Gone in 15 seconds ...

Setti Íslandsmet í morgun í snyrtingu og hlaupum út á stoppistöð. Held að ég hafi haft 5-7 mínútur frá því ég komst almennilega til meðvitundar og steig fram úr ... og fötin mín voru þar að auki inni í þurrkaranum (þurr). Hvernig finnur maður sokka og fleiri föt í dimmu, þröngu þvottaherbergi á aðeins 15 sekúndum? Hehehe, ég fór létt með það. Fumleysi og öryggi einkenndi hreyfingar mínar allt frá vöknun. Á meðan heilinn reyndi að letja með því að minna á næsta strætó eftir klukkutíma mundi líkaminn eftir góða kaffinu í vinnunni sem vekur, hressir og kætir.  

NjósnakvendiVegna þessa alls er ég eiginlega hætt við að verða hlaðfreyja þótt ég viti að ég gæti auðveldlega víkkað starfið út og haft mikil áhrif, m.a. í sambandi við tollfrjáls Hvalfjarðargöng. Miðað við morgunflýtinn í himnaríki gæti ég náð að selja þessum 70 morgunfarþegum ilmvötn og sígarettur á þeim stutta tíma sem ekið er í gegn. Freistandi starf en ...  mig langar meira að verða NJÓSNARI. Það sló mig svo sterkt í morgun ... líkaminn vann hratt og örugglega að því að ná strætó á meðan heilinn var enn í lamasessi eftir enn eitt "farið of seint að sofa"-kvöldið. Svo þoli ég ekki einu sinni Law and Order ... sem ég hékk þó yfir í gærkvöldi á SkjáEinum ... plús. Hamagangurinn þar við að loka fólk inni og helst taka það af lífi í rafmagnsstólnum misbýður mér algjörlega.

Nei, ég sá sjálfa mig fyrir mér í sífelldri lífshættu og þyrfti t.d. oft að skipta um hótelherbergi. Hraðinn og fumleysið sem ég hef náð upp gerir mig án efa afar hæfa í slíkt starf. Flest njósnakvendi leggja mikið upp úr varalit ... en ekki ég, ég kann alla vega að forgangsraða, fyrst út úr hótelherberginu, síðan varalita mig með eggjandi, rauðum lit. Mér tækist að vera horfin þaðan á innan við þremur mínútum  (enginn þurrkari  til að tefja) og svo myndi ég ekki flýja niður, heldur upp ... til að rugla andstæðinginn í ríminu. Nú er bara að vona að Björn Bjarnason lesi þessa bloggsíðu og hafi samband ... eða Guðni frændi í utanríkisráðuneytinu.

Að öðru leyti var bara notalegt í strætó í morgun ... gott að lúra hjá Sigþóru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Held um maga, hvað get ég sagt?.  Þú yrðir mega-njósnari, einn af þeim sem væri farinn áður en hann kom.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Rebbý

en Gurrí voru sokkarnir par í sama lit?

og heyri að þú horfir ekki mikið á sjónvarpið - þeir sem hlaupa upp eru alltaf drepnir (skv hryllingsmyndunum allavega)  bið þig sem spæjóara að hlaupa niður svo við fáum meira blogg

Rebbý, 30.7.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 434
  • Sl. sólarhring: 490
  • Sl. viku: 2551
  • Frá upphafi: 1456501

Annað

  • Innlit í dag: 374
  • Innlit sl. viku: 2132
  • Gestir í dag: 364
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband