Færsluflokkur: Lífstíll
1.9.2007 | 00:31
Ástir ... en afbrot á sjúkrahúsi
Hringdi í eitt afmælisbarn dagsins í fyrradag, ekki þó Michael Jackson, og átti skemmtilegt spjall við það, vinkonu til 20 ára. Man ekki af hverju við fórum að tala um sjúkrahúslegur en hún minnti mig á stórfurðulega framkomu mína fyrir þremur árum þegar hún kom í sjúkraheimsókn til mín þar sem ég lá í morfínvímu eftir uppskurð. Þessir spítaladagar eru í mikilli móðu en vinkonan varð frekar sjokkeruð vegna gífurlegs fjandskapar míns út í heimsóknina sem þó var framin af algjörri góðmennsku. Ég hafði víst allt á hornum mér, talaði illa um stofufélagana sem ég hafði aldrei talað við vegna slappleika og einnig níddi ég niður starfsfólkið sem var samt bara gott. Þetta er eiginlega sprenghlægilegt! Ætli morfín sé innri maður eins og ölið?
Sem betur fer hefur vinkona mín húmor og gat flissað yfir þessu fljótlega. Ég man eftir að hafa hugsað þegar önnur vinkona kom: Hvað er hún eiginlega að gera hér? Enn ein vinkonan mætti og var svo full samúðar að ég fór að háskæla ... og var sprautuð niður þar sem hjúkka kom inn í sama mund til að taka blóðþrýstinginn! Hahahhaha, ég man eftir að hafa reynt að mótmæla því, það væri allt í lagi með mig, mér liði frábærlega ... en ég fékk engu um þetta ráðið.
Ég hafði ekki einu sinni rænu á því að móðgast þegar sjúkraliði lét mig fá heitt latte frá Kaffitári og sagði að líklega hefði það verið dóttir mín sem kom með kaffið. Dóttirin var reyndar vinkona, tveimur mánuðum yngri en ég, og átti von á öðru barnabarninu. Þar sem mátti lesa allt um aldur minn á sjúrnölum segir þetta kannski meira um útlit vinkonu minnar ... held ég.
Mikið var gott að vakna heima á laugardagsmorgninum og vera orðin að sjálfri sér! Ofnæmi fyrir hnetum, möndlum, döðlum, rúsínum og morfíni. Ég er ekki hæf í almennileg matarboð ...
31.8.2007 | 10:31
Stuð hjá öldruðum
Besta vörnin er sókn. Það sannaðist í morgun þegar Sigþóra ætlaði upp í aukastrætó í morgun, þrátt fyrir hótanir um annað í gær. Bílstjórinn hafnaði henni áður en hún gat hafnað honum og stakk upp á því að hún biði frekar eftir Tomma á aðalbílnum svo að hann þyrfti ekki að stoppa við Vesturlandsveginn og hleypa henni einni þar út. Snjallt! Tommi fer t.d. ekki á Kjalarnesið, aukabíllinn sér um það, og með þessum samræmdu aðgerðum hafa þessir bílstjórar flýtt för okkar um alla vega fjórar mínútur. Ég tek aftur það sem ég hef sagt um að bílstjórar séu eingöngu ráðnir eftir útlitinu ... nú veit ég að greindin spilar líka inn í! Sigþóra kom bara yfir á mína stoppistöð og hinkraði þar eftir Tomma. Ósköp sæl með lífið og tilveruna.
Helga smiður bauð mér sæti hjá sér fremst en Sigþóra fór aftar og bað mig um að vekja sig við komu í bæinn. Það var gaman að spjalla við Helgu, Ásta má alveg passa sig og drífa sig úr sumarfríi svo að ég gleymi henni ekki alveg ...
Við Helga eigum það sameiginlegt að hafa báðar sest aldraðar á skólabekk, eða menntað okkur á "gamalsaldri", ég í blaðamennsku, hún í trésmíði. Fjögurra ára algjörlega frjáls aðgangur hjá henni að gullfallegum karlmönnum! Eins og allir vita eru smiðir langfallegustu iðnaðarmennirnir. Enda sá ég á dreymnu augnaráðinu að þetta voru skemmtileg ár. Eins árs framhaldsnám hjá mér ... og eintómt kvenfólk allan tímann, nema stöku kennarar! Gluggaröðin í vinnunni minni er f.v. Vikan, Nýtt líf og Gestgjafinn. Allt konur nema Úlli kokkur. Og ef ég sæi ekki bakið á Guðmundi Magnússyni, heyrði óhljóðin í strákunum hjá Séð og heyrt og sæi stundum gæunum í umbrotsdeildinni bregða fyrir væri ég örugglega orðin einkynhneigð.
30.8.2007 | 22:11
Ný frænka, kátir kettir og dularfull dúndurgræja
Fyrir nokkrum dögum bættist gullfalleg frænka í hóp fallegustu kvenna landsins þegar Margrét, frænka mín, og Pétur, maðurinn hennar, eignuðust flotta dóttur. Það var alveg furðulegt hvað systir hennar, Gurrí, en alltaf kölluð Freyja Ísold, fullorðnaðist fljótt við að verða stóra systir. Freyja fær flotta gjöf frá Skagafrænku, þetta eru svo stór tímamót, litla barnið á heldur ekki bara að fá gjöf ... eða það finnst mér ekki.
Heimsótti Laufeyju vinkonu eftir vinnu og það var sko ferð til fjár. Ég held að hún haldi að ég hafi orðið fimmtug fyrr í mánuðnum, ja, eða fertug. Hún dró mig með sér í búð og keypti handa mér kápu, skó og boli og gaf mér í afmælisgjöf. Síðan var eldað og spjallað, skutlað í Mosó og skriðið inn úr dyrunum hálftíu. Svona djamm er skemmtilegt. Tína, tíkin á heimilinu, verður alltaf svo æst þegar ég kem í heimsókn að hún pissar á gólfið. Barbara, au pair stelpan, sagði: "She must love you!" og það er alveg gagnkvæmt! Barbara er pólsk svo að ég sló um með mig orðinu nje, aftur og aftur, því eina sem ég kann í pólsku. Þegar ég hitti Finna á förnum vegi reyni ég að koma orðinu hissi inn en það þýðir lyfta og er líka eina orðið sem ég kann á finnsku. Samræðurnar verða alltaf athyglisverðar, þetta er bara spurning um tjáninguna.
Kettirnir voru kátir þegar ég kom heim en þeir verða enn kátari þegar þeir sjá hvaða þroskaleikfang ég keypti handa þeim í dag. Meira um það síðar, það er alla vega dúndurgræja, ekki samt eins og tryllitækið sem konan óskaði sér í afmælisgjöf, svona tryllitæki sem kæmist upp í 100 á einni sekúndu. Maðurinn hennar keypti glæsilega baðvigt handa henni.
30.8.2007 | 09:05
Karlar að eigin vali
Mikið var hann sætur ungi maðurinn í gúmmívinnuverkstæðisskúragallanum sem ég settist við hliðina á í morgun ... og mikið var gott að kúra hjá honum alla leið í Mosó. Hugsa sér forréttindin að geta hlammað sér við hlið huggulegra manna að eigin vali á hverjum morgni og fengið hlýju frá þeim. Hver þarf eiginmann? Svo hlýtur Ásta að koma fljótlega í strætó, þessu sumarfríi hennar fer vonandi að ljúka, þá kúri ég bara hjá henni, hún er kannski grönn en samt ótrúlega hlý til að klessa sér upp við á köldum vetrarmorgnum. Mikið skal ég búa til latte handa okkur.
Bílstjórinn minn, elsku Heimir, ók að vanda aðeins lengra en stoppistöðin er á Vesturlandsveginum, hann er svo þroskaður að honum finnst ekki fyndið að sjá kerlingar rúlla niður manndrápsbrekkuna, eða háa vegkantinn ... en bílstjóri aukabílsins, sem kom skömmu seinna, stoppaði nokkru ÁÐUR en hann kom að stoppistöðinni svo að elsku Sigþóra mín sem ég hef ekki séð í nokkrar vikur, þurfti að hlaupa nokkra metra í áttina að Reykjavík áður en hún gat snúið við og labbað niður rampinn þar sem ég beið með opinn faðminn og hrópaði "Heathcliff". Hún nennir ekki að rúlla svona niður háan kantinn, ekki lengur, ekki eftir að hafa mætt marin, blá og skítug í vinnuna eftir slíkar ævintýraferðir sl. vetur. Ég sting enn og aftur upp á því við Strætó bs að stoppistöðin verði færð einum ljósastaur nær Reykjavík til að koma í veg fyrir slys. Auðvitað ræður fólk því hvort það þorir að feta sig niður vegkantinn, sem er ansi hár en fer lækkandi, en þetta tefur alla þá sem eru á leið upp í Hálsaskóg. Dásamleg manneskja hirti okkur Sigþóru upp í bíl neðst í Súkkulaðibrekkunni og skutlaði okkur alla leið í vinnuna ... þetta verður svona dagur!
28.8.2007 | 20:01
Kökublogg - langþráð rabarbarapæ Huldu

Rabarbarapæið hennar Huldu
200 g smjörlíki, mjúkt
200 g sykur
200 hveiti
100 g suðusúkkulaði, saxað
Rabarbarabitar (nóg til að þekja pæbotninn)
Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti. Setjið megnið af deiginu í pæform og þekið upp kantana. Skerið rabarbara í sneiðar og raðið ofan á. Stráið súkkulaðibitum yfir. Setjið afganginn af deiginu ofan á, eins og á t.d. hjónabandssælu og þrýstið niður á rabarbarann. Stráið kanilsykri yfir (gefur klikkað bragð) og bakið við 200°C þar til er fallega brúnt. Gott með ís eða rjóma. Komið svo í himnaríki með pæið og gefið að smakka.
P.s. Hulda notaði Season All á þorskinn (sorrí, Jóna) en segir óhætt að nota það krydd sem fólki finnst gott.
28.8.2007 | 12:58
Geldum þá ...

Sjúkraþjálfunin var unaðsleg og nú er ég til í allt. Skrapp í elsku Skrúðgarðinn á eftir og hitti þar fyrir hálfsystur Maríu, breska stelpu sem sýndi snilldartakta við kaffivélina. Gerði tilraun til að ljósmynda spæleggið, stóra hringtorgið, á heimleiðinni en það er líklega of stórt og flott. Það hefur verið til síðan ég man eftir mér sem sannar bara að Skagamenn eru alltaf fyrstir með allt. Hitti Hörpu bloggvinkonu http://harpa.blogg.is/ á förnum vegi en hún var á leið í Einarsbúð. Nýjasta færslan hennar er ansi skemmtileg en þar fjallar hún um kvenlega fegurð. Snilld.
27.8.2007 | 08:34
Mávasöngur að morgni
Tvær rútur, svo til kúffullar af skapgóðum og skemmtilegum Skagamönnum, fóru í bæinn í morgun undir nafninu strætó. Önnur rútan, aukabíllinn, hirðir upp fjórar síðustu stoppistöðvarnar á Skaganum, m.a. sætukarlastoppistöðina (pirr pirr) og sundlaugar-stoppistöðina þar sem m.a. María frá Króatíu, indverska vísindakonan, Sigþóra, sú innfædda en samt ágæta, og fleiri Skagamenn koma vanalega upp í, einnig krúttin á Kjalarnesinu og Karítas í Mosó-brekkunni. Ferðin gekk ljómandi vel þrátt fyrir að Laxá í Kollafirði hafi flætt yfir bakka sína (sjá mynd, þið trúgjörnu bloggvinir) og svo var frekar skrýtið að hlusta á fréttirnar kl. 7 af rútuslysinu um helgina ... Vona að fólk læri af þessu og noti nú belti ALLTAF! Annars er ég manneskjan sem les flugslysaspennubækur í flugvélinni án þess að tengja, skil ekki af hverju ég fattaði þetta með fréttirnar, kannski af því að karlmennirnir tóku andköf og héldust í hendur á meðan kéddlingarnar geispuðu af kúlheitum.
Gaman var að fylgjast með Jónatan á svölunum á sjöunda tímanum í morgun. Ég henti vínarbrauði (svona eldgamaldags með rabarbarasultu) út á svalirnar og þegar ég VARÐ að hlaupa í strætó var Jónatan kominn og bjó sig undir að fá sér í gogginn. Kettirnir iðuðu af spenningi og líta á þetta sem skemmtiatriði fyrir sig en svo er nú ekki. Kannski er Jónatan frekjudolla sem verður kominn inn í eldhús fyrr en varir og fer að kúra undir sæng hjá mér ... það kemur þá bara í ljós! Vona bara að hann láti ekki vini sína og félaga í kórnum vita af þessu, nenni ekki að hafa The Birds á svölunum alla daga, held að nágrannarnir yrðu heldur ekki mjög hressir með það. Söngurinn í einum mávi er kannski krúttlegur en þegar þeir eru orðnir 247 talsins þá .... jamm! Jæja, nóg verður um að vera í dag. Seinna blaðið sem ég held utan um í fjarveru ritstjórans fer í vinnslu í þessari viku og það þarf að púsla á mörgum vígstöðvum. Hafið það ógó gott í dag!!!
26.8.2007 | 17:00
Galdurinn við að græta gesti sína
Steingerður og Eva Halldóra komu í yndislega heimsókn í dag. Þær fóru flóandi í tárum rúmum tveimur tímum síðar. Ástæðan var ekki vont kaffi eða svona leiðinlegt umræðuefni. Við vorum eitthvað að ræða um nýlegar myndir, hverjar væri skemmtilegar og hverjar ekki. Ég sagði þeim frá Next og að ég hefði verið of syfjuð í gærkvöldi til að horfa á Walt Disney-myndina Bridge to Terabithia á eftir. Þær mæðgur sögðust báðar ætla að sjá hana, ég ætlaði að horfa á hana í kvöld svo að við slógum þrjár flugur í einu höggi og skelltum henni í tækið. Ég hefði þurft að hafa þrjú lök eða stór baðhandklæði við höndina. Yndisleg en mjög sorgleg mynd sem endar samt krúttlega, eða þannig. Við föttuðum alveg hvað var að fara að gerast eftir nokkrar mínútur, ræddum það og allt, en létum samt veiða okkur í táraflaumsgildruna. Þarna er sem sagt komin fínasta leið til að græta gesti sína ef áhugi ef fyrir hendi ...
P.s. Jónatan kíkti aðeins í heimsókn á svalirnar til að sýna sig fyrir gestunum, hann ER kominn til að vera og fær annað fiskstykki í kvöld.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.8.2007 | 12:07
Í netabolnum og til í allt ...
Hef alltaf jafngaman af því að sjá My Big Fat Greek Wedding sem var á dagskrá í gærkvöldi. Fyndin og ljúf. Seinnipartinn í gær sá ég Next með Nicholas Cage í hlutverki manns sem sá tvær mínútur fram í tímann og er fenginn til að aðstoða yfirvöld við að finna kjarnorkusprengju áður en hún springur. Hin besta mynd.
Morgunbaðið var æði og Tommi settist að sjálfsögðu á baðkersbrúnina og dáðist að tánum á mér eða þeim fádæmahetjuskap mínum að þora að leggjast ofan í svona rennblautt vatn ...
Nú er Formúlan að hefjast, hef reynt að fylgjast með henni í sumar en finn samt ekki fyrir sama geðveika spenningnum og fyrstu tvö árin eftir að ég fór að horfa. Held að reglubreytingar á tímabili hafi eitthvað með það að gera, t.d. þegar bannað var að skipta um dekk eitt árið.
Svo var líka spælandi þegar Montoya hætti en loksins þegar ég fann minn mann þá hætti hann allt of fljótt. Hamilton gengur mjög vel en ég ákvað strax í vor að halda með honum.
Vona að þetta verði spennandi kappakstur í dag. Er sest í leisígörl, kominn í netabolinn og verð með volgan bjór í annarri og fjarstýringuna í hinni, tilbúin að öskra ... sjúr.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.8.2007 | 16:41
Nýr heimilisvinur kominn til að vera
Jónatan kíkti aftur í heimsókn á svalirnar og er hér með orðinn heimilisvinur hér. Ætli hann borði brauð? Líklega bara hvað sem er. Hann verður pottþétt í fæði hér í vetur. Mér finnst svo fyndið hvað hann hefur gaman af því að stríða kisunum. Um leið og hann sér hreyfingu hjá mér þá flýgur hann á brott, enda hefur hann enga ástæðu til að treysta mannfólkinu. Mávar hafa aldrei pirrað mig, kannski af því að ég hef oft þurft að verja ketti fyrir fólki sem finnst t.d. smáfuglarnir rétthærri. Þótt ég pirrist yfir skordýrakvikindum, eins og geitungum, þá er ég að verða svo þroskuð að ég sætti mig við þau ... í Reykjavík. Hér í himnaríki gera fiskiflugur sig heimakomnar og á meðan þær stinga ekki þá eru þær hjartanlega velkomnar.
Hér var sko sofið út í dag og þótt ég vaknaði um tíuleytið lék ég á sjálfa mig og sneri á hina hliðina, múahahhaha! Vaknaði svo ekki almennilega fyrr en elskan hún Steingerður hringdi. Líklega kíkir hún í heimsókn á morgun, enda orðið allt of langt síðan hún hefur komið. Sakna hennar enn sárlega af Vikunni en samgleðst henni með velgengnina hjá h-blaði.
Jæja, best að ná Tomma inn af svölunum, hann bíður lævíslega eftir hr. Jónatan en hefur ekkert í hann, fer sér bara að voða ef ég passa hann ekki. Er að hugsa um að horfa á eina DVD-mynd eða svo. Sit allt of sjaldan í leisígörl, eins og hún er þægileg. Myndin af vinunum var tekin áðan. Kubbur sat utan linsunnar og hugsaði sinn gang.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 53
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 534
- Frá upphafi: 1526871
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 450
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni