Fiskur, ástarsorg, bold og tónlist

Steikti fiskurinn úr Einarsbúð bragðaðist dásamlega. Gaman að hafa orku til að elda á föstudagskvöldi en mun oftar er liðið út af í leisígörl með roð í annarri og bein í hinni, eða bara skyrdollu. Stelpurnar voru bara snilld í kvöld. Hrikalega fyndinn maðurinn sem er sífellt gripinn glóðvolgur af konu sinni, í kvöld með annarri konu í rúminu, en alltaf tekst honum að kenna konu sinni um af því að hún hefur svo subbulegan hugsunarhátt ... Hlustaði aðeins á tónlist af youtube og spilaði nokkur snilldarlög fyrir erfðaprinsinn. Hann var ekki nema fimm eða sex ára þegar þetta lag var sem vinsælast: http://youtube.com/watch?v=cwNVfNc1IQM  

 
Sönn ástHeld að Keilí sé eitt mesta ástarsorgarlag í heimi. I didn´t mean to break your heart but you broke mine ... sannarlega sorglegt og eitt af betri eitís-lögunum. Mikið er nú annars gott að lenda aldrei í ástarsorg núorðið og elska bara alla jafnt. Ketti jafnt sem karlmenn, kaffi jafnt sem kartöflumús, strætó jafnt sem súkkulaði ... og svona.

Hressileikinn var svo mikill í kvöld að ég boldaði, gjössovel: Ridge, fullur vandlætingar, ákveður að yfirgefa Taylor, geðþekka geðlækninn og eiginkonu sína til margra ára, barnsmóður og hvaðeina. Hún viðurkenndi nefnilega fyrir Ridge að hún hafi kysst brunakarlinn þegar hún var einmana á gamlárskvöld og ekki nóg með það, heldur svaf hún hjá einhverjum John fyrir mörgum árum þegar hún lenti í lífshættu með honum og bjóst við að síðasta stund þeirra væri runnin upp. Taylor fyrir og eftir Í svoleiðis kringumstæðum er ekkert annað að gera, Ridge ætti að skilja það. Taylor opnaði sál sína fyrir Ridge sem samt ætlar að yfirgefa hana ... því að hún er ekki lengur flekklaus. Hann talar um Brooke, hvað allir hafa verið dómharðir gagnvart henni en Ridge er búinn að gleyma baráttu kvennanna tveggja um hann til margra, margra ára. Hann hefur gifst þeim til skiptis. Ridge kemur sterkur inn í boldið aftur! Ég held að allt bótoxið í Taylor sé ástæðan fyrir flóttanum. Ekkert smá hvað konan hefur breyst.
Á sama tíma annars staðar í L.A.: Brigdget prjónar barnaföt og spjallar við móður sína, Brooke, og mann sinn, Nick. Allir vita allt um alla og þau tala um minnkandi geislabaug Taylor. Bridget stingur upp á því að Brooke, mamma hennar, næli bara í Ridge eina ferðina enn, hann hljóti að skilja við Taylor í kjölfar játningar hennar. Brooke (tengdasonatryllir) og Nick, sem elska hvort annað heitt en fórna sér fyrir Bridget af því að hún er ólétt, haldast í augu í smástund.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eee nú er mín að missa sig í vitlaus nöfn, þetta var James ekki John, og hann var geðlæknir eins og Taylor, manstu ekki hann var breskur. Anyways þetta er mikil sápa og mikið botox.  Knús í krús á skagann.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég horfði ekkert á boldið þegar þetta gerðist, heldur gerði mikið grín að ættingja mínum sem skemmti sér yfir þessum þáttum ... nú er viðkomandi hættur að horfa og treystir á að ég boldi. Hefndin er sæt! 

Guðríður Haraldsdóttir, 12.10.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Ragnheiður

Haldast í augu ? þarf að prufa það með kallinum mínum á eftir...hohoho...ætli það sé nokkuð vont ?

Ragnheiður , 13.10.2007 kl. 00:07

4 Smámynd: Signý

Oh Boldið er svo einstaklega hallærislega skemmtilegt! Fjölskyldulífið er svo flókið í þessari Forrester fjölskyldu að annað bliknar í samanburði! dásamlegt alveg... dásamlegt

Signý, 13.10.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Stelpurnar eru snilld. Ég elska dömuna sem finnur sífellt sönglagatexta við hæfi á skrifstofunni og parið sem söng dóttur sína í svefn... eða þannig.. með Sofðu unga ástin mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 01:33

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Takk Gurrí! Þvílík nostalgía Ég var að skríða á unglingsár (minnir mig) þegar þetta var vinsælt og fæ alveg gæsahúð. Flottur söngvarinn, með skalla OG sítt að aftan. 80's tískan var náttla bara

Slæm afskræming á fallegri konu (Taylor) Sikk lið í Hollí-hú. 

Laufey Ólafsdóttir, 13.10.2007 kl. 09:44

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Gurrí mín þessi þættir eru hallærislegir en samt horfir maður á þess vitleysu.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 428
  • Sl. viku: 2146
  • Frá upphafi: 1456096

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1785
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband