Færsluflokkur: Ferðalög
4.10.2007 | 08:44
Djöfulleg hugmynd að morgni dags
Ég næ þessu varla á fjórum mínútum, sagði ég við sjálfa mig í morgun, enda fötin mín í þurrkaranum (þurr) austanmegin í himnaríki og tannburstinn vestanmegin. Með fádæmaskipulagningu, sporléttelsi og engum köttunum sem þvældust fyrir tókst þetta nú samt. Stoppistöðin var grunsamlega þögul þegar ég flaug þangað í loftinu, og eiginlega var allt Akranes afar kyrrlátt í yndislegri rigningunni ... en svo heyrði ég greindarlegt hóstakjöltur úr steinsteypta strætóskýlinu og þar leyndist heill hellingur af fólki. Elskan hann Heimir mætti augnabliki síðar á strætó og Ásta sat þar með útbreiddan faðminn og frátekið sæti fyrir Gurrí sína. Kaffilausar en ótrúlega geðgóðar dormuðum við í bæinn í góðum félagsskap annarra Skagamanna. Sæti karlinn fyrir aftan okkur sagði eitthvað um að veifa þegar ég stóð upp, Ásta flissaði en ég hafði eiginlega ekki tíma til að segja HA, heldur rauk út. Smá morgunþoka í kollinum. Þarf að komast að þessu ...
- ----------- --------------- --------------
Inga beið fyrir neðan Vesturlandsveg og þar sem grimmur trukkabílstjóri hafði fælt hana úr vanalega staðnum sneri bíll hennar í átt að miðbænum. Eigum við að koma niðrí Kaffitár? spurði ég og rauðu hornin spýttust út úr hausnum á mér. Inga var greinilega einnig andsetinn af koffíndjöflinum því að hún gaf brosandi í og áður en varði vorum við komnar með kaffi í aðra og heitt súkkulaði-crossiant í hina og stefndum upp í Hálsaskóg (Lyngháls&Co). Ég stimplaði mig inn fyrir klukkan átta þrátt fyrir það. Í Bankastrætinu voru þrír strákar að vinna, hver öðrum huggulegri. Myndin er ekki af þeim.
1.10.2007 | 09:03
Með taugarnar þandar ...
Jæja, sagði Tommi jákvæður þegar við ókum framhjá tómri sætukarlastoppistöðinni. Það hlýnar með þessu roki. Hann var að hlusta á veðurfregnirnar á Rás 2.
Okkur verður þá ekki kalt þegar við fjúkum út af, sagði ég enn jákvæðari.
Voða gálgahúmor er þetta, sagði Ásta og hnussaði hneyksluð.
Ja, við verðum ekki úti í svona hita, Ásta mín, sagði Tommi vingjarnlega.
Ég bjóst við hinu versta þegar við komum út úr göngunum en merkilegt nokk, það var bara allt í lagi, enda fóru hviðurnar bara upp í 27 m/sek. Ég gat samt alveg sungið í huganum með GCD í útvarpinu: "Með taugarnar þandar, tra la la la la ..." Ásta plataði mig svolítið, hún heilaþvoði mig til að fara út í Ártúni um leið og allir hinir. Þetta flýtti för Ástu á Landspítalann um 2 mínútur en hjá mér tók við bið dauðans ... í heilar 14 mínútur í allt of vel loftræstu biðskýli. Fyrst kom lítið kvikindi (nr. 18), reyndar of snemma en strætóinn sem var á leiðinni, fullur af farþegum, hafði bilað og þetta var aukavagn.
Vegna fegurðar minnar bauð bílstjórinn mér að bíða í vagninum þangað til bilaði vagninn kæmi. Ég gat því valið um sæti. Eftir nokkra bið komu hinir farþegarnir óttaslegnir á svip, enda hafði verið afar undarlegt aukahljóð í strætó alla leiðina neðan úr bæ. Konan sem settist við hliðina á mér í Ártúni var í spjallstuði og sagði mér allt um óhljóðin í strætó. Ég vildi toppa þetta og sagði henni allt um vindhviðurnar á Kjalarnesi. Þegar við beygðum upp í Árbæ vorum við orðnar perluvinkonur. Hún býr í miðbænum og fór að tala illa um háhýsin við sjávarsíðuna. Hún hafði fulla trú á því að orkan frá hafinu sem feykti slæmum hlutum á brott væri hindruð af stóru húsunum við ströndina. Lætin í miðbænum ... þarf að segja meira? Mér fannst þetta mjög athyglisvert og á stoppistöðinni við Prentmet, þar sem hún fór út, tókumst við í hendur, agalega ánægðar með þessu stuttu kynni.
Voðalega missir fólk af miklu með því að keyra þessar blikkbeljur sínar í stað þess að geta spjallað hvert við annað í strætó, kynnst nýju fólki á hverjum degi, lært útlensku, notið útsýnis og ýmislegt fleira. Öllum finnst kúl að taka strætó eða lest í útlöndum ... ekki hér heima, er það kannski veðrið, strjálar ferðir eða þessi gamli, algjörlega fáránlegi misskilningur að það sé bara ljótt fólk og lúserar sem taka strætó?
28.9.2007 | 08:38
Fyrirhuguð fullvissuferð og mögulegt morð á strætó ...
Allt féll eitthvað í svo réttar skorður í morgun. Strætó í stað einkabíls í bæinn og labbað upp kúlurassbrekkuna (áður súkkulaðibrekkuna) með Sigþóru. Vantaði bara Ástu til að fullkomna þetta. Karlarnir mínir á stoppistöðinni voru ekki bara huggulegir í morgun, heldur líka afar áhyggjufullir og viðruðu þá skoðun sína að verið væri að drepa strætó Rvík-Akranes-Rvík hægt og bítandi. Slæmir bílar og strjálar ferðir, sögðu þeir. Gat ekki annað en tekið undir með þeim, sérstaklega þegar ég lenti aftar en á fyrsta bekk í morgun og fæturnir fóru í algjöra kremju. Nú hefði komið sér vel að vera með stuttar lappir. Góði strætóinn (elskan hans Tomma) er bilaður, vantar varastykki til að hægt sé að nota framdyrnar ... allir þurfa að koma inn í hann að aftan. Í honum er pláss fyrir fæturna sama hvar setið er í vagninum. Já, ferðir eru líka of strjálar, síesta bílstjóranna stendur í fjóra klukkutíma á dag, frá tæplega hádegi til tæplega fjögur. Þetta dregur úr fólki að nota strætó, það er öruggt.
EN, ég elska samt strætó og bílstjórana og það allt ... og vona að samstoppistöðvarkarlarnir mínir verði ekki sannspáir með hægfara morðið á strætóferðum til og frá Skaga.
Á skrifborðinu beið mín gjöf frá starfsmannafélagi Birtíngs, sápukúlubox, sundkútur, appelsína og fleira sniðugt ... spennandi óvissuferð er fram undan. Ég er meira fyrir fullvissuferðir, verð að viðurkenna það. Allar svona óvissuferðir fela í sér fallhlífarstökk, ferð í sundlaug eða heitan pott sem mér finnst viðbjóður! Þannig að í huga mínum er þetta fullvissuferð um slíka sundlaugarferð eða eitthvað. Ekki biðja mig um að rökstyðja þetta. Svo lýkur henni ekki fyrr en um miðnætti og þá er strætó löngu hættur að ganga. Vissulega gæti ég sofið í vinnunni, Mannlíf á rauðan leðursófa, soldið gærulegan, en svefnhæfan.
26.9.2007 | 08:33
Fjúkandi hugmyndir í morgunstorminum ...
Það var bókstaflega sársaukafullt að draga sig frá gluggunum í morgun, öldunum sem börðust í klettana við Langasandinn. Vindátt orðin suðlæg, mikið rok, kjöraðstæður ... Sem betur fer er ekki orðið almyrkt á morgnana þannig að ég naut nokkurra sekúndna við gláp þar sem ég hafði heilar 10 mínútur til að klæða og það allt og koma mér út á stoppistöð. Er heilmikið að hugsa um að fara að halda námskeið: Að ná eiturfegurð á fimm mínútum! Að bursta tennur og flóa mjólk um leið og farið er í sokka. Hoppað í brækur af tveggja metra færi ... æ, eitthvað svona. Svo gæti ég útfært það í stundvísi á stefnumót, komið tímanlega í bíó eða matarboð ... já, ég gæti orðið rík á þessu. Þ.e.a.s. ef fólk langar til að verða stundvíst. Þarf að hugsa þetta aðeins. Tek fram að ég lít óhugnanlega vel út núna þótt ég hafi bara burstað tennur og skellt Móu-dagkremi framan í mig.
Hjartkær stoppistöðin við Garðabraut var stappfull af strákum, well, huggulegum mönnum, sem sannfærði mig um að ég er stálheppin manneskja. Aðrir viðburðir í morgun fullvissuðu mig síðan um það. Ekkert bólaði á strætó, við vorum farin að tvístíga ... en þá ók aukabíllinn fram hjá okkur öfugu megin við götuna, sneri við hjá spælegginu (stóra hringtorginu), kom til baka og bauð okkur far! Veit ekki hvort aðalbíllinn bilaði (eða bílstjórinn (ekki Tommi)). Þegar ég ætlaði að fara að hlamma mér í sætið hjá einhverri kéddlíngu sagði Birkir, sem stóð fyrir aftan mig. Viltu kannski far með einkabíl? Við þutum út og rétt sluppum en Hafþór var búinn að ýta á takkann til að loka dyrunum á strætó. Þetta var eins og í tryllingslega spennandi glæpamynd ... ja, eða gamanmynd ... Sekúndubroti síðar var ég komin niður á gangstétt og strætóhurðin skelltist geðillskulega ... næstum því á Birki.
Við hlupum í trylltu roki í Skaganesti (Shell-Nesti) og smástund síðar kom Kristján, elskulegur bróðir Birkis, og elskulegur vinur hans og hirtu okkur upp í. Birkir settist undir stýri og strákarnir lögðu sig aftur í. Við Birkir töluðum um hvað Hafþór væri nú annars góður bílstjóri að geta ekið strætó í þessu hrikalega roki sem beið okkar sunnan við göngin ... við ókum fram úr strætó rétt hjá nýja hringtorginu í Mosó þar sem Hafþór stoppaði í Lopabrekkunni til að taka upp elskuna hana Karítas. Ég fékk skutl upp að dyrum í vinnunni og mögulega heim í dag ef verður ófært fyrir strætó. Þriðjudeginum var frestað til fimmtudags í lífi mínu að þessu sinni og meira að segja sjúkraþjálfunin færð þangað ... Erfðaprinsinn kemur nefnilega akandi um hádegisbil á morgun til mammasín og flytur formlega heim á meðan hann finnur sér vinnu og húsnæði á besta stað á jarðríki, Akranesi.
Mæður á Akranesi, haldið dætrum ykkar inni! Múahaha! Sölumenn, löggur, Vottar Jehóva, Mormónar, smiðir og aðrir aðdáendur, ekki reyna neitt á næstunni, nú verður passað vel upp á þá gömlu ... ef ég þekki erfðaprinsinn rétt. Hélt að ég ofverndaði hann ... nei, það er öfugt! Hjálp!!!
24.9.2007 | 20:00
Fokið yfir hæðir ...
Vá, það var svo mikið rok á leiðinni í bæinn. Sérstaklega undir Akrafjallinu, skömmu áður en við komum í göngin, og líka þegar við keyrðum niður í Kollafjörðinn. Sem betur fer fukum við ekki út í sjó. Við Heimir komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að sprengja Esjuskrattann í loft upp. Ég sagði að þessar væluskjóður, fjallgöngumenn, myndu alveg tryllast ef við kæmum með þá hugmynd og þá var nú sjálfhætt við, hver þorir að angra fjallgöngumenn? Miðað við laugardagsmyndina á Stöð 2 myndi þeir láta braka í brotnum beinum og annað ógeðslegt sem tengist opnu fótbroti.
Heimir var voða þakklátur þegar ég sagði honum að alltaf þegar við mættum risatrukkum gerði ég mig alla stífa til að hjálpa rútunni að haldast á veginum. Ég sá líka á honum að honum fannst mikið til um þegar ég saup hveljur þegar mestu lætin voru. Verst hvað ég borðiði lítið í dag, bíllinn var of léttur fyrir bragðið en samt komumst við heil í Mosó.
Hilda var með AFGANG af hrygg handa mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún tekur dóttur sína fram yfir systur sína sem hefur þó þekkt hana miklu lengur en dóttirin. Krakkarassgatið hennar kveinaði af löngun í hrygg í gær þar sem hún þurfti að fara á ráðstefnu í Svíþjóð í morgun. Og hvað gerði Hilda, hún lét þetta eftir dekurdýrinu, eldaði mánudagshrygginn í gær. Ég er samt ekkert beisk, afgangurinn af hryggnum bragðaðist rosalega vel og líka kjúklingabringurnar og þegar Hilda sagði: "Ekki vera HRYGG," þá tók ég gleði mína aftur. Hilda datt í símann núna og tengdasonurinn á heimilinu er að vaska upp, þarf að hafa eitthvað fyrir stafni ... af söknuði eftir Ellen sinni.
Er í Makkafjanda og get því ekki sett inn myndir eða svert athyglisverð orð ... vona samt að þið nennið að lesa þetta.
24.9.2007 | 17:15
Loksins ...
Sá að strætó er farinn að ganga. Jibbí. Líklega var þetta fyrsta ferð dagsins, kl. 16.41. Sem þýðir að ég tek hann 17.41 í bæinn. Það var ekki bara gaman að sitja föst á Skaganum, margt að gera í dag, fyrir utan vinnuna, m.a. fara í mat til Hildu systur í Kópavoginum. Ég læt lambahrygg ekki fram hjá mér fara, enda mjög langt síðan ég hef smakkað hann. Hilda er líka soddan matreiðslusnillingur ...
Það er farið að lægja en samt er enn hvasst í hviðum, sé á síðu Vegagerðarinnar að þær fara upp í 28 m/sek sem er auðvitað ekkert miðað við 45, eins og var í nótt og morgun.
Hér er mynd af Tomma sem ég tók á Írskum dögum í sumar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.9.2007 | 14:43
Símaraunir, játningar og enn ófært ...
Ævintýrin láta ekki á sér standa þótt ég sitji heima veðurteppt og föst við tölvuna. Kl. 11.30 í morgun átti ég að mæta í stúdíó 3 í Útvarpshúsinu og spjalla við Margréti Blöndal í þætti á Rás 1. Ég sendi henni SMS fyrr í morgun og sagði henni stöðuna. Ófært í bæinn og heimasíminn bilaður. Vildi ekki sjokkera hana með því að segja henni að gemsinn minn þyldi ekki nema í mesta lagi fimm mínútna símtöl áður en hann dræpi á sér. Ég var reyndar búin að vinna heilmikla rannsóknarvinnu fyrr í morgun með því að hringja úr gemsanum í heimasímann. Engin hringing heyrðist en ég prófaði samt að svara og átti þarna eitt skemmtilegasta og persónulegasta símtal ævi minnar.
Lét útvarpsfólkið vita af þessum möguleika og þegar tæknimaðurinn hringdi í heimanúmerið hringdi Magga í gemsann til að segja mér að svara. Þetta gekk ekki alveg upp í fyrstu tilraun, það slitnaði ... en við endurtókum leikinn og þá gekk allt eins og í sögu. Þetta gerðist sem betur fer þegar lagið á undan viðtalinu hljómaði ... og ekkert fattaðist.
Það gekk hratt og vel að ná sambandi við Símann (1771) þótt ég hafi verið númer fimm í röðinni. Ljúfur drengur, sem vildi allt fyrir mig gera, stakk upp á því að ég tæki símann úr sambandi við Netið, prófaði að setja eingöngu símann í samband, án allra truflana frá sítengingu . Ég gerði það en þá kom enginn sónn, eins og er núna.
Pantar maður ekki bara sætan símamann (40+) í heimsókn? Mér finnst eina leiðin til að tæla karlmann vera að plata hann í himnaríki, sérstaklega ef hann er ekki viðbúinn, eins og mennirnir í Einarsbúð, sem koma nú alltaf tveir saman, líka Pólverjar í svalaviðgerðir, þeir mæta aldrei færri en tveir. Þetta er t.d. ástæðan fyrir því að Vottar Jehóva koma tveir ... og líka Mormónar ... og líka löggur. Ég tala af reynslu ... og beiskju.
Ásta hringdi (í gemsann minn) áðan og sagðist vera strandaglópur. Strætó er ekki enn farinn að ganga þar sem enn er of hvasst á Kjalarnesi. Það er samt farið að lægja. Ásta fékk far um áttaleytið í morgun hjá Birki sínum, alveg viss um að ég hefði einhvern veginn komist í bæinn, og ætlaði að bjóða mér far með sér og manni sínum sem er á leiðinni frá Akranesi til að sækja hana.
21.9.2007 | 08:07
... og það var fjör
... í strætó í morgun. Tommi var glaðvakandi, glaður og glaðbeittur. Ég hlammaði mér við hliðina á smiðnum (konunni sko) og gerði ítrekaða tilraun til að myrða hana þegar ég setti á mig öryggisbeltið. Þ.e.a.s. ég losaði alltaf beltið hennar. Eins og allir vita eru smiðir með geðbetra fólki þannig að hún flissaði bara og festi sig aftur. Aukabíllinn, sem er alltaf aðeins og undan okkur, var búinn að hirða upp allt hirðanlegt á leiðinni, og þá er ég ekki að tala um rusl, því að aðeins einn, örlítið seinn karl, var á sætukarlastoppistöðinni og engin Karítas í Lopabrekkunni í Mosó.
Las Loforðið að mestu í gærkvöldi, þrátt fyrir allt of skemmtilegt sjónvarp, og er ekkert smá hrifin af henni. Ætlaði að ljúka við hana í strætó í morgun en við blöðruðum svo mikið að það tókst ekki alveg og munar bara nokkrum blaðsíðum. Rosalega er ég nú annars mikill snillingur í leikrænni þjáningu. Það kom hrikalega sorglegt atriði í bókinni og tárin byrjuðu að lauma sér Í STRÆTÓ!!! Ég teygði aðeins úr mér og tókst með lymsku og ljóshraða að þurrka augun, eins og ég væri bara sybbin eða eitthvað. Það tókst því að smiðurinn reyndi ekkert að hugga mig og Tommi dró ekki úr hraðanum, fullur af sjokki. Maður grenjar sko ekki í svona stuðvagni!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2007 | 11:20
Engill undir stýri og súrsæt frægð ...
Það tók ekki nema nokkur andartök í morgun þegar klukkan hringdi 6.10 að ákveða að fresta lífinu um klukkutíma. Tók ferð númer tvö með endastöð í Mosó. Enginn annar en Andri Backmann var undir stýri á 15 við strætóskiptin. Ég var í fínasta skapi þegar ég steig upp í vagninn en þegar Andri var búinn að heilsa okkur farþegunum fóru allir í sólskinsskap ... hann er svo frábær.
Náum við ekki örugglega leið 18 í Ártúni? spurði ég. Jú, að sjálfsögðu, svaraði Andri og hristi vængina glettnislega. Algjört umferðaröngþveiti ríkti þegar við skriðum inn í borgina og útlit fyrir tafir og læti. Andri ýtti bara á takka í mælaborðinu og stórir englavængir spruttu út úr hliðum vagnsins sem hóf sig á loft og flaug yfir umferðarsultuna. Við lentum í Ártúni á réttum tíma og ég rifjaði upp kynnin við lúmsku brekkuna en gekk rólega upp hana, enda voru heilar 10 mínútur í leið 18. Þær urðu nú reyndar 20-25 vegna seinkunar. Brrrrrrr, kalllltttttt að bíða.
Svo er mín bara orðin fræg, í DV og allt, með öðru heimsfrægu fólki, á borð við Hugleik og Auði Haralds, fólki sem nennir ekki að eiga bíl. Sá mér til mikillar skelfingar að ég hef ekki verið nógu skýr í tali og ljúfi, yndislegi blaðamaðurinn sem tók símaviðtal við mig í fyrradag misskildi sitt af hverju. Æ, ég hefði átt að biðja um að fá að lesa þetta yfir ...
DÆMI: "Ég bjó á Sauðárkróki þegar ég var 17 ára og tók bílprófið þar. Þar með var ekki öll sagan sögð því í eina skiptið sem ég var beðin um að keyra eitthvað var ég með handbremsuna á allan tímann." SAGAN ÖLL: Jú, jú, ég tók prófið á Króknum og keyrði síðan sama og ekkert eftir það. Um 15 árum síðar var ég að vinna á heildsölu en framkvæmdastjórinn þar vildi endilega að ég gæti keyrt og neyddi mig til að taka tíu rándýra æfingatíma (sem ég borgaði sjálf). Í EINA SKIPTIÐ sem fyrirtækið þurfti á aksturshæfileikum mínum að halda þetta ár sem ég vann þarna þurfti ég að fara niður í Toll með skjöl og var skelfingu lostin allan tímann. Þegar ég kom aftur í vinnuna og var að leggja bílviðbjóðnum sá ég að ég hafði keyrt allan tímann með handbremsuna á.
Svo kemur líka út eins og ég sé að dissa elsku strætó ... ... þó að strætókerfið henti mér ekki fullkomnlega. er haft eftir mér á einum stað. Þetta átti nú bara að vera smánöldur út í það að leið 18 hætti að keyra Stórhöfðann og upp súkkulaðibrekkuna (hjá Nóa Síríus) og fór þess í stað upp í Árbæ. Það og tímaáætlun leiðar 18 hentar mér illa. Fyrir utan þetta og hvað ljósmyndin af mér er skelfileg þá er þetta annars mjög skemmtileg opna um strætólúsera sem hafa ekki efni á því að kaupa sér bíl og hafa fundið upp á hinum ýmsu hallærislegum afsökunum.
Ég er alsæl með að framhaldsskólakrakkar fái frítt í strætó, Andri sagðist finna mikinn mun á fjölda farþega, nú kæmu svo miklu fleiri. Nei, ég vil sko ekki dissa strætó neitt. Ég var alsæl að fá Blaðið og sá að ég var ekki ein um það. Svo efldi það veðurvitund mína sem Íslendins mikið þegar ég beið svona lengi eftir leið 18. Loftræstingin er kannski aðeins of góð í skýlunum ... sama hvar maður stóð fann golan sér alltaf leið til að kitla kinnar og fara undir buxnaskálmar og svona. Það er sko sannarlega að koma vetur.
P.s. Fólkið þarna á myndinni af forsíðu DV hefur enga aðstöðu í himnaríki, eins og þau segja ... ég ætti að vita það.
18.9.2007 | 17:29
Spjall á stoppistöð
Óvenjuhugguleg kona fór að spjalla við mann þar sem þau biðu bæði eftir strætó á stoppistöð við Vesturlandsveg.
Segðu mér, sagði hún með yndisþokka. Áttu þér áhugamál
Auðvitað á ég mér áhugamál, ég er með býflugur!
Þá hlýtur þú að búa uppi í sveit, sagði Gurrí greindarlega.
Nei, ég bý í miðbænum.
Í alvöru, þú hlýtur þá að vera í stórri íbúð!
Nei, ég er í tveggja herbergja íbúð!
Vá, hvar ertu með býflugurnar þínar?
Í skókassa í fataskápnum mínum.
Í skókassa? Hve margar býflugur ertu með?
Nokkur þúsund, hver nennir svo sem að telja?
Þú getur ekki haft nokkur þúsund býflugur í skókassa. Þær deyja!
Sama er mér, ég hata þessi kvikindi!
----------- 000 - ooOoo - 000 --------------
Jóna??????
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 43
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 870
- Frá upphafi: 1515965
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 726
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni