Færsluflokkur: Sjónvarp
26.1.2008 | 14:11
Undarleg B-atvik í lok árs Svínsins plús Bold-bútar
Þetta er nú meiri mánuðurinn. Ár Svínsins kveður með miklum stæl, myndu eflaust Kínverjar segja, en ár Rottunnar (árið 4705) hefst 7. febrúar nk.. Brjálaða-veðrið, Bobby Fisher, Björn Ingi og borgarstjórnarlætin ... og eflaust margt fleira sem byrjar á B-i sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Það er meira að segja allt vitlaust í boldinu. Sjálfur Bobby Ewing úr Dallas er kominn í leikarahópinn í hlutverki föður Brooke sem Ridge lét fljúga inn á einkaþotu blóðföður síns, Massimo. Faðirinn gekk út frá fjölskyldu Brooke þegar hún var lítil og það hefur haft slæm áhrif á hana í gegnum tíðina. Ridge heldur því alla vega fram að fyrst hann sjálfur yfirgaf hana nokkrum sinnum fyrir Taylor hljóti hún að vera hvekkt og vill sýna henni enn verri gæa. Veit ekki hvað Ridge borgaði pabbanum en hann grátbænir hana um að taka Ridge aftur. Gerðu hann ekki ábyrgan synda minna, segir hann með tilþrifum. Massimo hefur náð athygli Nicks með því að koma Jackie, mömmu Nicks, í fangelsi og nú er tækifærið hans Ridge. Hjartnæm sena: Ég er afi þinn, sagði Bobby við Hope litlu þegar hann hitti hana í fyrsta sinn.
I´m sorry for everything, segir Bobby síðar við Brooke og þau gráta í faðmlögum. Ridge horfir hreykinn á árangur sinn. Þetta (?) ætlar greinilega að virka.
Í ljós hefur komið að Darla, starfsmaður Forrester-tískuhúss og góð vinkona Brooke, hefur falsað bókhaldsgögnin í tölvu Jackie að beiðni Massimo. Hún fær bakþanka en Massimo tekst að telja henni hughvarf með sjúklega flottu hálsmeni. Við áhorfendur engjumst þegar Stefanía reynir að hækka hana í tign og launum af því að vitum að hún er svikari.
Allt vafstrið í Massimo hefur gert Brooke og Nick enn ákveðnari í að vera saman áfram. Ég spái því svo að Jackie, mamma Ridge, slíti trúlofuninni við Eric, fv. mann Stefaníu og pabba Ridge, ekki blóðskyldan þó, og taki saman við pabba Brooke. Menn eru margnýttir þarna í boldinu. Hér á Íslandi er ekki litið slíkum augum á karlmenn. Þeir eru virtir og við spyrjum þá leyfis áður en við ráðstöfum þeim til annarra kvenna í fjölskyldunni.
Þessir bútar úr boldinu voru í boði himnaríkis.
24.1.2008 | 21:20
Loksins komin heim ...
Langur vinnudagur ... klukkan að verða átta í kvöld þegar við Ásta kvöddum höfuðborgina og þeystum út á þjóðveginn á drossíunni. Báðar dauðar úr þreytu en það var samt svo gaman hjá okkur á leiðinni. Við ákváðum að fara seint af stað í fyrramálið, eða kl. 6.50. Það munar um að geta sofið 10 mínútum lengur. Nú bíð ég bara eftir gamanþættinum Flight of the Conchords sem hefst eftir nokkrar mínútur á Stöð 2. Vona að hann standi undir væntingum. Svo er það meyjarskemman og bróderaðir svæflarnir. Geldingarnir veifa blævængjum og humma mig í svefn fyrir miðnætti. Hef orðið áhyggjur af því hvað ég er orðin kvöldsvæf ... Meira að segja um helgar þegar það er óeðlilegt að fara upp í fyrir miðnætti. En nú er þátturinn byrjaður.
Megi kvöldið ykkar verða spennandi og draumarnir sætir í nótt.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.1.2008 | 14:16
Á vængjum hversdagsleikans ...
Áttaði mig á því í morgun að líf mitt er orðið afskaplega vanafast og hreinlega fyrirsjáanlegt. T.d. á þriðjudögum er alltaf sjúkraþjálfun, súpa í Skrúðgarðinum og heim að vinna. Í morgun var ég að hugsa um að gera byltingarkenndar breytingar á þessu, fara jafnvel yfir götuna hjá KB-banka, ganga framhjá húsinu hennar Ellýjar og fara svo aftur yfir á móts við Skrúðgarðinn. Eða jafnvel ganga afturábak þessi skref, kannski valhoppa ... svo bjóða gott kvöld á kaffihúsinu. Engar af þessum hugmyndum hlutu þó náð fyrir augum mínum svo að ég hélt mínu hversdagslega striki. Samt er ég byltingarkennd á ýmsan máta, eins og í Einarsbúð skömmu fyrir kl. 18 í gær. Hvað er þetta? spurði erfðaprinsinn furðu lostinn og benti á mjúkan, dúandi poka. Þetta er súrkál, svaraði ég, meinhollur fjandi, hef ég heyrt! Einar kaupmaður sagðist verða með þetta á boðstólum fyrir akurnesku Pólverjana sem eru sólgnir í þessa hollustu. Verst að ég veit ekki hvernig á að bera þetta fram, líklega bara óeldað beint úr pokanum, sagði ég hugsandi og hrukkaði gáfulegt og fagurskapað ennið. (Þarf að spyrja pólsku nágrannana mína nánar um aðferðir og vinnubrögð.)
Ég er að verða skrambi kvöldsvæf. Samtal um kvöldmatarleytið: Gurrí: Aha, Crossing Jordan er í sjónvarpinu í kvöld. Erfðaprins: There is a God. Södd og sæl eftir steikta fiskinn, þótt gleymst hafi að kaupa lauk, lokaði ég augunum aðeins yfir fréttunum. Opnaði þau næst um tvöleytið í nótt, enn í leisígörl með teppi yfir mér og kött í fanginu!
Horfði svo glaðbeitt á boldið í forsýningu í morgun og það er sko margt að gerast núna. Jackie er komin í fangelsi!!! Jackie, mamma Nicks! Ja, forsagan er sú að Massimo (blóðfaðir Ridge) er búinn að ákveða að Ridge, eldri sonur hans, eigi að vera kvæntur Brooke, en ekki yngri sonur hans, Nick. Konur ráða víst litlu um eigin örlög þarna í Ameríkunni, ætli allir kristnir séu svona? Jackie er ákærð fyrir peningaþvætti og skattsvik, handjárnuð og ákærð en fékk að hringja í Nick sinn sem birtist innan tíðar með Brooke. Hann dreif sig til pabba sem getur bjargað öllu og komst að því að Massimo stendur á bak við þetta. Hann er líka búinn að gera Nick arflausan og það kom sérstakt blik í augun á Brooke þegar Nick spurði hana hvort hún treysti sér til að lifa án allra milljónanna ... bjóst við að það nægði til að stía þeim í sundur ... en ástríðan er bara svo mikil!
13.1.2008 | 14:13
Langsóttur brandari og leiftur úr boldi síðustu viku
Sofnaði bjánalega snemma í gærkvöldi og uppskar enn hallærislegri fótaferðatíma. Líklega verð ég að horfast í augu við að það gengur ekki nógu vel að vera B-manneskja um helgar, eins og ég hef reynt. Ég veit aldrei hvað ég á af mér að gera svona árla morguns, eða 10. Latte og spennubók komu þó sterkt inn.
Mig langar að leiðrétta ákveðinn brandara sem kom fram í Útsvari og var svo langsóttur að það skildi hann enginn nema ég. Dúa dásamlega leyfir bloggvinum sínum nú ekki að gera sig að fíflum þegjandi og hljóðalaust og sagði það sem allir hugsa ...
Þegar spurt var um Gleypni vissi ég ekki svarið, það var alla vega vel geymt inni í afkimum heilans. Máni hvíslaði að okkur að hann héldi að þetta væri Glitnir (eða það heyrðist mér). Ég kannaðist alls ekki við neinn Glitni og hugsaði með mér að það væri bjánalegt að láta virðulegan banka bera nafn fjöturs (skiljanlegra með bílalánsfyrirtæki). Svo kom Vífill símavinur í símann og sagði hátt og skýrt: Gleypnir! Aha, hugsaði ég ... alveg rétt, mundi þá eftir þessu þótt ég hefði ekki getað unnið mér það til lífs að gera það fyrr! Jamm, maður skyldi aldrei reyna að fara í brandarakeppni við alvörufyndið fólk (eins og Ragnhildi). Tek það fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi brandara sem enginn skilur, ég reyni jafnvel af alefli að útskýra þá þegar fólk starir hissa á mig ... en án árangurs. Vildi sem sagt að þetta kæmi fram, ég vissi ekki svarið ... en er ekki heyrnarlaus!
Heilmargt hefur gerst hjá þeim bólgnu og bráðfallegu. Ungi læknirinn hennar Feliciu er bróðir Hectors, brunakarlsins hennar Taylor! Læknirinn mætir með Hector í grillpartí og hittir Forrester-fólkið. Bróðir hans spyr spurninga um dularfulla sjúkling læknisins og það fyrir framan fólkið sem syrgir Feliciu og veit ekki sannleikann. Sannarlega æsandi fyrir sjónvarpsáhorfendur sem vita allt um málið. Bridget, alveg að springa úr hamingju, sækir Dino litla (minnir að hann sé kallaður það núna) og hefur nokkur orð um hvað hún sé hamingjusöm með þetta barn. Þegar hún kemur með orminn sér læknirinn sér til mikillar skelfingar að þetta er Dominic, barnið sem sat við sjúkrabeð móður sinnar og varð til þess að lífsviljinn kviknaði hjá mömmunni sem lá í kóma. Jamm, fólk deyr greinlega bara úr skorti á lífsvilja. Hann drífur sig á brott, alveg í sjokki, og fer að sjúkrabeði Feliciu. Hann segir Stefaníu (mömmu Feliciu) frá þessu og að það sé rangt að segja ættingjunum ekki að hún sé enn á lífi (hún lifnaði við í sjúkrabílnum). Að þessu sinni telur læknirinn rétt að tala, áður sagði hann Stebbu að það borgaði sig ekki að segja neitt. Stefanía heldur að það borgi sig ekki að segja neitt strax til að láta fólkið ekki ganga í gegnum sorgina oll óver agen ... ef hún deyr sko.
Ridge er brjálaður út í Nick, hálfbróður sinn, og hefur fengið föður þeirra beggja, Massimo, í lið með sér. Massimo finnst að Brooke eigi að vera gift Ridge, þar sem þau eiga RJ litla saman, og heldur með eldri syninum sem hann vissi reyndar ekki af fyrstu c.a. 48 ár Ridge. Jamm, Ridge er fæddur 1952, alla vega leikarinn. Nú eru Nick og Brooke stödd á eyju, fóru á skútunni og tóku Hope litlu og RJ litla með. Ég fór að slefa úr leiðindum þegar Nick sýndi hvað hann er ofboðslega góður maður með því að syngja og spila á gítar fyrir börnin, það var skelfilegt, hræðilegt ... Eitt verð ég að segja. Hann Dominic litli horfir stundum í myndavélina, brosir út í loftið og þýðist illa meinta foreldra sína og ættingja. Það hlýtur að vera hægt að finna annað átta mánaða gamalt barn sem leikur betur.
Svo missti ég af boldinu á föstudaginn vegna anna, sorrí. Held þó að ekkert markvert hafi gerst sem ekki er hægt að vinna upp í komandi viku.
11.1.2008 | 23:49
Gul blússa, blátt örlagaarmband og lögguljós í stíl ...
Ég vil þakka móður minni og bláa armbandinu mínu sem týndist sigurinn í kvöld. Mamma ákvað nefnilega að mæta aftur í sjónvarpssal í gulu blússunni sem færði okkur sigur yfir Hafnfirðingum í lok nóvember sl.. Bláa, flotta armbandið mitt úr Nínu, sem ég ætlaði að vera með í fyrri þættinum, varð eftir í vinnunni þá og fannst í fyrradag ... ofan í ofninum fyrir aftan skrifborðið mitt. Tók það með í dag á Pítuna þar sem ég borðaði fisk til að efla gáfurnar og ætlaði að biðja Ingu að festa það á mig. Það gleymdist og þegar þrjár mínútur voru í útsendingu minnti ég Ingu á það en hún hélt á töskunni minni úti í sal. Hún gramsaði eftir armbandinu í 40 mínútur (Mary Poppins-taska með lampa, hóstasaft o.fl.) án árangurs. Það fannst eftir þáttinn í kápuvasa mínum, þetta er sannkallað armband örlaganna, veldur sigri ef það er ekki notað. Ég ætla því ekki að bera það í næsta þætti, bara á Bessastöðum, og mamma mun mæta í gulu blússunni.
Þegar við erfðaprinsinn þeystum út úr Hvalfjarðargöngunum mættum við lögreglubíl sem var að koma eins og frá Borgarnesi ... og svo sáum við annan löggubíl í hringtorginu. Verðum við böstuð núna? hugsaði ég og æsispennandi ævi mín rifjaðist upp fyrir mér í nokkrum skipulögðum leiftrum sem gerðu ekkert nema auka á spennuna. MJÖG svo huggulegur lögreglumaður lýsti á okkur með vasaljósinu, skoðaði ökuskírteini ökumannsins og lét hann blása í áfengis- eða dópmæli. Ég gat ekki annað en óttast að íbúfenið kæmi fram ... sem hann tók við tannverk fyrr í kvöld, eða adrenalínið í mér smitaðist út í mælinn, en sjúkkitt, við sluppum. Ég hélt alltaf að löggur væru valdar inn í Lögguskólann eftir útlitinu og nú veit ég það! Loksins lenti ég í alvöruævintýri á þjóðveginum.
Mikið var þetta skemmtilegt kvöld. Vér Skagamenn vissum sem var að það væru fiftí-fiftí möguleikar á sigri og auðvitað hjálpaði heilan helling að Ísfirðingar fengu svínslegar spurningar, elsku dúllurnar. Bjarni Ármanns ÓliverTwistaði Hekluspurningarnar á snilldarmáta og Máni var líka með ansi margt á hreinu. Einhver þarf að vera til skrauts í hverju liði og þar brilleraði ég gjörsamlega. Ísfirska liðið var einstaklega skemmtilegt ... það veltust allir úr hlátri yfir Ragnhildi þegar hún tók beiskjuna á ræðaraspurninguna viðurstyggilegu. Mikið var gaman að hitta loks dætur hennar eftir að hafa kynnst þeim í gegnum blogg Ragnhildar. Jamm, þetta var góður dagur. Svo er það bara Taggart á RÚV plús eftir augnablik. Leyfi að vanda nokkrum stórkostlegum myndum af vettvangi að fljóta með!
P.s. Var að rekast á færslu í gestabókinni minni. Hundi stolið ... endilega kíkið á færsluna hjá Kolgrími, hlekkur hér að neðan með myndum og upplýsingum, og hjálpið honum og stráknum hans við að finna elsku hundinn. Það er skelfilegt að týna gæludýrunum sínum.
http://kolgrimur.blog.is/blog/kolgrimur/entry/411238/#comments
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
11.1.2008 | 17:38
The Getnaðarvörn ... og englasöngur í Mosfellsbæ
Allt í einu er allt orðið rólegt í vinnunni ... búið að lesa blaðið yfir og vinnudeginum er lokið. Að sjálfsögðu náði ég strætó 7.41 síðdegis í morgun og Hafnfirðingurinn Gummi kom okkur farþegum heilum á húfi í Mosfellsbæ. Ég vissi að indælt og ljúft og skemmtilegt og frábært fólk tæki Skagastrætó en ekki að englar gerðu það. Dæmi: Þegar ég var að labba út sagði ung stúlka: Ertu ekki að fara upp í Birtíng? Ég hélt það nú og þá kom í ljós að engilskrúttið vinnur í sama húsi en hjá öðru fyrirtæki. Bíllinn hennar beið á bílastæðinu í Mosó og ég fékk far upp að dyrum. Þetta reyndist vera sjálf bæjarstjóradóttirin!
Veit ekki hvað er með mig og hefðardúllur þessa dagana. Afi var að vísu hreppstjóri úti í Flatey en það er ekki hægt að lifa endalaust á því ... Þetta veit á einhvað ... Albert prins kemur fljúgandi frá Mónakó, neitar að hitta Ragnheiði Clausen að þessu sinni (sjá Séð og heyrt f. nokkrum árum), æðir beint í himnaríki og grátbiður mig um að verða frú Grimaldi. Að sjálfsögðu þigg ég það. Þá myndi nú enginn forseti liggja í flensu þegar ég kæmi í heimsókn ... og það girnilegasta: Ég fengi líklega að afhenda verðlaunin í Mónakó-kappakstrinum (Formúla 1).
Birti hér mynd af bestu getnaðarvörn EVER!!! Virðið myndina vel fyrir ykkur ... ekki segja mér að ykkur langi út á djamm og djús á sódómugómorrustað og beint þaðan í syndsamlegt hjásofelsi sem ber ávöxt. Svoleiðis verða nefnilega óþekku börnin til. Vildi bara vara ykkur við áður en kvöldið skellur á með öllum sínum freistingum.
Jæja, það styttist í stuðið og hefur bæði blóðþrýstingur hækkað og hjartsláttur aukist með hverri mínútunni ... ég er að rifja upp hinar ýmsu dagsetningar ef spurt verður um þær ... reyna, öllu heldur, hér hefur verið svo mikið stress og álag að fagurmótað höfuðið (jamm, líka seinnipartinn) er eins og fullt af bómull. Treysti á strákana mína í kvöld. Í stað Sigrúnar Óskar, sem kemst allllllls ekki vegna anna, ætlar símavinurinn okkar úr síðasta þætti, Máni Atlason, að vera þriðji maður. Bróðir hans, Vífill Atlason, verður þá símavinurinn í kvöld. Skilst að hann sé heilmikill viskubrunnur!
7.1.2008 | 20:45
Busl og blessað boldið
Rólegur dagur að kveldi kominn ... Hef ekkert lokað Tomma úti á svölum í allan dag. Ætla að taka einn dag í einu á það. Nú rennur bara í ilmandi freyðibað. Tomma er alla vega óhætt á meðan ég busla með öndinni.
Boldið: Stefanía dró Eric með sér til að hitta Feliciu, dótturina sem hann hélt vera dána. Hann varð öskureiður yfir blekkingunum en jafnaði sig fljótt. Felicia þarf nýja lifur og ætlaði Stefanía að gefa dóttur sinni hluta af sinni. Áður en af því varð fannst lifur við hæfi og nú er líffærateymi á leiðinni.
Brooke er búin að gera upp við sig að hún vill Nick en ekki Ridge! Ridge er miður sín og ég eiginlega líka. Nú eru konurnar sem hann hefur gifst til skiptis í gegnum tíðina báðar á eftir hálfbróður hans, Nick. Taylor með varirnar er náttúrlega geðlæknir og getur hrist upp í hausnum á Nick (talað illa um Brooke) á sannfærandi hátt. Bridget, dóttir Brooke og nýlega fyrrverandi kona Nicks, ætlar að fara að búa með Dante, blóðföður Dominic litla, því að Felicia, móðir drengsins, arfleiddi hana að honum. Bridget talar mikið um gleði sína yfir Dommí en heima í stofu sitja tárvotir áhorfendur sem vita að Felicia lifnaði við og gerir án efa kröfu á að fá barn sitt.
Stærsta spurningin er samt: Hvaða konu getur Ridge hugsanlega farið að gera hosur sínar grænar fyrir? Tvíburarnir eru örugglega dætur hans, nema handritshöfurnarnir fari alveg yfir um, hann var spenntur fyrir Bridget á tímabili en í ljós kom að hann var ekki hálfbróðir hennar. Þegar það kom í ljós þá neistaði eitthvað ... þó var hann kvæntur Brooke, móður Bridget, á þessum tíma. Jackie, mamma Nicks og eiginlega fyrrum stjúpmóðir hans, er líklega of gömul og hún er líka skotin í Eric, pabba hans (ekki blóðskyldum). Darla er gift Thorne ... en hvað með Amber, sem var eitt sinn með Rick, litla bróður hans?
Erfðaprinsinn gaf mér ansi flotta jólagjöf sem ég hef enn ekkert gert með ... eða sett lög inn á.
Jú, iPod var það og ekkert smá flottur spilari. Ætli við notum ekki næstu helgi til að hlaða inn lögum. Ég ætla að setja inn bland í poka af uppáhaldslögum af öllum gerðum! Frábær gjöf!
2.1.2008 | 17:54
Músik, mórall, einkamál.is og pínku bold
Við svefnlausu kjéddlíngarnar ókum eins og meistarar á Skagann í dag og geispuðum ekki einu sinni. Af vanda sá ég um að jafna loftþrýstinginn í bílnum á meðan við ókum í gegnum göngin með því að ýta á takka hjá miðstöðinni. Veit ekki hvernig Ásta færi að án mín. Hoppaði út við Skeljungssjoppuna, sem hét Skaganesti í æsku minni, og afhenti þar 20 Völvu-Vikur. Blaðið seldist upp í hvelli fyrir áramótin og viðbótin var vel þegin.
Er að hlusta á ansi hreint ljúfa og notalega plötu sem einn uppáhaldsstrætóbílstjórinn minn var að senda frá sér, hann André Bachmann gleðigjafi. Ef André er ekki þegar búinn að fá fálkaorðu fyrir góðgerðastörf þá hlýtur að fara að koma að honum. Segi nú ekki annað.
Ég er með smá móral. Fór lítinn blogghring í gær og heimsótti m.a. þá sem ég vanræki oftast, fólk úr bloggfortíðinni. Moggabloggarar eru svo fyrirferðarmiklir í lífi mínu að hinir verða útundan. Í einni heimsókninni sá ég færslu um ókunnugt jólakort frá Sissí og Arnari (fölsk nöfn), hjón sem móttakandi kortsins kannaðist ekkert við. Auk þess talaði hann um þybbið barn sem myndskreytti kortið. Af óvæntri hvatvísi kommentaði ég og þóttist vera Sissí og Arnar, rosamóðguð hjón, barnið væri bara stórbeinótt ... hann fengi sko ekki framar jólakort frá okkur ... Efast reyndar um að fórnarlambið hafi trúað mér en ég hef samt áhyggjur af þessu jólakorti og öllum þeim jólakortum sem komast ekki til skila eða sendandinn þekkist ekki. Það versta sem ég lendi í er að fá kort með mynd af börnum sem ég þekki ekki og t.d. undirskriftina Guðrún og fjölskylda ... Ég þekki svo margar Guðrúnar, enda nokkuð algengt nafn. Þetta gætu meira að segja verið barnabörn, ég er komin á þann aldur. Ef ég sendi myndakort þá myndi mynd af köttunum mínum prýða það, hvaða Íslendingur þekkir ekki Kubb og Tomma?
Komin á þann aldur já ... Nú eru bara 223 dagar í viðbót sem ég get sagt að ég sé rúmlega fertug án þess að vera með lygaramerki. Sama má segja um Madonnu. Ég gerði mér grein fyrir þessu um áramótin. Ætla samt ekki að skella mér á einkamal.is, held að strákarnir þar séu of lífsreyndir til að hægt sé að hagræða sannleikanum á nokkurn hátt. Þegar ég tók áskoruninni um árið og prófaði einkamálið undir vinátta/spjall, eins og ég hef áður sagt frá, lauk æsku minni og sakleysi snarlega. Kanar á Vellinum buðu mér reglulega í hóp-lúdó með fjölda frískra karla, ungir strákar vildu prófa eldri konu og slíkt. Einu almennilegu karlarnir sem ég vináttu-spjallaði við komu svo fljótlega út úr skápnum sem kvæntir menn og þá hættu þeir að vera almennilegir í mínum huga. Kannski hefðu flestar konur í mínum sporum hoppað á Kanana, strákana og þá giftu. Þetta segir mér bara að ég hafi klikkaða sjálfsstjórn.
P.s. Langt síðan ég hef boldað. Felicia lifnaði við í sjúkrabílnum, var ég kannski búin að segja frá því? Stefanía fékk lánað barnið hennar til að efla lífsvilja hennar og það virðist ætla að ganga upp. Taylor, geðlæknirinn geðþekki með varirnar, daðrar ósleitilega við Nick og gengur bara vel við það þar sem Brooke ætlar að bíða með að sofa hjá Nick þar til hjónabandi hans og Bridget, dóttur Brooke, lýkur löglega ... eftir sex mánuði. Big mistake ... Læknirinn hennar Feliciu horfir ágirndaraugum á sjúklinginn sinn, frekar ógeðfellt. Skrifast kannski á skort á leikhæfileikum. Kannski á þetta að vera umhyggja. Bridget er farin að jafna sig eftir barnsmissinn og skilnaðinn og hlakkar til að ala upp Dominic litla sem reyndist vera sonur Dante, en ekki Nicks, sú á eftir að fá sjokk þegar Felicia lifnar við. Jackie er farin að kalla Eric (fyrri mann Brooke og Stefaníu og pabba Ridge, þó ekki blóðföður) darling, þau eru greinilega byrjuð saman, fjör hjá öldruðum. Jackie þráir ekkert heitar en að giftast Eric. Verst að hann er enn kvæntur Stefaníu löglega og það er spurning um sex mánuði þar líka???? Gvuð, Stefanía er að fara með Eric að sjúkrabeði Feliciu, hann hefur syrgt látna dóttur sína, enda veit hann ekki að hún lifnaði við í sjúkrabílnum. Tjaldið fellur.31.12.2007 | 23:53
Fínasta áramótaskaup!
Fínasta skaup. Mörg fyndin atriði. Nenni reyndar aldrei að setja mig í stellingar og bíða eins og herptur handavinnupoki (munnsvipurinn) eftir því að þetta fólk þarna í sjónvarpinu láti mig hlæja stanslaust í klukkutíma. Það er eflaust erfitt að gera öllum til hæfis. Sum atriðin höfðuðu mjög til mín, önnur ekki og það er bara allt í lagi. Gat útskýrt brandarann um hamingjusömu hjónin í fjörunni fyrir erfðaprinsinum, setti nefnilega myndbandið með íslensku, hamingjusömu Herbalife-hjónunum á bloggið mitt fyrr á árinu, ýmsum bloggvinum til skemmtunar. Lúkasinn og bloggvinamótið rosafyndið og fleira og fleira. Hlakka til að horfa á það aftur á Netinu.
Til að þurfa ekki að afplána sirkusinn (slæmar æskuminningar, erfið bið eftir áramótum) setti ég á Stöð 2 plús og ætlaði að sjá Anchorman sem er nokkuð fyndin mynd. Þá voru Stuðmannatónleikarnir enn á, hryllilegt sjónvarpsefni, eflaust gaman fyrir aðdáendur að vera á sjálfum tónleikunum en þetta höfðar ekki til mín í sjónvarpi. Ég hafði reyndar mjög gaman af Stuðmönnum á áttunda áratugnum og Í bláum skugga er enn eitt af uppáhaldslögunum mínum.
Það hvín og blæs í himnaríki en hugumstórir Skagamenn láta rokið ekki aftra sér frá því að sprengja. Ef ég rýni út um gluggann sé ég flugeldana yfir höfuðborgarsvæðinu líka, leitt að skyggni skuli vera svona slæmt.
Það eru 8 mínútur eftir af gamla árinu. Best að fara að varalita sig ... og kyssa svo erfðaprinsinn á báðar kinnar á slaginu tólf! Múahahhaha! Engin áramótaheit verða þetta árið. Las að slíkt yki á streitu. Held að það sé heilmikið til í því.
27.12.2007 | 15:49
Breiðholtshatarinn, fólkið mitt frá Pakistan og fegurðarsamkeppni femínista
Meira af Þorláksmessupartíi Breiðholtshatarans: Þegar einn virtasti leikstjóri landsins kom þangað hitti hún fyrir eina virtustu leikkonu landsins, þjóðargersemi á áttræðisaldri. Hvernig þekkist þið eiginlega? spurði virti leikstjórinn Breiðholtshatarann. Breiðholtshatarinn, rétt rúmlega þrítugur, greip utan um þjóðargersemina og svaraði: Við kynntumst á einkamal.is! Og allir gleyptu við þessu. Það þorði alla vega enginn að hlæja. Enginn veit hvernig ástamálum 101-skrílsins er í raun háttað. Það gæti þótt kúl að eiga ömmulega kærustu.
Hér er stillt á Sky News, við erfðaprins horfum gáttuð á fréttir frá Pakistan um morðið á Benazir Bhutto. Þegar ég var au pair í London fyrir um 30 árum kynntist ég pakistanskri konu, Mrs. Rehana Zubair, sem var með syni sína í sama skóla og börnin sem ég gætti. Við urðum góðar vinkonur þótt nokkur aldursmunur væri á okkur. Mig minnir að maðurinn hennar hafi verið í vinnu í London fyrir ríkisstjórn sína (kannski njósnari?) en ég hitti hann aldrei. Ég fræddist aðeins um landið hennar og þegar hún sagði mér að það væri stundum rosalega kalt þar ákvað ég að gefa henni lopapeysuna mína, það styttist í heimför hjá henni. Hún varð svolítið skrýtin á svipinn, sagði að það tíðkaðist ekki í heimalandi hennar að yngri konur færðu sér eldri manneskjum gjafir en þáði samt peysuna. Nokkrum dögum seinna gaf hún mér fallega útsaumaða mussu sem ég gekk mikið í. Ég hugsa oft til hennar þegar ég sé fréttir frá Pakistan. Á þessum árum átti ég gestabók (II. bindi), allir sem heimsóttu mig skrifuðu í hana og m.a. skólabróðir minn frá Pakistan sem kom einu sinni í kaffi í 57 Park Drive. Hann safnaði frímerkjum og ég átti mikið af íslenskum frímerkjum, fékk mörg bréf til London. Rehana varð skrýtin á svipinn þegar hún las skrifin hans (á úrdú) og sagði flissandi að þetta hefði verið afar kurteisleg ástarjátning hjá honum. Hún bætti því við að hann skrifaði ótrúlega fallega skrift. Ég fann gestabókina og þess vegna er ég með nafnið hennar á hreinu. Vona innilega að henni og fjölskyldu hennar hafi farnast vel í lífinu.
Fegurðarsamkeppni femínista. Að reyna að gera grín að fólki er ekkert annað en tilraun til að þagga niður í því. Hélt að allir eðlilegir karlar vildu hag mæðra sinna, eiginkvenna og dætra sem mestan og að þær fengju sömu möguleika í þjóðfélaginu og þeir sjálfir.
Margir þeirra virðast kjósa að misskilja málflutning femínista sem aðför að karlmönnum, hafa tekið hluti úr samhengi, velt sér upp úr aukaatriðum, hafa gert femínistum upp skoðanir og líka reynt að finna meira viðeigandi viðfangsefni fyrir femínista (Hvar eru femínistar nú? Ættu þeir ekki að berjast fyrir þessu?) og svo framvegis.
Ef allri orkunni, sem hefur verið eytt í að níða niður málflutning femínista, væri beitt til að jafna hlut kvenna og karla þá værum við í betri málum.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 31
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 727
- Frá upphafi: 1517307
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 587
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni