Færsluflokkur: Menning og listir
4.11.2007 | 16:58
Allra þjóða kvikindi ...
Þetta var nú meiri snilldin þarna í Skrúðgarðinum. Fullt út úr dyrum af fallegum Skagamönnum af mörgum þjóðernum. Féll fyrir pólsku súrkáli og rjómasíld, súpu frá Jamaíka, indverskum kartöfluréttum, úkraínskum kartöflum með reyktu svínakjöti, skoskum þjóðdansi, taílenskum kjúklingarétti, ungverskri kjötsúpu, kássu frá Nígeríu og þrælskemmtilegu fólki. Pólsk kona á nú heimboð í himnaríki. Veit ekki hvað hún er búin að búa lengi hérlendis en hún talar lýtalausa íslensku. Eini gallinn við þetta allt saman var að ég gleymdi myndavélinni.
Erfðaprinsinn var ekkert spenntur fyrir því að mæta en honum fannst svo gaman að ég þurfti að draga hann út eftir rúman klukkutíma. Hann var lystarlaus til að byrja með en þegar hann kom auga á taílenska kjúklingaréttinn brustu hlekkirnir og hann sagði: Já, takk, þegar honum var boðið að smakka. María færði mér skaðabætur, einn latte, fyrir að hafa verið með kjötsúpu á þriðjudaginn. Hún tekur nöldrið í mér allt of alvarlega. Það var síðan algjör tilviljun að við erfðaprins þutum út þegar átti að fara að sýna línudans, ég sver það.
Aðeins að hjálpa bróður mínum, sagði erfðaprinsinn og sópaði ganginn, eða þann hluta sem geislinn blokkeraði. Jónas var settur í að ryksuga, flokka korn og hreinsa arininn á meðan við skruppum út en í stað þess að vera kominn í hleðslu aftur og himnaríki tandurhreint hafði hann stöðvast ofan á lúmskum lampafæti á gamaldags þriggja arma gólflampa. Hann komst hvorki upp né niður og slökkti bara á sér. Sá fær ekki að fara á ballið. Spennan milli bræðranna er ekki úr sögunni. Jónas er allt í einu búinn að ryksuga og kominn í hleðslu. Mjög grunsamlegt. Sumir þurfa greinilega frið til að horfa á sjónvarpið eða lesa ...
Yngsta systir mín á stórafmæli á miðvikudaginn. Hún hringdi áðan og sagði mér að taka annan hvorn soninn með í afmælið. Held að hún meini Jónas og vonist svo til að ég gleymi honum.
4.11.2007 | 14:34
Þjóðahátíð í Skrúðgarðinum
Við erfðaprins hrutum yfir hádegisfréttum í stofunni og svo aftur yfir Stöð 2 plús klukkutíma seinna. Held að veðrið geri þetta að verkum. Kalt, hvasst, lægð og svona. Ætlum þó að fara að hypja okkur niður í Skrúðgarð á þjóðahátíðina sem er á vegum Rauða krossins. Þar verður fólk af ýmsum þjóðernum ... og matur, sem er æðislegt þar sem fátt finnst í ísskápnum í himnaríki. Vona að sem flestir Skagamenn mæti. Þetta er liður í Vökudögum og stendur frá 14-18 í dag. Skyldi Tommi brjóta odd af matlæti sínu og prófa eitthvað annað en sviðahausa, bringukolla og kjötsúpu? Það verður nú spenna dagsins.
Held að fleiri en Skagamenn séu velkomnir, hviðurnar á Kjalarnesi eru ekki nema rétt yfir 20 m/sek. Strætó fer í 32.
1.11.2007 | 08:19
Mergjaður dagur ...
Ekki barði ég Ástu í morgun eins og ætlunin var vegna rangra (litaðra) upplýsinga hennar um Britneyju og Kevin í gær. Hún sagðist samt ætla að halda með Britneyju þar sem stelpugreyið væri bara firrt eftir alla frægðina og ásókinina ... sem er nú fallega hugsað. Nú veit hún hið sanna í málinu. Æ, mikið eru heimsmálin flókin. Best að brjóta ekki litla heilann minn frekar um slíkt ...
Þetta verður kolvitlaus dagur og þá er ég ekki bara að tala um storminn sem skellur á suðvestan- og vestanlands eftir hádegi í dag, heldur verður klikkað að gera í vinnunni. Ég hefði getað klárað sitt af hverju heima í gær en þreytan yfirbugaði ... arggg! Svo byrjaði ég að lesa bók frá Skjaldborg, Hvítur dauði, held ég að hún heiti, byrjar virkilega vel ... nammmmm. Svo kemur Arnaldur út í dag og Kolla segir að þetta sé fínasta bók. Þau eru svo dásamleg saman, hún og Páll Baldvin í Kiljunni hans Egils, þau eru oft innilega ósammála og það er enn skemmtilegra.
Gulla prófarkalesari heldur enn í þá veiku von að það finnist eitthvað gott í mér og sendi mér sætan og krúttlegan póst (örugglega keðjubréf ... ) sem tengist lokum októbermánaðar (bleika slaufan?). Ég hef greinilega ekki tekið kast nálægt prófarkalesurunum varðandi sætan póst ... og hvað litlir hvolpar, kettlingar og ungbörn fara tryllingslega í taugarnar á mér í svona tilgangi ... Ég er ekki einu sinni búin að kíkja á bréfið og samt búin að eyða nokkrum mínútum í að nöldra ... hahahah
Eigið geggjaðan, klístraðan, niðursoðinn og mergjaðan dag, kæru venner, nær og fjær til sjávar og sveita ...
29.10.2007 | 19:32
Fjör hjá öldruðum - ástríðubold
Sviðið er ríkmannlegt heimili Brooke, konunnar sem hefur fórnað sér fyrir lífshamingju dóttur sinnar með því að stela ekki eiginmanninum af henni þótt hún elski hann og hann hana. Ridge, fyrrum eiginmaður hennar nokkrum sinnum, vill kvænast henni aftur þar sem eiginkona hans, Taylor (geðlæknir), hafði kysst brunakarl og einu sinni sofið hjá öðrum manni þegar hún lenti í lífshættu með honum.
Þér skal ekki takast að lauma þér inn í líf hennar aftur, segir Nick tengdasonur.
Þú ert í of nánu sambandi við tengdamóður þína, segir Ridge. Þeir eru sko hálfbræður.
--------- ----------- -------------- -------------- ---------------
Á sama tíma á ríkmannlegu heimili Stefaníu: Massimo, faðir Nicks (og blóðfaðir Ridge), er brjálaður yfir því að gamla kærastan og barnsmóðir skuli ætla að giftast Eric í þriðja sinn, áður var Eric kvæntur Brooke í tveimur hollum. Brooke hefur ekki bara verið gift Eric og Ridge, syni hans (ekki blóðsyni), heldur líka Thorne, alvörusyni hans. Ekkert skrýtið þótt Stefanía þoli hana ekki. Massimo bendir Stefaníu réttilega á að þau séu bæði á lausu núna og biður hana um að giftast ekki Eric enn einu sinni!
------ ---------- --------- ------------- --------- -----------
Á sama tíma á ríkmannlegu heimili Jackie, fyrrverandi konu Massimo og móður Nicks. Jackie og Eric (já, Eric) liggja uppi í rúmi með L-laga sæng yfir sér. Hún nær sem sagt yfir brjóstin á Jackie en sýnir vel karlmannlega bringuna á Eric. Hann viðurkennir fyrir Jackie að fyrirhugað hjónaband hans og Stefaníu sé til málamynda. Það sé að undirlagi Feliciu, dóttur hans og Stefaníu, en hún er dauðvona og hinsta ósk hennar er að sameina fjölskylduna á þennan hátt.
13.10.2007 | 19:16
Haustlægðarsólsetursvitamynd
Vorum á ferðinni bak við Bíóhöllina á Akranesi og sáum brimið skella á brimgarðinum þar ... rosaflott. Sólin akkúrat að setjast.
---------- ---------------- --------------- ------------- ----------------
Himinninn var svo fallegur hjá stóra vitanum og eiginlega ómögulegt að sleppa því að taka mynd.
Brimið var líka ógurlega flott. Grillir aðeins í það hægra megin á myndinni.
12.10.2007 | 09:04
Komið út úr skápnum ... sjokkerandi afhjúpanir á föstudegi
Jú, jú, strætó fór í morgun en Ástu tókst að ræna mér frá Tomma á síðustu stundu. Þetta er að verða eins og ástarþríhyrningur ... alla vega Ástuþríhyrningur. Var komin í bomsurnar með kaffið í aðra og Moggann í hina þegar SMS-ið góða birtist: Er á bíl. Þótt ég sakni Tomma og strætó voðalega þá vil ég ekki verða að athlægi hjá elítunni á Akranesi með því að senda til baka: Sorrí, ætla frekar að taka strætó, ekkert persónulegt.
------ ----------- ----------- ------------
Einu sinni, fyrir SVO stuttu, var ég gleymd og grafin fyrrum æðisleg útvarpsstjarna ... meira að segja bestu vinir mínir heilsuðu mér ekki lengur á götu. Það hefur eitthvað breyst. Síðustu vikur og mánuði fæ ég reglulega spennandi tilboð frá fjölmiðlum og er m.a. beðin um að segja álit mitt á mikilvægum málum, eins og bókmenntum, strætóferðum, sparnaði við að eiga ekki bíl, Bítlunum og svona. Kíkið bara í helgarblöðin núna (24 stundir og Moggann) ef þið trúið mér ekki. Þótt ég sé Ljón, sem Halla frænka segir að sé athyglissjúkt, þá er það alls ekki málið, ég ætla að koma mér í íslenska Fokker-liðið. Ákvað þetta endanlega þegar ég fékk EKKI boðskort út í Viðey og þurfti að sitja grátandi heima með allt of dauf gleraugu. Þannig að ef áætlun mín gengur upp verður ekkert dagblað, tímarit, dagskrárblað og bæklingar án þess að ég láti þar ljós mitt skína á greindarlegan hátt. Á endanum verð ég orðin ómissandi í öllum fínu boðunum og get líka farið milli landa á puttanum þegar nýju vinirnir mínir eiga leið um flugvöllinn og svona. Hélduð þið virkilega að það væri tilviljun að ég keypti íbúð við hliðina á þyrlupallinum á Akranesi? Kjánaprikin ykkar.
Vona samt, kæru öreigar/lýður/almenningur og það allt að dagurinn ykkar verði þrusugóður. Dagurinn minn verður alla vega góður og ég fæ far heim seinnipartinn. Inga viknaði nefnilega þegar hún las átakanlega færslu um að ég kæmist kannski ekki heim í kvöld og ætlar að skutlast með mig á Skagann þótt ég hafi þegar sagt henni að rokið verði ögn minna en áætlað var og valdi ekki ófæruhviðum á Kjalarnesinu. Ef ég væri ekki svona rækilega gagnkynhneigð, og hún líka, myndi ég giftast henni, svei mér þá!
P.s. Viðbót: Leikfangaframleiðanda nokkrum datt í hug að bjóða upp á "snjallt" dót fyrir litlar stelpur. Svona súludans-kit. Tesco-búðakeðjan í Bretlandi seldi þetta ... kíkið á fréttina, við erum eiginlega í losti hérna á Vikunni:
http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=412195&in_page_id=17
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.10.2007 | 23:11
Skagasápan (3:3) Leiksoppur örlaganna
Dyrabjallan hringir í himnaríki. Ekki opna, þetta gæti verið brúðkaupsdjöfull!!! öskrar Anna en það er of seint, allt of seint, búið er að ýta á takkann. Þrír blómasendlar feta sig varlega upp stigann og halda á stórri blómaskreytingu þar sem uppistaðan er rauðar rósir. Hvítar, afar sjaldgæfar fjólur sjást inn á milli, ásamt grænum túlípönum. Á korti sem fylgir með stendur: Veistu hvað þú ert að gera? Hugsaðu þig betur um. Þínir einlægir, 14 sætir sveinar.
Þetta er neyðarblómaskreyting sem 14 strætóbílstjórum datt í örvæntingu sinni í hug að senda Gurrí svo að hún giftist nú ekki einhverjum karli á jeppa sem gæti látið sér detta í hug að leyfa frúnni að vera samferða sér í bæinn á jeppanum.
Á sama tíma í sundlauginni: Laufey sundlaugarstarfskona horfir áfergjulega á Þröst. Aldrei hefði hana grunað að nokkur karlmaður gæti værið svona sætur í sundbol. Hún ætti kannski að prófa að fara í sund svona einu sinni. Þetta er greinilega að verða nýtt trend því að nokkrir menn á sundskýlum hafa komið hlaupandi inn í afgreiðslu til hennar og fá að skipta á skýlu og bol. Enn eitt tískufordæmið hefur verið sett á Skaganum.
Á sama tíma á Akureyri: Anno býr sig undir að stíga upp í þyrlu sína þegar Magnús Geir hringir og segir spámannslega: Það verður ekkert brúðkaup haldið í himnaríki í dag. Anno hlær, Við sjáum nú til með það! og setur þyrluna í gang.
Þröstur hefur hugsað nóg og drífur sig upp úr. Það bjargar lífi hans og líka það að hann æðir óvart inn í kvennabúningsklefann og fer þannig naumlega á mis við Má sem er á leiðinni að drekkja honum. Hann ekur áleiðis til himnaríkis þótt það sé í göngufæri. Á Garðabraut, rétt við Höfðabraut er umferðaröngþveiti, fjórtan strætisvögnum hefur verið lagt þannig að enginn kemst nálægt himnaríki nema fuglinn fljúgandi. Þröstur flýgur síðustu metrana. Guðmundur er búinn að aftengja dyrabjölluna en Þröstur deyr ekki ráðalaus. Fyrst Jónatan mávur kemst á svalirnar, kemst hann líka. Hann er laus við stirðleika eftir langa setu í heita pottinum og kemst upp efstu á svalirnar á undraverðum hraða. Hann kastar kuldalega kveðju á Jónatan og gengur inn í stofuna. Þar finnur hann Gurrí fyrir aleina. Allir bloggvinirnir eru frammi í eldhúsi að reyna að troða blómaskreytingunni frá 14 sætum sveinum í pínulítinn blómavasa.
Það verða greinilega 16 manneskjur í þessu hjónabandi, er það ekki fjórtán of mikið? spyr hann greindarlega og hugsar bílstjórunum þegjandi þörfina. Í rauninni 17 aðilar, þar sem ég veit að þú elskar Stöð 2 plús meira en nokkuð annað, heldur hann áfram, ja, eiginlega 18 með SkjáEinum plús og 19 með RÚV plús. Þú sérð að þetta gengur ekki. Við skulum bara vera vinir. Hér færðu vináttuhring frá mér.
Þröstur þurrkar tár af hvarmi, þetta er örugglega meiri fórn en nokkur maður hefur nokkru sinni þurft að færa í skvísumálum og það er ekki verið að tala um verðgildi hringsins. Fæ ég samt ekki afnot af Jónasi annan hvern dag, spyr hann glettnislega.
---- ----- ----- ----- -----
Vekjaraklukkan hringir. Gurrí hrekkur upp og hleypur fram í stofu. Enginn Þröstur, engin blómaskreyting. Hvað varð um bloggvinina? Flytur Katrín ekki örugglega samt heim til Íslands? Á Anno þyrlu í alvörunni?
Hún heyrir að einhver er í sturtu, skrýtið, það er bara baðker í himnaríki. Hún veit hver þetta er en má ekkert vera að því að sápa hann. Hún þarf að búa til latte handa Ástu sem kemur rétt fyrir sjö og sækir hana.
Vinnan bíður í bænum með öllum sínum ævintýrum í matsalnum.
7.10.2007 | 13:44
Skagasápan (2:3)
Gísli bæjarstjóri hefur þungar áhyggjur. Fyrirhuguð stærsta sameining í sögu bæjarins er við það að klúðrast. Á bæjarstjórnarfundum hefur giftingin verið rædd í þaula og hagsmunir margra í húfi. Sameining Skagasápunnar og himnaríkis ef. gæti verið það stærsta síðan HB&Co sameinaðist ÞÞÞ.
Hvers vegna getur Þröstur ekki verið tengdasonur minn? segir Gurrí dapurlega við Hörpu þar sem þær sitja og horfa á Sementsverksmiðjuna. Gurrí blaðar annars hugar í Harry Potter-bókinni og hrærir í vöffludeigi í leiðinni. Það hefði gert ástríðurnar svo miklu meiri! En ... engin dóttir ... enginn tengdasonur!
Á sama tíma í sundlauginni: Dulbúinn maður með sólgleraugu gefur sig á tal við Þröst þar sem þeir sitja í heita pottinum. Þú veist, er það ekki, að þú þarft að elda? Þröstur brosir að þessum brandara. Allir vita að konum líður best við eldavélina og gefa þann stað ekki svo glatt eftir. Eitthvað fleira? spyr hann töffaralega. Og ryksuga líka ... bætir maðurinn við. Þröstur rífur sólgleraugun af manninum. Í ljós kemur að þetta er Már, einn af fyrri eiginmönnum himnaríkis. Bíddu karlinn, ég veit ekki betur en að þið Gurrí hafið aldrei hist, heldur ekki allan þann tíma sem þið voruð gift, svo er ryksuguróbót í himnaríki, kjánaprik, segir Þröstur sárreiður. Már segir spekingslega: Ég veit mínu viti vel/ virðist Gurrí góð/ bíddu þar til hún veiðir sel/ og verður við það rjóð! Már lætur sig hverfa. Eftir situr Þröstur í sjokki. Þetta hafði honum ekki dottið í hug. Ekki hvarflar að honum að eitthvað sé gruggugt við það hversu margir reyna að koma í veg fyrir brúðkaupið.
Á sama tíma í Englandi: Katrín hringir nokkur mikilvæg símtöl, m.a. í íslensku lögregluna, Orkuveituna, Egil Helgason og forstjóra Sementsverksmiðjunnar. Hún brosir kvikindislega og veit að ekkert verður af brúðkaupinu kl. fjögur í dag. Hún áttar sig ekki á því að sími hennar er dauður eftir heimsókn "símamanns" og ógnin vofir enn yfir vinkonu hennar í himnaríki.
6.10.2007 | 23:51
Skagasápan - fyrsti hluti
Brúðkaup stendur fyrir dyrum á Akranesi. Himnaríki er undirlagt af bloggvinum. Gurrí veit innst inni að hún tekur mikla áhættu með því að giftast Þresti þar sem hún hafði áður verið gift manni með fuglsnafn (Má Högnasyni) og einnig átt í eldheitu en slítandi sambandi við Jónatan máv. Það vekur henni örlítinn ugg að hún hefur aldrei hitt Þröst en hún setur það þó ekki alvarlega fyrir sig. Hugurinn reikar. Drekkur hann bara te, hvernig kreistir hann tannkremstúpuna, er hann kannski morgunhani um helgar, heldur hann ekki örugglega með West Ham, hrýtur hann hátt?
Saumakonan kemur hlaupandi með brúðarkjólinn sem hún hafði prjónað í snarhasti eftir að Jónas í afbrýðikasti hafði étið þann handsaumaða sem Jenný hafði fyrir rest lagt blessun sína yfir. Mátunarhjálparliðið býr sig undir að troða. Skyndilega kemst allt í uppnám þegar Brooke kemur æðandi með slúðurblaðið Skessuhorn og sýnir viðstöddum. Þar má finna paparazzi-myndir af því þegar Guðmundur borðaði nýlega með tilvonandi brúði í Galito. Þar má líka lesa að Keli svaramaður er flúinn til Danmerkur. Jóna hnígur niður í sófann og heimtar kaffi. Erfðaprinsinn er undarlega þögull og horfir stjarfur á Steingerði. Getur verið að Guðný Anna hafi verið með puttana í þessu? Doddi blikkar Eddu laumulega og þau hverfa út á suðursvalirnar og loka á eftir sér. Krossgata er komin með sunnudagsmoggann í hendurnar og hefur misst áhugann á öllu öðru. Halldór lánar henni penna.
Á sama tíma í Englandi: Katrín tekur þá ákvörðun að flytja heim til Íslands í hvelli.
Á sama tíma í Ameríku: Bertha hefur áhyggjur af þessu öllu saman en ætlar ekki að flytja til Íslands. Það hefur þau áhrif að Kristín ákveður að vera um kyrrt í Kanada.
Á sama tíma í rauðum jeppa á miðri Garðabrautinni: Þröstur situr þögull með Skessuhorn í sætinu við hlið sér. Hann bærist ekki þótt Tommi strætóbílstjóri flauti stöðugt en hann þarf að halda áætlun.
Í aftursæti rauða jeppans er stór ferðataska full af fimmþúsundköllum, fyrsta greiðsla frá erfðaprinsinum. Næsta afborgun, helmingi stærri, mun berast á eins árs brúðkaupsafmælinu. Á hann að afplána þetta ár til að fá næstu greiðslu eða á hann að fara á eftir Kela til að fá einhver svör? Hvað með séra Eðvarð, hefur hann kirkjukórinn alveg í vasanum? Þröstur hrukkar gáfulegt ennið og ákveður að skella sér í sund til að geta hugsað enn meira. Hann er svo þungt hugsi að hann leigir óvart bleikan sundbol og gult handklæði ... framhald síðar ...
6.10.2007 | 12:41
Æskupyntingar og West Ham með dassi af tvíburum
Í flotta, fína, nýja tónlistarskólanum hér á Skaganum verður opið hús í dag, tónleikar frá 13-17 og MATUR. Er að hugsa um að skella mér þrátt fyrir allt ...
Ég var látin læra á píanó í æsku. Píanókennarinn minn var norsk kona, ósköp eftirlát og ljúf, ég gat endalaust stjórnað því hvaða léttu lög hún lét mig æfa. Eini gallinn var að hún bjó í hinum enda bæjarins, eða við hliðina á Bíóhöllinni, og það var ansi langt að labba í öllum veðrum, þetta var á þeim tíma (í gamla daga) þar sem veturnir voru alvöruvetur. Einu sinni veiktist hún í heila viku og sjálfur Haukur Guðlaugsson leysti hana af. Hann setti mér fyrir ÞRJÚ níðþung lög sem ég vissi að ég gæti aldrei spilað ... ég var í algjöru sjokki. Ég get reyndar spilað þessi lög eftir minni enn í dag og veit að ef hann hefði verið kennarinn minn hefði ég orðið hinn litli píanósnillingurinn hennar mömmusín ... Haukur var aðalkennari Míu systur og hvað er hún í dag? Jú, snilldar-píanókennari við Tónlistarskólann á Akranesi!
Æskupyntingarnar, sem fólust aðallega í endalausu labbi og ég hata endalaust labb, voru ekki einskorðaðar við píanónám, ónei, ég var send í lúðrasveit! Vissulega veit ég að bestu og skemmtulegustu vinina finnur maður í lúðrasveitum (sbr. minningargreinar) ... en kommon. Ég var vissulega kúl með trompetinn fyrsta veturinn en þann næsta lét nýi kennarinn mig fara að spila á althorn! Ég er þess fullviss að ef hálskirtlarnir í mér hefðu ekki ákveðið að vilja á brott með ýmsum afleiðingum (ég neitaði að vera í lúðrasveitinni vegna verkja í hálsi, múahaha) væri ég nú stjórnandi Lúðrasveitar blaðamanna. Er lengst til vinstri á myndinni með trompet.
Sá pínkuoggulitla fréttatilkynningu í blaði í dag. Hún var um mág minn og einhvern Björgólf sem voru að opna heimasíðu West Ham-klúbbsins á Íslandi. Það gleymdist að birta veffang klúbbsins ... sem er www.whufc.is og ég hvet bloggvini mína nær og fjær að kíkja á síðuna og fara nú að halda með liðinu, kommon, Liverpool, MU hvað!!!
Á myndinni sést náttúrlega yndislegi mágur minn, þessi með ljósbláa trefilinn. Nú í vetur ætlum við erfðaprinsinn með honum á West Ham-leik í London og öskra okkur hás.
--------- -------------- --------------
Sætustu og bestu og æðislegustu tvíburar í heimi, Úlfur og Ísak, liggja nú á Barnaspítala Hringsins. Þeir voru í aðgerð á gómi og urðu voða lasnir í kjölfarið, þessar elskur! Hár hiti og slappleiki hefur angrað þá í nokkra daga. Hilda systir hefur verið mikið hjá þeim og amman sjálf, Mía, ætlar að reyna að fara í dag og á morgun ás spítalann og aðstoða foreldrana en Mía er nýskriðin upp úr leiðindapest.
Sendi strákunum innilegar bataóskir og risaknús frá Gurrí frænku.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 696
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 563
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni