Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.12.2007 | 22:01
Annasöm Þorláksmessa - partí og sönn íslensk íkveikjusaga
Þegar loks tókst að drösla erfðaprinsinum á fætur um hálftvöleytið var haldið í bæinn með fjölda jólagjafa handa vinum og vandamönnum. Gerð hafði verið nokkuð stíf áætlun til að komast í skötupartíið kl. 18 á Akranesi. Það var frámunalega bjánaleg bjartsýni. Við vorum ekki komin heim fyrr en undir níu í kvöld.
Við byrjuðum á Álftanesi hjá Önnu og einni bloggvinkonu sem fékk rósavönd og knús og enduðum í Efstasundi. Ja, og komum svo við í Mosó á heimleiðinni með pakka handa vinkonu Hildu af því að við erum svo góð. Mikið var gaman að hitta alla ... nema Inger, hún var ekki heima. Vona að hún sé á landinu, pakkinn hangir á húninum á útihurðinni.
Ég þarf greinilega að koma mér upp vinum/ættingjum í einu póstnúmeri í stað 101, 105, 107 108, 109, 170, 200, 220, 225. Það myndi einfalda allt afskaplega mikið. Hvernig væri að flytja í 300, elskurnar?
Þorláksmessupartíið hjá Nönnu var algjör snilld og ekki skemmdi fyrir að hitta elsku, elsku Steingerði og Gumma sem sátu þarna og úðuðu í sig kræsingum. Það var heldur ekki amalegt að spjalla við einn uppáhaldsrithöfundinn sinn, Ævar Örn Jósepsson. Fjölskylda Ævars bjó í Stykkishólmi um svipað leyti og fjölskylda mín (1959-1961). Mía systir lék sér oft við stóru systur Ævars. Mamma Ævars, sem var þarna líka sagði mér sjokkerandi sögu þegar kviknaði í heklaðri dúllu á eldavélinni heima hjá henni, systir Míu, miðsystirin sjálf, kveikti víst á hellunni í óvitaskap. Áður en ég vissi af var ég búin að viðurkenna að ég hefði verið þessi miðsystir. Ævar náttúrlega trylltist og skammaði mig fyrir að reyna að brenna ofan af fjölskyldu hans og næstum því verða til þess að hann yrði ekki til. Ég reyndi að afsaka mig með því að segja að ég hefði bara verið eins árs en mamma Ævars leiðrétti það og sagði að ég hefði reyndar verið tveggja ára! Ekkert reyna að sleppa svona létt að þykjast hafa verið ársgömul, sagði Ævar hvasst. Í næstu spennusögu hans verður örugglega einhver lúmskur brennuvargur að nafni Gurrí.
Snittu- og lattepartíið hjá Breiðholtshataranum var líka æðislegt þótt ég stoppaði bara í 10 mínútur. Ég hreifst svo af baðgardínunum hjá honum að ég gat ekki stillt mig um að taka mynd af þeim. Baðglugginn minn er reyndar þríhyrndur, hentar kannski illa og svo er ekki biluð umferð framhjá himnaríki, eins og hjá B-hatarnum sem býr við Hverfisgötuna. Hann langar víst ekki til að strætófarþegar horfi á hann í sturtu eða við aðrar athafnir, held ég. Ekki eru allir svona forsjálir en eina ástæðan fyrir því að ég tek alltaf strætó er sú að mér finnst svo gaman að sjá inn um baðgluggana hjá sætum mönnum. Ekki það að B-hatarinn sé sætur.
Þetta var góður dagur ... en rosalega er ég þreytt. Það var svo gott að koma heim í himnaríki, fara í hlýja viðhaldið (sloppinn) og setjast aðeins í leisígörl. Svo koma bara jólin á morgun!
23.12.2007 | 11:58
Þorláksmessa ... enn einu sinni
Að það skuli vera komin Þorláksmessa enn einu sinni ... Nú er tíminn hættur að líða hægt þegar nær dregur jólum, heldur með örskotshraða. Við erfðaprinsinn ætlum í jólagjafaleiðangur til Reykjavíkur um hádegisbil og á leiðinni hefst líklega slagurinn um það hvaða útvarpsstöð verður sett á í bílnum. Best að kúga drenginn og segja honum að það komi ekki jól nema ég fái að hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1. Þær eru voða notalegt útvarpsefni, voru það líka á árunum þegar Uriah Heep voru í mesta uppáhaldinu. Vona innilega að okkur takist að vera svolítið snögg að þessu og að á meðan við Inga skellum okkur til Nönnu í jólapartíið þá geti erfðaprinsinn kysst og jólaknúsað ástkæran föður sinn. Svo bíður okkar skötuveisla á Skaganum í kvöld, hjá elsku Rögnu og Guðmundi, líklega besta fólkinu sem býr á Akranesi. Ragna átti heima á neðri hæðinni á æskuheimili mínu og það var hún sem kenndi mér að dansa jenka undir laginu Fríða litla lipurtá. Torfkofinn hristist og lýsislamparnir nötruðu þegar hún jenkaði um allt með okkur krakkana á efri hæðinni.
Ég sé ekki mjög mikinn mun á himnaríki nema ég veit að allt er orðið svo hreint. Baðvaskurinn hefur t.d. aldrei verið svona hrikalega hvítur! Gamla húshjálpin mín í fornöld tók nefnilega til, raðaði húsgögnum upp á nýtt, setti í þvottavél, skipti á rúmum, pakkaði niður einhverju af þessum fjandans bókum sem allt of mikið var til af (sagði hún) og fór með niður í kjallara ... Sakna hennar sárt. Við erfðaprins gerum allt gljáandi fínt í kvöld.
22.12.2007 | 16:34
Er svona ömurlegt að vera kona?
Pólska húshjálpin er komin í himnaríki. Tengdadótturdraumurinn varð að engu þegar ég sá hana. Þetta er harðgift kona, fjögurra barna móðir og ákaflega dugnaðarleg. Hún er inni á baði núna og þrífur eins og hún fái borgað fyrir það. Ég ætla að reyna að gera eitthvað að gagni líka en hef lufsast um hóstandi og skjálfandi úr kulda á milli þess sem ég drekk C-vítamín, eins og Inga skipaði mér. Þvílíkur aumingjaskapur.
Völvuspá í fyrra: Ég sé læti í kringum Davíð Oddsson og tengi það tilraun Björns Bjarnasonar til að koma manni Davíðs inn í héraðsdóm, jafnvel syni Davíðs!
Sá á bloggi manns nokkurs áðan að það ríkir mikið misrétti í draumum. Fyrir utan að það er eingöngu gott að dreyma að maður eigi barn ef um sveinbarn er að ræða er flestum karlmönnum fyrir illu að dreyma kvenfólk ... Að dreyma karlmenn táknar hjálpsemi til handa dreymandanum.
Karlkynsíþróttamenn eru kallaðir konur af þjálfurum sínum til að niðurlægja þá. Íþróttakonur myndu fá hláturskast ef reynt yrði að kalla þær karla, það er ekki einu sinni hrós og alls ekki niðurlægjandi heldur.
Konur eru sagðar búðasjúkar (sem þykir ömurlegt), karlar hata búðaráp (sem þykir flott). Karlar eru kynóðir (sem þykir flott), konur eru frekar kynkaldar (sem þykir ömurlegt). Það virðist ansi margt vera gegnsýrt af þessu án þess að maður geri sér grein fyrir því. Sjálf er ég auðvitað kynóður búðahatari, enda flott ... en samt ekki karl. Þetta hefur orsakað algjöra tilvistarkreppu í lífi mínu.
Elsku strákarnir fá það svo sem líka óþvegið. Ef þeir kaupa sér t.d. stóran jeppa hljóta þeir að vera með lítið tippi. Mér hefur aldrei þótt það fyndin stríðni. Þeim er líka sagt að þeir séu svo takmarkaðir og geti ekki gert marga hluti í einu. Eitt er samt fyndið. Það á að vera í genunum á körlum, að vera með bíladellu, það sé miklu meira svona karlkyns. Samt er bíllinn bara 100 ára uppfinning. Þetta með bíladelluna held ég reyndar að sé risastórt samsæri þeirra á milli til að fá frekar að keyra ... líka þetta með ást okkar kvenna á búðarápi. Við trúum þessu og verslum eins og óðar (nema ég) og þeir sleppa, ormarnir. Ógisslega klárt hjá þeim. Eitt er reyndar alveg rétt hjá strákunum. Þeir eru svo miklu, miklu betri í að ryksuga en við stelpurnar ... eins og allir vita!
22.12.2007 | 14:11
Jólabold - varúð
Best að jólabolda svolítið. Mikið hefur gengið á að undanförnu hjá feita og fallega fólkinu (er að reyna að breyta þessu Svo grönn og sæt-dæmi), hef misst af einhverju en getað lesið á milli línanna samt. Mamma, eyddir þú nóttinni með Ridge eða Nick? spurði Bridget, óeigingjarnasta og besta dóttir sem Brooke gæti hugsað sér, enda var Bridget gift Nick, eins og allir muna. Hvorugum, var svarið.
Felicia lifnaði við í sjúkrabílnum og Stefanía stjórnunarfíkill leynir því og er búin að redda lifrarskiptum fyrir hana. Enginn skilur í því hvers vegna hún syrgir ekki dóttur sína, heldur talar um hana eins og um lifandi manneskju væri að ræða. Felicia veit heldur ekki af því að hún er á lífi, hún er í kóma, var búin að kveðja alla og svona. Eftir næstum því ástaleik Taylor og Nicks sem næstum því gift Ridge hún Brooke gengur inn á hafa Taylor og Nick orðið perluvinir. Nick elskar þó Brooke sína ofurheitt en hún tekur þá ákvörðun að ekkert verði á milli þeirra fyrr en að sex mánuðum liðnum, þegar skilnaður Nicks og Bridget, dóttur hennar, verður löglegur. Mér sýnist á öllu að það séu mikil mistök hjá henni. Ég spái því að Taylor, í ástarsorg eftir Ridge (sem var næstum búinn að plata Brooke upp að altarinu í fimmta skiptið eða svo) næli sér í Nick á þessu tímabili. Bridget fórnfúsa segir að Brooke þurfi ekki að fórna sér svo mikið en Brooke má ekki heyra á annað minnst.
Bridget skælir um leið og hún afhendir Nick eigur hans, Nick virðist fatta að hún hefur gengið of langt í fórnfýsinni, maður gefur ekki mömmu sinni manninn sinn þótt mamman sé ástfangin af honum.
Ridge segir við Brooke að hann sé að flytja inn á hana. Brooke mótmælir harkalega, greinilega ekki búin að fyrirgefa honum, heldur hann. Það er mikill munur á því að hafa gifst og næstum því gifst. Hún viðurkennir fyrir Ridge að hún elski Nick. Samt ræðst hann ástríðufullt á hana og kyssir í klessu. Hún hlýtur að láta segjast.
Minningarathöfnin um Feliciu er bæði falleg og átakanleg, það vottar meira að segja fyrir leikhæfileikum hjá sumum þarna en laukur er vissulega áhrifaríkur, ég tala af reynslu. Stefanía engist af samviskubiti en læknirinn ráðlagði henni að halda þessu með dauða hennar til streitu, svo litla von hefur hann um að henni batni. Annars sýnist mér hann vera orðinn skotinn í henni. Hann hringir aðeins seinna í Stefaníu og segir henni að hún þurfi að koma strax. Þá er minningarathöfninni lokið. Stefanía segir að það sé ekki of seint að bjarga Feliciu en allir horfa samúðarfullir á hana og trúa henni ekki. Læknirinn segir að Felicia hafi sýnt ótvíræð batamerki!
22.12.2007 | 01:40
Guð og kæfan
Fékk æsispennandi símtal í dag. Geðþekk konurödd tjáði mér að Skagaliðið ætti að mæta til næstu Útsvarskeppni 11. janúar nk. Það er mikið tilhlökkunarefni að hitta andstæðingana ógurlegu frá Ísafirði. Vona bara að þessir doktorar og prófessorar fái erfiðari spurningar en við, pöpullinn af Akranesi. Ég hugga mig þó við að vera doktor í Oliver Twist. Kannski koma fleiri spurningar úr bókinni. Tókst vel að svara spurningum þáttarins í kvöld en það er víst alltaf auðveldara heima í stofu.
Við vinkona mín spjölluðum saman í síma í dag og m.a. rifjuðum upp gamlar minningar af yngri syni hennar. Þegar hann var fjögurra ára mátti hann hlusta á móður sína bölva og ragna eftir að hafa keyrt bílinn út af í hálku. Úr aftursætinu heyrðist allt í einu í stráksa: Nú er bara að treysta á guð og kæfuna, mamma mín! Um tíu árum seinna, þegar hann fór í eina skyldumessuna sem tengdist fermingarundirbúningnum, skrifaði hann nafn sitt í gestabókina frammi í anddyrinu í kirkjunni. Messan hófst og fermingarbörnin sátu róleg og stillt og hlustuðu á prestinn. Í lokið las presturinn upp úr sérstakri fyrirbænabók, nöfn sjúklinga sem beðið var fyrir ... og nafn stráksa var allt í einu lesið upp hátt og snjallt, fermingarsystkinunum til mikillar skemmtunar ... Þetta kennir manni að vera ekki að skrifa í hvaða gestabók sem er!
21.12.2007 | 15:21
Maður úti á svölum ... aftur
Held að það verði engin jólasveinaferð farin í dag. Óttalegur aumingjagangur í himnaríki núna. Ég sem var búin að ákveða að vakna frísk. Stillti vekjaraklukkuna á 10.30 en var komin á fætur rúmlega níu ... algjör klaufaskapur að geta ekki einu sinni sofið út. Stillti á Rás 1 og hélt að það væru að hefjast jólakveðjur en þá voru þetta Lög unga fólksins fyrir aldraða, yndislegur þáttur og áfram hélt dýrðin á meðan ég pakkaði inn jólagjöfunum; þjóðsögur og og góð tónlist.
Allt svo heimilislegt eitthvað núna. Húsfélagsformaðurinn úti á svölum, sonurinn að búa til kaffi handa mömmusín og kettirnir mala. Æ, ég held ég fari að skella jólagjöfunum í jólasveinapoka, leggjast upp í rúm og lesa eins og eina góða bók. Það var að koma út kilja eftir Henning Mankell, þarf að klára hana og lána svo húsfélagsformanninum út á sjó eftir áramótin. Ætli brúðkaupið verði ekki í vor? Úps. Veikindin líklega meiri en ég hélt, er með óráði núna. Maður djókar ekki með svona hluti.
21.12.2007 | 00:54
Jólasveinar
Var tilkynnt seinnipartinn í dag að ég væri ekki velkomin til vinnu aftur ... fyrr en eftir áramót. Ætla að fara að drífa mig í háttinn og sofa til hádegis. Þá verður kvefið líklega farið. Síðan að skreppa í jólagjafaútkeyrslu í bæinn á morgun. Vona að allir verði heima.
Mun heimta mjólkurglas og smákökur á svona 20 stöðum.
---------- ----------- ------------ ------------ ----------
Moli dagsins: Vissuð þið að O. J. Simpson kom til greina í hlutverk Tortímandans en framleiðendum fannst hann líta út fyrir að vera aðeins of næs til að hægt væri að taka hann alvarlega sem kaldrifjaðan morðingja?
20.12.2007 | 09:07
Beðið eftir jólafríinu
Þótt skammdegið fari ekki í mínar fínustu, eins og sumir orða það, finn ég samt fyrir því hversu erfitt er að drífa sig á fætur þar sem hánótt stendur alveg til kl. 10 á morgnana. Við Ásta vorum hálfstjarfar í morgun og nutum þess út í ystu æsar hversu lítil umferð var á leiðinni. Margir greinilega komnir í jólafrí. Hvað er aftur jólafrí? Það sem ég sé í hillingum núna er að skríða milli rúms og leisígörl yfir hátíðarnar með konfekt í annarri, malt og appelsín í hinni, hangikjöt í þriðju og uppstúf í fjórðu og svona og með góða bók í kjöltunni, með kveikt á sjónvarpinu, a.m.k. á meðan Sound of Music rúllar ... annan í jólum kl. 14.
Í gær fengum við Birtíngsstarfsmenn góða og veglega jólagjöf frá fyrirtækinu sem átti að opna við heimkomu ... og geyma í ísskáp. Þetta voru þessi líka fíni hamborgarhryggur og úrbeinað hangikjötslæri ásamt nammi og einhverju kjötdæmi í áleggsbréfi og ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað það heitir eða hvernig á að snæða það. Salamipylsa leyndist þarna líka. Vildi reyndar að ég hefði njósnað lymskulegar um jólamatargjöfina þar sem daginn áður keypti ég jólamatinn! Arggg! Það kemur reyndar alltaf gamlárskvöld á eftir jólunum og ég veit núna hvað ég verð með í matinn þá!
Í himnaríki verður kalkúnn með öllu tilheyrandi á aðfangadagskvöld ... meira að segja með vinkonu minni ... hehehehe. Hún er frábær kokkur og ætlar að taka að sér eldamennskuna. Hún er þegar búin að gera trönuberjasósuna (-sultuna) og ætlar að búa til ananasfrómas í eftirrétt! Mér verður treyst til að ofnbaka sætu kartöflurnar í klukkutíma og frétti ég í fyrsta skipti í símtali við hana í gærkvöldi að maður syði ekki slíkar kartöflur, þær yrðu svo ógeðslegar. Hmmm ...
Gleðifréttir: Blessað bragðskynið er að koma aftur eftir svartadauðakvefið en það er ekki séns að ég finni lykt! Ég þarf að taka orð erfðaprinsins trúanleg þegar hann segir að kattasandurinn sé hreinn, hann sé nýbúinn að fara í bað, engin skata hafi verið soðin í stigaganginum og slíkt. Svo verða KK-tónleikar á Skrúðgarðinum í kvöld, getur maður farið nefmæltur og bólginn og kvefaður á opinbera atburði? Á ég kannski bara að pakka inn restinni af jólagjöfunum?
Á laugardaginn kemur ung, pólsk kona og skúrar himnaríki. Ég ætla að rústa hagkerfi sumra þeirra viðurstyggilegu landa minna sem hafa Pólverja í vinnu hjá sér og mun greiða henni helmingi meira en hún setur upp. Ég réði mér húshjálp árið 1987 (íslenska) og borgaði henni 1.000 krónur á tímann. Ég frétti að pólsku (erlendu) konurnar sem drýgja tekjurnar með húsþrifum fái margar 800 krónur á tímann núna 20 árum seinna og það hækkar í mér blóðþrýstinginn. Að fá þessa konu sparar mér blóð, svita og tár eftir svona mikla vinnutörn eins og verið hefur. Hver veit nema erfðaprinsinn láti heillast og ég eignist tengdadóttur í kjölfarið ...
Held að völvublaðið hafi farið í prentsmiðju í gærkvöldi. Það er mjög djúsí og skemmtilegt. Jólablaðið var líka að koma út, Ragnheiður Clausen á forsíðu, þessi dúlla, og hún grínast með karlmannsleysið eins og ég stundum (við grátum í einrúmi) ... og auglýsir eftir karlmanni, hún gerir engar kröfur, hann þarf bara að hafa áhuga á hundum. Hahahahaha ... Minnir að föðurbróðir hennar, Örn Clausen, sé kvæntur náfrænku minni. Ég bíð eftir að komast á virðulegan aldur (12. ágúst 2008) til að fara að pæla meira í ættfræði. Já, Anna, þá verð ég viðræðuhæf. Jæja, farin að vinna, hafið það gott í dag, elskurnar mínar.
19.12.2007 | 19:50
Lymskuleg útrýming pósthúsa og vottur af svarta dauða ...
Tókst að vinna frá 8-14 í dag ... en ekki að blogga. Komst heim með Ástu og síðan við sæmilegan leik í leisígörl þar sem ég hef legið meira og minna síðan. Horfði reyndar á DVD-mynd að beiðni erfðaprinsins en í hans huga er slíkt bara slökun og guðdómlegheit. Myndin, Knocked Up, byrjaði og endaði vel, var soldið fyndin en féll svo á tímabili ofan í gryfju staðalímynda þar sem karlarnir eru skuldbindingafælnir aumingjar og konurnar nöldrandi viðurstyggðir sem gera fátt annað en reyna að breyta mönnum sínum. Ég veit að það er til svona fólk en því fólki hefur líka verið sagt frá blautu barnsbeini að svona séu nú karlar og svona séu nú konur. Þegar ég sá einhverja skelfilega sjálfsræktarbók nýlega, man ekki heitið á henni ... kannski Konur hugsa of mikið, eða Kona, hugsaðu meira! fattaði ég að bækur, sjónvarpsmyndir og svona viðhalda þessu. Brennum bæk ... heheheh, djók!
Ég las gamlar læknabækur í draumi áðan og komst að því að þau einkenni sem hrjá mig benda til þess að sé mjög líklega með svarta dauða. Þegar ég snýti mér þá flautar hægra eyrað ... svarti dauði. Hnerri þrisvar í röð, mörgum sinnum á dag ... svarti dauði. Að vísu held ég að ég muni ná mér upp úr þessu, sérstaklega af því að Ásta er á bíl á morgnana og ég þarf ekki að skjálfa úti á stoppistöð eða pína mig upp Súkkulaðibrekkuna í öllum veðrum.
Verst að hafa ekki komist í afmælið hennar Hildu systur í gær en hún varð 89 ára, þessi elska og er bara skrambi ern. Sætustu tvíburar í heimi, Ísak og Úlfur, eiga svo ársafmæli í dag. Knús!!!
Vinkona mín hringdi örvæntingarfull í mig um fjögurleytið í dag. Ertu við tölvuna? Viltu þá athuga fyrir hvar hægt er að finna pósthús í Reykjavík! Ég fann heimasíðu Póstsins og viti menn, það er næstum búið að útrýma pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Í gamla daga, eða fyrir nokkrum árum, gat ég t.d. valið um að fara á pósthúsin á Hofsvallagötunni, í Pósthússtræti eða í Eiðistorgi, í réttri fjarlægðaröð frá Hringbrautinni.
Ég tilkynnti vinkonunni að í Reykjavík, hinni dreifðu höfuðborg lýðveldisins Íslands, er að finna heil fimm pósthús (eða drög að pósthúsi) á eftirfarandi stöðum: Pósthússtræti 5, Þönglabakka 1, kassi í Hagkaupum í Eiðistorgi (drög), Hraunbæ 119 og Hverafold 1-3. Fyrirtækjapósthús er í Stórhöfða 32. Eitt pósthús er síðan í Kópavogi, annað í Garðabæ, eitt í Mosó og eitt í Hafnarfirði. Svo er dýrlegt pósthús hér á Skaganum. Tæknin er auðvitað orðin svo mikil að fólk getur sent jólapakkana með tölvupósti.
Þessi sama vinkona sagði mér frá fyndnustu jólagjöf sem hún hefur fengið á ævinni. Hún var þá í þremur vinnum, af því að einstæðar mæður hafa það svo gott, og skúraði m.a. daglega á leikskóla. Frá leikskólanum fékk hún leikhúsmiða fyrir einn í jólagjöf! Hún fann þennan miða í jólatiltektinni 2007 og var löngu búin að gleyma þessum miða. Annar leikskóli gaf starfsfólki sínu eina jólakúlu á kjaft. Algjör snilld!
18.12.2007 | 14:38
Hræðsla við hvítlauk - Sicko
Hér í himnaríki ríkir sama ástandið, kvef og slappleiki. Það hefur orsakað þessa bjánalegu "bloggleti". Erfðaprinsinn var að enda við að færa mér sjóðandi panodil-hot. Veit ekki hví þetta hik hefur verið á mér í sambandi við hvítlaukinn, ekki einu sinni húsfélagsformaðurinn hafði lyst á því að kyssa mig á kinnina fyrir tímarit sem ég gaf honum í gærkvöldi. Hilda systir ráðlagði mér að borða hvítlauk beint af skepnunni og svo hafa komið frábær ráð í kommentakerfinu - takk kærlega fyrir þau. Nú verður að grípa til einhverra ráða, ekki nenni ég að vera veik um jólin! Hvítlaukur er kannski guðdómlegur í mat en hrár ... arggg!
Horfði á Sicko í gærkvöldi, heimildamynd Michaels Moore um bandaríska heilbrigðiskerfið. Hún var rosalega góð! Moore notar kannski umdeildar aðferðir en ef þær virka þá er það bara fínt. Mikið vona ég að við förum af þessari hálfamerísku braut okkar í heilbrigðismálum og hættum að efla kostnaðarvitund þeirra sjúku, eins og það er kallað, með því að taka stórfé fyrir myndatökur og sumar aðgerðir. Hingað til hef ég heyrt að Íslendingar búi við besta heilbrigðiskerfi í heimi. Það er einfaldlega ekki rétt. Ekki á meðan fólk getur ekki leyst út lyfin sín eða kemst ekki í aðgerð hjá lækni á stofu af því að aðgerðin kostar kannski 20 þúsund. Við erum þó stórhátíð miðað við Bandaríkjamenn og þá er ég að tala um sjúkratryggða Kana!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni