Færsluflokkur: Bækur
19.6.2008 | 12:46
Góð afmælisgjöf og nokkrir Norrisar í viðbót
Fallegt veðrið í dag en smá vindur. Nenni alla vega ekki að liggja í sólbaði. Líklega verður bæjarferð farin í dag eftir þriðjudagssjúkraþjálfunina kl. 13 sem féll niður vegna einhverrar þjóðhátíðar. Ætla þó ekki að missa af Portúgal og Þýskalandi á EM. Ég reyni eftir bestu getu að vera kvenleg og horfa á lærin á fótboltamönnunum en leikurinn nær alltaf tökum á mér og kvenleikinn og lærin steingleymast. Mér finnst það samt eðlilegra þótt ég sé dama (og auðvitað vitlaus í stráka).
Þegar ég fór til Nönnu Rögnvaldar í matarboð um daginn gaf hún mér afmælisgjöf fyrirfram, æðislega bók sem heitir The Truth about Chuck Norris 400 Facts about the World Gratest Human og er eftir Ian Spector. Hér koma nokkrir Norrisar í viðbót:
- Ekki vita margir að það er aðeins þrennt sem lifir af heimsendi. Kakkalakkar, Chuck Norris og skegg Chucks Norris.
- Einu sinni át Chuck Norris heila verksmiðju af svefnpillum sem olli því að hann blikkaði augunum.
- Krakki nokkur rændi einu sinni hattinum af Chuck Norris og hljóp síðan inn í eplagarð. Chuck Norris varð svo reiður að hann fann upp eplasósu af tómri slysni.
- Chuck Norris getur skapað svo þungan stein að hann getur ekki lyft honum sjálfur. Að sjálfsögðu lyftir hann honum til að sýna hver í fjandanum Chuck Norris er.
- Ef þú þekkir einhvern sem líkar illa við Chuck Norris muntu ekki þekkja viðkomandi lengi.
- María mey sá andlit Chuck Norris í grillsamloku.
- Alltaf þegar konan hans Chuck Norris segir honum að nú sé komið að honum að vaska upp fleygir hann óhreina leirtauinu í ruslið og segir henni að hún sé feit.
- Chuck Norris gefur blóð reglulega. Bara aldrei eigið blóð.
- Chuck Norris bað einu sinni um Big Mac á Burger King ... og fékk hann.
- Það eina sem Chuck Norris hefur nokkru sinni glatað er sveindómurinn.
Eigið frábæran dag!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.6.2008 | 21:35
Gott að koma heim í "kvenlega" kvennamorðklúbbinn
Það var frábært að koma heim. Kettirnir mjálmuðu í hálftíma og þar sem ég kann kattamál veit ég að Kubbur og Tommi skömmuðu mig fyrir að vera svona lengi að heiman, heilmarga daga. Svo sögðust þau vera sársvöng og þá skellti erfðaprinsinn upp úr enda hefur hann dekrað við þau í fjarveru minni í mat og drykk.
Mikið umferðareftirlit var og var erfðaprinsinn stoppaður á leiðinni í sumarbúðirnar að sækja mig. Alltaf missi ég af öllu svona skemmtilegu, ég hefði a.m.k. mælst með vöfflur í blóðinu. Við vorum reyndar stoppuð í vetur á leið heim á Skaga eftir Útsvarsþátt númer 2 enda á föstudagskvöldi. Nú er löggan með mikil umsvif vegna Bíladaga á Akureyri og enginn er óhultur, sem betur fer. Flott hjá löggunni. Við erfðaprins rétt sluppum við alla umferðina að norðan og var beinn og breiður vegur heim á elsku Skagann. Góða veðrið var greinilega á Kleppjárnsreykjum, sól og blíða, en um leið og við nálguðumst þjóðveg 1 hjá Borgarfjarðarbrúnni var orðið skýjað og stöku regndropi féll.
Mikið var þetta notaleg helgi þrátt fyrir að hafa verið umkringd 80 hressum og kátum börnum. Eins gott að ég vinn ekki í sumarbúðunum, ég yrði gjörsamlega hnöttótt á nokkrum vikum. Maturinn er allt of góður. Fólk er enn að hringja og skrá inn börn og þannig mun það vera fram eftir sumri. Það er enn eitthvað laust í viku 5 og 6, held ég. Frábær starfsemi þarna og gaman að sjá krakkasnúllurnar blómstra. Það hefði verið gaman að vera í kvöld og fylgjast með lokakvöldvökunni, sjá stuttmyndina sem Davíð frændi flissaði svo yfir þegar hann var að klippa hana en hún fjallar um dularfullan stein og ræningja. Handritið samið af krökkunum sem leika í henni líka. Einn glæpóninn var í gamalli kápu af mömmu, mjög heimilislegt!
Ég lauk við bókina Morðin í Betlehem í sveitasælunni og þetta er dúndurbók. Hefði viljað ögn meiri yfirlestur á bókinni en hún var svo góð að nokkrar stafsetningarvillur skemmdu ekkert fyrir mér. Það var gaman að fá innsýn inn í framandi menningarheim og fylgjast um leið með miðaldra kennara leysa morðmál.
Nú er komið að saumaklúbbs-þættinum, eins og Stöð 2 auglýsir hann, eða Kvennamorðklúbbnum. Hann á að vera sambland af Sex and the City og Cold Case. Ég hef lesið bækurnar og það er ekkert um tísku í þeim eða gömul óleyst mál. Bara fjórar klárar konur sem taka höndum saman og leysa fersk morðmál. Vona að þáttunum verði ekki klúðrað í eitthvað bull! Well, nokkrar mínútur búnar ... veit ekki alveg hvað mér finnst, ég sit alla vega ekkert stjörf yfir honum!
Held ég sé sammála Stöð 2, ekki þeim að kenna að þættirnir eru svona kvenvænlegir og fullir af tilfinningum. Mjúkir, sexí og konurnar kláru úr bókunum svolítið óöruggar með sig og hikandi, ekki mjög fagmannlegar, kasta upp þegar þær sjá lík og svona ... Líklega þykir það bera vott um kvenleika og hljóti að höfða til kvenna. Klára að horfa á þennan fyrsta þátt en sýnist að sunnudagskvöldin verði sjónvarpslaus að mestu í sumar ... reyni kannski að ná fótbolta, fréttum, Monk og Boston Legal. Heheheh
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.6.2008 | 01:26
Gray´s, bækur, bæjarferð, Kjötborg og draumur um Rúmfatalager
Dásamlegur lokaþátturinn af Gray´s Anatomy. Myndin fraus í fimm mínútur og akkúrat þá var eitthvað dramatískt að fara að gerast. Held að speglun í sjónum á milli mín og útsendingarmastranna á Sementsturninum valdi þessu. Erfðaprinsinn sagði beiskur að þetta væri alveg týpískt, alltaf þegar eitthvað mjög spennandi væri í sjónvarpinu þá gerðist þetta. Af hverju fraus t.d. ekki þegar leiðindaþátturinn á undan var á dagskrá?
Ég lauk við ansi góða bók í gær, Kona fer til læknis. Hún er með betri bókum sem ég hef lesið, svei mér þá bara. Nú get ég haldið áfram með spennandi strætóbókina mína, Morðin í Betlehem. Dexter var lesinn upp til agna nýlega og var alveg magnaður. Ég óttaðist svolítið að sjónvarpsþættirnir um hann væru byggðir á þessarri bók en svo er sem betur fer ekki.
Svo hef ég verið að hlusta á ansi hreint skemmtilega plötu/disk sem mér áskotnaðist nýlega og inniheldur tónverk eftir Einar Braga, bloggara, tónlistarmann og skólastjóra Tónlistarskólans á Seyðisfirði. Tónverkið heitir Draumar.
Bæjarferð er fyrirhuguð á morgun, aðeins að viðra sig, hitta góða vinkonu og borða með henni hádegisverð. Svo finnst mér ekki ólíklegt að ég fari til Hildu í sumarbúðirnar. Það er svo brjálað að gera að hún annar því varla. Fólk hringir allan daginn og skráir börn ofan á allt annað og lausum plássum fækkar ört. Oft um miðjan júní og í byrjun júlí eru komnir biðlistar.
Erfðaprinsinn fór í litlar og sætar sumarbúðir í Tungu í Svínadal eitt árið. Allt var fullt en Linda aumkaði sig yfir mig og stráksi fékk að vera með en gista í húsi við hliðina, hjá mömmu Lindu, yndislegri konu. Hann á frábærar minningar frá þessum stað. Vona að hann muni eignast jafnfrábærar minningar frá ferðinni til tannlæknisins sem fyrirhuguð er kl. 10 í fyrramálið. Sem minnir mig á, ætli Ósk tannlæknir sé búin að henda mér út af kúnnalistanum sínum? Ég þarf að kanna það, komin rúm tvö ár síðan ég fór síðast til hennar. Hún er það eina sem ég ætla að halda í frá Reykjavík, fyrir utan vinnuna, vinina og árlega Þorláksmessuheimsókn í Kjötborg. Allt annað fyrirfinnst hér á Skaganum ... nema auðvitað Rúmfatalagerinn. Vona að færeyski snilldarkaupmaðurinn fái hugljómun um að opna stað hérna, t.d. þar sem BT var þar til kreppan skall á fyrir nokkrum vikum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.6.2008 | 22:05
Tvöfaldir menn og dass af Dexter í nýju B-lífi
Nú er ég opinberlega orðin B-manneskja og ætla að fara seint að sofa, vakna seint, fá mér latte á kvöldin, lesa eins og brjálæðingur, horfa á EM í fótbolta, heimsækja sumarbúðirnar hennar Hildu (Ævintýraland), horfa á sjóinn og vonast eftir flottum öldum, taka til, kannski mála, horfa á sjónvarpið, sitja á svölunum, blogga, lesa blogg, kommenta, dekra tryllingslega við kettina og kenna erfðaprinsinum fleiri mataruppskriftir. Þetta er samt bara rétt byrjunin.
Ég steingleymdi hreinlega að vera ofsaglöð og syngja í strætó á leiðinni heim rétt fyrir kl. 19 en þá hófst sumarfríið mitt. Ný bók um Dexter, geðþekka fjöldamorðingjann sem drepur bara vont fólk, var að koma út og ég sökkti mér niður í hana.
Nýi Skagamannsstrætóbílstjórinn var undir stýri og ók eins og engill, verst þó að hann kveikti ekki strætóljósin í Hvalfjarðargöngunum, Heimir hefði gert það enda vill hann halda okkur farþegunum uppteknum við lestur svo að við gerum ekkert af okkur á meðan. Sniðugur strákur. Strætóbílstjórarnir voru tveir í kvöld þótt bara einn hefði keyrt, annar sat við hlið nýja bílstjórans, líklega til öryggis, mögulega ný stefna þegar ég er um borð. Þetta er nákvæmlega eins og þegar ég fæ sendingar úr Einarsbúð þá koma þeir alltaf tveir saman með vörurnar. Vottar Jehóva koma líka alltaf tveir saman og sama má segja um lögguna. Þótt ég sé brjáluð í karlmenn, eins og ég hef alltaf sagt, þá hef ég aldrei í lífinu daðrað við strætóbílstjóra undir stýri, það er eitthvað svo ábyrgðarlaust og setur aðra farþega og vegfarendur í hættu!
Hitti Gumma Ben fyrir utan Útvarpshúsið í dag. Hann fölnaði nú bara þegar ég spurði um jarðskjálftann en Gummi býr í Hveragerði. Hann reyndi ekkert að leika töffara og sagði að þetta hefði verið algjör hryllingur. Nógur var nú hristingurinn í himnaríki, ansi mörgum kílómetrum í burtu. Ungur, alveg hreint frábær starfsmaður bókarbúðarinnar í Iðu, var þarna líka og sagði að svo furðulega hefði viljað til að heima hjá bróður hans í Hveragerði hefði allt brotnað en litlar sem engar skemmdir orðið á heimili móður hans sem býr annars staðar í Hveragerði.
Jæja, Dexter bíður. Vona að kvöldið ykkar verði dásamlegt!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.6.2008 | 19:52
Óþarfaviðkvæmni kannski ... og loksins smá bold
Fékk far heim með unga blaðamanninum, þessum sem er stundum samferða mér í strætó á morgnana og vinnur hjá dv.is. Farið munaði heilmiklu og ég var komin heim fyrir kl. 4. Náði meira að segja að horfa á boldið um leið og ég skrifaði síðustu nýju lífsreynslusöguna í bókina. Nýju sögurnar verða 15 talsins og þær gömlu 35. Ákvað að sleppa einni gamalli og setja nýja sem ég fékk í gær í staðinn. Þetta verður dúndurbók, þótt ég segi sjálf frá ... hehehhe
Hvað er eiginlega að þeim á Stöð 2? spurði ég sárhneyksluð þegar ég var að skoða dagskrársíðuna þeirra fram í tímann. Þar var umsögn um nýjan þátt sem fer að hefjast, Woman´s Murder Club. Fjórar vinkonur eru ekki í neinum venjulegum saumaklúbbi ... og áhugamál þeirra slúður og sakamál. Eitthvað fannst mér ég kannast við aðrar lýsingarnar á konunum, ein rannsóknarlögga, önnur saksóknari, þriðja réttarmeinafræðingur og sú fjórða rannsóknarblaðakona. Ég hringdi í Forlagið og spurði hvort það verið gæti að þessir þættir tengdust eitthvað bókum James Patterson um vinkonurnar fjórar sem hefðu tekið saman höndum til að leysa morðmál. Það reyndist rétt. Annað hvort hafa persónurnar breyst svona frá bókunum yfir í sjónvarpið en ég held samt ekki.
Íslenskir saumaklúbbar eru heilagt fyrirbæri og algjör misskilningur að halda að þótt nokkrar konur hittist yfir kaffibolla sé það sjálfkrafa saumaklúbbur. Þar sem standa tvö tré er skógur ... þar sem sitja tvær konur er saumaklúbbur ... Mér finnst þetta að vissu leyti gera lítið úr saumaklúbbum ... og konum. Slúður hefur alltaf þótt ansi neikvætt, hvort sem karlar eða konur eru staðin að því, og hvers vegna eru þessar konur, sem leysa hin flóknustu morðmál, sagðar hafa slúður sem áhugamál? Ekki er það þannig í bókunum. Ég veit að Stöð 2 reynir að selja konum áskrift grimmt núna, það eru frábærir kvennaþættir fram undan og ég ætla sannarlega að horfa á einhverja þeirra milli EM-leikjanna (Ally McBeal og fleiri). Þetta með að vísa til saumaklúbba og slúðurs laðar konur ábyggilega ekkert frekar að þessum þáttum, gæti frekar virkað öfugt á margar okkar. Ef ég vissi ekki að þessir þættir væru eftir bókum James Patterson myndi ég líklega sleppa þeim.
Ritstjórinn minn glotti bara að mér og sagði að ég væri allt of viðkvæm fyrir þessu, það getur svo sem alveg verið rétt. Ég tek það fram að ég verð líka grautfúl ef mér finnst vegið að karlmönnum á einhvern hátt eða reynt að gera lítið úr þeim. Líklega er þetta bara hugsunarleysi hjá Stöð 2 eða röng markaðssetning. Ætla samt að horfa á þessa þætti, enda eru bækurnar æsispennandi! Karlar í þessu annars ögn minnkandi staðalímyndaþjóðfélagi munu þó eflaust margir halda sig frá skjánum þar sem þetta eru greinilega algjörir stelpuþættir ... svona slúður-saumaklúbbadæmi eitthvað ... þeir sem vita ekkert um saumaklúbba ímynda sér held ég margir að þar fari bara fram kjaftagangur og slúður. Vissulega spjöllum við um ýmsa hluti í Sunnudagsklúbbnum mínum í þau fáu skipti sem við hittumst en ég myndi aldrei skilgreina það sem slúður.
Takk fyrir að leyfa mér að fá útrás.
Ætlar þú að segja Thorne þetta? spyr Phoebe móður sína í þrítugasta skiptið.
Hann á skilið að fá að vita sannleikann, svarar Taylor í þrítugasta skiptið. Nú ætlar hún að játa fyrir Thorne að það hafi verið hún sem ók á Dörlu.
Baker lögga, sem fann vínlykt af Taylor á sjúkrahúsinu eftir slysið, hefur hana sterklega grunaða um verknaðinn og hefur gengið hart að henni og líka Hectori brunaliðsmanni að viðurkenna þetta. Hann hefur meira að segja sáð fræjum efa í huga Stefaníu, mömmu Thorne. Baker finnst grunsamlegt að Hector skuli hafa farið með Taylor og Phoebe í heimsókn til konu í fangelsi, konu sem fékk langan dóm fyrir að keyra drukkin á manneskju og drepa hana. Ég missti greinilega af þeim þætti en hugsa að Hector hafi ætlað sér með þessu að koma í veg fyrir að Taylor játaði á sig verknaðinn. Bíll fannst í Mexíkó sem passar við upplogna lýsingu Phoebe. Stolinn bíll sem fyrrum fangi ók, gæti mögulega verið sá seki ... en Baker heldur ekki.
Taylor biður Ridge, fyrrum mann sinn, að koma í heimsókn og lætur hann lofa því að hugsa vel um börnin. Hún segir honum ekkert meira og hann virðist áhyggjufullur.
Hector kemur til Taylor þegar Ridge er farinn og þau þrátta um málið enn einu sinni. Hector segir að Thorne muni aldrei fyrirgefa henni og að hún muni sitja í fangelsi í tíu ár. Hann muni sjálfur lenda illa í því, enda samsekur þar sem hann vissi allt um málið. Taylor segir að Thorne nái ekki að halda áfram að lifa lífinu nema vita hver drap konuna hans.
Hector býðst til að skutla Taylor heim til Thornes til að segja sannleikann, það minnsta sem hann getur gert ... hmmm. Þess í stað rænir hann henni og segir að hún megi aldrei segja neinum frá þessu og hann sleppi henni ekki fyrr en hún lofi ... Hún situr hrædd en hlýðin í bílnum. Þau slást síðan heima hjá honum og hann bindur hana við handriðið. Hún gargar og veinar en hann langar ekki í fangelsi og að missa vinnuna. Var búin að sjá hvað gerist á youtube-myndbandinu sem fylgdi síðustu færslu. Eldsvoði, Stefanía, Hector með bundið fyrir augun á sjúkrahúsi, mikið drama.
P.s. Best að vera hreinskilin. Ástæðan fyrir því hversu langt er síðan ég hef boldað er sú að Nick tók upp gítarinn í einum þættinum nýlega og söng ástarljóð til Brooke. Það tók 15 slökkviliðsmenn tvo tíma að laga hjartslátt minn og ég þurfti að drekka fimm kókflöskur til að hætta að kasta upp. Eða hefði þurft ef ég væri ekki svona hörð af mér. Ég hef ekki enn getað hlegið eftir áfallið og þetta atriði úr boldinu mun fylgja mér alla ævi, líka orsaka martraðir, skertan svefn eða hroðalegar andvökunætur.
Nick með gítarinn sinn.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
29.5.2008 | 13:06
Yfirsof, stoppistöðvarfréttir og Saga ástarinnar ...
Í himnaríki var ákveðið yfirsofelsi í gangi (hmmmm) sem tafði brottför um tvo tíma þótt munaði bara fimm mínútum að ég hefði náð 7.41 vagninum. Næsti strætó 9.41. Það var þó hægt að vinna í lífsreynslusögum þangað til. Svona yfirsof virðist núorðið vera eina leiðin til að hitta ástkæra heimabílstjórana, en Gummi Hafnfirðingur er næstum sá eini sem ég hitti. Þótt hann sé frábær er tilbreytingin alltaf best. Heimir krútt var undir stýri og kom okkur örugglega í Mosó.
Heimir hafði margt áhugavert að segja. Í fyrsta lagi verður endastoppistöðin ekki lengur við upplýsingamiðstöðina (Skrúðgarðinn), heldur færð til, Akratorg kom til greina en ekki varð samkomulag með það, spennandi að vita hvar hún endar. Vonandi stoppar strætó samt við Skrúðgarðinn, eina staðinn sem fólk getur beðið af sér hrikaleg vetrarveðrin. Svo er búið að færa stoppistöðina við íþróttahúsið nokkrum metrum austar og þar er komið biðskýli. Aðeins lengra fyrir Sigþóru að labba en hún fer létt með það, göngugeitin sjálf. Það eru byrjaðir tveir nýir bílstjórar, Haukur og svo kona sem Heimir man ekki hvað heitir. Vona að ég hitti á þau fljótlega og geti farið að elska þau eins og Heimi og Kidda ... já, og auðvitað Gumma.
Í leið 15 dökkhærð, hugguleg og glaðleg kona undir stýri... sem mig grunar að sé systir Röggu bloggvinkonu en þori ekki að fullyrða það, hvað þá rjúka á hana og spyrja.
Barbíkjú-kjúklingabringur, bollufranskar, kokkteilsósa og salat var á boðstólum í matsalnum. Fékk mér kjúllann og svo bara salat, mjög óvenjulegur fimmtudagsmatur, allir alsælir með þetta. Kokkurinn fékk marga plúsa í kladdann fyrir þetta. Við borðið sem ég sat var rætt um sumarfrí, hvað eigi að gera í fríinu og svona. Ein samstarfskonan ætlar til Fíladelfíu þar sem vinur þeirra hjóna býr. Hann hefur það greinilega nokkuð gott í lífinu, býr í stóru húsi með sundlaug og hefur hesta svo hægt verður að skreppa í reiðtúra um þjóðgarðinn í bakgarðinum hjá honum. Önnur ætlar að taka með sér fimm börn (og karl) til sólarlanda og hlakkar mikið til. Sú þriðja ætlar að liggja allan tímann á sænginni sinni á svölunum í sólinni. Þegar ég sagðist ætla að lesa, sofa og horfa á fótbolta bjóst ég við hneykslisaugnaráði en það kom nú ekki.
Það sem olli yfirsofelsinu morgunsins var líklega nýja bókin (kiljan) sem ég byrjaði að lesa í gærkvöldi. Ætlaði bara að lesa í svona 10 mínútur en gat ekki slitið mig frá bókinni fyrr en eftir klukkutíma. Hún er eftir Nicole Krauss og heitir Saga ástarinnar. Virkilega GÓÐ bók, titillinn segir voða lítið um hana. Persónusköpun er æðisleg og þetta er svo mikill konfektmoli að ég náði ekki að lesa hana í strætó í morgun, fannst ég missa af of miklu í truflandi umhverfi. Í kvöld mun ég bakka aðeins og endurlesa í friði og ró. Held að ég hafi ekki upplifað þetta áður, að hafa ekki undan að lesa bækur að sumri til. Það er náttúrlega ekkert annað en dásamlegt! Fékk í gær sniðuga bók sem hetir Viðurnefni í Vestmannaeyjum. Maðurinn (Guðjón í Hólum) kom með hana til mín og ég spurði náttúrlega hvort Einsi klink væri ekki í bókinni og hann var ekki viss. Auðvitað er Einar klink þarna, en hann er gamall samstarfsmaður minn úr Ísfélagi Vestmannaeyja síðan ég var 16 ára. Virkilega sniðug bók eftir Sigurgeir Jónsson sem var blaðamaður á Vikunni árið 1965, sagði Guðjón mér.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.5.2008 | 12:43
Tölvuvesen ... og lífsreynslusögur óskast!!!
Nú þjáist blessuð tölvan mín af minnisleysi. Reglulega kemur upp aðvörun um að minni hennar sé too low. Ég lenti í þessu í fyrra, minnir mig, og þá gaf Guðmundur bloggvinur mér gott ráð til að þjappa saman á tölvunni en ég get ómögulega fundið ráðleggingarnar hans þrátt fyrir leit. Hef eflaust skrifað milljón færslur síðan. Veit einhver hvað best er að gera? Ég man að þetta var mjög einfalt og fljótlegt, svona miðað við tölvu-fávita eins og mig. Tölvan uppfærir einhver forrit í hvert skipti sem ég slekk á henni, ég er þó búin að læra það ...
Mikið vona ég að okkur Skagamönnum fari að ganga betur í Landsbankadeildinni. Við erfðaprins ókum fram hjá þeim á æfingu í gær þar sem þeir skokkuðu á túninu við risaíþróttahúsið og hann flautaði ... vona að strákarnir hafi áttað sig á því að þetta var stuðningsflaut. Við elskum strákana okkar bæði í blíðu og stríðu. Held ég mæti bara í eigin persónu á næsta leik, það er hálfgert svindl að standa í einkastúkunni minni (svölunum) þaðan sem gargið í mér heyrist ekki alla leið. Nágrannar mínir horfa alltaf undarlega á mig í nokkra daga eftir heimaleiki.
Elsku bloggvinir. Lumið þið á skemmtilegri lífsreynslusögu í Vikuna? Hún (þær) má vera dramatísk, fyndin, krúttleg, sorgleg, spennandi eða hvað sem ykkur dettur í hug, stutt eða löng. Auðvelt er að breyta aðstæðum svo ekki þekkist hver á í hlut á meðan sagan skilar sér. Í þakklætisskyni fyrir sögu/sögur fær viðkomandi lífsreynslusögubókina 2007 og líka 2008 en nú er einmitt verið að undirbúa nýja bók. Í fyrra voru gefnar út 50 gamlar lífsreynslusögur sem seldust grimmt þótt bókin hafi aðeins verið til sölu í bókabúðum. Af þeim hafði Steingerður almáttugur (ritstjóri Hann Hún tímarits) skrifað 18 stykki á meðan hún var blaðamaður á Vikunni. Að þessu sinni langar mig að hafa nýjar sögur í bókinni, helst helminginn. Er búin að skrifa tvær. Sendið mér endilega línu, ég get hringt og tekið niður söguna í gegnum símann. Að sjálfsögðu er algjör nafnleynd. Ég er með netfangið gurri@birtingur.is og koma svo!!! Allir eiga sér sögur.
Einu sinni hitti ég nokkrar vinkonur mínar og bað þær í byrjun kvölds að segja mér nú einhverja sögu, ég þyrfti að skrifa lífsreynslusögu daginn eftir. Þær urðu algjörlega tómar og mundu ekki eftir neinu. Þegar við fórum á flug í spjallinu fékk ég heilar tvær sögur út úr kvöldinu, önnur tengdist einelti og hin hættu á ferðalagi. Vinkonur mínar og ættingjar hafa verið mikil uppspretta sagna og svo berast okkur stöku sinnum nafnlausar sögur frá lesendum, allt of sjaldan þó.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
24.5.2008 | 22:45
Sannir vinir og svo hinir sem fá senda þorrabakka
Bretland 6, Lettland 2, Portúgal 7, Noregur 8, Spánn 4, Malta 6, Finnland 7, Svíþjóð 8 og
Danmörk 12.
Þessi lönd eru vinir okkar, alvöruvinir. Til þessara landa skulum við fara í sumarfrí, knúsa, kyssa og þakka fyrir okkur. Hinir fá senda þorrabakka við fyrsta tækifæri. Já, ég hélt sko bókhald yfir þetta.
Fann fyrir ógurlegri þakklætistilfinningu þegar elsku Danir gáfu okkur fullt hús og komu okkur upp úr 17. sæti (held ég) og upp í það 14. (held ég).
Nú er það bara spennubók, Griðastaður eftir Raymond Khoury. Hún er í Da Vinci-lykilsstíl, sýnist mér.
Um bókina: "Napólí árið 1750. Í skjóli myrkurs ryðjast þrír vopnaðir menn undir forystu prinsins af San Severo inn í höll eina og krefjast þess að íbúi hennar ljóstri upp leyndarmáli sem hann einn þekkir. En hann sleppur og eftir stendur prinsinn, heltekinn af trylltri löngun til að komast yfir leyndarmálið.
Bagdad árið 2003. Í brennandi eyðimerkurhitanum rekst herfylki í eftirlitsferð á leynilega rannsóknarstofu þar sem tugir karla, kvenna og barna hafa verið myrtir á hryllilegan hátt. Vísindamaðurinn sem ber ábyrgð á voðaverkinu kemst undan en skilur eftir vísbendingu, dularfullt tákn sem virðist búa yfir ógnarmætti.
Í Berút er fornleifafræðingnum Evelyn Bishop rænt og Mia dóttir hennar leggur upp í háskalega ferð til að finna hana og komast að leyndarmáli táknsins."
Nýbúið er að ræna Evelyn þar sem komið er sögu hjá mér og Mia, dóttir hennar, er enn í yfirheyrslu.
Megi annars kvöldið verða gott hjá ykkur.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.5.2008 | 00:20
Bíóferð, laxveiðar og pistill Sigrúnar Óskar
Við erfðaprins brugðum okkur í bíó í dag og sáum Iron Man. Myndin er hin besta skemmtun og það fór ágætlega um okkur í SAM í Álfabakka þótt við tímdum ekki að fara í lúxussalinn, enda kostar slíkt 2.000 á mann. Annars hefur popp, kók og nammi hækkað svo mikið (veit þó ekki síðan hvenær) að það munaði minnstu að við næðum upp í lúxusmiðaverðið.
--- -------- -------- ---------- --------- ---------
Náðum heim áður en Eureka byrjaði, nýr þáttur á SkjáEinum. Hann var skemmtilega spúkí. Annars er ég að lesa bráðskemmtilega bók sem heitir Laxveiðar í Jemen. Hún trekkir nú aðeins meira að en sjónvarpið þessa dagana þótt alltaf séu uppáhaldsþættir skoðaðir. Sem minnir mig á að Evróvisjón verður annað kvöld. Mikið vona ég að Ísland komist áfram.
Langar að benda ykkur á frábæran pistil Sigrúnar Óskar, ritstjóra Skessuhorns. Hún hefur náð að kynna sér málið vel og nú er ljóst að annars veik "rökin" gegn því að bjóða flóttafólkið velkomið halda ekki lengur. Hún tætir þau í sig ... með sannleikanum.
http://adaltutturnar.blogspot.com/2008/05/flttamenn.html
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2008 | 15:22
Ófreskjur, ofsatrú og spælandi bókarendir ...
Klikkaður annadagur í dag. Enginn tími fyrir morgunblogg. Bara svo það sé á hreinu ... þá var ég ekki nálægt Rauðavatni í dag, heldur sat pen og prúð við tölvuna en sveitt af æsingi og stressi, skila, skila, skila ... var einkunnarorð dagsins. Annars hef ég ekki komist nálægt góðum óeirðum í langan tíma, ekki síðan það var útsala í Nínu síðast.
Ég veit hreinlega ekki hvort ég eigi að mæla með eða vara við DVD-myndinni The Mist sem er gerð eftir sögu Stephens King. Eina orðið sem kom upp í hugann eftir að hafa horft á hana var SVAKALEG. Hún segir frá hópi fólks sem verður innlyksa í stórri verslun í þorpinu eftir að í ljós kemur að margt býr í þokunni ... Skrýtin upplifun, svona af ammrískri mynd að vera, þá stóð nokkrum aðilum þarna meiri hætta af ofsatrúaðri konu (nöttaranum, eins og Skessa myndi orða það) og vaxandi söfnuði hennar en af viðbjóðslegu skrímslunum sem biðu í þokunni eftir góðu mannakjöti ... úúúúú! Í myndinni I am legend fannst mér vera svolítill trúarlegur undirtónn, algjörlega óþarfur, þar sem fólk var varað við að fikta um of í sköpunarverki guðs, ósýnilega vinarins, eins og DoctorE myndi orða það. Tek það fram að ég les nú fleiri bloggsíður en þeirra ... þau lágu bara svo vel við höggi núna. Erfðaprinsinn sá The Mist á undan mér og varaði mig við, samt lét ég freistast ... garggg. Í kvöld og á morgun verður bara eitthvert meinleysi í gangi í tækinu, Enchanted (Walt Disney) og Antonement. Þá get ég skrifað um þær í næstu Viku, ef þær eru skemmtilegar.
Svo lauk ég við Kuðungakrabbana í gærkvöldi og hún er ÆÐISLEG!!! Hún endar þannig að það verður að koma meira, ljótt að fara svona með góða lesendur. Skrýtið að ég muni ekki eftir fyrri bókinni, Berlínaröspunum, verð að finna hana og lesa aftur. Líklega les ég of hratt, kannski of mikið, nei, það er ekki hægt að lesa of mikið, en ég get lesið sömu bókina eftir tvö ár og þótt ég muni sumt, þá nýt ég bókarinnar jafnvel og þegar ég las hana í fyrsta sinn. Þetta heitir án efa gleypugangur.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 856
- Frá upphafi: 1515951
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 717
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni