strætó beið í nokkrar mínútur eftir mér í Mosó á meðan ég flaug þangað í loftinu á leigubíl. Hafði hringt í stjórnstöð Strætó og sagst kannski verða pínkuoggu sein en bjóst samt ekki við því. Leigubíllinn lenti víst á rauðu á öllum umferðarljósunum á leiðinni úr Breiðholti til mín. Bílstýran mín ók á löglegum hraða en kom mér samt á mettíma á staðinn. Óvenjulítil umferð undir fimm á föstudegi um verslunarmannahelgi.
Það hefur verið einhver ónotatilfinning í mér í allan dag. Held hreinlega að ég hafi fundið á mér að peran í loftljósinu inni á baði myndi springa áðan. Þetta gæti líka hafa verið fyrir því að mistök hjá Stöð 2 urðu þegar átti að endursýna 400. Simpsons-þáttinn og nú með ensku tali. Það var svikið. Þetta sjónvarpsefni hreinlega deyr á íslensku, finnst mér. Ekki heldur gaman að staðfæra þessa þætti, frekar en þegar þýðendur bóka troða einhverju úr íslensku samfélagi inn í erlendar skáldsögur. Oftar en ekki úreldist það á örfáum árum. Svona eins og að endurlesa þýdda spennubók eftir John Grisham þar sem söguhetjan væri að horfa á 70 mínútur með Simma og Jóa. Mögulega fann ég líka á mér að Stöð 2 endursýndi í milljónasta skipti Friends á præmtæm á föstudegi. Já, það er greinilega svona að vera næmur.
Sögur úr stigaganginum: Stefanía gerði sér grein fyrir því að líklega væri hún stærsti eigandi Forrester-tískuhússins og það hlakkar í kerlu. Nú hefur hún mögulega vald til að reka óvin sinn, Brooke framkvæmdastjóra FT, sem er nýgift Eric, fyrrum manni hennar, til að reyna að gleyma Nick, tengdasyni sínum, sem hefur gert Bridget, dóttur hennar, ófríska.
31.7.2007 | 22:53
Doktor Hás, ég meina Hanson, og sífiliseraðar sögur ritstjórans
Er þessi nýi læknadramaþáttur eitthvað sem House-aðdáendur geta sætt sig við, þessi þarna 3 lbs á SkjáEinum? Hélt fyrst að þetta væri áhugaverður megrunarþáttur (hahaha) en svo er ekki, heldur fjallar hann um bráðsnjallan, hrokafullan heilaskurðlækni, Doktor Hanson, sem lætur sig sjúklingana sjálfa engu skipta, heilinn er það sem mikilvægasta. Sá hluta af fyrsta þættinum ... og umfjöllun um þessa þætti í einhverju blaði þar sem kom fram að þeir hefðu verið slegnir af, ekki nægar milljónir sem horfðu. Við fáum þó átta þætti. Er þetta kannski of mikið House-vonnabí? Hvað segja Hásarar sem hafa séð nýja þáttinn?
Ritstjórinn minn fer á kostum hér á Moggablogginu og skrifar fremur dannaðar sögur af sjálfri sér sem tengjast skrautlegum viðskiptum hennar við hitt kynið. www.elinarnar.blog.is
P.s. Ég átti vissulega erindi á skattstofuna í morgun en það var ekki til að njósna um samborgara mína hér í Akranesborg eða finna mér ríkan karl, alls ekki. Berklaveik ljóðskáld eru alltaf síkúl!
31.7.2007 | 00:02
Óætur húsfélagsfundur og þrælfyndinn Monk
Hússtjórnarfundur var haldinn í kvöld og ómissandi ritarinn úr himnaríki var boðaður með hálftíma fyrirvara. Þar sem húsfélagsformaðurinn er kokkur hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að fá eitthvað gott að borða, hafði ekki enn snætt kvöldverð. Hann Níels eiturbrasari (í kvöld) bauð BARA upp á Prins Póló með kaffinu og það var ekki hægt að drekka kaffið hans af því að hann átti bara FJÖRMJÓLK út í það. Ég reyndi að segja honum á síðasta fundi að það væri plebbalegt að nota annað en nýmjólk, G-mjólk eða kaffirjóma út í kaffi en húsfélagsformaðurinn er í heilsuátaki og því voru móttökurnar svona meinlætalegar. Mig grunar líka að þetta hafi verið gulur Bragi ... Ég man nú eftir þeim húsfundum þegar kokkurinn hrærði í rækjusalat og skellti í bakarístertu. Kannski hefur Lýðheilsustöð þessi áhrif ... alla vega hefur karlinn ekkert minnkað reykingarnar síðan 1. júní, frekar en aðrir landsmenn sem reykja ... sem mér finnst stórundarlegt. Ætlunin var víst með reykingabanninu á veitingastöðum að gera reykingamönnum svo erfitt fyrir að þeir hættu. (Fliss)
Mjög fyndið atriði var í Monk-þætti í kvöld á Sirkus plús. Verkfall sorphreinsunarmanna stendur yfir og Monk er hjá sálfræðingnum sínum, alveg að fríka út yfir lyktinni í borginni og öllu sorpinu sem hefur safnast upp. Sálfræðingurinn spyr pirraður: „Adrian, have you been sending me your trash?“
Risíbúðin í hinum stigaganginum hefur verið seld og ég fæ pólsk hjón sem nágranna. Þarna fékk ég loksins útskýringuna á örvæntingafulla útlendingnum sem hringdi bjöllunni hjá mér fyrir nokkrum vikum og fór næstum að skæla þegar ég sagði honum að himnaríki væri ekki til sölu. Hann fór bara stigagangavillt, þessi elska. Ég hélt að hann hefði farið húsavillt því að seljandinn hafði, eins og bloggvinir mínir muna, heimsótt mig ÓVÆNT korter í Evróvisjón (í alvöru) og fengið að skoða sig um vegna fyrirhugaðra breytinga á sinni íbúð. Svona breytast nú hlutirnir hratt.
29.7.2007 | 12:46
Hugsað til Potters
Skil ekki hvað gengur hægt að klára Potterinn. Ýmist syfja, vinna, annir við blogglestur eða jafnvel sjónvarpsgláp orsaka þetta. Einnig spilar einhverja rullu að bakverkur skellur á ef rúm-lega við lestur er löng en þá ætti leisígörlinn að koma sterkur inn þótt skakkur sé. Hef þó ekki dottið ofan í átakanlegar fótbolta-, hafnabolta- eða golfmyndir í sjónvarpinu, finnst reyndar sumar þeirra átakanlega leiðinlegar og það er kannski lúmsk meiningin á bak við þetta. Finnst bara svo fyndin lýsing á íþróttamynd ... að segja hana átakanlega! Ég hugsa þó oft til Potters, eins og smiðurinn minn „hugsar“ til mín ... í stað þess að koma og klára að smíða.
Var einmitt að hugsa um Potter í gærkvöldi og fór á Youtube, sem getur verið fyrirtaksskemmtun, skellti inn Harry Potter og fann þetta líka fína myndband þar sem „skyggnst er á bak við tjöldin og sýnt úr myndinni“: http://www.youtube.com/watch?v=LJ0jvrRJ0Z8&mode=related&search=
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.7.2007 | 15:24
Dó Bette Midler eða fór hún bara til Íslands?
Samstarfskona mín sagði mér í óspurðum fréttum í hádeginu í dag að Bette Midler væri dáin.
Mér brá, eins og fólki getur brugðið þegar fína og fræga fólkið hrekkur upp af, og hugsaði með mikilli samúð til Ívars Páls Jónssonar, www.nosejob.blog.is.
Ég er reyndar svo kaldrifjuð/grimmlynd/gleymin/sjálfhverf að ég var búin að gleyma þessu 20 mínútum síðar þegar samstarfskonan hringdi og sagði að Bette Midler væri ekki dáinn, hún væri bara stödd á Íslandi.
26.7.2007 | 08:58
Ofurhetujuraunir í morgunsárið og ... Will og Grace!
Vaknaði nokkurn veginn alheil og mun minna kvefuð eftir 12 tíma sæmilega ótruflaðan svefn. Er samt YFIR-útsofin því að mér fannst bílstjórinn eitthvað svo skrýtinn í morgun. Kórónan sem hann er vanur að bera reyndist vera hárið á honum og farþegarnir voru fremur hversdagslegir. Held að það sé ekki sniðugt að fara svona vel vakandi í strætó aftur. Þá þarf ég pottþétt að finna nýtt nafn á sætukarlastoppistöðina. Las Leyndarmálið á leiðinni í bæinn fyrst ég var svona upptjúnuð. Miðað við það ógeð sem ég hef á sjálfsræktarbókum gengur mér ágætlega að lesa þessa! Öfundaði sessunaut minn þó af spennubók í kilju en ég áttaði mig á því að ég á þá bók sjálf ... innbundna og ólesna ... arggggggggg! Sumarfríin mín eru ekki nógu löng, hvað þá jólafríin! Held líka að ég sé duglegri að lesa kiljur!
Dáist innilega að sjálfri mér og eiginlega bara finnst ekki ólíklegt að bloggvinir mínir geri það líka! Ekki kannski svona almennt, heldur fyrir að hafa farið í 36 gráða kalt bað í morgun! Hvers konar ofurhetju er ég að breytast í? Vona bara að gæsahúðin fari þegar líður á daginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem morgundraumabað breytist í ískrapsmartröð.
Tókst ekki að lesa nema 30-40 blaðsíður í Potter í gær og gat ekki unnið neitt, var bara lasin og lömuð. Sá aftur á móti hluta af Will og Grace-þætti í fyrsta sinn í marga mánuði og var ekki hrifin. Held að húmor minn hafi ekki breyst, heldur hljóti að vera kominn nýr handritshöfundur sem er ansi mikið groddalegri en sá fyrri. Þetta voru einu sinni drepfyndnir þættir ... nú er t.d. Karen snillingur orðin hálfaumkunarverð og ... hundleiðinleg. Hún var eitthvað að tala um Stanley, manninn sinn, sem hún var að reka að heiman, sýndist mér. Hann er SVO feitur að hluti hans verður kominn út á eftir og restin á morgun. Stökk ekki bros, þetta hefði kannski verið fyndnara ef brottför Stanleys alls hefði verið sama daginn, jafnvel sama klukkutímann. Mér sýndist meira að segja að leikurunum sjálfum leiddist!
-------- -------- o - O - o ---------- ----------
Þessi annar skemmtilegast bloggari landsins er kominn með tilgang í lífinu ... sem tengist Moggablogginu: http://hnakkus.blogspot.com/ (muna að ýta á alla hlekkina í tilgangsfærslunni)
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 6
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 1525825
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 601
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni