Af neikvæðni, leikurum og kaffimálum

Mich. JacksonÞað var ekki laust við að heimilisfólk væri nokkuð spennt fyrir SMS-i frá Covid-fólkinu góða og svo kom það ... að ég ætti skilaboð á Heilsuveru. Ég fann Heilsuveru í símanum mínum en áttaði mig ekki á því í góða stund hvar ætti að skrá sig inn svo ég las heil ósköp af fræðsluefni í leit minni. Af einhverri rælni prófaði ég að ýta á mynd af hengilás (hefði verið vesen að skrifa undir lásinn t.d. Innskráning?).

Ég vissi svo sem svarið, yfirleitt er hringt í smitaða, hefur mér skilist, en gaman samt að sjá bullandi neikvæðnina svart á hvítu.

 

 

Myndin tengist textanum ekki beint en sýnir fjölhæfni Michaels heitins Jacksons sem hér situr fyrir á danskri bókarkápu. 

 

ShawshankSturluð staðreynd: Tom Hanks leikari hafnaði því að leika Andy Dufresne í hinni stórkostlegu mynd The Shawshank Redemption sem var gerð eftir sögu Stephen King og breytti mjög til góðs ímynd endurskoðenda í augum hins almenna borgara. Sá Tom eftir því? Sennilega ekki því hann valdi frekar aðalhlutverkið í Forrest Gump. Og auðvitað er þetta ekki sturluð staðreynd, frekar En áhugavert-staðreynd sem ég hafði ekki haft hugmynd um. Takk, alnet.

 

Alsæll og útsofinn strákur fór í skólann í morgun. En ég, nývöknuð úr flensudái, mundi í gær skyndilega eftir tveimur verkefnum sem ég hafði lofað að skila nú í dag. Sumarfrí hér og ekki sumarfrí þar, maður svíkur ekki loforð svo ég settist við tölvuna um tíuleytið í gærkvöldi og kláraði í kringum hálffimmm í morgun. Hefði sennilega ekki getað þetta nema af því að ég hafði sofið nánast stanslaust í tvo sólarhringa. Mér tókst, eftir þriggja tíma svefn, að hvetja stráksa áfram eins og vanalega, og svo fór ég að sofa aftur þrátt fyrir verulega hávaðasamar viðgerðir smiða beint fyrir neðan hálfopna gluggann minn.

 

 

Nýtt kaffiMeira að segja kettirnir héldust ekki við, voru voða stressaðir en ég gat sofnað eftir að ég stillti vekjarann á tólf. Ekki mátti missa af aðalfréttatímanum ... og svo þarf að sofna á réttum tíma í kvöld. Svo ég er með samansafnað eitthvað í kringum sjö tíma nætursvefn núna. Það verður bara að duga. Átta hefði verið flott.

 

Í gær kom einn af frábæru starfsmönnum Póstsins með pakka handa mér! Ha, pakki? hugsaði ég, búin að gleyma að fyrir örfáum dögum ákvað ég að prófa nýtt kaffi frá Kvörn og pantaði mér slíkt. Það var því enn meira gaman að fá pakkann en ella.

 

Mæli heilshugar með því að panta og gleyma. Eins gott að þetta kaffi bragðist vel - aðeins er í boði að kaupa heilt kíló af því í einu. Það ilmar unaðslega. Ég hef mest verið í Húsblöndu Kaffitárs sem klikkar ekki, einnig Espressó Roma frá Te og kaffi sem er ansi gott líka, síðast keypti ég (á Akureyri og Rjúkanda á Snæfellsnesi) kaffi frá Kaffibrugghúsinu, brasilíska dásemd. En það er hrikalega gaman að prófa nýtt. Ég er hræddust við að fá bragðminna kaffi, á borð við Kenía, ég er soddan plebbi inn við beinið og skil sennilega ekki örfínni blæbrigði kaffis, hugleiddi ég ruddalega og klóraði mér á maganum í gegnum netabolinn ...

 

Aldrei friður ...Þekki konu sem kann vel að meta slík „dauflegheit“ og ég færði henni einmitt pakka af Jamaica Blue Mountain (sem þykir eitt fínasta kaffi heims) eftir Karíbahafsferðina á skipinu jólin 2018 (sextugsafmælisgjöf frá öllum sem ég þekki). Ég smakkaði svona kaffi hér á Íslandi undir aldamótin, á kaffihúsi sem stóð við Vitastíg og það voru mikil vonbrigði. Fékk það í lítilli þriggja bolla pressukönnu og man að ég greiddi 1.100 kr. fyrir. Geymslubragðið leyndi sér ekki, kaffið var ódrekkandi. Sagði einhverjum miklum kaffikarli frá þessu og hann vildi meina að þetta hefði ekki verið alvöru-JBM, sagði að Japanir keyptu 90 prósent þessa kaffis og eiginlega frekar ólíklegt að hluti af þessum 10% rataði til litla Íslands á pínulítið kaffihús. Mjög líklega hafi eigandinn verið blekktur. En vinkona mín lét vel af því sem ég færði henni ... og það var keypt á Jamaica og var ekki á neinu okurverði.

 

Myndin sýnir og sannar að ég fæ engan frið fyrir körlum, eða að verið sé að laga gluggana í húsinu. Annaðhvort eða bæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2255
  • Frá upphafi: 1456551

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1886
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband