Stórtónleikar Ástu og sofandi sauðir

The WallFórstu EKKI á Roger Waters-tónleikana?“ öskraði Ásta á mig rétt upp úr sjö í morgun. Forsaga málsins: Ásta sendi mér BDSMS (Bjargar Deginum SMS) eldsnemma og sótti mig kl. 7 að himnaríki. Þegar við beygðum inn á Garðabrautina hófust tónleikar úr geðveiku hljómflutningstækjunum í flottu drossíunni. The Wall, jessss! Rétt áður en Ásta hækkaði gat ég sagt henni að ég hefði séð myndina The Wall svona sjö sinnum í bíó, tvisvar í vídjó og einu sinni í sjónvarpinu ... já, og þyrfti svo að eignast hana á DVD. Í Mosó vorum við farnar að tala aðeins saman og Ásta sagði Roger Waters-tónleikana þá bestu EVER, samt fór hún líka á Metallicu-tónleikana. Þegar ég viðurkenndi að hafa ekki farið gargaði hún. „Hva, ég nenni ekki ein á tónleika, hvað þá bíllaus,“ reyndi ég að afsaka mig en Ásta horfði stjörf af hneykslun fram á veginn. Friðarsúlan sást ekki sem útskýrir kannski lætin í henni. Svo þegar hún ók frá Lynghálsinum í áttina að Landspítalanum heyrði ég að hún hækkaði allt í botn. Ásta er töffari.

Umferðin í Kollafirði í morgunMig langar að senda bílstjóranum á sérkennilega, ameríska (en frekar litla) bílnum sem var á ferð á Kjalarnesi og fór niður í Kollafjörðinn um kl. 7.15 í morgun fokk jú-kveðju fyrir að keyra á 70 og safna bílaröð fyrir aftan þig. Gaurinn á litla sendiferðabílnum á Vesturlandsveginum milli Mosó og Rvíkur sem hélt sig vinstra megin, einmitt á 50-70 km/klst við hliðina á trukknum á hægri akrein, fær líka mergjaðar kveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Úrill?

Þröstur Unnar, 24.10.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Onei, skrifaði þetta með bros á vör.

Guðríður Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 09:48

3 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Þessir bílstjórar eru líklega skildir Jónasi og fjölskyldu.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: krossgata

Mér fannst Rammstein tónleikarnir snilld.   Það vantar alveg broskall í lederhosen með bassagítar.

Þessi kveðja hefði örugglega verið lesin upp í lögum unga fólksins í den. 

krossgata, 24.10.2007 kl. 10:30

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, líklega eru Rammstein-tónleikarnir með þeim allra bestu sem ég hef farið á!!! Algjör snilld!!!!! Fór á þá seinni og missti því af HAM, sem var synd. En Rammstein voru góðir, eiginlega bara stórkostlegir. Spila stundum Sonne á hæsta til að minna mig á ...

Guðríður Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst kveðjan til bílstjórans á þeim amríska ógissla flott og mergjuð.  Þú ert krútt.  Ég sé ykkur í anda, dinglandi höfðinu í trylltum takti í bílnum.  OMG hvað þið hafið verið MERGJAÐAR.

Smjúts inn í daginnog minntu erfðaprins á hversu lukkulegur hann má vera með rokkmömmuna sína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 11:06

7 identicon

KEMST ÞÓ HÆGT FARI.

Jensen (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 11:43

8 identicon

Karl með hattinn fetið fór

ferðalöngum kurr í; 

fannst hann vera forn og sljór:

"Fokk jú" sagði Gurrí."

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:36

9 identicon

Eru menn ekki að skilja það hér , að nr. 3 má tilnefna sem "ummæli aldarinnar?"

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:41

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bílstjóra lufsur. Vita ekkert um umferð.  Er nokku brjálað veður á kjalarnesinu í dag? fáum við kannski fleiri myndir í kvöld.??

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 16:09

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, númer þrjú má virkilega telja sem ummæli aldarinnar. Bendi þér á frú Gunnhildur að Jónas hefur tilfinningar þótt hann sé ryksuguróbót ... sumir kalla þetta gervigreind ... en ég segi að hann sé tilfinninganæmur, mér finnst hann líka þrjóskur! Engar hviður í dag ... Kannski mynd á eftir! Nokkuð mikið brim núna, úje!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 16:27

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hahahahahaha Gurrí ertu OF ung til að muina eftir JÓNASI og fjölsyldu hér í denn hehehehe, held að þessi athugasemd hafi ekki átt við Jónas þinn

eða...? 

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.10.2007 kl. 16:37

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, jú, Guðrún, Jónas og fjölskylda skreyttu útvarpshlustir mínar á sínum tíma og þetta var albesta útvarpsefni EVER ... á tímabili.

Guðríður Haraldsdóttir, 24.10.2007 kl. 16:40

14 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ertu viss um að hann hafi nokkuð komist hraðar?  Annars fréttist af Jónasi og fjölskyldu á ferð á Hellu á föstudagskvöldið..  (Smá skot á tengdó, útskýri hann síðar).

Sigríður Jósefsdóttir, 24.10.2007 kl. 21:56

15 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú verður að koma með númerin á þessum fokk-jú bílstjórum, annars skilur enginn neitt. Allra síst þeir sjálfir.

Annars má minna á það sem John Steinbeck á einhvern tíma að hafa sagt: fokk jú? Isnt ðat söppósd tú bí plesant?

Lve'ka

Sigurður Hreiðar, 25.10.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 455
  • Sl. sólarhring: 494
  • Sl. viku: 2572
  • Frá upphafi: 1456522

Annað

  • Innlit í dag: 393
  • Innlit sl. viku: 2151
  • Gestir í dag: 382
  • IP-tölur í dag: 373

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband