Færsluflokkur: Bækur
20.9.2007 | 08:56
Eðalkonur allt í kring og fossandi táralækir
Samstarfskona mín hér á Vikunni, Hrund almáttugur, fékk í gær Íslensku barnabókaverðlaunin. Mikið er ég montin af henni. Finnst líklegt að ég fái bókina hennar í dag og hlakka mikið til að lesa hana. Þær eru margar góðar sem hafa fengið verðlaunin í gegnum árin, og er Benjamín dúfa í sérstöku uppáhaldi. Erfðaprinsinn náði Benjamín af mér strax seinnipart útkomudags og þar sem hann er fljótur að lesa eins og mammasín þá var bókin laus strax eftir sjónvarpsfréttir. Drengurinn sagði karlmannlega þegar hann rétti mér hana: Ekkert skrýtið þótt þessi bók hafi hlotið verðlaunin! og ekki sá ég blika tár á hvarmi. Drengurinn fékk líka afar hörkulegt uppeldi ... en ég held þó að hann hljóti að hafa farið inn á bað til að skæla því að klukkutíma seinna flaut sjálfur naglinn, móðir hans, út úr sófanum í fossandi táralæk og hér er sko ekki verið að tala um neina sprænu. Svo má alveg segja að ég sé föðursystir Benjamíns dúfu þar sem Gummi bróðir lék pabba hans í samnefndri kvikmynd. Strákurinn sem lék Benjamín er líka ansi líkur Eyjó Braga, eldri syni Gumma.
Ásta, ljónshjartað mitt hreina, er nú meira krúttið. Það fer að komast upp í vana að hún bjargi mér. Ég vaknaði nokkrum mínútum EFTIR að strætó hirti upp samfarþega mína á stoppistöðinni við Garðabraut. Af því að ég nenni ekki að vera spæld á morgnana og hef hvort eð er engan til að urra á, ákvað ég að breyta þessu í kósímorgun himnaríkis. Sveif um, kveikti á kaffikönnunni, horfði á öldur út um gluggann, dáðist að mér í spegli, gaf kisunum og margt fleira, allt nema kíkja á gemsann minn. Var jafnvel að hugsa um að blogga pínupons áður en ég tæki strætóinn kl. 7.41 síðdegis ... en þá hringdi síminn. Jæja, ertu ekki að koma? Það sem ég vissi ekki var að fyrr um morguninn, þegar ég lá enn í kóma, hafði Ásta sent SMS um að hún væri á bíl ... Ég ákvað að vera fórnfús af því að ég var ekki tilbúin og sagði henni bara að drífa sig, ég tæki næsta strætó. Ásta mátti ekki heyra á það minnst ... Tommi og Kubbur tvístruðust því í allar áttir þegar ég þaut um himnaríki til að ljúka við morgunundirbúninginn sem tókst á einni mínútu sléttri. Mundi meira að segja eftir því að slökkva á kaffikönnunni sem var ekkert notuð í morgun.
P.s. Skellti inn kvöldsólarmynd sem ég tók fyrr í vikunni. Nú get ég kíkt á bloggið mitt ef ég sakna himnaríkis ógurlega í dag. Sementsverksmiðjustompurinn er að verða mér eins og t.d. Eiffelturninn Parísarbúum og Nálin þeim í Seattle ...
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
12.9.2007 | 22:41
Ofverndun Jónasar, landsliðslukkudýr og nýr bókmenntaþáttur ...
Fór í matinn hjá Míu og Sigþóri og það var eins gott því að Ísland vann Norður Írland, alveg eins og mágur minn hélt. Get samt ekki annað en vorkennt Írum, nú er von þeirra um að komast áfram úr sögunni. Sáum svo seinni hálfleik Englendinga og Rússa þar sem þeim síðarnefndu var slátrað ... við Sigþór rifjuðum upp leikinn Manchester United og Manchester City þegar landsliðsmarkvörðurinn okkar varði fyrir síðarnefnda liðið ... ég slökkti á leiknum þegar staðan var 3-0 í hálfleik. Nagaði mig í handarbökin þegar ég heyrði fréttir næsta morgun. Þeir sem ekki muna ... Manchester City gerði allt vitlaust og skoraði fjögur mörk, vann leikinn. Okkar maður í markinu þeirra átti góðan leik. Mjög spælandi. Sigþór horfði einu sinni á svo spennandi fótboltaleik að hann hélst hreinlega ekki við og fór að taka til í garðinum. Það varð til þess að hans menn sigruðu, án efa West Ham, ættarliðið okkar í enska boltanum.
Mía sagði okkur frá hressum körlum sem hún fékk í tónfræðitíma til sín í dag, þeir sögðust vera vel inni í þessum málum og voru með g-strenginn á hreinu.
Nú er að hefjast bókmenntaþátturinn hans Egils Helgasonar, Kiljan. Mikið hlakka ég til. Kolbrún og Páll Baldvin verða vonandi í essinu sínu. Kolla hóf einmitt feril sinn sem gagnrífandi í bókmenntaþætti hjá mér á Aðalstöðinni sálugu. Síðan stal Pressan henni frá mér, þá RÚV ... og svo man ég ekki meira.
Keypti soldið sniðugt í dag, eða áskrift að vef hjá Eddu. Hef nú aðgang að orðabókum, Matarást Nönnu minnar, Kortabók, Nöfnum Íslendinga og fleira í gegnum svokallaðan vefvísi sem er neðst í hægra horninu á tölvunni minni. Meira að segja mér, tölvuónördinum, tókst að koma þessu áfallalaust í tölvuna mína. Þarf reyndar að tékka á því hvort ég megi líka skella þessu í vinnutölvuna mína ... efast samt um það. Ég borga nokkra hundraðkalla á mánuði fyrir þessa snilld. Nú þarf ég ALDREI að standa upp og fletta í bókum!
Hitti ryksuguR-óbótamanninn í morgun þegar hann afhenti okkur tækið sem verður í næstu krossgátuverðlaun. Eftir hádegi á morgun, fimmtudag, verður dregið úr réttum lausnum og ég ítreka þá von mína að einhver bakveikur sem þolir ekki að ryksuga fái hana. Mjög margar lausnir hafa borist nú þegar. Það þarf t.d.15 beljaka til að bera þær inn ... tvisvar á dag! Jamm. Pósturinn á alla vega eftir að koma tvisvar með lausnir áður en dregið verður. Mér heyrðist á góða róbótamanninum að hann ætlaði að gefa annan Jónas í verðlaun fyrir jólin!
Hann sagði mér að ég hefði ekki þurft að raða hlutum á gólfið hjá kósíhorninu (sjá mynd) til að Jónas lenti ekki í sjálfheldu, Jónas myndi sjálfur læra á þetta og bjarga sér. Nákvæmlega þarna fattaði ég elementið í mér sem hefur fengið mig til að bjarga erfðaprinsinum algjörlega að óþarfa í gegnum tíðina ... Ég hef líka verið svo stressuð vegna loftnetssnúra á gólfum og skellt hlutum fyrir, maðurinn átti ekki orð yfir mig, tækið væri einmitt snillingur í að hreinsa snúrur á gólfinu. Mikið er ég fegin að ég spurði hann út úr.
P.s. Er nokkurt fyrirtæki eftir í Kaupmannahöfn sem við Íslendingar eigum ekki? Nú er það sérstaklega tekið fram ef hús þar eru ekki í eigu Íslendinga ... við rúlum!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.9.2007 | 13:06
Sígildar bernskubókmenntir og sjokkerandi útreikningur
Gestir í Miklagarði er ein af uppáhaldsbókunum mínum og það til 40 ára eða svo. Var bara barn þegar bókasafn mömmu varð góður kostur, stundum eini kosturinn. Bókasafn Akraness var nefnilega bara opið fimm daga vikunnar og aðeins mátti taka tvær bækur á dag. Það nægði engan veginn bókaorminum. Milli skólaverkefna og útileikja kynntist ég m.a. Beverly Grey og Rósu Bennett sem ég lít enn á sem góðar bernskuvinkonur. Ráðskonan á Grund var margoft lesin og önnur bók í sama bókaflokki er einmitt Gestir í Miklagarði. Ég kláraði að lesa hana í morgunbaðinu áðan. Hún segir frá ríkisbubba (leyndarráði) sem ákveður að taka þátt í verðlaunasamkeppni sem hans eigin verksmiðja stendur fyrir. Tveir bestu þátttakendurnir fá að launum dvöl í glæsilega gistihúsinu Miklagarði. Allt verður vitlaust á heimili leyndarráðsins þegar kemur í ljós að hann hefur hlotið önnur verðlaun og ætlar að taka við þeim. Hann kaupir notuð, sjúskuð föt og fer í dulargervi fátæks manns til gistihússins. Hildur, dóttir hans, stelst til að hringja í Miklagarð og varar við komu hans, segir að hann sé milljónamæringur, hálfgert barn í sér, safni frímerkjum, elski síamskettlinga, þurfi heita múrsteina í rúmið, nudd, koníak og fleira og fleira. Skelfilegur misskilningur verður og ungi maðurinn sem hlaut fyrstu verðlaun fær konunglegar móttökur og er settur í flotta svítu með kettlingum, múrsteinum og koníaki á meðan sá ríki fær pínulítið, ískalt risherbergi og ódulinn fjandskap, enda fátækur ... heldur fólk. Alltaf gaman að lesa gömlu bækurnar. Hef keypt margar af þessum bókum eins og mamma átti fyrir sjálfa mig hjá fornbókasölum í gegnum tíðina.
Íslendingar eru u.þ.b. 311.396 talsins og það styttist sífellt hraðar í að við verðum stórþjóð á borði en ekki bara í orði. Karlarnir eru 158.866 og konurnar 152.530.
Þetta þýðir á mannamáli að 1,1041539369304399134596472825018 karl sé á hverja íslenska konu en bara 0,96011733158762730854934347185678 kona á hvern karl. Ég ætla rétt að vona að karlar fari að verða betri við okkur og læri jafnvel að meta okkur stelpurnar að verðleikum þar sem við erum samkvæmt þessu í útrýmingarhættu.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.8.2007 | 16:56
Rafmögnuð færsla
Rafmagnið fór af á mjög slæmum tíma í dag hér á Skaga. Freistandi er að segjast hafa verið að ryksuga eða baka eða myndarskapast eitthvað fyrir afmælið en ég var að blogga. Búin að skrifa afar áhrifamikla tímamótafærslu sem hefði samstundis skellt mér upp í 1. sætið í vinsældakeppninni hjá Kalla Tomm en Jóna hefur greinilega mútað vélstýrunni sem kippti Vesturlandi úr sambandi um stund. Held að Jóna hafi líka þegið hjálp frá breska miðlinum sem ég talaði illa um nýverið og hefur þá væntanlega einhverja hæfileika fyrst hún sá að færslan mín var að detta inn.
Sjónvarpið er óvirkt, væntanlega vegna rafmagnstruflunarinnar, og ég sem ætlaði að segja frá því helsta úr boldinu. Reyndi að hringja í Stöð 2 en þar hringdi bara út! Frábært.
Síminn í Brauða- og kökugerðinni er stanslaust á tali, eins og hann sé bilaður. Ekkert smá sem líf manns snýst í kringum rafmagn. Ekki get ég pantað afmælistertuna núna, eins og ég ætlaði að gera, en kaffið, góða kaffið, ég hringdi eftir því fyrir bilun. Nú tala ég bara um fyrir bilun og eftir bilun. Náði reyndar að gera heilmargt fyrir bilun, m.a. fara í sjúkraþjálfun, fá mér kaffi í Skrúðgarðinum og þurrka þvott í þurrkaranum. Síðan hefur allt verið meira og minna lamað þótt rafmagnið sé komið á.
Á meðan bilunin stóð yfir lamaðist ég, lagðist upp í rúm og náði að ljúka við bókina Móðurlaus Brooklyn. Hún er mikil snilld, mæli með henni!
Er akkúrat núna að bíða eftir tækniþjónustu Stöðvar 2 í símanum ... ég drep þá ef þeir svara strax því að lagið Babe I´m gonna leave you með Led Zeppelin hljómar í símanum. ... Vá, nú er American Pie, ekki með Madonnu ... heldur Don MacLean. Vona að það verði ekki svarað næstum því strax! Þetta er gaman!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.8.2007 | 21:12
Góðvild, svik, kvíði og sögur úr stigaganginum ...
Elsku strætó beið í nokkrar mínútur eftir mér í Mosó á meðan ég flaug þangað í loftinu á leigubíl. Hafði hringt í stjórnstöð Strætó og sagst kannski verða pínkuoggu sein en bjóst samt ekki við því. Leigubíllinn lenti víst á rauðu á öllum umferðarljósunum á leiðinni úr Breiðholti til mín. Bílstýran mín ók á löglegum hraða en kom mér samt á mettíma á staðinn. Óvenjulítil umferð undir fimm á föstudegi um verslunarmannahelgi.
Það hefur verið einhver ónotatilfinning í mér í allan dag. Held hreinlega að ég hafi fundið á mér að peran í loftljósinu inni á baði myndi springa áðan. Þetta gæti líka hafa verið fyrir því að mistök hjá Stöð 2 urðu þegar átti að endursýna 400. Simpsons-þáttinn og nú með ensku tali. Það var svikið. Þetta sjónvarpsefni hreinlega deyr á íslensku, finnst mér. Ekki heldur gaman að staðfæra þessa þætti, frekar en þegar þýðendur bóka troða einhverju úr íslensku samfélagi inn í erlendar skáldsögur. Oftar en ekki úreldist það á örfáum árum. Svona eins og að endurlesa þýdda spennubók eftir John Grisham þar sem söguhetjan væri að horfa á 70 mínútur með Simma og Jóa. Mögulega fann ég líka á mér að Stöð 2 endursýndi í milljónasta skipti Friends á præmtæm á föstudegi. Já, það er greinilega svona að vera næmur.
Sögur úr stigaganginum: Stefanía gerði sér grein fyrir því að líklega væri hún stærsti eigandi Forrester-tískuhússins og það hlakkar í kerlu. Nú hefur hún mögulega vald til að reka óvin sinn, Brooke framkvæmdastjóra FT, sem er nýgift Eric, fyrrum manni hennar, til að reyna að gleyma Nick, tengdasyni sínum, sem hefur gert Bridget, dóttur hennar, ófríska.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.8.2007 | 08:30
Ósýnileg morgunhjálp og afmælistilhlökkun hafin
Að mörgu leyti er betra að sitja aftar en í fremsta sæti í strætó, sérstaklega þegar það eru hviður á Kjalarnesinu. Eftir nokkra afslappandi, dormandi morgna aftarlega undanfarið stóð ég mig að því að fylgjast grannt með úr fremsta sætinu að ljósin við Hvalfjarðargöngin breyttust örugglega úr rauðu yfir í grænt. Ég hjálpaði líka bílstjóranum heilmikið við að halda strætó á veginum í verstu vindhviðunum með því að gera mig stífa þegar þær skullu á okkur. Ég segi ekki að ég sé mjög þreytt eftir ferðina í bæinn, kannski frekar svolítið uppgefin.
------------------ o O o -----------------
Byrjaði að lesa ansi áhugaverða bók í gær og kíkti aðeins á hana í strætó í morgun áður en hjálpsemin við bílstjórann náði yfirhöndinni. Bókin heitir Móðurlaus Brooklyn og er eftir Jonathan Lethem. Leynilögreglusaga ... en ekki hefðbundin. Sú á eftir að stytta mér stundir, ásamt Potter-restinni, nú um helgina og svo er ég komin í frí fram að afmæli. Ég er farin að undirbúa afmælið í huganum. Ég vona að sem flestir "nánir" bloggvinir mínir mæti, alla vega þeir sem geta keypt almennilega afmælisgjöf handa mér. (djók) Þetta er nú hálfgert stórafmæli ... eða 49 ára. Mér skilst að Jenný Anna ætli örugglega að koma og þá hittumst við í fyrsta skiptið, gaman, gaman. Já, og þetta er ekki konupartí, það kemur alltaf hellingur af sætum körlum, nema Þröstur, hann verður í Danmörku! Þeir sem reykja fá heilt, stórt og flott herbergi fyrir sig, eins og í fyrra, eða bókaherbergið (sjá mynd), og þar sat t.d. Auður Haralds á milli þess sem hún sótti sér tertur og kaffi. Mikið fjör þar, eins og í öllum herbergjum. Jamm, ég er sko farin að hlakka til. Er þó ekki byrjuð á afmælisboðskortinu, ætli ég hringi ekki bara þetta árið og sendi tölvupóst og sms ... geri bara geggjað stórafmælislöglegamiðaldrakort næsta ár.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.7.2007 | 12:46
Hugsað til Potters
Skil ekki hvað gengur hægt að klára Potterinn. Ýmist syfja, vinna, annir við blogglestur eða jafnvel sjónvarpsgláp orsaka þetta. Einnig spilar einhverja rullu að bakverkur skellur á ef rúm-lega við lestur er löng en þá ætti leisígörlinn að koma sterkur inn þótt skakkur sé. Hef þó ekki dottið ofan í átakanlegar fótbolta-, hafnabolta- eða golfmyndir í sjónvarpinu, finnst reyndar sumar þeirra átakanlega leiðinlegar og það er kannski lúmsk meiningin á bak við þetta. Finnst bara svo fyndin lýsing á íþróttamynd ... að segja hana átakanlega! Ég hugsa þó oft til Potters, eins og smiðurinn minn hugsar til mín ... í stað þess að koma og klára að smíða.
Var einmitt að hugsa um Potter í gærkvöldi og fór á Youtube, sem getur verið fyrirtaksskemmtun, skellti inn Harry Potter og fann þetta líka fína myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin og sýnt úr myndinni: http://www.youtube.com/watch?v=LJ0jvrRJ0Z8&mode=related&search=
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.7.2007 | 00:12
Bíóferð og möguleg rétt hilla í lífinu ...
Mikið er nú gaman að bregða sér af bæ stöku sinnum og skreppa í kvikmyndahús. Draumur okkar Hildu var að sjá Harry Potter í lúxussalnum en sýningin þar hófst ekki fyrr en klukkan átta í kvöld, allt of seint til að ná 22.37 strætó heim. Sjösýningin varð fyrir valinu. Galdrarnir í kvikmyndahúsinu urðu til þess að ég keypti smá nammi og lítinn popp en bjargaði því alveg, held ég, með því að drekka megrandi Kók læt með ... Fínasta mynd.
Fattaði á heimleiðinni að ég er á rangri hillu í lífinu, ætti að vera hlaðfreyja (aðstoðarkona bílstjórans). Hann var kallaður upp: Stjórnstöð kallar á 27! Hann svaraði og ... varð batteríslaus, talstöðin er eins og gemsi, það þarf að hlaða hana. Hann reyndi að kveikja aftur og spurði örvæntingarfullt hvert símanúme ... slökkkkk! Hlaðfreyjan Guðríður horfði hneyksluð á hnakkann á honum og spurði: Vita ekki allir að síminn hjá stjórnstöð Strætó bs er 540 2700? Bílstjórinn hringdi þakklátur en flissandi í stjórnstöð. Einhver maður hringdi víst óttasleginn í Strætó þegar hann sá að gul rúta keyrði framhjá Kjalarnesinu án þess svo mikið sem hægja ferðina ... þá vorum við bara stopp að sleppa einhverjum útlendingi út við Saltvík. Ég þerraði tár Kjalarness-mannsins þegar hann gekk feginn upp í vagninn og þegar hann var alveg hættur að grenja af gleði yfir að hafa ekki misst af síðasta strætó á Skagann reyndist hann þrælskemmtilegur. Umræðuefni frá Göngum: Bíómyndin Fast and the Furious (átti þó ekkert skylt við aksturslag strætóbílstjórans) og leikur Nicholas Cage þar, ég mundi ekki eftir honum úr þeirri mynd en þá voru gæarnir bara að rugla henni saman við Gone in 60 seconds! Karlmenn og bílar ... karlmenn og bíómyndir! Við töluðum líka aðeins um svívirðilegan skepnuskap 365 gagnvart aðdáendum Enska boltans og væmnina í Opruh Winfrey. Svo vorum við bara allt í einu komin á Skagann.
Held að nú styttist í langar lesfarir í himnaríki, þykk og girnileg Harry Potter-bókin bíður spennt á náttborðinu og langar í margar flettingar fram eftir nóttu og eftir ryksugun á morgun. Ég verð að fara að klára þessa elsku til að geta blaðrað endinum í Jennýju.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.7.2007 | 08:58
Ofurhetujuraunir í morgunsárið og ... Will og Grace!
Vaknaði nokkurn veginn alheil og mun minna kvefuð eftir 12 tíma sæmilega ótruflaðan svefn. Er samt YFIR-útsofin því að mér fannst bílstjórinn eitthvað svo skrýtinn í morgun. Kórónan sem hann er vanur að bera reyndist vera hárið á honum og farþegarnir voru fremur hversdagslegir. Held að það sé ekki sniðugt að fara svona vel vakandi í strætó aftur. Þá þarf ég pottþétt að finna nýtt nafn á sætukarlastoppistöðina. Las Leyndarmálið á leiðinni í bæinn fyrst ég var svona upptjúnuð. Miðað við það ógeð sem ég hef á sjálfsræktarbókum gengur mér ágætlega að lesa þessa! Öfundaði sessunaut minn þó af spennubók í kilju en ég áttaði mig á því að ég á þá bók sjálf ... innbundna og ólesna ... arggggggggg! Sumarfríin mín eru ekki nógu löng, hvað þá jólafríin! Held líka að ég sé duglegri að lesa kiljur!
Dáist innilega að sjálfri mér og eiginlega bara finnst ekki ólíklegt að bloggvinir mínir geri það líka! Ekki kannski svona almennt, heldur fyrir að hafa farið í 36 gráða kalt bað í morgun! Hvers konar ofurhetju er ég að breytast í? Vona bara að gæsahúðin fari þegar líður á daginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem morgundraumabað breytist í ískrapsmartröð.
Tókst ekki að lesa nema 30-40 blaðsíður í Potter í gær og gat ekki unnið neitt, var bara lasin og lömuð. Sá aftur á móti hluta af Will og Grace-þætti í fyrsta sinn í marga mánuði og var ekki hrifin. Held að húmor minn hafi ekki breyst, heldur hljóti að vera kominn nýr handritshöfundur sem er ansi mikið groddalegri en sá fyrri. Þetta voru einu sinni drepfyndnir þættir ... nú er t.d. Karen snillingur orðin hálfaumkunarverð og ... hundleiðinleg. Hún var eitthvað að tala um Stanley, manninn sinn, sem hún var að reka að heiman, sýndist mér. Hann er SVO feitur að hluti hans verður kominn út á eftir og restin á morgun. Stökk ekki bros, þetta hefði kannski verið fyndnara ef brottför Stanleys alls hefði verið sama daginn, jafnvel sama klukkutímann. Mér sýndist meira að segja að leikurunum sjálfum leiddist!
-------- -------- o - O - o ---------- ----------
Þessi annar skemmtilegast bloggari landsins er kominn með tilgang í lífinu ... sem tengist Moggablogginu: http://hnakkus.blogspot.com/ (muna að ýta á alla hlekkina í tilgangsfærslunni)
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.7.2007 | 12:01
Litrík fortíð ...
Nú mun ég aldrei þora að skrá mig á stefnumótavefinn einkamal.is aftur (já, ég á mér litríka fortíð). Segjum svo að ég hætti við frelsaða manninn í KFUM og ákveði að freista gæfunnar á Netinu. Þá get ég nú átt von á ýmsu. Fékk þetta sent í morgun til viðvörunar:
Menn á einkamal.is
Rúmlega fertugur: 52 ára og leitar að 25 ára gellu.
Íþróttamannslegur: Horfir mikið á akstursíþróttir.
Frjálslyndur: Myndi sofa hjá systur þinni.
Myndarlegur: Hrokafullur.
Mjög myndarlegur: Heimskur.
Heiðarlegur: Sjúklegur lygari.
Kelinn: Óöruggur mömmustrákur.
Þroskaður: Eldri en pabbi þinn.
Mjög tilfinningaríkur: Hommi.
Andlegur: Gerði það einu sinni í kirkjugarði.
Tillitssamur: Afsakar sig þegar hann rekur við.
Litríka fortíðin - fréttaskýring
Fyrir nokkrum árum lét ég eitthvað hæðnislegt út úr mér um fólk sem fer á svona stefnumótavefi eins og einkamal.is. Var skömmuð fyrir hroka og ráðlagt að prófa þetta áður en ég dæmdi. Ég tók vinkonu mína á orðinu og hún hjálpaði mér að skrá mig á Vinátta/Spjall. Ekki átti ég von á því að fá mörg bréf en fyrsta daginn kom heill hellingur. Ungir strákar, jafnaldrar erfðaprinsins, sendu mér beiðni um kynlíf með eldri konu, sadómasókistar lýstu í smáatriðum hvað væri áhugavert að gera með mér og ungir hermenn á Vellinum buðu mér gull og græna skóga fyrir að taka svona tíu í einu. Það komu líka bréf frá ágætlega heilbrigðum mönnum ... reyndar flestum kvæntum í leit að tilbreytingu ... Ég spurði einn þeirra hvort honum fyndist ekki vera trúnaðarbrestur að skrifast á við aðrar konur á Netinu. Hann hélt nú ekki en móðgaðist greinilega og hætti að senda mér bréf. Æ, æ.
Eftir að hafa bitið á jaxlinn um tíma gafst ég upp og skráði mig út. Hugsa að margir karlarnir á einkamal.is hafi velt fyrir sér hvað varð um Hot sexy-lips ... DJÓK!!!! Man ekki einu sinni hvaða dulnefni ég valdi mér. Þarna lauk æsku minni og sakleysi endanlega. Já, ég veit ... er ekki töffari, gat ekki einu sinni hlegið að þessu, fylltist bara hryllingi yfir sumum bréfunum. Núna fyrst finnst mér þetta að verða fyndið og tel mig vera nokkuð lífsreyndari.
Frétti seinna af konum sem stunda einkamal.is til þess að kvelja kvænta menn sem eru í leit að alvörutilbreytingu. Þær þykjast vera til í tuskið og samþykkja stefnumót. Þegar hann síðan mætir á staðinn hittir hann fyrir nokkrar illskeyttar konur sem skamma hann og segja honum að hunskast heim til konunnar og barnanna. Skyldi þetta vera satt?
Í stað þess að grúfa mig ofan í Potter í gærkvöldi horfði ég á myndina Ghost Rider og hafði gaman af. Hver nýtur þess ekki að horfa á Nicholas Cage sem logandi sendiboða skrattans en góðmenni inn við beinið? Mun segja strætóbílstjóranum undan og ofan af söguþræði GR til að hann fyrirgefi mér Potter-svikin. Nú verður unnið heima í dag, eins og iðulega á þriðjudögum, enda næg verkefnin. Er gapandi hissa ... Brooke og Eric hafa greinilega gift sig, Stefaníu til hrellingar. Þau hefja brúðkaupsnæturkeliríið þrátt fyrir að Stefanía sé á staðnum til að vara fyrrum eiginmann sinn við kvendinu. Eric hefur verið kvæntur Brooke áður og veit ... Samt er Stefanía búin að ryðja brautina fyrir Brooke og Nick með því að segja hinni óléttu Bridget, dóttur Brooke að Nick sé skotnari í mömmu hennar. Tókst ekki að njósna meira um nágranna mína í næsta stigagangi.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 26
- Sl. sólarhring: 116
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 1516039
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 567
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni