Færsluflokkur: Sjónvarp
1.9.2007 | 19:03
Sjónvarpsósk og ömmuástir
Mikið vildi ég að þáttur Conan O´Briens verði sýndur í íslensku sjónvarpi! Á youtube.com er reyndar hægt að finna heilmörg myndbrot úr þáttum hans, m.a. þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=bfoEM2Fm6LM&mode=related&search=
Smábold: Dante er brjálaður úr reiði og beiskju. Bridget hans ætlar að láta reyna á hjónabandið með Nick en Dante veit að Nick elskar hana ekki nógu mikið, Dante elskar hana meira, auk þess vita allir að Nick elskar mömmu hennar Bridget. Legháls Bridget er eitthvað slappur (orðalag læknisins) og möguleg hætta á fósturmissi. Væntanlegt barn er stúlka. Nick fór á fund Brooke og tilkynnti henni að hann ætlaði að vera dóttur hennar góður eiginmaður og hún virtist hálfspæld. Stefanía æðir inn á ljótu, nýju skrifstofuna hans Erics og kemur að honum að kyssa Jackie, mömmu Nicks. Alltaf sama fjörið hjá öldruðum. Jackie fer og fyrrverandi hjónin rífast eins og gömul núverandi hjón sem kemur illa saman. Þú býrð til vonda Martini-drykki! Þú syngur falskt! ... osfrv.
Við eigum von á kvenkyns stúlku, sagði Nick gáfulega við Brooke. Jibbí, ég verð amma! sagði Brooke og horfði tælandi og jafnframt sorgmæddu augnaráði á tengdason sinn. Þau haldast í augu ... og svo hendur. Þau elska hvort annað. Nick fer, Brooke grætur og Nick horfir saknaðaraugum á hana úr fjarlægð. Tjaldið fellur. Ætli íslenskar ömmur séu jafneftirsóknarverðar og þær ammmrísku?
Myndatexti: Fremsta röð f.v.: Taylor, Ridge, Brooke, Bridget, Nick og Jackie. Miðröð f.v. óþekktur, Tómas, Dante, Stefanía, Eric, Sally, hönnuður Sallyar. Í öftustu röð þekki ég bara Massimo (með skeggið), Dörlu og Thorne. Veit ekkert um manninn lengst til vinstri eða svarthærðu konuna við hlið hans, þau sem standa fyrir aftan Tómas. Held að sú svarthærða sé Felicia, dóttir Stefaníu og Erics, sem sagt systir Ridge og Thorne. Hún kemur bráðum við sögu. Mun skrifa langa færslu um líf þessa dásamlega fólks ... fram í tímann. Miðilshæfileikar eða Netið? Þegar stórt er spurt ... Margt afar spennandi fram undan.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2007 | 20:08
Jónatan og Snati - fréttir af boldinu
Jónatan mávur er kominn með kærustu eða kærasta sem er gráleit/ur að lit. Fuglinn sá gengur undir nafninu Snati meðal heimilisfólks í himnaríki. Þau/þeir fengu eina múffu á mann, leifar úr afmælinu, og flugu á braut. Sumir eru aldeilis farnir að færa sig upp á skaftið. Eins og gamall kærasti sem hafði sigrað hjarta mitt. Fyrst flutti hann inn með píanóið sitt, síðan eitt barn og skömmu síðar annað. Þegar hann ætlaði að fara að innrétta vinnuherbergið mitt fyrir fyrrverandi tengdaforeldra sína, svo indælt fólk, þá sagði ég stopp og flutti út. Eða hefði gert ef þetta hefði gerst.
Hingað kom mikil hetja áðan og sótti sér eintak af Vikunni sem kemur út á morgun - að sjálfsögðu er Skagamær á forsíðunni ... nakin. Við gefum útlitsdýrkun langt nef því að konan uppfyllir ekki staðalímyndina sem tískuheimurinn hefur sett, frekar en flestar konur. Set inn mynd þegar Moggabloggið leyfir, einhver bilun í gangi!
Jæja, best að bolda svolítið, þúsundir fylgjast með og kona þarf að gera skyldu sína. Undanfarið hef ég horft með öðru auganu en þó tekið eftir því að Eric og Ridge hafa gert harða hríð að Stefaníu og neitað að hætta hjá Forrester-tískuhúsinu. Hún samþykkir fyrir rest að vinna með þeim ef þeir vinni með henni ... Just keep the Bitch out of my sight! Þar á hún við hana Brooke tengdasonartrylli. Bridget er alltaf í mæðraskoðun, sónar og slíku. Fyrir stuttu mætti Dante með henni í sónar og í dag var það barnsfaðirinn sjálfur, Nick, ákaflega fleðulegur. Brooke sagði Dante að nærveru hans væri ekki lengur óskað í lífi Bridget, dóttur hennar, nú ætti hún að finna hamingjuna með Nick (sem Brooke elskar og hann hana). Nú á Bridget að fara í enn einn sónarinn, þann þriðja í vikunni, vonandi er ekkert að ... læknirinn sagðist vilja tékka á einhverju en sagði ekki hverju! Af hverju verður fjölveri ekki tekið upp í þáttunum? Þá gæti Bridget gifst Dante líka. Jafnvel Ridge, þar sem í ljós hefur komið að hann er ekki blóðskyldur henni. Engu máli virðist skipta þótt þau hafi verið systkini lengst af ... og feðgin. Amber var næstum búin að drepa þau einu sinni þegar hún ætlaði að koma upp um mögulegt ástarsamband þeirra, svo missti ég af einhverjum vikum eða mánuðum. Slíkt læt ég ekki koma fyrir framar. Nei, ég fórna mér, eins og Nick og Brooke.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.8.2007 | 12:07
Í netabolnum og til í allt ...
Hef alltaf jafngaman af því að sjá My Big Fat Greek Wedding sem var á dagskrá í gærkvöldi. Fyndin og ljúf. Seinnipartinn í gær sá ég Next með Nicholas Cage í hlutverki manns sem sá tvær mínútur fram í tímann og er fenginn til að aðstoða yfirvöld við að finna kjarnorkusprengju áður en hún springur. Hin besta mynd.
Morgunbaðið var æði og Tommi settist að sjálfsögðu á baðkersbrúnina og dáðist að tánum á mér eða þeim fádæmahetjuskap mínum að þora að leggjast ofan í svona rennblautt vatn ...
Nú er Formúlan að hefjast, hef reynt að fylgjast með henni í sumar en finn samt ekki fyrir sama geðveika spenningnum og fyrstu tvö árin eftir að ég fór að horfa. Held að reglubreytingar á tímabili hafi eitthvað með það að gera, t.d. þegar bannað var að skipta um dekk eitt árið.
Svo var líka spælandi þegar Montoya hætti en loksins þegar ég fann minn mann þá hætti hann allt of fljótt. Hamilton gengur mjög vel en ég ákvað strax í vor að halda með honum.
Vona að þetta verði spennandi kappakstur í dag. Er sest í leisígörl, kominn í netabolinn og verð með volgan bjór í annarri og fjarstýringuna í hinni, tilbúin að öskra ... sjúr.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.8.2007 | 16:33
Eric strax orðinn leiður á Brooke?

Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.8.2007 | 19:03
Piparsveinaklúbburinn PASS á Akranesi
Ég komst að því í strætó á heimleiðinni að hér á Skaga er starfrækt félag piparsveina. Það heitir PASS. Veit að essin standa fyrir Single Swingers. Um tíma voru 20 swingerar í klúbbnum en helmingur þeirra sveik víst lit á tímabili og náði sér í einhverjar kjéddlíngar. Nokkrir hafa komið til baka en að sögn Tomma eru nokkrir enn fastir í hnappheldunni og þurfa ábyggilega að sofa í bílskúrnum.
Þegar við nálguðumt Skagann sagði Tommi: Kríurnar eru farnar. Þá vorum við að keyra fram hjá stað undir Akrafjalli þar sem viðgengist hefur kríuvarp um langa tíð ... Kríuvarp er einnig nálægt golfvellinum. Einu sinni skaut ég golfkúlunni of langt. Hún fór m.a. yfir skurð sem ég fetaði mig varlega yfir til að ná henni. Heilu flugsveitirnar af kríum í árásarhug réðust á mig. Ég hljóp hraðar en Ben Johnson á sterum undan þeim og þaut í loftinu yfir skurðinn til að bjarga mér, sagði Tommi sem nú þarf að kveðja golfið þangað til næsta sumar. Golfskálinn sem María í Skrúðgarðinum hefur rekið í sumar hlýtur að fara að loka og þá fer maður að hitta þessa elsku oftar.
Mikið drama var í boldinu í dag. Ridge gerir úrslitatilraun til að ná Forrester-tískuhúsinu úr höndum móður sinnar með því að hóta henni því að hann muni stofna nýtt tískuhús með Brooke (núverandi stjúpmóður sinni, oft fyrrum eiginkonu og barnsmóður). Stefanía er hörð og ætlar að selja einkaleyfið á kynþokkafullri línu Brooke, enda hatar hún konuna sem hefur í tvígang stolið frá henni eiginmanninum og gifst sonum hennar nokkuð reglulega, alla vega Ridge nokkrum sinnum. Eric hittir Stefaníu skömmu síðar og hún segir honum frá þessu nýja útspili Ridge og Brooke, hvort hann viti hvað nýja/gamla eiginkonan sé að bralla. Þegar Eric fer til Brooke er hún í vinalegum faðmlögum við Ridge og þá lauk akkúrat þættinum. Af Bridget er það helst að frétta að Nick, barnsfaðir hennar og fyrrum næstum ástmaður móður hennar (Brooke), reynir stíft að fá hana til að treysta sér aftur. Síðustu þætti hefur honum lítt orðið ágengt. Annað mikilvægt: Hvar er Amber? Við Gunna Pollý hljótum að hafa misst af einhverju rosalegu! Stelpan er týnd. Hér á myndinni er hún með fv. manni sínum, Rick, syni Brooke og Erics. Amber heldur á barni frænku sinnar sem hún lét lengi sem væri hennar eigið barn. Fyrir löngu bloggaði ég um þá sorgarsögu. Blóðmóðir barnsins var svona hjólhýsapakk sem breyttist mjög hratt í guðdómlega veru sem allir elskuðu og syrgðu sárt þegar hún lést úr dularfullum, bráðdrepandi sjúkdómi (hún fékk betra hlutverk). Deacon, blóðfaðir barnsins elskaði Amber og reyndi mikið að ná henni frá Rick. Síðar kvæntist hann Bridget en þau skildu þegar hann barnaði tengdamóður sína, Brooke. Æ, heimurinn er svo lítill. Ég veit ekkert hvað varð um Deacon og barnið. Held þó að Amber sé ekki hjá þeim.
15.8.2007 | 18:05
... og fokið heim
Það var skrambi hvasst á heimleiðinni með strætó, eiginlega hvassara en í morgun, og Tommi þurfti að halda fast í stýrið. Frétti að hviðurnar hefðu farið upp í 37 m/sek í morgun. Tommi talaði um að það vantaði annan vindhviðumæli fyrir Kjalarnesið ... ég náði því ekki alveg hvar sá þyrfti að vera staðsettur. Kann ekki öll nöfnin á leiðinni á Skagann. Eins og þegar útlendingar spurðu mig í gær hvort strætó færi ekki að Mógilsá horfði ég ráðþrota á bílstjórann sem sagði að Mógilsá væri við rætur Esjunnar. Þá er það á hreinu.
Dante, bjargvættur Taylor, og Eric ræða saman. Eric vill helst að samkeppnin (Nick) taki saman við ólétta dóttur þeirra Brooke aftur, hana Bridget, en Dante er ekki sammála og segist elska Bridget. Nick ráðfærir sig við geðþekka geðlækninn, Taylor, og segist vilja taka upp sambandið við Bridget sem treystir bara Dante. En ef Brooke hefði ekki gifst Eric, værir þú jafnákveðinn í því? spyr geðlæknirinn með varirnar. Ef Taylor og Nick vissu bara að í rauntíma þáttanna er Taylor líklega ólétt eftir Nick. Stefanía reynir að fá Ridge til að halda áfram sem hönnuður hjá Forrester-tískuhúsinu en hann hikar.
11.8.2007 | 22:28
49 ára í fyrsta sinn
Mikið er gaman að vera bara 48 ára. Ætla að njóta þess í tætlur í allt kvöld og til kl. 19.54 annað kvöld. Eftir morgundaginn trúir mér enginn þegar ég segist vera 49 ára. Úúúú, segir fólk, sumsé 53 ára! Þetta er gallinn við að skrökva til aldurs á karlaveiðum eins og sumar konur gera og karlmenn trúa orðið engu, sérstaklega ekki ef kona segist vera 49 ára.
Þetta er 20. árið sem ég held upp á afmælið með pomp og pragt. Á 29 ára afmælistertunni stóð: 29 ára í fyrsta sinn. Ég sá eftir því og næsta ár horfðist ég í augu við raunveruleikann og lét setja Þrítug en þokkafull. Síðan kom 30 og eins og tvítug ... o.s.frv.
Himnaríki fer alveg að standa undir nafni. Bókaherbergið er tilbúið. Þar verða flottir öskubakkar sem gleypa stubbana. Stofan er eiginlega alveg tilbúin, baðherbergið í smámessi en það tekur svona korter að gera það fínt. Eldhúsið er í lagi en verður í brauðtertumessi eftir smástund. Næstum allt er ryksugað. Ég skúra bara á morgun. Held svo að heitt bað og íbúfen undir svefninn muni gera kraftaverk.
Leiðrétting: Ég uppfærði myndlykilinn minn aftur áðan, ég gat ekki trúað þessum svínshætti upp á 365 og þá datt SkjárEinn inn! Ég hlýt að hafa uppfært þegar verið var að fikta í kerfinu vegna Sýnar 2 eða eitthvað í stað þess að gera það bara í gærkvöldi eins og aðrir Íslendingar. Þetta leiðréttist hér með og ef ég segi Sýn 1 upp mun ég líklega fá mér fjölvarpið ... eða Sýn 2.
Ætlaði að nota peninginn sem sparaðist til að heimsækja Katrínu í okt/nóv en var svo heppin að tveir flugmiðar með Iceland Express komu upp í hendurnar á mér ... þannig að ég get réttlætt kaup á Sýn 2 eða fjölvarpinu fyrir sjálfri mér ...
Sakna reyndar Sky-frétta alveg ógurlega. Já, ég er óheppna manneskjan sem sagði fjölvarpinu upp 1. september 2001.
11.8.2007 | 13:05
Til hamingju, Ísland
Mig langar til að óska Íslendingum til hamingju með daginn. Sérstaklega hommum og lesbíum, þótt þau hafi stolið afmælinu mínu tvisvar á undanförnum árum.
Vona að gleðigangan verði sérdeilis flott í dag og leitt að þurfa að vera að skúra, skrúbba, bóna og baka þegar ég ætti að vera að labba niður Laugaveginn eða jafnvel láta móðga mig í Lífstykkjabúðinni, eins og um árið þegar afgreiðslukonan mín hrópaði: Eigum við samfellur í stóru númeri? yfir alla búðina og hálf þjóðin stóð fyrir utan dyrnar og beið eftir gleðigöngunni. Svo kom konan með allt of stóra samfellu inn í mátunarklefann til mín og móðgaði mig þannig enn meira. Held að hún hati brjóstgóðar konur, finnst þær alla vega mun feitari en þær eru. Hef keypt veiðigallana annars staðar síðan.
Fékk ábendingu um að setja á 7 á afruglaranum til að ná SkjáEinum ... þá kemur: Stöð ekki tiltæk! Kannski tengist þetta búsetu á landinu, kannski er þetta bara ljótt samsæri! Kemur í ljós þegar ég lyfti símtólinu nokkrum sinnum á mánudaginn og spyr hvassra spurninga, segi upp stöðvum og svona! Er enn í stríðshug!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2007 | 01:56
Varúð - ekki láta plata ykkur!
Nú er mér nóg boðið! Ég er ekki vön að kvarta hér og kveina en þið sem hafið ekki uppfært myndlykil Stöðvar 2 nýlega EKKI GERA ÞAÐ! Samningur 365 og SkjásEins er greinilega úr sögunni og nú virðist ekki lengur vera hægt að horfa á Skjáinn í gegnum myndlykil Stöðvar 2 eins og hefur verið hægt mjög lengi!
Ég ætla ekki að kaupa Sýn 2, þurfti ekki að stilla hana inn, veit ekki af hverju ég var að þessu fikti í gær eða fyrradag. Líklega af því að ég kann það! Nú ætla ég að segja upp Sýn 1 í reiði minni, tími ekki að fleygja út Stöð 2 þótt mig langi mikið til þess. Hver veit nema ég geri það!
Nú skil ég hvers vegna verið var að kenna fólki að uppfæra myndlykilinn í Íslandi í dag í gærkvöld. Það hefur engin ný stöð bæst við, þeir sem ætla ekki í okurpakkann Enska boltann, ekki hreyfa fjarstýringuna ykkar nema til að skipta milli stöðva. Ég fattaði þetta ekki fyrr en ég var að fikta með fjarstýringunni núna fyrir svefninn. Arggggg! Ég er komin í stríð! Nú, ef þetta er misskilningur og tækilegar bilanir valda þessu þá bið ég forláts á fljótfærninni. Þangað til er ég BRJÁLUÐ!!!
10.8.2007 | 01:24
Fótboltafórnir og óður safnaðarformaður
Nú er verulega vond mynd í gangi á Stöð 2 plús um forstöðumann kristilegs safnaðar sem sprengir syndum spillta staði. Kúl löggur með tyggjó lenda í æsilegum bílakappakstri reglulega í þeirri von að ná honum og bjarga Tracy. Safnaðarformaðurinn elskar Tracy sem nú er orðin spillt söngkona, hún sem ætlaði að giftast honum í byrjun myndarinnar. Hún áttaði sig á því að hann væri geðveikur þegar hann benti henni á skemmtiferðaskip í höfninni og sagði það vera brúðkaupsgjöf til hennar. Ó, mig hefur alltaf langað í siglingu, sagði hún hamingjusöm en jafnframt ofurlítið óttaslegin til augnanna. Skömmu síður sprakk skemmtiferðaskipið og Tracy hljóp og flúði formanninn sem ætlar að ná henni aftur. Þetta er svo ómerkileg mynd að ég fann ekki einu sinni ljósmynd úr henni á google.is. Þá er nú langt gengið!
Held ég fari nú í rúmið og haldi áfram með Harry Potter, ég get loksins sagt að ég sé rúmlega hálfnuð með bókina eftir dugnaðinn í gærkvöldi fram á nótt.
Hér koma tvö notaleg lög fyrir nátthrafnana, engin væmni hér á ferð, bara snilld:
http://www.youtube.com/watch?v=RMmqYwaDg7s
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 32
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 1524976
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 562
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni