Færsluflokkur: Sjónvarp
12.3.2008 | 18:04
Fljótlegur og gómsætur kvöldverður með dassi af boldi
Hjartans erfðaprinsinn stendur á haus (orðatiltæki) í eldhúsinu og býr til uppáhaldið okkar, mexíkóskar pönnukökur, eins og við köllum það. Hann setur milda salsasósu á tortillaköku, síðan smá gráðaost, rjómaost og síðast rifinn ost. Svo setur hann aðra tortillaköku yfir. Skellir samlokunni á heita pönnu og snýr henni svo við eftir smástund. Tilbúið þegar osturinn er bráðnaður. Sker svo í fjóra bita. Þetta er hrikalega gott. Gamli ritstjórinn minn, Elín Alberts, kenndi mér þetta í gamla daga og erfðaprinsinn betrumbætti síðar með smá dassi af gráðaosti og rjómaosti, sem gerir þetta ekki verra. Er bara ekki kvöldmaturinn kominn hjá ykkur, bloggvinir kærir?
Bold-þátturinn í gær var eiginlega bara endurtekning á mánudagsþættinum, allt það sama sagt en með öðrum orðum, það var fyrst í dag sem eitthvað nýtt gerðist, en varla þó.
Hvernig fékkstu Taylor til að selja hlutabréfin? spurði Jackie, mamma Nicks daðursfull.
Bobby í Dallas: .... (þögn). Hann þorði ekki að viðurkenna að hann hefði sofið hjá Taylor, enda vill hann halda Jackie volgri/hott. Þau þamba kampavín og Bobby daðrar á móti, svínið. "Þú er mjög kynþokkafullur," segir Jackie og Bobby kyssir hana. Sú á eftir að verða sár þegar hún fréttir um hjásofelsi hans og Taylor. Vegna leikaraeklu í Hollywood grunar mig að eitthvert árið komi í ljós að Bobby sé ekki blóðfaðir Brooke og þá geta þau byrjað saman. Í þessum þáttum byrjar fólk að sofa saman þegar það kemst að því að það er ekki blóðskylt. Sparar leikara og auðvitað er spennandi þegar allir sofa hjá öllum ...
Stefanía ræðir rólega en af sannfæringu við Brooke um brottreksturinn og biður hana um að láta kærastann, Nick, og pabbann, Bobby í Dallas, ekki hafa þessi áhrif á ákvarðanir hennar. Hún lætur síðan sprengjuna falla og segir Brooke að pabbi hennar hafi sofið hjá Taylor.
Brooke var reyndar búin að fá þá snilldarhugmynd að stjórna Forrester-fyrirtækinu frá höfuðstöðvum Marone-fjölskyldunnar, eða þar sem Nick og pabbi hans ráða ríkjum. Þá þyrfti hún aldrei að hitta Ridge og Nick yrði rólegri fyrir vikið. Viltu þá skila mér þessum 2%, spyr Stefanía en Brooke þrjóskast við. Bridget er orðin skotin í Nick aftur en hann talar bara endalaust um Brooke sína, mömmu Bridgetar.
Til að gleðja ykkur enn meira kemur hér myndband með áhugaverðri söngkonu. Enginn annar en Breiðholtshatarinn sendi mér það. Hann er fundvís á smart efni af Netinu.
http://www.singsnap.com/snap/watchandlisten/play/b9d92189
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
8.3.2008 | 14:31
Gestir koma til miðdegisverðar
Skjótt skipast veður í lofti. Fékk unaðslega upphringingu um hádegisbil og hætti samstundis við bæjarferð, það verður hvort eð er allt fullt af fólki á bókamarkaðnum og örugglega súrar bækur þar ... ég á líka nóg af lyktargóðu efni í bað svo lush má bíða aðeins. Hún Katrín Snæhólm ætlar að kíkja í heimsókn með karlinn og krakkalakkana, líka barnabarnið. Erfðaprinsinn verður bara að fara einn á Mensa-fundinn. Katrín hefur bara einu sinni komið í heimsókn í himnaríki og þá var hún enn búsett í Bretlandi.
Mér þótti leitt að skilja ykkur svona eftir í lausu lofti í gær með BOLDIÐ og þeir sem vilja kíkja á framhaldið geta farið á þessa síðu (hlekkur fyrir neðan) og séð hverjir fara að sofa hjá hverjum, hver keyrir fullur, hver deyr og hverjir giftast og hverjir giftast næstum því. Í gær var þáttur nr. 4820 sýndur. Ég er búin að lesa upp í 4892 og veit því ýmislegt.
P.s. Minnir að einhvers staðar í himnaríki leynist bók með sama nafni og fyrirsögnin, gömul glæpasaga í léttum dúr.Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.3.2008 | 19:46
Dyggð undir dökkum hárum
Stór hluti samstarfsfólksins flýgur til Svíþjóðar í fyrramálið, á árshátíð. Þetta var frekar klikkaður dagur í dag, bæði annasamur og villtur (vegna leynivinaleiksins) og í stað þess að hanga í vinnunni fram á kvöld tók ég ólesnar síðuprófarkir með mér í strætó og leitaði að villum, röngum skiptingum á milli lína og slíku á heimleiðinni. Birtan úti gerir þetta mögulegt og mjúk keyrsla ókunna strætóbílstjórans sem ég kalla í huganum Gumma II.
Það var ansi gaman að sjá fögnuðinn og kossana þegar fólk komst að því hverjir átti hvaða leynivin/i. Ég fékk sætan koss frá hinni yndislegu Kolbrúnu Pálínu, blaðamanni á DV, og ekki síðri frá Helgu minni, prófarkalesara og ástkærri bloggvinkonu. Veit núna að ég hefði ekki þurft að rembast jafnmikið að hafa gjafirnar til þeirra svona ólíkar, þær sitja ekki nálægt hvor annarri og hefðu ekkert fattað.
Í morgun var svooooo hvasst á leiðinni í bæinn, hviður í kringum 32 m/sek á Kjalarnesi og til að lifa af þennan hrylling hellti ég mér ofan í lestur hryllingsbókar eftir Dean Koontz, það var mun skárra að gleyma sér yfir morðóðum djöflum en upplifa strætó hristast og skjálfa. Heimir fór létt með að koma okkur heilum á húfi í Mosó!
Annað: Það lítur út fyrir gott sjónvarpskvöld ...
Kl. 20.15 Gettu betur á RÚV.
Kl. 21.00 Life á SkjáEinum.
Kl. 22.15 ReGenesis á Stöð 2.
Kl. 23.15 Anna Pihl á RÚV.
P.s. Var andlaus í sambandi við fyrirsögn, man eftir þessari sem bókatitli í eldgamla daga!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.3.2008 | 19:42
Ævintýri í Eyjum 1974
Aldeilis sem Eyjamenn lenda í vetrinum núna á meðan við Skagamenn sitjum hálfberir úti og grillum, eða myndum gera ef það væri aðeins hlýrra.
Ég á fínar minningar frá Eyjum. Var ekki nema 15 ára þegar ég fór þangað í febrúarmánuði, ári eftir gos, ráðin sem sérlegur ormahreinsari í Ísfélagi Vestmannaeyja. Hafði flosnað upp úr námi í Vörðuskóla og átti íslenskukennarinn minn ekki síst sök á því. Viðkvæm daman þoldi ekki háðsglósur hans á borð við: Guðríður, helltu úr þinni andlegu ruslatunnu og segðu okkur hvað andlag er! Eftir að hafa haft ástkæran Rögnvald sem kennara í Barnaskóla Akraness og þar á eftir Jón Marteins í Austurbæjarskóla, strangan en frábæran, var þetta ekkert nema áfall. Það spilaði að sjálfsögðu inn í að einhverra hluta vegna var ég aðskilin frá gömlu bekkjarfélögunum mínum úr 1. og 2. bekk Austurbæjarskóla, m.a. Áslaugu, Nönnu, Valdísi Gunnars (jamm, einu, sönnu) og fleirum og skellt í landsprófsbekk með krökkum úr Hlíðaskóla, held ég. Gæti ekki nefnt eitt einasta þeirra á nafn í dag. Ekki hreifst móðir mín af þessu, að dóttirin hætti í skóla og færi á vertíð, en lét undan að lokum þegar ég sagði henni að ég ætlaði í landspróf aftur næsta vetur. Það stóð ég líka við.
Hálft ár í Eyjum var stórskemmtilegur og lærdómsríkur tími. Ég var rekin úr vinnunni (bara einu sinni) fyrir sakir herbergisfélaga mína, var fárveik og mætti samt hvergi bangin í vinnuna þegar mér var batnað. Haldið var klikkað partí í litla herberginu sem hýsti okkur þrjár og ég man ekki eftir neinu vegna veikinda, þó rámar mig í að fjöldi fólks hafi setið á rúminu mínu og djúsað og reykt. Mér datt ekki í hug að láta reka mig fyrir þetta og ekki urðu frekari eftirmál.
Eins gott að ég hafði verið í herbergi með þessum stelpum og kynnst þeim, annars hefði getað farið illa fyrir mér. Ég var of ung til að komast inn á böll en tókst alltaf að koma mér inn með einhverjum ráðum. Athugull dyravörður gerði mér erfitt fyrir eitt kvöldið og ég þurfti að beita miklum fortölum. Önnur af herbergisfélögunum átti í sambandi við þennan dyravörð án þess að ég vissi og inni á kvennaklósetti tók hún mig hálstaki og spurði hvort ég hefði verið að reyna við hann. Þessi stúlka var mikil vexti og tók reglulega þátt í óopinberum kraftakeppnum í frystihúsum í Eyjum ... og sigraði marga hrausta menn. Hún var kölluð Trölla en enginn hefði dirfst að segja það við hana. Hún trúði mér þegar ég sagði henni að ég hefði engan áhuga á manninum. Sjúkkittt!!! Mér þótti leitt þegar ég frétti löngu seinna að hún hefði verið myrt af eiginmanni sínum.
Þegar haldin var árshátíð Ísfélagsins þurfti að panta vínið frá Reykjavík, enda ekkert ríki á staðnum. Þótt ég væri bara 15 ára var að sjálfsögðu pöntuð vodkaflaska fyrir mig. Yfirleitt var unnið frá átta á morgnana til tíu á kvöldin alla daga vikunnar, það þótti gott ef við hættum ögn fyrr á laugardagskvöldum og alltaf var farið á ball. Helgarvinnan minnkaði þegar nær dró sumri. Ég hef sagt frá því áður en um tíma vann sjálf Shady Owens úr Trúbrot með mér og mér hlotnaðist sá mikli heiður að fá að fara út í sjoppu fyrir hana.
Jamms, ég á frábærar minningar frá Eyjum.
Vont veður í Vestmannaeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2008 | 17:55
Frábærir Skagamenn ...
Sama hvert farið er á Skaganum er ekki talað um annað en slysið í gær. Samhugur Skagamanna er einstakur og fólk hugsar greinilega með mikilli samúð mikið til aðstandenda strákanna. Þótt Akranes sé ekki lengur lítill staður þá finnst mér hann samt hafa ákveðna kosti smábæjar, sérstaklega þegar kemur að einhverju á borð við þetta.
Elskan hann Tommi kom á Skrúðgarðinn þar sem ég sat og úðaði í mig kínverskri súpu eftir átökin í sjúkraþjálfuninni þar sem Beta barðist við gömul stríðsmeiðsl mín. Það urðu fagnaðarfundir, alla vega mín megin, honum finnst ég svikari við strætó að fara svona oft með Ástu í drossíunni og kallar okkur alltaf glyðrur. Ég sagðist reyndar hafa blikkað hann á föstudaginn á Kjalarnesi og hann mig á móti með bílljósunum en Tommi hnussaði og sagðist hafa verið að blikka Gumma. Það er sem ég segi, ekki séns að reyna að binda trúss sitt við strætóbílstjóra, þeir blikka bara hver annan.
María var með tvo yndislega unglinga í starfsþjálfun, man bara að strákurinn heitir Freyr og hann tók dansspor þegar hann færði mér kaffið, algjör sjarmör. Svo kom unga stúlkan eftir smástund til að spyrja mig hvernig mér hefði líkað veitingarnar. Besta þjónusta sem ég hef fengið lengi.
Í gærkvöldi ætlaði ég að vera rosagóð við okkur erfðaprins og bjóða okkur upp á eitthvað gott að borða. Við hringdum á Galito og pöntuðum okkur mat. Ég gat ekki hugsað mér pítsu, bara gamla, góða Tandoori-kjúklinginn. Sömu fyrirskipanir og áður ... krydda kjúklinginn betur (meira tandoori-bragð) og engar furuhnetur í salatið, takk. Nú ... maturinn var meira kryddaður eins og ég bað um en bara saltari og ég hata mikið saltbragð. Engar furuhnetur voru í salatinu, bara kasjúhnetur (arggg) og ég hata hnetur! Hvílík vonbrigði. Svona getur misskilningur orðið, maturinn hjá Galito er alltaf frábær en þegar ég panta næst ætla ég að vera skýrari í máli. Hvernig átti ég að vita, enda langt síðan ég pantaði síðast, að þeir væru farnir að setja fleiri hnetutegundir (ókei, furuhnetur eru fræ) í salatið? Ég hringdi voða sár og fékk svo ljúft viðmót í símanum að pirringurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Kisurnar voru hrifnar af kjúklingnum, alla vega Tommi. Kubbur vill bara þurrmat.
Brooke er komin að sjúkrabeði Ridge eftir að Stefanía grátbað hana um það, faðmaði hana og lofaði að vera alltaf góð við hana. Nick er frekar óhress, enda búinn að fá hana alla leið til Mexíkó í dekur og daður. Dante er farinn að reyna við Feliciu eftir að Bridget hryggbraut hann. Mér sýndist þau kyssast þegar mér var litið á skjáinn áðan. Jamms, Ridge er að vakna og kominn með lífsviljann aftur. Stefanía grætur. Var ég búin að minnast á að pabbi Brooke, Bobby í Dallas, er farinn að deita Jackie, mömmu Nicks, hún gafst upp á Eric sem giftist alltaf Stefaníu þegar eitthvað bjátar á.
16.2.2008 | 14:36
Útlitsgallaðir aukaleikarar og nauðsynlegar njósnamyndavélar
Horfði með öðru á boldið í hátíðarlaugardagsendursýningu í dag. Nú er allt vitlaust (eins og alltaf). Ridge fékk hjartaáfall, rifu á ósæðina, og kallar stöðugt á Brooke sína sem er í lúxusferð í Mexíkó með Nick sínum. Merkilegt hvað persónurnar hafa notað hjartaáföll til að stjórna fólkinu í kringum sig. Áður en Ridge hneig niður sagði hann við móður sína að hún hefði eyðilagt líf hans. Stefanía hóf leit að Brooke og þegar ég kom upp úr baðinu sá ég að hún var komin til Mexíkó og grátbændi Brooke um að koma að sjúkrabeði Ridge. Nick varð ekki hress á svip, ber að ofan og svona. Enda var þetta þannig ferð.
Á Bold-háskólaspítalanum er þess vandlega gætt að hafa aukaleikarana örlítið útlitsgallaða og ég hef aldrei áður séð í þessum þáttum eins mikið samansafn af feitum rössum. Það undirstrikar líklega glæsilegheit og gallaskort aðalleikaranna. Varir Taylor nutu sín a.m.k. ósegjanlega vel á sjúkrahúsganginum.
Hilda systir er á leiðinni með fullan bíl af börnum og við ætlum að hittast í Skrúðgarðinum. Fattaði ekki að segja henni að hún gæti ekki viðrað börnin á sandinum, það er enginn sandur. Háflóð nú um miðjan dag. Líklega dríf ég mig síðan með henni í fimmtugsafmæli vinkonu okkar kl. 18 í höfuðborginni. Heilsan skánar með hverjum klukkutímanum. Get þá tekið elsku hjartans strætó til baka kl. 20.45. Í fjölskyldufréttum er annað helst að Mía systir ætlar á Ladda-skemmtunina í kvöld. Meira útstáelsið á þessari fjölskyldu.
Nú þjáist ég af valkvíða. Eyjan er komin með vefmyndavél í miðbænum; http://eyjan.is/webcam Þar get ég fylgst með nýjustu tískustraumum landans og slagsmálum, staðsett flotta menn með einmana blik í augum og séð hverjir eru kaffisjúkir, sjá rauða, lága húsið fyrir miðri mynd sem hýsir Kaffitár í Bankastrætinu.
Hvenær á ég nú að hafa tíma til að vakta Kötlu? http://ruv.is/katla/ Hvað gerist svo þegar þeir druslast loks til að hleypa almenningi að Eldeyjarvefmyndavélinni?
13.2.2008 | 10:15
Innrás meinatæknanna og olíubornir dillibossar ...
Það reyndist aldeilis engin pynting að fara í blóðprufuna í morgun. Sat á biðstofunni og reyndi að hughreysta kvíðna móður, afar sprautuhrædda, en litla dóttir hennar var að fara í prufu. Pabbinn kom líka með, sjúkkitt. Ég sagði henni eins og var, að þar til ég var rúmlega tvítug hljóp ég öskrandi á brott frá öllum sprautum í sjónmáli. Hugsaði skömmustuleg um það þegar elskan hann Ingjaldur tannlæknir ætlaði að deyfa mig, kannski var ég níu ára, þá stóð ég upp úr tannlæknastólnum, flýtti mér í stígvélin og út! Jamm, "falskar um fermingu" virkaði ekkert á mig, þær eru ekki komnar enn, áratugum síðar. Elskan hún Kristín sjúkraliði, gamla bekkjarsystir mín úr barnaskóla, þaut þarna um í hvítum slopp og heilsaði glaðlega. Ég sendi henni boðskort í afmælið mitt en hún hélt að það væri djók þar sem hún vissi ekki að ég væri flutt á Skagann. Vonandi kemur hún næst ... daginn sem ég hætti að vera rúmlega fertug.
Glaðlegt fólk var á rannsóknarstofunni. Rannsóknarmaðurinn argaði hátt og snjallt fæðingardag minn og ár, eins og væri eitthvað merkilegt að ég væri rúmlega fertug, og ég sagði kuldalega (besta vörnin er sókn): Já, þú hefur greinilega áttað þig á því að við Madonna erum jafnaldrar! Hann glotti og sagðist sjálfur eiga sama afmælisdag og Elvis, það munaði reyndar einhverjum árum á þeim. Konan sem tók úr mér blóðið var fáránlega mjúkhent og ég fór ekkert að gráta. Svo bara hviss, bang, allt búið! Ekki leist þeim vel á líkingu mína við leikritið góða Sláturhúsið hraðar hendur, þrátt fyrir blóð og snögga afgreiðslu ... vissulega er engum slátrað þarna, held ég. Í skaðabætur fyrir innrásina í virðulegt blóðkerfið tók ég bómullarhnoðra og límbandsrönd með mér heim. Kíkti undir bómullarhnoðrann áðan og það er ekki einu sinni að sjá nálarstungu. Mikið er annars allt notalegt hérna á Skaganum, persónuleg þjónusta og elskulegheit hvar sem maður kemur.
Í bíl erfðaprinsins í fyrradag heyrði ég útvarpsauglýsingu um kvennakvöld í Reykjavík! Lofað var olíubornum, karlkyns dillibossum, tískusýningu og svona. Frekar hallærislegt, finnst mér. Það þykir ömurlegt að olíubornar konur séu til sýnis á karlakvöldum, þetta er sko ekkert skárra. Kannski tala ég bara út frá sjálfri mér. Villt ímyndunaraflið fær bara notið sín nálægt kappklæddum körlum í vetrargöllum með lambhúshettur og vettlinga. Ekki nálægt hálfnöktum, olíubornum dillibossum, sorrí. Tala nefnilega af mikilli reynslu ... en þegar ég var rúmlega tvítug fengum við nokkrar gellur á skrifstofunni á DV boðskort á sýningu Pan-hópsins í húsnæði við Hlemm (sem síðar breyttist í Keisarann, held ég). Þarna labbaði um ungt, hálfnakið fólk í ögrandi, klámfengnum (út í sadó/masó) klæðnaði, undanrennuhvítt á litinn og ótrúlega vandræðalegt á svipinn. Svona ungt og ólgandi kvendi, eins og ég var (nú er ég bara ólgandi) fannst mér þetta hrikalega hallærislegt. Eftir þessa reynslu, sem eyðilagði bæði æsku mína og sakleysi, hef ég forðast eins og heitan eldinn að koma nálægt öllum svona uppákomum.
Ný morgunsápuópera er byrjuð á Stöð 2, spænsk og heitir Ljóta Lety. Þetta er víst fyrirmyndin að Ljótu Betty sem er sýnd á RÚV við miklar vinsældir. Ætla samt að láta boldið nægja, vildi bara segja frá þessu. Held að sumir karlkynsbloggvinir myndu hreinlega fara að skæla ef hér yrði bloggað um aðrar sápuóperur. Dettur helst í hug Kjartan og Þröstur ...
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2008 | 23:42
Hvíta kaffið, vélkonan og boldí bold
Birti hérna mynd af hvíta kaffinu á Reykholti til að bloggvinirnir haldi ekki að ég sé ýkin. Þessi vökvi gekk undir nafninu latte, ekki kakó úr hvítu súkkulaði. Svona latte getur maður jafnvel fengið á fínustu veitingastöðum, jafnvel kaffihúsum, sumir leggja heldur minni áherslu á kaffið en æskilegt væri. Hnusss! Súkkulaðibomban bætti þó fyrir allt saman. Aðalrétturinn (spínatlasagna) var svo rosalega hollur að við þurftum að sætindajafna. Minni líka á að við litum út eins og pönkarar og þeir eru aldeilis óþekkir þegar þeir taka sig til.
Ætla að horfa á Bionic Woman núna fyrir svefninn. Man vel eftir þessum þáttum á BBC eða ITV þegar ég var au pair í London fyrir einhverjum árum. Minnir að þeir hafi verið spennandi.
Horfði lauslega á boldið og svei mér þá ef Bobby í Dallas (Stephen Logan), pabbi Brooke, er ekki orðinn skotinn í Jackie, mömmu Nicks. Bræður börðust greinilega, Ridge og Nick slógust um Brooke á mánudagskvöldið (og ég missti af því) og svo reynir Stefanía djöfull að reka fleyg á milli ömmubarns síns, Dominicks litla og föður hans (og auðvitað Bridget sem lofaði að ganga honum í móðurstað ef Felicia dæi en hún lifnaði við). Steffí hótar að reka Dante úr vinnunni en atvinnuleyfi hans í USA er bundið við Forrester-tískuhúsið. Hún er nú meira kvendið. Taylor, geðlæknirinn geðþekki, blaðrar í alla sem hún hittir að Ridge hafi sofið hjá Brooke, og hún hafi verið hálfmeðvitundarlaus vegna lyfjaneyslu og ekkert fattað. Mér sýndist Brooke reyna að telja Nick á að hálfdrepa ekki Ridge. Jamms, það er fjör.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.2.2008 | 23:09
Dregið til tíðinda ...
Mikið er dásamlegt í þessum fimbulkulda að hún Erla skuli vinna í sama húsi og ég í Hálsaskóginum, ekki er heldur amalegt að hún búi í sama sveitarfélagi og sérdeilis ekki slæmt að hún skuli eiga bíl og fara akandi heim kl. 17. Akkúrat kl. 17.00 í dag var hið fullkomna tilvonandi tímarit fulllesið og tilbúið í prentsmiðju.
Ég fékk það þakkláta hlutverk að skafa framrúðuna að innan og má segja að við Erla höfum lent í ör-stórhríð eitt augnablik sem var bara hressandi. Erla spurði mig á leiðinni af hverju brekkan héti Súkkulaðibrekkan. Ég horfði þolinmóð á hana og útskýrði fyrir henni að Nói Síríus væri neðst í brekkunni. Þá skildi hún allt.
Gaman að sjá náfrændur mína, Skagfirðinga, næstum rústa Fljótdalshéraði í Útsvari í kvöld en skemmtunin stóð ekki lengi ... sjokkið kom í lok þáttarins þegar dregið var til tíðinda ... eða í átta liða úrslit.
Við Skagamenn fengum Kópavog of oll pleisis þann 28. mars nk., sem væri í góðu lagi ef Hilda systir byggi ekki í Kópavogi og Davíð frændi yrði ekki 19 ára þennan sama dag.
30.1.2008 | 18:15
Sjúkrapróf á lyftara og boldí bold ...
Rúllaði upp á Skaga með erfðaprinsinum í flotta kagganum hans. Fór í Harðarbakarí og keypti smá sjúklingafæði handa Ástu og færði henni líka smá lesefni. Hún er að mygla úr leiðindum og veikindum. Þarf að klára grein og gat því ekki leyft mér það ábyrgðarleysi að setjast inn í kaffi hjá henni. Hún sagðist vera hætt að smita þegar ég rétti henni dótið með gaffallyftara sem ég rændi úr Sementsverksmiðjunni. Sjúr!
VARÚÐ - BOLD:
Ridge setti drengjamet í lúðahætti í boldi gærdagsins þegar hann laumaði sér upp í rúmið hjá Brooke. Hún var uppdópuð af kvíðastillandi og hafði ekki kraft eða rænu til að fleygja honum fram úr. Á meðan var ástmaður hennar upptekinn við að bjarga móður sinni, Jackie úr fangelsi, sem tókst en á meðan notaði stóri hálfbróðir hans tækifærið, allt að undirlagi Massimo föður þeirra.
Hálfsysturnar Felicia og Bridget rífast um Dominick litla en Dante, pabbinn, ætlaði nú bara í skreppitúr með Bridget sína og barnið til Ítalíu og leyfa fjölskyldunni að sjá óvænta nýja barnið sem allir héldu áður að Nick ætti. Stefanía, mamma Feliciu, stendur með Feliciu og er hætt að vera næs við Bridget, enda tókst henni ætlunarverk sitt að stía Nick og Bridget í sundur ... svo að Nick og mamma Bridget, Brooke, gætu verið saman og þá er engin hætta á því að Ridge, sonur hennar, sé með erkióvininum Brooke. Verst að gamli ástmaður hennar og blóðfaðir Ridge, hann Massimo, vinnur gegn henni þar sem hann reynir svo ákaft að sameina Ridge og Brooke sem eiga nú barn saman. Annar barnsfaðir Brooke, Deacon, hélt einu sinni við konu Massimo, hana Jackie (fv. fanga) ,og þá var Massimo bjargarlaus í hjólastól, enn kvæntur Jackie, og gat ekki tjáð sig þótt hann skildi allt. Þetta fyrirgefur Massimo aldrei. Deacon var áður ástfanginn af Amber, þessari sem er horfin úr þáttunum.
Bridget ÆTLAR til Ítalíu með barnið og segir að Dante hafi lagalegan rétt. Þetta er bara vika. Felicia lítur á hvern dag sem sinn síðasta og það orsakar tregðuna. Stefanía lofar Feliciu því að barnið fari ekki utan annað kvöld. Þær Bridget ræða þó saman aftur án Stefaníu og verða eitthvað sáttari.
Ridge virðist hafa einhvern sómastreng í brjósti því að hann er næstum hugstola yfir því að hafa laumað sér upp í rúm til Brooke, ekki líður Brooke mikið skár! Hún viðurkennir fyrir Nick að hafa byrjað að taka pillurnar vegna komu föður hennar, hver þarf ekki róandi nálægt Bobby í Dallas?
Brooke er svo sjokkeruð eftir nóttina að hún getur ekki sagt Nick frá lymskubrögðum Ridge ... sem hélt í alvöru að hún hefði skyndilega fallið fyrir honum.
Jamm. Sjúr.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 23
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 719
- Frá upphafi: 1517299
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 580
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni