Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.4.2008 | 16:04
Góð okursíðan hans Dr. Gunna
Ég hef verið að lesa okursíðuna hans Doktors Gunna, http://eyjan.is/goto/drgunni/, og finnst alveg frábært að almenningur sé loks að vakna upp úr okurdásvefninum langa. Við höfum látið okra ógeðslega mikið á okkur í gegnum tíðina af því að við höfum ekkert gert, enda alltaf þótt flott að vera/þykjast ríkur hér á landi. Hér lætur maður sko helst ekki sjá sig með Bónuspoka ... og hér þegir maður yfir því að maður sé svona Íbúðalánssjóðsfólk ... hehehhe. Eina leiðin er greinilega sú að halda vöku sinni og hætta alfarið að skipta við okrarana. Ég hélt t.d. í alvöru að BT væri lágvöruverslun í raftækjum en það var áður en ég las síðu Dr. Gunna. Hef reyndar keypt fína hluti þar ... en á tilboðsverði. Eftir lesturinn veit ég að við eigum ekki að trúa blint á hilluverð, heldur bera það saman við kassaverð og verja tíma í að gera verðsamanburð milli verslana. Þannig sést hverjir okra minnst.
4.3.2008 | 19:43
Sæt SMS og "stríðsástand" í himnaríki
Leynivinurinn minn er frábær. Hann hefur dúndrað til mín nokkrum SMS-skilaboðum í dag sem er hvert öðru sætara. Það nýjasta hljóðar svona: Eigðu yndislegt kvöld og njóttu hverrar mínútu. Á morgun bíða þín óvænt ævintýri. Þinn leynivinur. Ég get ekki beðið eftir að komast í vinnuna. Ég lít t.d. á herðanudd (hint) sem stórkostlegt ævintýri.
Erfðaprinsinn (27) sá enga útlitsbreytingu á móður sinni (49) eftir klippinguna þegar hann kom heim í dag. Engin aðdáunarhróp glumdu, ekkert gerviyfirlið sökum hrifningar. Gæti tengst stríðsástandinu sem ríkir í himnaríki ... skoðunum okkar á samskiptum Ísraels og Palestínu. Mér finnst málstaður hans kolrangur og hann gubbar yfir minn.
Ég þykist vera ansi hreint ópólitísk, alla vega vil ég ekki festa mig í neinum sérstökum flokki. Því fannst mér frekar fúlt þegar Árni Sigfússon (22) gaf drengnum pylsu eða tvær eitt árið í kosningabaráttu um borgina og erfðaprinsinn (14) kolféll fyrir Sjálfstæðisflokknum med det samme. Ég sagði Árna frá þessu í beinni útsendingu nokkru síðar á Aðalstöðinni við takmarkaðar vinsældir, bæði hans og tæknimannsins (erfðaprinsins). Held að hjartað slái nú hjá öðrum stjórnmálaflokki. Jæja, best að fara út í búð og kaupa margar, margar pylsur. Nei, bjúgu!
16.2.2008 | 14:36
Útlitsgallaðir aukaleikarar og nauðsynlegar njósnamyndavélar
Horfði með öðru á boldið í hátíðarlaugardagsendursýningu í dag. Nú er allt vitlaust (eins og alltaf). Ridge fékk hjartaáfall, rifu á ósæðina, og kallar stöðugt á Brooke sína sem er í lúxusferð í Mexíkó með Nick sínum. Merkilegt hvað persónurnar hafa notað hjartaáföll til að stjórna fólkinu í kringum sig. Áður en Ridge hneig niður sagði hann við móður sína að hún hefði eyðilagt líf hans. Stefanía hóf leit að Brooke og þegar ég kom upp úr baðinu sá ég að hún var komin til Mexíkó og grátbændi Brooke um að koma að sjúkrabeði Ridge. Nick varð ekki hress á svip, ber að ofan og svona. Enda var þetta þannig ferð.
Á Bold-háskólaspítalanum er þess vandlega gætt að hafa aukaleikarana örlítið útlitsgallaða og ég hef aldrei áður séð í þessum þáttum eins mikið samansafn af feitum rössum. Það undirstrikar líklega glæsilegheit og gallaskort aðalleikaranna. Varir Taylor nutu sín a.m.k. ósegjanlega vel á sjúkrahúsganginum.
Hilda systir er á leiðinni með fullan bíl af börnum og við ætlum að hittast í Skrúðgarðinum. Fattaði ekki að segja henni að hún gæti ekki viðrað börnin á sandinum, það er enginn sandur. Háflóð nú um miðjan dag. Líklega dríf ég mig síðan með henni í fimmtugsafmæli vinkonu okkar kl. 18 í höfuðborginni. Heilsan skánar með hverjum klukkutímanum. Get þá tekið elsku hjartans strætó til baka kl. 20.45. Í fjölskyldufréttum er annað helst að Mía systir ætlar á Ladda-skemmtunina í kvöld. Meira útstáelsið á þessari fjölskyldu.
Nú þjáist ég af valkvíða. Eyjan er komin með vefmyndavél í miðbænum; http://eyjan.is/webcam Þar get ég fylgst með nýjustu tískustraumum landans og slagsmálum, staðsett flotta menn með einmana blik í augum og séð hverjir eru kaffisjúkir, sjá rauða, lága húsið fyrir miðri mynd sem hýsir Kaffitár í Bankastrætinu.
Hvenær á ég nú að hafa tíma til að vakta Kötlu? http://ruv.is/katla/ Hvað gerist svo þegar þeir druslast loks til að hleypa almenningi að Eldeyjarvefmyndavélinni?
6.2.2008 | 12:14
Grímubúningurinn sem gleymdist, reykingar, drykkja og svona ...
Hóst, hóst, hóst, hóst ... þetta hljóð hefur heyrst í himnaríki undanfarið á svona klukkutíma fresti eða svo ... í miklum köstum. Erfðaprinsinn er kominn með bauga niður á herðar en fegurð hóstarans hefur haldist óskert. Mætti ekki fyrr en um ellefuleytið í vinnuna að þessum sökum.
Hluti samstarfsfólks míns er í grímubúningi í dag, ég var búin að steingleyma öskudeginum ... Brynja Björk er t.d. Súpermann og Óskar er kónguló. Sjitt að hafa gleymt þessu, er bara í BDSMS-búningnum mínum, eins og svo oft.
Þetta er nú meiri pestartíminn. Margir veikir í vinnunni minni ... og mér er skapi næst að nota þetta hósttímabil til að hætta að reykja. Mig langar til þess núna. Reykinga-fasisminn síðustu árin hefur haft þau barnalegu áhrif á mig að ég fyllist þrjósku og læt ekki eitthvað fólk út í bæ segja mér hvað ég eigi að gera. Það að þurfa að reykja úti hefur engin áhrif á mig og virkar ekki hvetjandi til að hætta, enda er ég engin stórreykingamanneskja. Ég fylltist máttvana reiði þegar ég sá hrokafulla konu í sjónvarpinu í fyrra segja að reykingabannið á veitingahúsum og þessi meðferð á reykingamönnum væri til þess að þeir gæfust upp og hættu. "Aldrei," tautaði ég milli samanbitinna varanna og kveikti mér í í mótmælaskyni.
Einu sinni hætti ég að reykja í rúm tvö ár en á þeim tíma mátti ég reykja við skrifborðið mitt í vinnunni. Auglýsingar frá Tóbaksvarnaráði voru krúttlegar þá, ekki hatursfullar út í reykingamenn eins og nú. Þær fóru á nokkuð skömmum tíma frá: "Veistu hvað þú ert að gera heilsunni þinni, elskan?" yfir í "Hættu að menga, þarna helvítis ógeðið þitt!" Ég hlusta helst ekki á Bylgjuna á morgnana af því að Heimir (sá krúttmoli) hatast svo mjög við reykingamenn, efast um að hann fatti það sjálfur. Hann má auðvitað hafa sínar skoðanir og ég get hlustað á aðra stöð.
Ég á erfitt með að þola mikla drykkju í kringum mig en uppsker bara aðhlátur þegar ég forðast fylliríssamkomur. Held samt að áfengi hafi orsakað meiri sorg og vandræði en tóbak. Segi nú svona. Farin í mat. Hóst jú leiter!!!
26.1.2008 | 17:22
Selebes, selebs og bið eftir stormi

Það er byrjað að hvessa og mun án efa hvína mikið í himnaríki þegar líður á kvöldið og nóttina, verst að það verður myrkur og ekki hægt að horfa á hvítfyssandi sjóinn nema bæjarstjórinn komi upp ljóskastara hér. Ég er með hugmynd. Það er ljóskastari við sundlaugina hér á Jaðarsbökkum sem skín miskunnarlaust í augun á öllum þeim sem eiga glugga sem snúa út að kvikindinu og voga sér nálægt þeim. Meira að segja um jólin! Hvernig væri að færa kastaraviðbjóðinn og koma honum fyrir framan við himnaríki svo horfa megi á hafið, jafnvel alla leið yfir til Ameríku?

26.1.2008 | 14:11
Undarleg B-atvik í lok árs Svínsins plús Bold-bútar
Þetta er nú meiri mánuðurinn. Ár Svínsins kveður með miklum stæl, myndu eflaust Kínverjar segja, en ár Rottunnar (árið 4705) hefst 7. febrúar nk.. Brjálaða-veðrið, Bobby Fisher, Björn Ingi og borgarstjórnarlætin ... og eflaust margt fleira sem byrjar á B-i sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Það er meira að segja allt vitlaust í boldinu. Sjálfur Bobby Ewing úr Dallas er kominn í leikarahópinn í hlutverki föður Brooke sem Ridge lét fljúga inn á einkaþotu blóðföður síns, Massimo. Faðirinn gekk út frá fjölskyldu Brooke þegar hún var lítil og það hefur haft slæm áhrif á hana í gegnum tíðina. Ridge heldur því alla vega fram að fyrst hann sjálfur yfirgaf hana nokkrum sinnum fyrir Taylor hljóti hún að vera hvekkt og vill sýna henni enn verri gæa. Veit ekki hvað Ridge borgaði pabbanum en hann grátbænir hana um að taka Ridge aftur. Gerðu hann ekki ábyrgan synda minna, segir hann með tilþrifum. Massimo hefur náð athygli Nicks með því að koma Jackie, mömmu Nicks, í fangelsi og nú er tækifærið hans Ridge. Hjartnæm sena: Ég er afi þinn, sagði Bobby við Hope litlu þegar hann hitti hana í fyrsta sinn.
I´m sorry for everything, segir Bobby síðar við Brooke og þau gráta í faðmlögum. Ridge horfir hreykinn á árangur sinn. Þetta (?) ætlar greinilega að virka.
Í ljós hefur komið að Darla, starfsmaður Forrester-tískuhúss og góð vinkona Brooke, hefur falsað bókhaldsgögnin í tölvu Jackie að beiðni Massimo. Hún fær bakþanka en Massimo tekst að telja henni hughvarf með sjúklega flottu hálsmeni. Við áhorfendur engjumst þegar Stefanía reynir að hækka hana í tign og launum af því að vitum að hún er svikari.
Allt vafstrið í Massimo hefur gert Brooke og Nick enn ákveðnari í að vera saman áfram. Ég spái því svo að Jackie, mamma Ridge, slíti trúlofuninni við Eric, fv. mann Stefaníu og pabba Ridge, ekki blóðskyldan þó, og taki saman við pabba Brooke. Menn eru margnýttir þarna í boldinu. Hér á Íslandi er ekki litið slíkum augum á karlmenn. Þeir eru virtir og við spyrjum þá leyfis áður en við ráðstöfum þeim til annarra kvenna í fjölskyldunni.
Þessir bútar úr boldinu voru í boði himnaríkis.
21.1.2008 | 20:46
Þrautgóð á raunastund, hviður, farsar og hvaðeina ...

Það var heilmikil sætaferðastemmning í strætó á heimleiðinni. Tommi talaði um Þorratunglið sem verður fullt á morgun (góður dagur til að fórna ...), aðrir ræddu nýjustu tíðindin og bloggvinkona mín, ung og dásamleg Skagamær, vildi að gerður yrði sjónvarpsþátturinn Ráðhúsið, glæpsamlega fyndinn farsi í nokkrum þáttum. Annars er ég sammála Tomma með að það er meira sjokk fyrir okkur Skagamenn að svona mörgum HB-Granda starfsmönnum hafi verið sagt upp.
--- -------- ------- -------- ------
Tommi hleypti okkur út við staurinn góða á Garðabrautinni sem lá á hliðinni einhverra hluta vegna. Það tók mig hátt í fimm mínútur að komast þennan stutta spöl heim og þurfti ég að finna skafla til að ganga í og þeir dýpstu voru um 3 cm djúpir ... ef ég hefði gengið troðnar slóðir hefði ég fokið út Höfðabrautina og það hefði verið ófögur sjón. Ég mat veðrið í morgun sem tveggja trefla veður og fjólubláa sjalið fauk af mér við Höfðabrautarhornið. Það var mikil gleði þegar ég endurheimti það nokkrum kílómetrum vestar, ókei, nokkrum skrefum. Vindurinn hafði rúllað því smekklega upp. Ég komst sem sagt við illan leik í himnaríki og leið eins og sögupersónu í Þrautgóðum á raunastund. Samt sendi ég án nokkurrar miskunnar erfðaprinsinn út í mjólkurbúð (Skaganesti) rétt áðan. Hviður eru bara 25 m/sek á Kjalarnesi núna en þær voru ábyggilega hátt í 105 við himnaríki áðan. Æ lovvv ittt!
http://www.uefa.com/trainingground/index.html#34005/16384/646791
21.1.2008 | 10:48
Strætó í æð ...
Svo langt er síðan ég tók strætó síðast að ég gat ekki hætt eftir eina ferð, heldur ók með fjórum vögnum í morgun um ég veit ekki hvað mörg póstnúmer. Heimir var að keyra leið 27, þessi elska (Tommi er á seinni vakt) og Ásta sat fremst og gætti sætis míns eins og sjáaldurs augna sinna. Mjög margir ágirntust víst sætið á leiðinni Skrúðgarður - Garðabraut sem telur bara fjórar stoppistöðvar með endastöðinni. Ég hélt að þú værir bara hætt að taka strætó, sagði Heimir vonleysislega, enda hinir farþegarnir örugglega óbærilega leiðinlegir, vanalega steinsofandi alla leið. Ég er ekkert hætt að taka strætó, krúttið mitt, svaraði ég og hugsaði um vetrarfríið sem Ásta fer í í byrjun febrúar. Vonandi verður gott veður, sól og blíða á meðan. Held að Heimir sakni þess að gaf bílstjórunum alltaf Séð og heyrtið mitt á miðvikudögum þegar ég var búin með það. Eftir að Ásta fór að bjóða mér far hafa þeir þurft að horfa sorgmæddir út í buskann í hléunum sínum.
Fór alla leið í Ártún með Heimi á leið 27 og þar beið aukabíll leiðar 6 sem fór með mig niður á Lækjartorg. Ég var í mjög áríðandi erindagjörðum, þetta var ekkert rúntkjaftæði. Líkamsrækt dagsins kom þegar ég næstum hljóp upp Bankastrætið og náði að verða kúnni númer 2 í biðröðinni hjá Kaffitári. Tveir latte út, mjólkin 150°F, engin froða, takk, sagði ég á starbökksku kaffimáli. Tek fram að hitamælar á kaffihúsum eru vanalega á Farenheit, ekki Celsius. Þetta er heitt kaffi en ekki sjóðandi viðbjóður! Ég horfði nokkuð stressuð á klukkuna ... sem vantaði 13 mínútur í átta ... hljóp niður Bankastrætið með límt fyrir drekkugötin á bollunum og nýbökuðu múffuna á milli þeirra í plastpokanum. Leið 1 var búin að koma við á stoppistöðinni á Lækjargötu og var stopp við ljósin. Ég horfði hundslegum bænaraugum á bílstjórann sem opnaði fyrir mér, þessi elska. Hans verður minnst í bænum mínum, Akranesi ...
Auðvitað náðum við upp á Hlemm á mettíma, en kl. 7.59 átti leið 18 að vera þar. Hann er aðeins á hálftímafresti núna og þessi áður kúffulli strætó var tómur næstum alla leið, enda hættur að fara Höfðana, næstum að Vogi, og svo upp Súkkulaðibrekkuna á leið sinni í Grafarholt ... hann dúllar bara mannlaus um Árbæinn, þar sem alla vega tveir strætisvagnar á annarri leið eru fyrir! Vona að við Skagamenn lendum á móti Reykjavík í átta liða úrslitum Útsvars þá get ég beðið Gísla Martein að redda þessu ... annars hætti ég að vera aðdáandi hans.
Bílstjórinn á leið 18 er fyrrum bóndi úr Landeyjunum. Sonur hans tók við búskapnum og karlinn dreif sig bara í strætóakstur í bænum! Nú, hvernig veit ég þetta? Ég og bílstjórinn bonduðum þegar ég rétti honum appelsínugulan og gamaldags skiptimiða ... mjög afsakandi á svip. Sagði honum að við værum bara með svona skiptimiða í Skagavagninum. Hann fylltist áhuga á mér, held ég örugglega, og spurði mikið hvernig Skagastrætó gengi og hve lengi við værum á leiðinni, hversu margir farþegar og fleira. Á Snorrabrautinni vorum við orðin mestu mátar. Þrátt fyrir spjall horfði ég vel í kringum mig, enda langt síðan ég hef rúntað um Reykjavík í strætó.
Við töluðum eins og verstu utanbæjarmenn, hneyksluðumst á akstursmáta borgarbúanna, máttum nefnilega horfa upp á árekstur á Bústaðavegi rétt fyrir ofan kirkjugarðinn og sáum líka lögguna stoppa gamlan mann á rauðum bíl, mögulega fyrir of hægan akstur ... hver veit, en það var nú bara í nösunum á okkur. Sjálf hef ég búið lengur í Rvík en annars staðar og fædd þar og bílstjórinn talaði mikið um að ökumenn væru eiginlega allir afar liðlegir við strætóbílstjóra.
Þessi aukahringur minn í morgun tók u.þ.b. klukkutíma en mikill og langur annadagur er fram undan í dag, þurfti að hefja hann vel með sjúklega góðu latte-i og nýbökuðu súkkulaðimöffins ... enda er ég full af orku núna. Held að strætó í æð hafi líka gert mér gott.
Veit einhver hvernig maður finnur slóðina að nýju vefmyndavélinni í Eldey? Er orðin þreytt á að vera á Kötluvaktinni í öllum frístundum mínum, langar til að fylgjast með bí-bí núna, vonandi líka brimi ef vefmyndavélin er skemmtilega staðsett! Afar misheppnað að segja fréttir af vefmyndavél en ekki hver slóðin að henni er! Mistök, mistök ...
17.1.2008 | 08:59
Femínismi, töffaðir tvífarar og frosið grill ...
Fínasta veður á Skaganum í morgun, hafði reyndar snjóað meira niðri í miðbæ, þar sem Ásta býr, en hjá himnaríki. Ansi dimmt var svo á leiðinni og koldimmt á Kjalarnesinu, hvasst og svolítil snjókoma ... smá dimmviðri líka í hjörtum okkar, líklega vegna umræðuefnisins. Við vorum nefnilega að tala um femínisma. Ásta sagðist í fyrstu ekkert vit hafa á þessu en ég komst að því að hún heldur sko með körlunum. Hún vinnur sem skrifstofukona á Landspítalanum og er með afar lág konulaun, eins gott að hún á mann.
Ef hún ætti ekki mann með eðlileg laun hefði hún ekki getað grillað í snjónum í gær, þessa líka fínu steik. Dýrleg hugmynd að grilla í janúar! Maturinn hlýtur að bragðast betur. Jamm, ég er vitlaus í grillmat en fæ hann voða sjaldan, enda á ég ekki grill.
Alexandra, prinsessa af Lúxemborg (16), getur ekki erft krúnuna, þar sem hún er bara kona, benti ég Ástu á sem dæmi um viðurstyggðilega ósvífni og karlrembu!Það er ekkert hægt að breyta slíku, andmælti Ásta, alveg búin að steingleyma Svíþjóð og svona ... Hún sagði spámannslega að ekkert myndi breytast fyrr en KARLMENN vildu að konur fengju jafnrétti og berðust fyrir því líka, konur væru líka konum verstar (döhhh) ... og eini almennilegi femínistinn væri Jóhanna Sigurðardóttir! Svo vorum við bara komnar upp í Hálsaskóg ... Ég fékk mér róandi te og opnaði gluggann til að ná andanum. Það verður ekki jafnrétti fyrr en barnabarnabarnabörnin mín verða komin á legg, hugsaði ég spámannslega ... og þessir afkomendur verða orðnir svo fjarskyldir mér, ég löngu dauð hvort eð er ...
Það verður vitlaust að gera í dag, ég gerði langan verkefnalista í gærkvöldi og ætla að hafa hann við hliðina á mér og krossa jafnóðum við það sem ég er búin með. Eigið góðan dag! P.s. Birti mynd til gleðiauka í dagsins önn og til að minna á hvað maður getur farið að líkjast hlutum með tímanum. Ég verð t.d. eins og kartöflupoki í laginu ef ég hleyp ekki reglulega upp stiga himnaríkis ...
16.1.2008 | 17:05
Skuldbindingafælni vs giftingasýki
Þegar Ásta sótti mig í Hálsaskóginn í dag hafði ég beðið í fimm mínútur fyrir neðan húsið og leit út eins og glæsileg snjókerling. Raulaði bara jólasálma í þessari guðdómlegu hundslappadrífu í höfuðborginni. Það var frekar blint á köflum á heimleiðinni þótt vindstigin væru ekki nema fimm í Kollafirðinum (sjá mynd til vinstri). Hér á Skaga var heldur annað veður en í Reykjavík, eða sól og sumar að vanda (sjá myndina til hægri).
----------- ooo 000 - O - 000ooo ------------
Í matartímanum hittist svo á að við, nokkrar gellur á lausu, sátum við sama borð og spjölluðum. Ein talaði um að hún ætlaði að vera ein í herbergi á hótelinu þegar fyrirtækið heldur til Svíþjóðar í árshátíðarferð í mars. Þá á hún auðveldara með að næla sér í sætan Svía, bætti hún glottandi við. Ó, ertu á lausu? Síðast þegar við vissum átti hún kærasta. Já, þetta var orðið svo þrúgandi, ég var að kafna! sagði hún og dæsti. Þarna komumst við að því að við erum haldnar skuldbindingafælni, alveg öfugt við kynsystur okkar sem eiga allar að vera giftingarsjúkar ... samkvæmt bæði bröndurum og staðalímyndum. Aumingja ungi karlkynsblaðamaðurinn sem sat á næsta borði og þóttist ekki heyra neitt, ég sá hann samt roðna af spenningi. Nú er hann örugglega orðinn sjúkur í okkur, þetta virkar víst þannig, sagði ein lágt. Við flýttum okkur fram og rétt sluppum við að eignast kærasta.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 24
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 719
- Frá upphafi: 1524917
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 615
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni