Færsluflokkur: Lífstíll
22.8.2007 | 08:45
Spjall í morgunsárið
Það var ansi hreint kúl að koma hér í hlað í morgun á stórum og voldugum trukki. Verst að engin vitni voru að því. Fyrir utan það að spæla prófarkalesarana með því að vera fyrst í hús var náttúrlega mjög þægilegt að þurfa ekki að ganga másandi upp súkkulaðibrekkuna.
Forsaga: Í Mosó horfði ég hugsandi á eftir Prentmets-stráknum sem stefndi gangandi á Prentmets-trukkinn og sagði við Tomma: "Það hefði nú verið sniðugt að sníkja far með honum, hann vinnur í húsinu við hliðina á mér en ég er líklega búin að missa af honum." Tommi átti ekki orð. Hann fleygði mér út úr strætó, ég hljóp á eftir manninum og sagði afsakandi að Tommi hefði skipað mér að reyna að fá far hjá honum. Maðurinn þorði ekki að neita fyrst ég nefndi Tomma, hver hefur ekki heyrt um mannfórnir hjá ásatrúarmönnum ...
Reyndi að vera ekki óþolandi kjaftagleið á leiðinni í flotta trukknum, sumir hata kjaftæði á morgnana, en ég vildi heldur ekki sitja steinþegjandi eins og einhver fýlupúki. Við vorum því frekar þögul en dægurmálin bar þó aðeins á góma. s.s. hlýnun loftslags í heiminum, fiskeldi í Téténíu, hvernig best er að þrífa kattasandskassa, barnauppeldi, kjúklingauppskriftir, helvítis klásusinn í læknisfræði, íslensk textagerð um ást, hver verður mögulega næsti forseta Bandaríkjanna, líka hver verður næsti forseta Íslands, áhrif orðsins femínistar á suma karlmenn, áhrif kaffis á heilann og mögulegur máttur þess gegn elliglöpum og gleymsku, ég sagði honum styttri gerð harmsögu ævi minnar og fékk lengri gerð harmsögu hans (hann er miklu yngri), nýjusta svæfingartæknin hjá tannlæknum, áhrif stjórnmálamanna á tískuvitund ungra manna í Sjálfstæðisflokknum á árunum 1950-1953 og sitthvað fleira ... eða hefðum gert ef við þekktumst eitthvað.
21.8.2007 | 13:02
Hvernig tískan verður til
Nú veit ég að sjúkraþjálfarar eiga mikinn þátt í því að skapa hártískuna. Ég lá á bekknum hjá Betu í morgun með blautt hárið og alls kyns liðir og lokkar urðu til. Þegar ég kom fram tóku allir andköf af aðdáun, sumir hrópuðu upp yfir sig. Það lá síðan við umferðaröngþveiti þegar út var komið. Til að forða mér út úr kastljósinu (já, hógvær Ljón eru til) hoppaði ég upp í innanbæjarstrætó og slapp þannig. Sem betur fer var bílstjórinn með augun á umferðinni og þess vegna komst ég klakklaust heim. Ég veit ekki alveg hversu smart þetta er, miðað við eigin tískuvitund, en þetta vakti alla vega brjálaða aðdáun á Skaganum. Mikið verður gaman að fara í strætó í fyrramálið og sjá tískuóða Skagamenn sem hafa sofnað viljandi með blautt hárið.
Mig grunar að leiðin til að næla sér í sjúkraþjálfara sé einmitt sú að vera með krumpað hár, alveg eins og tannlæknar slefa yfir mér þegar ég fylli munninn af bómull og þingmenn missa sig þegar ég sletti frumvörpum eða reglugerðum. Verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum nota ég þó alltaf spari á þá síðastnefndu.
20.8.2007 | 21:21
Kári í jötunmóð
Mikið sé ég eftir að hafa fleygt öllum vetrarfötunum mínum í vor. Nú neyðist ég til að kaupa mér lopapeysu, föðurland, kuldabuxur, ullarsokka og lambhúshettu ... að ógleymdum bomsum með göddum neðan á sem henta vel á svelllagðri súkkulaðibrekkunni. Það er ískalt í himnaríki, ég var orðin frosin inn að beini áður en ég fattaði að loka gluggum.
Fór beint í að pakka niður öllum flegnu sumarbolunum, flugfreyjujökkunum, hvítu og bleiku pínupilsunum, strigaskónum, sandölunum, ökklaböndum og tánaglalakki og fleygði beint í tunnuna, enda orðið ónothæft síðan seinnipartinn í dag þegar veturinn kom. Hver ætli verði sigri hrósandi í snjósköflunum í fyrramálið?
20.8.2007 | 08:46
Frískandi vinnukaldi - veðurlýsing morgundagsins
Algjört met-fámenni var í strætó í morgun, farþegar voru líklega bara 20 frá Akranesi til Rvíkur, bara þrír komu inn á Kjalarnesi og svo auðvitað Karítas í brekkunni. Tommi skemmti sér yfir þessum lágu mannfjöldatölum og sagði á hverri stoppistöð að nú færi hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Hvað ætli sé í gangi? Þarna vantaði m.a. ritarann á göngudeild þvagfæraskurðlækngina á LSH, indversku vísindakonuna hjá Íslenskri erfðagreiningu, djáknann í Sóltúni, hressu afgreiðslustúlkuna í Rekstrarvörum, kvensmiðinn sem vinnur e-r á milli Kjalarness og Rvíkur, manninn sem vinnur úti á Granda, manninn í gula jakkanum og miklu, MIKLU fleiri. Er flensa að ganga eða er þetta bara tilviljun? Yfirleitt er TROÐFULLT í strætó á morgnana ... yfir vetrartímann þarf meira að segja 25 manna aukabíl til að framfylgja lögum ... svo að allir fái sæti og geti sett á sig belti, þetta er jú þjóðvegur og stranglega bannað að standa í strætó númer 27.
Þótt allir bílstjórarnir okkar séu algjörar perlur ríkir alltaf svo skemmtileg sætaferðastemmning í strætó hjá Tomma, nema við erum auðvitað ekki á rassgatinu virka morgna. Flestir þekkja þennan fyrrum óþekktaranga sem sögur herma að hafi setið inni flestar helgar á sokkabandsárunum fyrir kjaftbrúk við lögreglu. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það. Tommi er þó alla vega mikill strákur í sér og afar hneykslaður ef einhver vogar sér að dissa unglinga eða reyna að leggja stein í götu þeirra. Hann var í miklu stuði í morgun og hló þegar einhver sagði í útvarpinu að það hafi legið við troðningi: "Hnuss, þetta er eins og að segja að einhver hafi fengið snert af bráðkveddu!" Svo misskildi hann mig eitthvað þegar ég sagði að það kæmi ansi mikið rok á morgun og hélt að ég væri kvíðin (hahahhaah) ... sá þekkir mig ekki, ég hugsaði bara full tilhlökkunar um væntanlegar stórar öldur fyrir neðan himnaríki. Hann svaraði því til að svona veður (hávaðarok og heljarinnar-rigning) væri nú kallað frískandi vinnukaldi, það hefði a.m.k. verið gert til sjós, karlarnir dauðfegnir að fá slíkt veður, þeir svitnuðu minna á meðan. Svona geta nú strætóferðirnar verið lærdómsríkar. Hoppaði svo út við Vesturlandsveginn og fékk ungan og frískan mann í samflot upp súkkulaðibrekkuna en hann vinnur hjá Prentmeti, eiginlega við hliðina á vinnunni minni, bara Harðviðarval á milli. Með því að nota bæði kynþokka minn og lymskulegar morðhótanir á leiðinni fékk ég hann til að lofa okkur Sigþóru fari með vinnubílnum, sem er yfirleitt geymdur í Mosó, í vályndum veðrum í vetur. Drjúg eru morgunverkin, segi nú ekki annað!
19.8.2007 | 13:03
Held að ég viti ástæðuna ...
Á miðnætti í kvöld verður sýndur á RÚV þáttur um morðið á Gunnari leigubílstjóra, í röðinni Sönn íslensk sakamál. Hef reyndar aldrei verið svo fræg að sjá þessa þætti og stefni að því að verða sofnuð á þessum tíma vegna ókristlegs fótaferðartíma upp úr sex.
Við Mía systir vorum í leynifélaginu Frinton Rods. Pabbi hjálpaði okkur að finna sérstök leyninúmer sem voru reyndar fyrrihluti kennitölu okkar, ég var alla vega númer 120858. Við fórum í langar gönguferðir um Akranes og reyndum að upplýsa dularfull mál ef þau ræki á fjörur okkar. Minnir að við höfum elt grunsamlegan mann alla leið niður á hótel þar sem hann hvarf inn í teríuna. Mjög líklega framdi hann myrkraverk þar en við gátum ekkert sannað, kannski var hann látinn hverfa en við sáum hann aldrei aftur. Þegar morðið á Gunnari leigubílstjóra kom í blöðunum og þjóðfélagið lék á reiðiskjálfi vegna þess ákváðum við að nú væri komið að því að leysa okkar fyrsta mál. Enid Blyton sagði a.m.k. í Dularfullu bókunum að krakkar væru svo klárir og léku sér að því að gera lögregluna að fífli, nema góða lögreglustjórann. Þetta strandaði bara á einu, hvernig áttum við að komast til Reykjavíkur? Vissulega gekk Akraborgin á milli ... en hvernig áttum við að smygla okkur með henni og plata mömmu þannig að hún fattaði ekki að við værum horfnar. Fullorðið fólk hafði þá, líkt og í dag, engan skilning á háleitum fyrirætlunum barna, um það mátti líka lesa í Dularfullu bókunum. Svo var annað vandamál, höfuðborgin var svo risastór og við kunnum ekki á strætó. Mitt í öllum þessum pælingum varð Mía unglingur, hætti að hjóla og fór að ganga í síðri kápu og sagði sig úr leynifélaginu.
Ég fer ekki ofan af því að átthagafjötrar og gelgja hafi verið ástæða þess að málið upplýstist aldrei.
18.8.2007 | 22:22
Fínasta menning hér á Skaga
Hér í himnaríki hefur allt verið ágætlega menningarlegt í kvöld, nema ég hef ekkert komist í að lesa Potter og kemst eflaust ekki til fyrr en um miðnætti eða svo. Ellý ætlar að kíkja og menningast með mér kl. 23 og horfa á flugeldana hinum megin við hafið. Mikið skemma nú nýju, flottu, stóru svalirnar fyrir mér gleðina (útsýnið) yfir því að njósna um Reykvíkinga með stjörnukíkinum. Ég næ ekki að sjá t.d. 116 Reykjavík, eða Kjalarnesið, en næ þó miðbænum og Seltjarnarnesinu. Veðrið er gjörsamlega guðdómlegt, sjórinn sléttur og útsýnið gott.
Sigga með Ísak, Ellý með Úlf. Mynd úr afmæli 2007.
Heyrði í mömmu áðan en þær Hilda komu úr sumarbústaðavikudvöl í gær. Tvíburarnir knáu, Ísak og Úlfur, gistu eina nótt hjá þeim og mamma á ekki orð yfir hvað þeir voru góðir, þeir dunduðu sér víst tímunum saman. Þeir eru víst alltaf jafnglaðir þegar þeir sjá hvor annan og eru farnir að þróa með sér tvíburamál, heyrðist mér á mömmu sem heldur því fram að þeir séu undrabörn. Tek undir það, enda er ótrúlega gáfað og líka fallegt fólkið í þessari fjölskyldu ... jamm, rétt ályktað, hluti hennar er úr Þingeyjarsýslu.
18.8.2007 | 17:49
Ýsa var það, heillin!
Í gærkvöldi var allur kattamatur búinn í himnaríki. Mjög svo pattaralegir kettirnir grétu sáran en þá mundi ég allt í einu eftir fiski inni í frysti. Vissi að Tommi myndi verða ánægður en Kubbur vill helst bara þurrmat, sættir sig við túnfisk (ekki kisutúnfisk þó) en lítur t.d. ekki við rækjum. Hungrið bar matvendni hennar ofurliði að þessu sinni og hún virtist bara ánægð með nýsoðna ýsu. Tommi lá um tíma ofan á eldavélinni og beið eftir því að suðan kæmi upp.
Ég ætlaði að sofa til tíu eða ellefu í morgun en það átti ekki fyrir mér að liggja. Blessuð klukkan hringdi kl. 6.15. Það var reyndar ansi mikil nautn að geta slökkt á henni að þessu sinni og haldið áfram að sofa. En allt of skömmu síðar, kannski um tíuleytið, hófst nágranni minn handa við eitthvað mjög hávaðasamt á planinu fyrir neðan. Þetta þýddi að ég þurfti aftur og aftur að bæta mér upp svefntruflanir og var ekki komin á kreik fyrr en um þrjú! Ég hef nú lent í því að þurfa að sofna alveg upp á nýtt eftir að hafa verið vakin til að fá mína átta tíma samfleytt. Kannski hefði ég gert það ef Ellý hefði ekki hringt og boðið mér með í Bónus.
Tommi á flugnaveiðum í himnaríki.
Hér á Skaganum er ágæt Bónusverslun. Hún er ekki staðsett í göngufæri við himnaríki, heldur er langt uppi í sveit en ég er svo sem vön því að allt sé miðað við fólk á bílum. Við Ellý (á bíl) klikkuðum báðar á Einarsbúð fyrir lokun í gær, ég vann lengi og hún stendur í flutningum, og urðum að kaupa einhvers staðar inn. Verðlagið er mjög svipað og í Einarsbúð, nema það er ekkert kjötborð í Bónus. Mjólkin í eins lítra pakkningum mun renna út á morgun svo að ég varð að kaupa eins og hálfs lítra-pakkninguna. Svakalega þarf ég að drekka af latte næstu dagana. Held að Ellý hafi óvart keypt tvo lítra ... hún gleymdi að kíkja á dagsetninguna, ég ráðlagði henni að fara bara aftur og skipta.
Ungur afgreiðslumaður benti mér kurteislega á að ég væri nú svolítið skrýtin (orðalag mitt) að kaupa svona heilsubuff frá Himneskri hollustu, það gerðu svo fáir í Bónus. Ég sagði honum að fólk missti af miklu, þetta væri eðalfæða, bæði holl og góð. Ég var á undan Ellýju að versla og beið eftir henni frammi. Ungur maður, líklega þriggja ára, gerði uppreisn gegn móður sinni og neitaði að fara heim. Hann var sár yfir því hvað hún stoppaði stutt inni í búðinni og keypti kannski ekki það sem hann dreymdi um. Ég spurði hann hvort að hann vildi þá koma heim með mér en hann varð svo hræddur að hann flúði til mömmu sem þakkaði mér fyrir. Ég dauðsá eftir því að hafa mætt eins og Grýla út í Bónus. Ég á bæði meik og maskara heima ... en snyrtileti mín hefur mögulega kostað unga manninn ör á sálinni. Þetta verður alla vega uppspretta óteljandi martraða hjá honum. Aldrei of illa farið með góð börn ... myndu kannski einhverjir segja en mér þykir vænt um börn og það er ljótt að hræða þau. Ég var bara að spjalla, eins og ungi afgreiðslumaðurinn um heilsubuffin.
16.8.2007 | 08:18
Óvænt stefnumót, glatt barn og afmæli Madonnu eða Elvisar
Það er aldeilis að það vekur athygli að nokkur ár eru í dag síðan einhver poppstjarna dó! Það muna vissulega nokkrir eftir honum Elvisi, sem var ábyggilega fínn og allt það, en gleymist ekki aðalatriðið, eða það hver á afmæli í dag? Madonna, ef þú ert að lesa þetta, til hamingju með 49 ára afmælið, elskan! Það var ekki minnst á afmæli hennar á Rás 2 í morgun, bara það að Elvis dó þennan dag!!! Common!
Átti óvænt stefnumót í súkkulaðibrekkunni í morgun. Inga vinkona, ætíð fyrst á fætur, var í hverfinu og þegar ég hoppaði út úr strætó við Vesturlandsveginn var bíllinn hennar það fyrsta sem ég sá, sannarlega fögur sjón ... en maður fær svo sem ekki flottan rass á því að fá skutl upp brekkuna! Aumingja Sigþóra að vera í sumarfríi og missa svona af því að fá far uppeftir.
Svaf ekki jafnlengi í nótt og nóttina á undan og uppskar höfuðverk og pínkuponsu geðillsku fyrir bragðið. Allavega fann ég fyrir hálfgerðum pirringi út í útlensku mömmuna sem gerir ekkert til að þagga niður í barninu sínu á morgnana þegar flestir reyna að sofa í strætó! Krakkinn er hreinlega að springa út orku og taldi svona 100 sinnum upp að tólf ,,. í röð! Mér datt reyndar í hug að mamman væri svona lúmsk og væri í raun að reyna að þagga endanlega niður í stelpunni með því að festa hana aldrei í öryggisbelti og velja alltaf fremsta sætið. Ég myndi gæta þess að þetta barn fengi ekki nægan svefn svo að það myndi sofa í strætó, eins og allt almennilegt fólk!
Smiðurinn sem fer út á Kjalarnesinu, skömmu eftir Kollafjörð, svaf svo fast að ef bílstjórinn væri ekki svona athugull (eða kvensamur, þetta er glæsilegur kvensmiður) hefði hún rúllað með alla leiðina í bæinn. Hann stoppaði, þessi elska, kíkti aftur í og þar svaf Þyrnirós ... en ekki lengi, sjálfboðaliðar vöktu hana. Svo er hún Karítas farin að standa daglega í brekkunni í Mosó og fá far með okkur, sem segir manni að veturinn sé alveg að hefjast en Karítas er kjarneðlisfræðingur eða eitthvað við einn skólann í Grafarvogi. Verst að sexan er eini vagninn sem hún nær í Ártúni og hún þarf alltaf að bíða í 28 mínútur´eftir honum ... alla vega á sumaráætlun. Held að daginn sem framhaldsskólarnir hefjast verði troð-, troð-, troðfullt í strætó. Vona að aukabíllinn dugi.
Kingdom lögmaður er á RÚV í kvöld! Flottir þættir og stórskemmtilegir ... er líka að reyna að venja mig AF Stöð 2 ef ég segi henni upp vegna okurs á Sýn 2 (sem ég ætla sko EKKI að kaupa).
14.8.2007 | 09:53
Yfirsof og kossar í morgunsárið!
Mikið er gaman að vera komin í elsku vinnuna. Næstum allir karlmennirnir sem vinna með mér hafa kysst mig á kinnina í morgun og tautað eitthvað. Ég hlusta ekki á það sem þeir segja, nýt bara kossanna. Vona að þetta tengist útlitinu eða persónunni, ekki afmælinu! Er þó ekki í kynþokkabolnum frá mömmu. Maður mætir helst ekki gærulegur í vinnuna, enda er ekki alltaf snjallt að blanda saman starfi sínu og ánægju. Ansi tímafrekt!
Svaf yfir mig um klukkutíma í morgun og var svo heppin að næsti strætó (kl. 7.41) fór líka alla leið í bæinn, eins og fyrsta ferð, í stað þess að fleygja farþegunum út í Mosó. Hoppaði út við Vesturlandsveg og nú var engin Sigþóra til að halda aftur af mér upp Súkkulaðibrekkuna ... (DJÓK!).
13.8.2007 | 16:36
Uppgötvun!
Móður mína langar í tengdason. Ég komst að því, mér til mikillar kátínu, þegar ég mátaði afmælisgjöfina frá henni. Bolurinn leit nógu sakleysislega út en þegar ég var komin í hann blasti við mikil dýrðarsjón eða dýrindisbrjóstaskora ... sem er eitthvað sem siðprúð rúllukragapeysukona sér sjaldan nema á öðrum konum. Ég þarf að hagræða honum vandlega til að sjáist ekki í naflann á mér. Mamma ætti að vita að karlmenn láta ekki veiða sig á svona ódýran hátt. Þeir falla fyrir persónunni sjálfri ...
Það er svo rólegt í himnaríki núna. Ekkert sjónvarp, útvarp eða tónlist, bara lætin í öldunum sem heyrist í þrátt fyrir lokaðan glugga. Finnst líklegt að fluguófétið liggi í leyni og bíði þess að ég gleymi mér og opni. Það er ekki á dagskrá strax. Líklega ætti ég að hlaupa snöggvast niður og sækja Moggann og kíkja á greinina hennar Guðrúnar Völu. Hver skyldi fyrirsögnin vera: Sæt á Skaganum? Alvöruþrungið afmælisbarn? Stórkostleg strætóterta? Sprækar mæðgur? Kökusjúkir kettir? Best að gá.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 482
- Frá upphafi: 1526876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni