Færsluflokkur: Sjónvarp

Djarft en árangurslaust sólbað og nýjasta boldið!

Mikið rosalega var leikurinn spennandi ... og Tyrkirnir góðir! Vegna ferða í sumarbúðirnar til Hildu hef ég ekkert séð til Tyrkjanna á mótinu og var stórhrifin núna. Vonandi verður leikurinn á morgun jafngóður. Rússland-Spánn!

 

Misbrúnar hendurErfðaprinsinn fór í bæinn í dag, að sjálfsögðu með strætó í sparnaðarskyni, og ég brá mér í ansi djarft sólbað í svona klukkutíma. Þyrfti að gera það aftur á morgun þar sem ekki dugði að hylja alveg hægri handlegginn í sólbaðinu, hann er enn talsvert brúnni en sá vinstri sem er bara viðbjóður. Sé til hvað ég get gert með brúnkuklút ef hyljaraaðferðin gengur ekki.

Nennti ekki í sólbað eina sekúndu í gær og hafði smá samviskubit, enda alin upp við að nota hvern einasta sólargeisla. Ég man eftir því þegar eitt sumarið á áttunda áratugnum varði einn eftirmiðdag, kom eftir hádegi á miðvikudegi og svo rigndi daginn eftir og alla restina af sumrinu!

Þetta er nú meiri heppnin, tvö ár í röð hef ég fengið svona gott veður í sumarfríinu mínu!

 

Horfði með öðru auganu í gær á Traveler, þáttinn þarna sem hætt var framleiðslu á eftir átta þætti og allt skilið eftir í lausu lofti. Þáttinn sem Stöð 2 keypti til að gleðja sumaráhorfendur sína. Þeir fara vonandi í skaðabótamál fyrir svikin, varla hafa gert þetta viljandi. „Spennuþættir á útsölu, vantar bara fjóra þætti, eða endinn. Ódýrt, ódýrt!“

 

Út í óvissunaEngar martraðir hafa angrað mig síðan asíski morðinginn elti okkur erfðaprins, enda les ég saklausar bókmenntir núna. Leitin eftir Desmond Bagley er bara þrælskemmtileg í enn eitt skiptið. Leitaði árangurslaust að skemmtilegri ástarsögu en fann enga. Bagley bregst ekki, hann skrifaði meira að segja spennusögu sem gerist á Íslandi, Út í óvissuna.

 

 

Þeir feitu og falleguÍ boldinu er það helst að frétta að Thorne, ekkillinn sorgmæddi, bróðir Ridge, sonur Stefaníu og eitt sinn kvæntur Brooke, er orðinn skotinn í geðlækninum Taylor, (konunni sem keyrði á konu hans og drap hana óvart og enginn veit af því nema Stefanía, Hector slökkviliðsmaður og dóttirin Phoebe). Hector er samt alltaf rosalega skotinn í henni og þar sem hann er orðinn blindur eftir atvikið þegar hann batt Taylor við handriðið til að varna því að hún segði Thorne sannleikann og það kviknaði í og bjálki datt ofan á hann, vorkennir Taylor honum og leyfir honum að búa á heimili hennar og Phoebe. Það pirrar Stefaníu, mömmu Ridge og Thorne, alveg hryllilega mikið og hún segir hann vera að notfæra sér samúð og sektarkennd Taylors.

Nick svaf hjá Bridget, fyrri konu sinni og núverandi stjúpdóttur, þegar hann hélt að Brooke, kona hans, væri farin aftur til Ridge. Brooke kyssti alla vega Ridge í hita augnabliksins. Bridget elskar hann enn og hlakkar til að fá hann aftur til sín. Brooke tókst þó að telja honum hughvarf og trú um ódauðlega ást þeirra og aumingja dr. Bridget fær ekki prinsinn sinn. Nick langar mest af öllu að segja Brooke frá þessu en Bridget kveinar: „Nei, ekki segja mömmu!“ Ridge er farinn eitthvað til útlanda með Donnu, yngri systur Brooke og tilvonandi stjúpmóður hans ef kjaftasögur eru réttar, til að sýna henni að hann hefði ekki verið að notfæra sér hana til að gera Brooke afbrýðisama.


Af kynjahlutverkum í himnaríki ...

Fótbolti„Framlenging,“ öskraði ég úr vinnuherberginu. „Já,“ svaraði erfðaprinsinn. Ekki svo löngu síðar kallaði hann úr austurhlutanum: „Kvennamorðklúbburinn er að byrja!“ „Takk,“ heyrðist frá vesturhluta himnaríkis af svipuðum uppgerðaráhuga, enda stefndi allt í vítaspyrnukeppni í leik Spánverja og Ítala. „Vítaspyrnukeppni!“ gargaði ég nokkru síðar. „Aha,“ umlaði sonurinn.

 

UppeldiðMér hefur hefnst fyrir allt of „opið“ uppeldi. Dæmi: „Láttu engan segja þér, kæri erfðaprins, hvað þú átt að horfa á í sjónvarpinu. Þú ert ekkert minni strákur þótt þú horfir á eitthvað sem merkt er stelpum sérstaklega!“ sagði ég við hann þegar hann var yngri í þeim tilgangi að efla sjálfstæða hugsun hans. Þetta var vel meint en ég finn að það er að koma í hausinn á mér núna. Alltaf gott að hafa félagsskap í boltanum.

 

Stöð 2 auglýsir stelpudagskrá, og SkjárEinn líka, á meðan strákarnir horfa á boltann en kynjahlutverkin hafa eitthvað snúist við hérna á heimilinu. Ég þarf líklega að skreppa niður á Mörk til að horfa á boltann með „hinum“ strákunum, verst að kaffið þar er eflaust ekki mjög gott. Sjáum þó til þegar úrslitaleikirnir hefjast, mig grunar að einhverju verði fórnað fyrir þá. Annars bjó ég til sunnudagsvöfflurnar í dag og kynjajafnaði þetta aðeins.

 

KvennamorðklúbburinnLíklega hefði ég nú bara platað erfðaprinsinn til að setja á Stöð 2 plús og horft á Knennamorðklúbbinn ef ég væri ekki búin að lesa bækurnar. Þær eru venjulegar spennubækur og frekar mikið spennandi. Þetta segir bara að ég er allt of íhaldssöm og þoli illa of miklar breytingar frá bók yfir í sjónvarp. Stöðvar 2-kynningarnar á Kvennamorðklúbbnum voru alveg réttar og ég sem nöldraði út í eitt yfir þeim, algjör mistök! Spiluð er svona rómantísk tónlist undir ýmsum atriðum þegar tilfinningar koma við sögu en konurnar virðast samt nokkuð klárar, þótt þær séu konur, ég sá restina af þættinum. Svona sæt tónlist er reyndar líka spiluð undir í elsku Grey´s Anatomy og passar bara vel þar, enda hef ég ekki lesið bækurnar ... Æ, mér finnst ég hafa verið svikin um spennuna. Svo þarf ég endilega að fletta upp í bókunum og athuga hvort ein kvennanna; réttarmeinafræðingurinn, saksóknarinn eða löggan, sé svo klígjugjörn að hún kasti upp á morðstað, það var alla vega í síðasta þætti, sýndist mér. Uppköst eru nú ekki sérlega dömuleg, nema verið sé kannski að undirstrika veikleika eða eigi að vera krúttlegt. Hmmm!

 

MonkÉg fórnaði restinni af Monk fyrir restina af leiknum, framlenginguna og vítaspyrnukeppnina. Þannig að ég veit ekkert hvort Monk tókst að hreinsa sig af skotárás á jólasvein þarna í byrjuninni.

 

Ally mín elskulegSvo fer Ally McBeal að hefjast ... annað hvort þarf ég að fórna boldinu eða fótboltanum. Hmmm, líklega boldinu! Það líður þó að boldfærslu. Hjónaband Nicks og Brooke er t.d. að fara í hundana. Bridget huggar Nick, stjúpföður sinn og fyrrverandi eiginmann, og segir honum að Brooke endi ALLTAF hjá Ridge. Donna er brjáluð út í Ridge, búin að fatta að hann hefur verið að nota hana til að gera systur hennar, Brooke, afbrýðisama. Jamms, meira á morgun.


Gott að koma heim í "kvenlega" kvennamorðklúbbinn

KleppjárnsreykirÞað var frábært að koma heim. Kettirnir mjálmuðu í hálftíma og þar sem ég kann kattamál veit ég að Kubbur og Tommi skömmuðu mig fyrir að vera svona lengi að heiman, heilmarga daga. Svo sögðust þau vera sársvöng og þá skellti erfðaprinsinn upp úr enda hefur hann dekrað við þau í fjarveru minni í mat og drykk.

Mikið umferðareftirlit var og var erfðaprinsinn stoppaður á leiðinni í sumarbúðirnar að sækja mig. Alltaf missi ég af öllu svona skemmtilegu, ég hefði a.m.k. mælst með vöfflur í blóðinu. Við vorum reyndar stoppuð í vetur á leið heim á Skaga eftir Útsvarsþátt númer 2 enda á föstudagskvöldi. Nú er löggan með mikil umsvif vegna Bíladaga á Akureyri og enginn er óhultur, sem betur fer. Flott hjá löggunni. Við erfðaprins rétt sluppum við alla umferðina að norðan og var beinn og breiður vegur heim á elsku Skagann. Góða veðrið var greinilega á Kleppjárnsreykjum, sól og blíða, en um leið og við nálguðumst þjóðveg 1 hjá Borgarfjarðarbrúnni var orðið skýjað og stöku regndropi féll.

Söngvara- og hæfileikakeppninMikið var þetta notaleg helgi þrátt fyrir að hafa verið umkringd 80 hressum og kátum börnum. Eins gott að ég vinn ekki í sumarbúðunum, ég yrði gjörsamlega hnöttótt á nokkrum vikum. Maturinn er allt of góður. 3 úr kvikmyndagerðinniFólk er enn að hringja og skrá inn börn og þannig mun það vera fram eftir sumri. Það er enn eitthvað laust í viku 5 og 6, held ég. Frábær starfsemi þarna og gaman að sjá krakkasnúllurnar blómstra. Það hefði verið gaman að vera í kvöld og fylgjast með lokakvöldvökunni, sjá stuttmyndina sem Davíð frændi flissaði svo yfir þegar hann var að klippa hana en hún fjallar um dularfullan stein og ræningja. Handritið samið af krökkunum sem leika í henni líka. Einn glæpóninn var í gamalli kápu af mömmu, mjög heimilislegt!

Mor�in � BetlehemÉg lauk við bókina Morðin í Betlehem í sveitasælunni og þetta er dúndurbók. Hefði viljað ögn meiri yfirlestur á bókinni en hún var svo góð að nokkrar stafsetningarvillur skemmdu ekkert fyrir mér. Það var gaman að fá innsýn inn í framandi menningarheim og fylgjast um leið með miðaldra kennara leysa morðmál.

Nú er komið að „saumaklúbbs“-þættinum, eins og Stöð 2 auglýsir hann, eða Kvennamorðklúbbnum. Hann á að vera sambland af Sex and the City og Cold Case. Ég hef lesið bækurnar og það er ekkert um tísku í þeim eða gömul óleyst mál. Bara fjórar klárar konur sem taka höndum saman og leysa fersk morðmál. Vona að þáttunum verði ekki klúðrað í eitthvað bull! Well, nokkrar mínútur búnar ... veit ekki alveg hvað mér finnst, ég sit alla vega ekkert stjörf yfir honum!

Held ég sé sammála Stöð 2, ekki þeim að kenna að þættirnir eru svona „kvenvænlegir“ og fullir af tilfinningum. Mjúkir, sexí og konurnar kláru úr bókunum svolítið óöruggar með sig og hikandi, ekki mjög fagmannlegar, kasta upp þegar þær sjá lík og svona ... Líklega þykir það bera vott um kvenleika og hljóti að höfða til kvenna. Smile Klára að horfa á þennan fyrsta þátt en sýnist að sunnudagskvöldin verði sjónvarpslaus að mestu í sumar ... reyni kannski að ná fótbolta, fréttum, Monk og Boston Legal. Heheheh


Uppnám á svölum vegna klæðaburðar, smá sjónvarp og oggu bold

Svipað og hjá mérNáði góðu korteri á svölunum í dag ... sem er gott miðað við að sólböð eru ekki á dekurlistanum í himnaríki. Klæðaburður minn var skelfilegur. Blátt mynstrað pils og eiturgrænn fleginn bolur ... mávarnir görguðu af viðbjóði. Svo kom hafgola ég fauk inn enda lauflétt af hungri. Reyni að ná öðru korteri á morgun, þá er þetta orðið gott í sumar.

Saumaklúbburinn MissingEitt kvöldið fyrir stuttu horfði ég á spennuþátt sem heitir Missing. Skil ekki hvers vegna Stöð 2 kallar hann ekki saumaklúbb ... tvær konur í aðalhlutverkum, líklega af því að yfirmaður þeirra er karlkyns. Nema hvað, önnur konan fær alltaf flóknar sýnir um horfið fólk og þarf að reyna að ráða í þær með aðstoð samstarfskonu sinnar áður en týnda fólkið hverfur alveg. Ég var farin að hlæja eftir smátíma því að samstarfskonan truflaði alltaf sýnirnar með því að spyrja umhyggjusöm hvort allt væri ekki örugglega í lagi þegar sýna-konan stóð og horfði stjörf út í loftið eins og hún hefur gert til einhverra ára þegar hún fær sýnir. Þar með vaknaði sjáandinn sífellt upp úr transinum, samt ráðin í lögguna vegna þessarra hæfileika sinna. Frekar fyndið.

Nú verður tveggja tíma lokaþáttur Gray´s Anatomy í kvöld og hér ríkir mikil tilhlökkun. Erfðaprinsinn lætur engan segja sér hvað honum finnst skemmtilegt í sjónvarpinu og horfir á það efni sem hann fílar, hvort sem það heitir kjéddlínaefni eða kaddlaefni. Nú horfir hann á Simpsons á meðan ég fylgist með boltanum. Mikið rignir á aumingja fótboltamennina, þeir eru rennblautir.

HamstrahjóliðSumarbúðirnar hennar Hildu systur eru komnar á fullt og geta áhugasamir kíkt á sumarbúðabloggið (www.sumarbudir.blog.is) og dáðst að handbragðinu á skrifunum. Jú, einmitt, mín skrifaði þetta eftir fréttum úr sveitinni. Ég spurði Hildu hvernig hópurinn, sem kom í gær, væri og hún sagði að hann væri einstakur, gjörsamlega frábærir krakkar. Hún segir þetta alltaf í hverri viku og mér finnst það svo fyndið. Um 80 börn eru hjá henni núna en þegar hún var á Hvanneyri hafði hún pláss fyrir yfir 100. Ég man eftir því þegar sumarbúðirnar voru að byrja fyrir 10 árum og þá komu 30-40 börn á viku fyrsta sumarið. Svo jókst fjöldinn sífellt og síðustu árin þar voru alltaf 70-100 börn.

Taylor og StefaníaÞað er allt að verða vitlaust í boldinu enn eina ferðina. Þegar Taylor ætlaði að fara að kjafta öllu í Thorne rændi Hector henni og batt við handriðið. Svo fór hann að sveifla eldi til og frá, hún sparkaði í hann, hann rotaðist og bæði hefðu brunnið inni ef ekki hefði verið fyrir Stefaníu. Hún leysti ekki Taylor frá handriðinu fyrr en sannleikurinn var kominn í ljós, eða að Taylor hefði ekið á Dörlu. Þetta verður greinilega ættarleyndarmál, Stefanía er meira að segja búin að biðja löggumanninn um að hætta rannsókninni. Þegar Taylor kíkir á Hector á sjúkrahúsinu kemur í ljós að hann er orðinn blindur! Hún segir honum að Stefanía vilji að þessu verði áfram haldið leyndu og Hector er feginn að þurfa ekki að fara í fangelsi.


Kaldranalegt heilbrigðiskerfi

StrætóLangt síðan ég hef tekið innanbæjarstrætó og það var sama stuðið og vanalega. Hress bílstjóri og þægileg ferð. Í vetur eftir að strætó varð gjaldfrjáls var yfirleitt þröng á þingi. Sumir krakkarnir gerðu að leik sínum að fara hring eftir hring eftir hring ef það komu eyður í stundaskránni. Þar sem hér búa eingöngu þæg og vel uppalin börn held ég að bílstjórarnir hafi ekkert verið ofurpirraðir í barnfóstruhlutverkinu. Þetta er örugglega bara nýjabrumið á þessu. Lengi vel sat ég ein í vagninum í dag en svo komu nokkrar konur með börn upp í vagninn á leiðinni upp í Skógrækt í góða veðrinu. Sjá mynd.

Ákvað að skreppa í elsku Skrúðgarðinn eftir mjög svo faglega meðhöndlun Betu á dettíógæfumölinni-fætinum. Þar sat Ásta ásamt fleiri konum og var þrusugaman að sitja þarna og spjalla við þær. Ein konan var nýkomin úr aðgerð vegna brjóstakrabbameins, eða fyrir viku ... og var þetta fyrsti góði dagurinn hennar. Hún lenti í sama ógeðinu og ég árið 2004 og aðrar konur sem þurfa að leggjast á Kvennadeildina, sem þurfa að sprauta sig sjálfar með blóðþynningarlyfi daginn áður. Hún var svo heppin að skólahjúkka hér á Skaganum gerði það fyrir hana, svo hún þurfti ekki að fara inn á starfsvið hjúkrunarfræðinga, lögverndað að ég hélt, ... sem virðist þó þykja í lagi í þessu tilviki. Í hádeginu, daginn eftir aðgerð, var konunni svo hent út (útskrifuð). Maðurinn hennar enn að vinna en hún sárlasin þurfti að leita á náðir ættingja í Reykjavík fram á kvöld.

Tvær úr hópnum, Ásta til hægriMig langar svo rosalega mikið að vita hvort þessi sparnaður, eins og að láta konur sprauta sig sjálfar, nái yfir allar deildir og bæði kynin. Tek það fram að ef ég fæ sykursýki eða slíkt þá myndi ég bara læra að sprauta mig, ekkert mál, en þegar þetta kemur sem aukaálag ofan í slæmar fréttir þá er þetta ekki í lagi. Ég sat heima heilan dag og grét við þetta aukaálag, búin að vera svo æðrulaus að öðru leyti, vissi hreinlega ekki hvort ég væri að deyja eða þetta væri góðkynja. Hef hingað til ekki verið „baggi“ á þessu kerfi og átti inni betri meðferð. Konan sagði að starfsfólkið á Kvennadeildinni hefði verið æðislegt, læknirinn hennar með vængi og vel hefði farið um hana á allan hátt en hún var þó allt of veik til að fara heim á hádegi. Þegar hún ók heim á Skaga með manninum sínum um kvöldið fannst henni þessi stutta leið óbærilega löng, henni leið svo illa. Hún var enn í hálfgerðu lyfjamóki þegar henni var leiðbeint um hvernig hún átti að hugsa um sárin á báðum brjóstum og mundi ósköpSjúkrahús Akraness lítið þegar heim var komið. Því miður var ekki hægt að fá þessa aðgerð gerða hér á Skaganum þar sem allt er mun mannlegra, alla vega enginn sendur fárveikur heim. Spítalinn hérna er frægur fyrir góða umönnun og hingað koma konur víðs vegar að af landinu til að fæða börn. Líka úr Reykjavík.

Ráðamenn þjóðarinnar tala fjálglega um að við eigum besta heilbrigðiskerfi í heimi. Kerfið okkar er vissulega gott að því leyti að við þurfum ekki að bíða í nokkrar/margar vikur eftir uppskurði við t.d. brjóstakrabbameini eins og tíðkast í sumum löndum. Hér er gripið inn í í hvelli og annars frábært starfsfólkið fer bara eftir sparnaðarreglum, skera, sofa, útskrifa!

Ásta var í miklu stuði og þegar maður úr bæjarstjórn settist hjá okkur í sólinni lét hún hann heldur betur heyra það. Svona meira í gríni. Ekki allir sem kunna að meta kaldranalegan húmor en Ásta getur sko verið meinfyndin þegar hún tekur sig til. Ég varði manninn með kjafti og klóm, enda bæði huggulegur og skemmtilegur. Ég sakna sárlega ferðanna með Ástu og Led Zeppelin kl. 6.40 á morgnana til Reykjavíkur þótt strætó sé frábær.

Er að horfa á leikinn Rússland-Spánn og myndin fraus reglulega þar til ég fattaði að setja RÚV á í sjónvarpstækinu, ekki í gegnum myndlykilinn, og rétt náði seinna marki Spánverja í fyrri hálfleik. Ég er karlinn í netabolnum með bringuhárin á þessu heimili með bjór í annarri og flögur í hinni (staðalímynd fótboltabullunnar). Erfðaprinsinn hefur engan áhuga, hlakkar til að sjá úrslitaleikina og búið!


Lævíslegt plott spákvenna og sjónvarpsfólks

SpákonaA 2nd Chance for 7th Heaven Will be Here on June 26th hjá þér, kæra Gurri, ef þú aðeins kaupir eitthvað dótarí af okkur. Svona hljóðaði pósturinn sem ég opnaði áðan. Þetta minnir mig á spákonuna sem ég heimsótti í New York fyrir rúmum tíu árum. Eins og ég hef áður sagt frá virðist vera hægt að lesa mikla heimsku út úr svip mínum og í gegnum tíðina hefur mikið verið reynt að frelsa mig á allan hátt. New YorkSpákonan í New York las mig þannig að ég væri hentugt fórnarlamb fyrir lævíslegt plott hennar. Ég var á skólaferðalagi og við vorum nokkrar staddar í Greenwich Village þar sem við sáum auglýsingaskilti í glugga. Konan bauð upp á lófalestur og tatorspil. Við ákváðum að skella okkur í spá til hennar í algjöru gríni. Þær sem voru hjá mér fengu eðlilega spá en það dimmdi yfir svip spákonunnar þegar hún las í spilin mín. Ég kann á tarotspil og veit að engan hrylling var þar að finna. Hún bullaði eitthvað sem ég man ekki hvað var og bætti svo áhyggjum sínum inn í lesturinn. Áhyggjum af framtíð minni. Eftir spádóminn rétti hún mér nafnspjaldið sitt og bað mig um að hringja í sig þegar ég væri komin til Íslands aftur. Ég ætlaði ekki að gera það en ein skólasystir mín manaði mig til þess og ég var líka pínu spennt yfir erindinu. Spákonan sagði að ef líf mitt ætti ekki verða táradalur þyrfti ég að senda henni fullt af peningum, í kringum 200.000 krónur að mig minnir. Hún ætlaði að láta nokkrar nornir gala seið yfir kristallssteinum, senda mér þá, ég ætti að hugleiða yfir þeim og síðan senda henni þá til baka þar sem nornirnar myndu ljúka verkinu.
Ég var móðguð yfir því að að konan héldi virkilega að ég félli fyrir þessu en gat svo sem sjálfri mér um kennt. Eins og þegar Guðsbörnin héldu að þau gætu frelsað mig inn í söfnuð sinn, söfnuðinn sem í útlöndum var víst mikið fyrir kynlíf með börnum samkvæmt heimildamynd um Guðsbörnin sem ég skrifaði um nýlega. En hva ... alltaf gaman að komast að því hvað lífið getur verið fjölbreytilegt. Algjör óþarfi þó að falla í allar gildrurnar.

TravelerÍ vinnunni á föstudaginn var verið að tala um sjónvarpsþætti og samstarfsmaður minn ráðlagði okkur að fylgjast ekki með Traveler-spennuþáttunum á Stöð 2 þar sem framleiðslu var hætt á þeim í miðjum klíðum ... af því að ekki nógu margar milljónir fylgdust með honum í Bandaríkjunum. Ef þetta er rétt þá skil ég ekki hvers vegna þættirnir voru keyptir til landsins, þetta lá víst fyrir við kaupin og hefur gert í ár, að sögn samstarfsmannsins. En líklega er aldrei of illa farið með sumar-sjónvarpsáhorfendur. Fólk á að vera í ferðalögum á þessum árstíma eða úti í kvöldsólinni. Svona eins og á gamlárskvöld þegar endursýndar bíómyndir eru á dagskrá eftir miðnætti fyrst hvort eð er ALLIR eru úti á djamminu.


Óþarfaviðkvæmni kannski ... og loksins smá bold

Fékk far heim með unga blaðamanninum, þessum sem er stundum samferða mér í strætó á morgnana og vinnur hjá dv.is. Farið munaði heilmiklu og ég var komin heim fyrir kl. 4. Náði meira að segja að horfa á boldið um leið og ég skrifaði síðustu nýju lífsreynslusöguna í bókina. Nýju sögurnar verða 15 talsins og þær gömlu 35. Ákvað að sleppa einni gamalli og setja nýja sem ég fékk í gær í staðinn. Þetta verður dúndurbók, þótt ég segi sjálf frá ... hehehhe

womens-murder-club„Hvað er eiginlega að þeim á Stöð 2?“ spurði ég sárhneyksluð þegar ég var að skoða dagskrársíðuna þeirra fram í tímann. Þar var umsögn um nýjan þátt sem fer að hefjast, Woman´s Murder Club. Fjórar vinkonur eru ekki í neinum venjulegum saumaklúbbi ... og áhugamál þeirra slúður og sakamál. Eitthvað fannst mér ég kannast við aðrar lýsingarnar á konunum, ein rannsóknarlögga, önnur saksóknari,  þriðja réttarmeinafræðingur og sú fjórða rannsóknarblaðakona. Ég hringdi í Forlagið og spurði hvort það verið gæti að þessir þættir tengdust eitthvað bókum James Patterson um vinkonurnar fjórar sem hefðu tekið saman höndum til að leysa morðmál. Það reyndist rétt. Annað hvort hafa persónurnar breyst svona frá bókunum yfir í sjónvarpið en ég held samt ekki.

Sl��ra� um mor�Íslenskir saumaklúbbar eru heilagt fyrirbæri og algjör misskilningur að halda að þótt nokkrar konur hittist yfir kaffibolla sé það sjálfkrafa saumaklúbbur. Þar sem standa tvö tré er skógur ... þar sem sitja tvær konur er saumaklúbbur ... AllyMér finnst þetta að vissu leyti gera lítið úr saumaklúbbum ... og konum. Slúður hefur alltaf þótt ansi neikvætt, hvort sem karlar eða konur eru staðin að því, og hvers vegna eru þessar konur, sem leysa hin flóknustu morðmál, sagðar hafa slúður sem áhugamál? Ekki er það þannig í bókunum. Ég veit að Stöð 2 reynir að selja konum áskrift grimmt núna, það eru frábærir „kvennaþættir“ fram undan og ég ætla sannarlega að horfa á einhverja þeirra milli EM-leikjanna (Ally McBeal og fleiri). Þetta með að vísa til saumaklúbba og slúðurs laðar konur ábyggilega ekkert frekar að þessum þáttum, gæti frekar virkað öfugt á margar okkar. Ef ég vissi ekki að þessir þættir væru eftir bókum James Patterson myndi ég líklega sleppa þeim.

James PattersonRitstjórinn minn glotti bara að mér og sagði að ég væri allt of viðkvæm fyrir þessu, það getur svo sem alveg verið rétt. Ég tek það fram að ég verð líka grautfúl ef mér finnst vegið að karlmönnum á einhvern hátt eða reynt að gera lítið úr þeim. Líklega er þetta bara hugsunarleysi hjá Stöð 2 eða röng markaðssetning. Ætla samt að horfa á þessa þætti, enda eru bækurnar æsispennandi! Karlar í þessu annars ögn minnkandi staðalímyndaþjóðfélagi munu þó eflaust margir halda sig frá skjánum þar sem þetta eru greinilega algjörir stelpuþættir ... svona slúður-saumaklúbbadæmi eitthvað ... þeir sem vita ekkert um saumaklúbba ímynda sér held ég margir að þar fari bara fram kjaftagangur og slúður. Vissulega spjöllum við um ýmsa hluti í Sunnudagsklúbbnum mínum í þau fáu skipti sem við hittumst en ég myndi aldrei skilgreina það sem slúður. 

Takk fyrir að leyfa mér að fá útrás. Smile

taylor&hectorÆtlar þú að segja Thorne þetta?“ spyr Phoebe móður sína í þrítugasta skiptið.
„Hann á skilið að fá að vita sannleikann,“ svarar Taylor í þrítugasta skiptið. Nú ætlar hún að játa fyrir Thorne að það hafi verið hún sem ók á Dörlu.
Baker lögga, sem fann vínlykt af Taylor á sjúkrahúsinu eftir slysið, hefur hana sterklega grunaða um verknaðinn og hefur gengið hart að henni og líka Hectori brunaliðsmanni að viðurkenna þetta. Hann hefur meira að segja sáð fræjum efa í huga Stefaníu, mömmu Thorne. Baker finnst grunsamlegt að Hector skuli hafa farið með Taylor og Phoebe í heimsókn til konu í fangelsi, konu sem fékk langan dóm fyrir að keyra drukkin á manneskju og drepa hana. Ég missti greinilega af þeim þætti en hugsa að Hector hafi ætlað sér með þessu að koma í veg fyrir að Taylor játaði á sig verknaðinn.
Bíll fannst í Mexíkó sem passar við upplogna lýsingu Phoebe. Stolinn bíll sem fyrrum fangi ók, gæti mögulega verið sá seki ... en Baker heldur ekki.

Taylor biður Ridge, fyrrum mann sinn, að koma í heimsókn og lætur hann lofa því að hugsa vel um börnin. Hún segir honum ekkert meira og hann virðist áhyggjufullur.
Hector kemur til Taylor þegar Ridge er farinn og þau þrátta um málið enn einu sinni. Hector segir að Thorne muni aldrei fyrirgefa henni og að hún muni sitja í fangelsi í tíu ár. Hann muni sjálfur lenda illa í því, enda samsekur þar sem hann vissi allt um málið. Taylor segir að Thorne nái ekki að halda áfram að lifa lífinu nema vita hver drap konuna hans.

Hector býðst til að skutla Taylor heim til Thornes til að segja sannleikann, það minnsta sem hann getur gert ... hmmm. Þess í stað rænir hann henni og segir að hún megi aldrei segja neinum frá þessu og hann sleppi henni ekki fyrr en hún lofi ... Hún situr hrædd en hlýðin í bílnum. Þau slást síðan heima hjá honum og hann bindur hana við handriðið. Hún gargar og veinar en hann langar ekki í fangelsi og að missa vinnuna. Var búin að sjá hvað gerist á youtube-myndbandinu sem fylgdi síðustu færslu. Eldsvoði, Stefanía, Hector með bundið fyrir augun á sjúkrahúsi, mikið drama.

NickP.s. Best að vera hreinskilin. Ástæðan fyrir því hversu langt er síðan ég hef boldað er sú að Nick tók upp gítarinn í einum þættinum nýlega og söng ástarljóð til Brooke. Það tók 15 slökkviliðsmenn tvo tíma að laga hjartslátt minn og ég þurfti að drekka fimm kókflöskur til að hætta að kasta upp. Eða hefði þurft ef ég væri ekki svona hörð af mér. Ég hef ekki enn getað hlegið eftir áfallið og þetta atriði úr boldinu mun fylgja mér alla ævi, líka orsaka martraðir, skertan svefn eða hroðalegar andvökunætur. 

Nick með gítarinn sinn. 


Rafmagnsbíll, matarboð, 1986 og sumarfrí ...

RafmagnsbíllVinnudeginum lauk einstaklega skemmtilega í gær. Ritstjórinn minn keyrði mig á rafmagnsbíl niður í bæ og var gaman að sjá viðbrögð fólks við bílnum sem er lítill og krúttlegur. Hundrað kílómetra akstur á honum kostar 78 krónur! Það færðist blíðusvipur yfir aðra vegfarendur við að sjá þennan líka sæta bíl og fögru konurnar inni í honum. Við vorum þó ekki sammála um þennan sem flautaði á okkur á Miklubrautinni, ég held að þetta hafi verið aðdáunarflaut en Elín var viss um að einhver hafi verið að reka á eftir okkur. Hann kemst nú alveg upp í 70 þessi litli sæti dúllubíll en er svo sem ekki sá kraftmesti í brekkum, sé þungu steypubílana fyrir mér taka fram úr í Hvalfjarðargöngunum ... en 78 krónur fyrir 100 kílómetra ... þetta er framtíðin! Til eru bílar sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, aðrir þyngri og stærri sem komast á 90 km/klst. Elín skutlaði mér á Grettisgötuna til Nönnu Rögnvaldar í mat en það er orðið ansi langt síðan við höfum hist. Maturinn var fáránlega góður, þrírétta gómsæti með önd í aðalrétt. Hekla var stödd hjá ömmu sinni, skemmtileg og klár stelpa sem ég hef þekkt frá fæðingu. Ég hef eiginlega þekkt mömmu Heklu frá fæðingu. Hekla er að vinna að skemmtilegu skólaverkefni um árið 1986, tísku og fleira. Gaman var að rifja það ár upp yfir matnum, enda eitt skemmtilegasta ár lífs míns.
Það hittist svo vel á að brottfarartími okkar erfðaprins hentaði vel Lilju strætóvinkonu sem vinnur á Laugaveginum og alltaf fram á kvöld á föstudögum. Við gátum því gefið 20.45 strætó frá Mosó langt nef þegar við brunuðum þrjú heim á leið.

Karlar eða hvaðNú er bara vika í sumarfrí hjá mér og EM í fótbolta ... já, og krúttlega „stelpuþætti“ á milli leikjanna. Tek það fram að ég hef ekkert á móti sætum, væmnum og dúllulegum þáttum, sem eru líklega vinsælli af kvenþjóðinni, en mér finnst leiðinlegt hvernig þetta er sett fram hjá Stöð 2 og SkjáEinum. Veit til þess að fólk hefur sagt upp áskrift að Stöð 2 vegna þessa. Við stelpur höfum áhuga á miklu fleiri hlutum en tilfinningaríku efni, sem reynt er svo mikið að halda að okkur, við fílum líka alveg stjórnmál, bókmenntir, íþróttir og spennuþætti. Kannski er þetta ekkert stórmál en þetta litla skiptir samt líka máli.

Það skrýtnasta finnst mér þó að ef maður gagnrýnir þetta þá koma miður kurteislegar ásakanir um beiskju, offitu og skort á innihaldsríku lífi, jafnvel karlhatur. Þeir sem þekkja mig vita að ég elska karlmenn, er eiginlega alveg vitlaus í karlmenn þótt ég sé ekki nógu dugleg að blaka augnhárunum framan í þá í veiðiskyni! Ég hlakka reyndar mikið til að sjá Ally McBeal-þættina aftur, þótt þeir séu flokkaðir sem kvenvænlegir, en ætla samt ekki að láta þá stela mér frá boltanum ef það hittist þannig á (sem ég vona ekki). EM er á fjögurra ára fresti og er algjör veisla. Annars ætla ég að njóta útiveru á svölunum í sumarfríinu (já, líka í rigningu), gera „vor“hreingerningu í himnaríki og lesa einhver ósköp.


Bold úr himnaríki og hitt boldið - varúð

TannlæknirHimnaríkisbold: Erfðaprinsinn er með tannpínu dauðans og er stokkbólginn. Hann fékk neyðartíma hjá Ingjaldi tannlækni snemma í fyrramálið. Ingjaldi sem ég stökk upp úr stólnum hjá fyrir 40 árum þegar hann ætlaði að deyfa mig. Mömmu var nær að hræða mig til hlýðni með óþekktarsprautu þegar ég var lítil. Ég þjáðist af mikilli sprautuhræðslu til 21 árs aldurs. Svona voru bara tímarnir þá. Mér fannst strax heilbrigðara þegar ég hótaði syni mínum ungum að slíta af honum handleggina ... og honum fannst það svo fyndið að hann hætti að vera óþekkur.

Hitt boldið: Bridget ræðir ástamál sín við Nick, fyrrum eiginmann og núverandi stjúpföður, en Nick segir henni að Dante hafi aldrei verið nógu góður fyrir hana en Dante hefur snúið aftur til Feliciu, barnsmóður sinnar og hálfsystur Bridgetar, sem hann gat ekki hugsað sér að giftast fyrir nokkrum þáttum af því að hann elskaði Bridgeti heitast af öllu.

Taylor og PhoebeTaylor er búin að viðurkenna fyrir Thorne að hún hafi ekið á Dörlu, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Hectors sjúkrabílaslökkviliðsmanns (var Hector ekki sætari, er búið að skipta um leikara? Eða er það hárgreiðslan?)
„Varstu drukkin þegar þú myrtir konuna mína?“ spyr Thorne alveg brjálaður. „Ég vildi bara að þú vissir sannleikann, þetta var slys, Darla datt út á götu og í veg fyrir bílinn minn,“ kveinar Taylor. „Ásakar þú Dörlu fyrir að detta? Þú kemur hingað til að hugga mig og ert síðan bara að friða eigin samvisku.“
Taylor vaknar æpandi, þetta var bara draumur. Phoebe huggar hana og hughreystir.

Brooke og RidgeThorne hringir í Taylor og ítrekar klikkað þakklæti sitt. Til að kvelja Taylor enn meira segir hann að nú sé Darla örugglega að horfa niður úr himnaríki á hana, þakklát fyrir stuðninginn sem hún veitir ekklinum og barninu hans. Hver myndi viðurkenna að hafa óvart drepið Dörlu í þessum sporum? Ekki ég.

Bridget tekur á sig sökina vegna sambandsslitanna við Dante, hann vildi hjónaband, barn og allan pakkann, karlmenn eru svo giftingarsjúkir. Bridget er útskrifaður læknir, það gerðist í kringum andlát Dörlu og Bridget vildi ekki gera veður út af því. Ég hef reyndar aldrei séð hana opna skólabók í þessum þáttum, bara vera á kafi í flóknum ástamálum þegar mamma hennar hefur stolið hverjum kærastanum af öðrum af henni .... ókei, tveimur. Nick vill halda upp á Dr. Forrester-nafnbótina en Dr. Bridget er ekki til í það.

Donnu og Ridge kemur vel saman og þau spjalla mikið saman, daðra pínku. Nick heyrir í þeim og segir fúll við Donnu: „Ættir þú ekki að vera farin? Ridge er bara að leika sér að þér.“
R.J. litli vaknar, sonur Brooke og Ridge. Donna fer upp og þá geta hanarnir rifist. „Þú notar Donnu bara til að gera Brooke afbrýðisama.“ „Er þetta rétt, Ridge? Ertu að nota mig til að gera systur mína afbrýðisama?“ spyr Donna sem kemur niður stigann, búin að hugga krakkann. Hún virðist sár.

Að lokum kemur hér æsispennandi myndband, klippa af atburðum sem hafa nýlega átt sér stað og munu gerast í framtíðinni:

 


Sannir vinir og svo hinir sem fá senda þorrabakka

RússlandBretland 6, Lettland 2, Portúgal 7, Noregur 8, Spánn 4, Malta 6, Finnland 7, Svíþjóð 8 og
Danmörk 12.

Þessi lönd eru vinir okkar, alvöruvinir. Til þessara landa skulum við fara í sumarfrí, knúsa, kyssa og þakka fyrir okkur. Hinir fá senda þorrabakka við fyrsta tækifæri. Já, ég hélt sko bókhald yfir þetta.
Fann fyrir ógurlegri þakklætistilfinningu þegar elsku Danir gáfu okkur fullt hús og komu okkur upp úr 17. sæti (held ég) og upp í það 14. (held ég).

GriðastaðurNú er það bara spennubók, Griðastaður eftir Raymond Khoury. Hún er í Da Vinci-lykilsstíl, sýnist mér.

Um bókina: "Napólí árið 1750. Í skjóli myrkurs ryðjast þrír vopnaðir menn undir forystu prinsins af San Severo inn í höll eina og krefjast þess að íbúi hennar ljóstri upp leyndarmáli sem hann einn þekkir. En hann sleppur og eftir stendur prinsinn, heltekinn af trylltri löngun til að komast yfir leyndarmálið.
Bagdad árið 2003. Í brennandi eyðimerkurhitanum rekst herfylki í eftirlitsferð á leynilega rannsóknarstofu þar sem tugir karla, kvenna og barna hafa verið myrtir á hryllilegan hátt. Vísindamaðurinn sem ber ábyrgð á voðaverkinu kemst undan en skilur eftir vísbendingu, dularfullt tákn sem virðist búa yfir ógnarmætti.
Í Berút er fornleifafræðingnum Evelyn Bishop rænt og Mia dóttir hennar leggur upp í háskalega ferð til að finna hana og komast að leyndarmáli táknsins."

Nýbúið er að ræna Evelyn þar sem komið er sögu hjá mér og Mia, dóttir hennar, er enn í yfirheyrslu.

Megi annars kvöldið verða gott hjá ykkur.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 296
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 1777
  • Frá upphafi: 1454246

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 1489
  • Gestir í dag: 240
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband