Færsluflokkur: Ferðalög
4.7.2007 | 08:47
Svefnvana í Skagastrætó
Það kemur sér vel að vera náttúrubjútí (eða nærsýn) og þurfa ekki mikið viðhald þegar maður vaknar og aðeins 10-15 mínútur í brottför strætó frá Akranesi. Það sem fékk mig fram úr var að ég ákvað að sofa í strætó ... samt get ég aldrei sofið í rútum eða flugvélum, læt samt alltaf gabbast.
Fyrsta sem gladdi hjartað í dag, fyrir utan ljúfu karlana á stoppistöðinni, var að sætið mitt var laust og veika löppin þurfti ekki að vera í kremju. Ég lokaði augunum og vonaði að svefninn miskunnaði sig yfir mig en krakki sem sat við hliðina á mér, hinum megin við ganginn, babblaði hátt og snjallt við mömmu sína með þessarri líka skerandi röddu. Hver getur amast út í lífsglatt barn sem finnst strætó hrikalega spennandi? Ekki ég! Svo er líka næg hvíld í því að loka augunum og slaka á í 40 mínútur.
Ég er svo fegin að hafa ekki farið í peysu í morgun, heldur í þunnan jakka utan yfir örþunnan, sumarlegan bolinn, sem þó er með rúllukraga. Hálsfestin með grænu steinunum sýnir smekkvísi með uggvænlegum hætti og undirstrikar grænleit augun. Pilsið er saumað upp úr nokkrum tvíd-ábreiðum sem gefnar voru fátækum en ég rændi. Klippingin er enn rosa kúl ... sé það á því að ég fæ enn áfergjuaugnaráð frá samferðamönnum mínum í stað samúðar ... Æ, er að missa mig út í einhverja vitleysu, sumt er þó rétt. Þetta heitir bull og svefngalsi og kallar á meira kaffi og morgunverð.
Matseðillinn í hádeginu er ekki af verri endanum: Gulrótar- og appelsínusúpa, Steiktar kjúklingabringur Toscana með hýðisgrjónum og kaldri Miðjarðarhafs-dressingu. Grænmetisrétturinn er kús kús með baby-gulrótum, kóríander og karrí. Best að borða nógu mikið í dag, á morgun verður pasta í öllu og ég er hætt að borða pasta í bili og brauð og sælgæti og ... bara svona mikið kolvetni!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.7.2007 | 11:17
Að missa alltaf af öllu ...
Skrýtið hvað mér gengur illa að vera á réttum stað á réttum tíma. Þegar Skagastrætó hlekktist á í brjálaða veðrinu sl. vetur fékk Sigþóra alla spennuna, lögguna og allt, en ég var í vagninum klukkutíma fyrr með Tomma hinum trausta sem lætur ekki smárok koma sér úr stuði. Stundum hefur eitthvað spennandi gerst, eins og bilun í miðjum Hvalfjarðargöngum, en virðist bara gerast á þriðjudögum þegar ég er heima við skriftir.
Var þó svo heppin einn sunnudaginn að þurfa að bíða í heilan klukkutíma eftir strætó í Mosó en vagninn af Skaganum komst lítið áfram í tjaldvagnaumferðinni. Að sjálfsögðu myndaðist góð stemmning á stoppistöðinni, enginn nöldraði, heldur litum við á þetta sem tækifæri til að þroska okkur og efla þolinmæðina.
Nú er ég t.d. illa fjarri góðu gamni þegar mikið er um að vera uppi á Höfða, glugginn fyrir aftan mig í vinnunni er nefnilega frábær útsýnisgluggi þar sem sést m.a. alla leið upp á Skaga, og haldið að væri gaman að geta fylgst með slökkviliðinu á milljón núna í stað þess að horfa bara út á sjóinn sem varla bærist? Mikið skil ég manninn hennar Elfu vinkonu að vilja frekar vera í slökkviliðinu í Seattle en vinna sem arkitekt. Fann mynd af Tom í gær og ætla að deila með ykkur nokkrum sögum sem hann sagði mér þegar ég heimsótti þau hjón 2002.
Nú rennur moðvolgt vatn í baðkerið en stríðna blöndunartækið með gervigreindina er stillt á hæsta hitastig. Ef ég tek pollíönnu á þetta ... þá er ég þakklát fyrir að vatnið skuli ekki vera kalt, eins og stundum. Ketillinn fær líklega frí í dag. Þetta ætlar ekki að lagast af sjálfu sér. Best að tala við húsfélagsformanninn ef hann er í landi núna!
Fann ógurlega fallegt lag á Youtube og sá söngvarann í fyrsta skiptið á meðfylgjandi myndbandi. Fannst hann svolítið Richard Clyderman-legur en röddin klikkar ekki. Góða skemmtun!
http://www.youtube.com/watch?v=gehERn5QiSQ
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2007 | 08:36
Tölvuraunir - sjokkerandi upplifun
Ég veit eiginlega varla hvar ég á að byrja ... en eftir að hafa gannnntast aðeins í síðustu færslu með það hvort ég gæti hugsanlega brætt úr Youtube með síendurtekinni spilun á einu lagi gerðist eitthvað skelfilegt í kjölfarið ... tölvan mín fór í verkfall eða kannski dó!
Ég var einmitt að blogga þegar þetta gerðist, skrifa æðislega frábæra færslu sem hefði mögulega getað breytt lífi fólks og búin að búa til bíómynd og allt en áður en ég gat ýtt á vista varð skjárinn blár og einhverjir stafir birtust. Mér skildist á útlensku stöfunum að líklega hefði nýleg uppfærsla ekki tekist (og ég sem hlýddi bloggvini sem sagði að ég YRÐI að uppfæra allt sem tölvan stingi upp á). Nú svo átti ég að endurræsa tölvuna (ýta síðan á F8) nema ég gat ekki endurræst og varð að slökkva með handafli. Þegar ég kveikti aftur virðist tölvan vera galtóm, það birtist bara nafnið á henni á skjánum, ekkert Windows eða neitt. Ætli geti verið að hún sé með bráðaofnæmi fyrir Rick Wakeman? Þetta er skelfilegt og ég sem vinn heima á þriðjudögum.
Strætóferðin í morgun var algjörlega gjörsamlega sallaróleg. Ég náði næstum því sætinu mínu, eða hinum megin við ganginn, og gat því rétt úr fótunum. Við hlið mér sat skemmtilegi heilaskurðlæknirinn (eða skrifstofukonan á LSH). Viðurkenni að ég var leiðinlegur og þögull sessunautur, enda grútsyfjuð ... Var kannski andvaka út af afdrifum tölvunnar ... ja, eða datt ofan í Hercule Poirot-mynd (á Stöð 2 plús) sem ég hef ekki séð áður og heldur ekki lesið bókina (eftir Agöthu Christie).
Hvað á ég að gera út af þessu tölvumáli? 1) Biðja nágranna minn sem er tölvuséní að kíkja á kvikindið? 2) Fara með hana í viðgerð? 3) Kaupa nýja tölvu? 4) Hætta að nota tölvur? 5) Hætta í vinnunni af því að þar er krafist tölvunotkunar? 5) Vona að tölvan lagist að sjálfu í dag?
P.s. Þarf kannski ekki að taka það fram að ég er núna að hluta á Rick Wakeman-lagið í þriðja sinn, var komin í alvarlegt fráhvarf.
29.6.2007 | 08:55
Stinnur rass á tíu dögum - byrjuð með námskeið
Þegar háæruverðugur heimiliskötturinn Tomma hoppaði EKKI upp í baðvaskinn sekúndubrotum áður en ég ætlaði að bursta tennurnar vissi ég að þetta yrði góður dagur! Það sannaðist líka strax þegar strætó kom ... með hinn Tomma undir stýri. Ekki bara það, heldur var engin kerling í sætinu mínu!!! Ég gat teygt úr veika fætinum og að auki spjallað við Tomma. Veit ekki af hverju óskalög sjúklinga komu til tals en Tommi sagði okkur Sigþóru, sem sat hinum megin við ganginn, frá frægri kveðju sem barst þættinum eitt árið. Þar fengu allir á Sjúkrahúsi Akraness, hjúkkur, læknar og annað starfsfólk bestu kveðjur NEMA kokkurinn og sjúkraþjálfarinn. Heheh, þarf að segja Betu þetta þegar ég leggst næst á pyntingabekkinn hjá henni.
Svakalegur munur er á mér eftir þessi tvö skipti hjá henni. Þar sem enginn klípur mig í rassinn reglulega (sorglega lítil kynferðisleg áreitni á þessum vinnustað og í strætó) þá geri ég það bara sjálf ... en ég uppgötvaði í gærkvöldi að ég er komin með þessa líka fínu rassvöðva og er með stinnan rass eins og súpermódel. Bara eftir tæplega tveggja vikna labb upp brekkuandskotann, frá Vesturlandsvegi og upp í Lyngháls. Ég vissi að vöðvarnir væru þarna einhvers staðar ... bara í afslöppun og með aðstoð Betu tókst mér að fara að labba og stinna mig alla upp. Svo borða ég ekki brauð eða sykur eða neitt slíkt þessa dagana ... orðin hundleið á bjúg til 15 ára eftir óverdós af pensilíni ... Held að ég þurfi bráðlega að fara að kaupa mér slæðu og sólgleraugu til að fá frið fyrir æstum mönnum. Það hefur oft komið sér vel að vera með sokkið andlit af bjúg til að fá frið, t.d. ef ég labba framhjá þar sem árshátíð lögreglumanna fer fram eða haustfagnaður hrossatemjara eða jafnvel bingó í Vinabæ.
Eitt nýtt fyrir íslenskunörda: Nú skrifum við Óskarsverðlaun með stóru Ó-i og líka heiti stjörnumerkjanna. Snilldarprófarkalesararnir mínir láta mig alltaf vita af breytingum vegna sjúklegs áhuga míns á stafsetningu. Geri vissulega stundum villur á blogginu og þarf að fjötra mig fasta einhvers staðar til að leiðrétta ekki ... en eins og Anna vinkona http://annabjo.blog.is/blog/annabjo/entry/250035 segir á síðu sinni að bloggið sé ritað talmál ... ég er svo sammála því, held að ég myndi ekki nenna að blogga ef ég velti hverju orði fyrir mér! Engist samt stundum yfir skorti á kommu eða smáorði eða setningaskipan osfrv.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.6.2007 | 18:00
Hetjudáðir og kosningaloforðin
Tvo daga í röð hef ég setið við hliðina á voða skemmtilegri konu í strætó á heimleiðinni. Hún vinnur á Landspítalanum og er heilaskurðlæknir eða ritari. Hún les bloggið mitt stundum og það eina sem hún virkilega man er að ég lofaði að fylgjast með kosningaloforðum nýju stjórnarinnar. Er einhver þarna úti sem veit eitthvað? Er þetta ekki allt í blússandi gangi hjá þessum elskum?
Drýgði hálfgerða hetjudáð í gær og aftur í dag. Ég er loksins farin að þora að hita nýmjólk í espressóvélinni. Er skíthrædd við allt svona frussudæmi og hef leiðbeiningarnar fyrir framan mig og mun gera þar til ég kann þetta utan að og óttinn hverfur. Kaffirjómi er kúl en er bara svo leiðinlegur og kekkjóttur á sumrin ... eða ég óheppin með hann. Eini gallinn við vélina mína er að kaffið er ekki nógu heitt, alla vega ekki með kaldan kaffirjóma út í ... Nú drekk ég heitan latte (c.a. 150°F) þegar ég kem heim úr vinnunni og verð eldhress.
Nick og Bridget giftust loksins. Taylor deitaði slökkviliðsmanninn. Brooke lætur sig dreyma blautlega drauma um kelirí við Nick, tengdason sinn, og kveður hann í huganum. Eins gott að hún sjái ekki fram í tímann. Múahhahaha! Þegar hún þarf að berjast um Nick við Taylor. Hvað verður þá um Bridget og barnið? Já, og hvað ætli verði um leiðindagerpið hann Ridge, fyrrum aðalhönk þáttarins? Nú er hann að væla í Brooke um að Taylor hafi fleygt sér út. Takk fyrir umhyggjuna, segir hann beiskur þegar Brooke flaðrar ekki upp um hann. Ég hef aldrei þarfnast þín jafnmikið, heldur hann áfram og það var lokasetning þáttarins.
26.6.2007 | 14:05
Stórborgarstemmning í dag
Eftir sjúkraþjálfunina í hádeginu fór ég í apótekið og keypti laxerolíu. Það kom ahh, þessi með harðlífi-svipur á afgreiðslukonuna þannig að ég flýtti mér að segja henni frá dásemdum laxerolíunnar í sambandi við vöðvabólgu, bæði setja hana í baðvatnið og líka bera hana á herðarnar eða hvar sem mann verkjar. Ekki vil ég ganga undir nafninu Konan með harðlífið! Það var nóg að vera kölluð Mafíuforinginn á Króknum í gamla daga. Það var ekki vegna glæpa minna, heldur hippalegs útlits, rétt náði í rassinn á hippatímabilinu og hermdi þetta eftir stóru systur á meðan Hilda sýndi sjálfstæði og gekk í terlínbuxum sem þá voru í tísku.
Keypti Skessuhorn í bókabúðinni og tók strætó heim, það kostar bara 100 kall og maður verður ekki fyrir bíl á meðan. Ég gat alveg eins verið í New York að lesa New York Times, mér leið þannig. Svo fékk ég far heim að dyrum himnaríkis til að þú sólbrennir ekki, sagði góði bílstjórinn. Fjöldinn í strætó eykst stöðugt. Ég hringlaði oft ein í litla vagninum í fyrra, nú vorum við t.d. fimm í og erum oft fleiri. Mikið vona ég að strætóinn fari að ganga um helgar, er viss um að einhverjir myndu þigga að skreppa með strætó úr Grundahverfinu niður í Skrúðgarð í kaffisopa. Svo væri hægt að labba heim ... eða alla vega hálfa leið.
Ef ég fann mun á mér síðast eftir sjúkraþjálfunina þá er hann enn meiri núna. Beta píndi mig og kvaldi eftir að hafa svæft mig í hitasængum og teppum í smástund. Ég haltra t.d. ekki lengur út úr strætó, heldur hoppa og skoppa, eins og sætu lömbin. Aldeilis sjón að sjá!
24.6.2007 | 21:06
Mikil seinkun á Skagastrætó ... og sjokk á Garðabrautinni
Helga systir sótti mig á BSÍ og skutlaði mér svo á síðustu stundu í Mosó eftir góðan kaffibolla og djúpsteiktan Camenbert í miðbænum. Alltaf svo gaman að hitta Helgu. Sérblogg um hana fljótlega. Við hefðum ekki þurft að flýta okkur. Ég hefði getað skroppið í bað, slegið meðalstóran garð með orfi og ljá, eða mögulega skrifað harmsögu ævi minnar ... það var sko klukkutíma seinkun vegna umferðar. Strætó ók á 10-20 km/klst næstum alla leið frá göngunum.
Háværir unglingar í eldri kantinum, kannski 16-17 ára, lögðu undir sig skýlið svo að sómakæru Skagamennirnir húktu úti í sífellt kólnandi veðrinu. Þeir kveiktu á blysum, hentu rusli um allt, firrtir unglingar sem leiddist. Trúi ekki að ég hafi verið svona slæm í denn, eða fyrir svo fáum árum.
Ég hringdi í 540 2700 til að tékka á málum eftir svona hálftíma bið og var sagt að það væri a.m.k. hálftíma bið í viðbót. Fólk úr Mosfellsdal þurfti að sjálfsögðu að komast inn á Vesturlandsveginn þannig að löggan stoppaði umferðina í nokkrar mínútur til að hleypa þeim inn á og ekki lagaði það ástandið. Svo kom elsku strætó og þegar hann lenti í Mosó sá ég að farþegarnir af Skaganum klöppuðu allir. Það var sætaferðastemmning á leiðinni á Skagann, bílstjórinn var mjög skemmtilegur, enda ættaður frá Húsavík. Þegar við vorum að nálgast göngin sagði hann með mjög spúkí röddu: Ég á að vera að mæta sjálfum mér núna ... Farþegarnir öskruðu, þetta var eins og að vera staddur í miðri hryllingsmynd. Aðalsjokkið var þó eftir.
Þegar við ókum inn Garðabrautina og ég var að fara að standa upp til að fara út úr vagninum sá ég gullfallegan sjefferhund og tvo menn sem virtust vera að hvetja hann til að hoppa inn í bíl að aftan. Okkur í strætó til mikils hryllings fór annar maðurinn að lúberja hundinn þegar hann var kominn upp í bílinn. Hann notaði hnefana og barði hann í hausinn. Ég gat ekki stillt mig um að kalla upp yfir mig og bílstjórinn sá þetta líka. Hann sagði alveg í rusli: Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sjá svona lagað aftur! Ég var svo æst að ég ætlaði að ná gaurunum, adrenalínið gefur manni aukið hugrekki ... kannski voru þetta handrukkarar og þá væri ég núna með brotnar hnéskeljar ... en þeir voru lagðir af stað á bílnum.
Ég er enn í rosalegu uppnámi, hvað getur maður gert? Kært þetta fyrir lögreglunni? Þegar almenningur skammast yfir grimmum hundum ætti frekar að tékka á eigendunum. Sama hvað hundurinn hefur gert af sér þá gerir maður ekki svona. Ef hann hefur verið þrjóskur að hoppa upp í bílinn og fær svona refsingu þá verður þetta illa grimmur hundur.
Ég man hvað mér fannst hræðilegt að sjá amerísku móðurina berja barnið sitt inni í bíl og fréttir af því komu í sjónvarpi um allan heim ... mér leið eins núna. Maður gengur ekki í skrokk á minni máttar ... ég gæti reyndar sjálf hugsanlega myrt með köldu blóði barnaníðing sem ég stæði að verki en ég get ekki setið hjá þegar fólk fer illa með börn eða dýr.
![]() |
Þung umferð í átt að höfuðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 25.6.2007 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
24.6.2007 | 01:48
Ljótur munntóbakssvipur, pastasalat, skrifstofupúl og glannar
Ferðin austur á Hellu gekk mjög vel en umferð var frekar þung. Alveg merkilegt að sjá þessa framúraksturgaura/-píur sem tóku óþarfasénsa sem flýtti svo sama og ekkert fyrir þeim. Glannar!!! Magga kom með þá hugmynd að allir þeir sem tækju bílpróf færu fyrst í sálfræðipróf. Ekki galið! Annars breytast sumir dagfarsprúðir borgarar í hin mestu skrímsli bara við það að setjast undir stýri.
Þegar ég sat í leið 15 í Ártúni á leið til Möggu komu nokkrir unglingsstrákar inn í vagninn. Bílstjórinn bannaði þeim að taka hálffullar kókflöskur með sér inn. Þeir hentu þeim þá bara á götuna, ruslafata var samt í nokkurra skrefa fjarlægð. Það er svo auðvelt að kenna krökkum að nota ruslafötur ... bílstjórinn starði gribbulega á þá en sagði ekkert. Ég sat svo aftarlega að mér fannst ég ekki geta skipt mér af þessu.
Þessir strákar taka greinilega munntóbak og setja í efri vörina. Þeir litu allir út eins og tannlausir hálfvitar þegar þeir voru búnir að skella því í sig ... synd að þeir skuli ekki fatta hvað þeir eru hallærislegir og ljótir svona. Einn ættingi minn notar svona og mér finnst það skelfilegt Hehhehe, er búin að reyna allt til að hann hætti því. Segja að hann nái sér ekki í stelpu ... missi tennurnar ... missi tunguna ... lykti ógeðslega ... það vaxi rabarbari út úr eyrunum á honum ... en hann hlustar ekki á mig. Þetta er tískufyrirbrigði hjá unglingum núna, held ég.
Sigurjóna matráðskona sá tár sprautast fram á hvarma mína þegar ég fattaði að það voru pylsur í matinn (eins og ég hafi ekki vitað það, múahahahaha). Hún fór inn í kæli og sótti þetta líka dýrlega pastasalat og gleðin tók yfir. Sjúkkittt! Svo verða bakaðar vöfflur aðeins fyrr en vanalega á morgun svo að ég nái að fá mér eina áður en rútu-rassgatið kemur á Hellu um þrjúleytið.
Í kvöld höfum við Magga svo verið að vinna á skrifstofunni og haft nóg að gera. Hún er nýfarin í bæinn. Finnst gott að keyra í lítilli umferð á nóttinni ... gaf henni Pipp til að hún héldist vakandi.
Börnin hérna eru meiri krúttin, alveg dásamlega skemmtilegur hópur! Segi þetta kannski alltaf ... Finnst alveg synd að geta svona lítið spjallað við þau, þetta er svo stuttur tími sem ég hef ... allt tímaáætlun Þingvallaleiðar að kenna!
23.6.2007 | 13:37
Ósléttar baðfarir, góð gestakoma og norðangarri
Mikið var gott að sofa til hádegis þótt ýmislegt hafi verið gert til að koma í veg fyrir það. (Sinadráttur og slíkt, best að kaupa banana)
Heimsóknin í gærkvöldi var gjörsamlega brilljant, orkugefandi og góð, mikið þekki ég skemmtilegt fólk! Þessar konur eru miklar Fylkiskonur og að sjálfsögu held ég með Fylki núna, fyrir utan ÍA og smáveikleika fyrir Val, Fram og KR. Svana frænka vinnur í Fylkishöllinni og dætur Hildar hafa verið í Fylki. Sú yngri er stödd hérna á Skaganum til að taka þátt í fótboltamótinu.
Svana æpti auðvitað upp fyrir sig þegar hún kom inn í eldhús og sagði: Skotastúka! Hún sá íþróttavöllinn blasa við út um gluggann. Ég fattaði auðvitað ekkert að segja henni að stúkan sú hefði kostað margar milljónir og það tæki u.þ.b. 300 ár fyrir íbúðina að borga sig upp með sparnaði á miðakaupum inn á völlinn. Ég var nafnilega svo þreytt í gær eftir sérverkefnið mitt sem kemur væntanlega í ljós í næstu viku hvað er, veit ekki hvort ég megi blaðra því strax.
Nú er hvöss norðanátt, virðist mér þegar ég fer inn á bað og kannski ráð að loka glugganum áður en ég skelli mér ofan í baðið. Já, og ég segi baðfarir mínar eigi sléttar síðustu dagana. Spurning hvort Orkuveitan er að stríða mér og þá hvort Anna viti af þessu. Tvisvar í síðustu viku bjó ég mér til ilmandi, guðdómlegt, vellyktandi, freyði- og ilmbaðbombubað og þegar ég ætlaði að stíga ofan í var baðvatnið ískalt! Í fyrrakvöld gerðist þetta í seinna skiptið og ég tímdi ekki að láta allt renna úr baðinu, heldur geymdi smá og ætlaði að bæta heitu við eldsnemma í gærmorgun. Hmm, það var enn heitavatnslaust en ég VARÐ ... svo að ég stóð skjálfandi með fæturna ofan í og þvoði mér með þvottapoka upp úr ilmandi ísköldu vatni. Hressandi, fljótlegt en djöfullegt! Arggg!
Ætla að taka kl. 15.41 strætó í bæinn á eftir og vera síðan samferða Möggu í sumarbúðirnar. Taka svo rútuna heim frá Hellu um miðjan dag á morgun. Stutt stopp en það veitir ekki af smáhjálp á skrifstofunni við að skrá börnin á næstu tímabil, gera lista og svona, verst að ég kann svo lítið á excelinn í Makkanum. Það er nokkur skráning í gangi á hverjum degi. Ég veit um nokkur börn sem ætla að koma aftur í sumar, í annað sinn. Það er mikið hrós.
22.6.2007 | 09:07
Fingralangur ferðamaður, stuð í strætó og bissí dagur
Einn samstoppistöðvarmaður minn á Skaganum er voða skemmtilegur. Við erum farin að spjalla um hin ýmsu mál á meðan við bíðum eftir strætó. Hann vinnur á hóteli á Laugaveginum og sagði mér í gærmorgun frá mjög ósvífnum útlendingi sem hreinlega stal bæði sæng og kodda og þetta fattaðist ekki fyrr en hann var búinn að tékka sig út og horfinn út í morgunsólina.
Áður en þið farið að gera ykkur vonir um einhverja rómantík langar mig að giska á að það séu um 150 ár á milli okkar og þar að auki engir straumar í gangi. Algjör misskilningur að karl og kona (veit ekki einu sinni hvort þessi er á lausu) fallist í faðma, kyssist og jafnvel giftist bara við það að spjalla saman á strætóstoppistöð. Karlar eru ekki hlutir til að notast við, þeir eru manneskjur með tilfinningar og það getur meira að segja verið reglulega gaman að tala við þá. Þeir geta alveg verið vinir manns ... a.m.k. þeir ljótu.
Bylgjan var á í strætó og allt önnur stemmning, enda enginn Tommi undir stýri. Morgunfólkið á Bylgjunni er mjög skemmtilegt, Heimir og Kolla, en það eru meiri læti!!! Ég fíla ekki hávaðann og hressileikann í auglýsingatreilerunum á öllum tímum sólarhringsins ... Rás 2 er einhvern veginn hlustendavænni fyrir dormandi farþega sem tíma samt ekki að sofna og vilja hlusta. Ekkert sem meiðir eyrun. Þannig að ekkert var vangað í morgun í strætó ...
Dagurinn verður mjög bissí ... fer ég nokkuð fram á mikið ef ég bið um styrkjandi stuðnings- og orkukveðjur frá bloggvinunum?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 37
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 1524981
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 567
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni