Færsluflokkur: Spil og leikir
23.8.2008 | 10:01
Vona að mér skjátlist ...
Hið ótrúlegasta henti hér í himnaríki í morgun og hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna ... eða vaknað fyrir kl. átta um helgi. Þrátt fyrir að augunum hafi verið lokað mjög fast, sænginni vafið þéttar og heyrst hafi svæfandi veðurhvinur sem kemur ef glugga hefur ekki verið lokað nógu vel var algjörlega ómögulegt að sofna aftur. Þetta hefur ekki gerst í manna minnum og tel ég undirmeðvitundina vera að þjálfa mig í helgarvakni fyrir morgundaginn. Þótt ég forðist streitu af öllum mætti ætla ég að horfa á leikinn.
Fyrir nokkrum dögum stóð ég í Hálsaskógi og beið eftir strætó nr. 18 áleiðis að Ártúni þaðan sem leiðin lá í Mosó og síðan á Skagann. Svona rosalega venjulegt eitthvað. Þá kom ungur maður hlaupandi, líklega hræddur við að missa af strætó sem brunaði ákveðinn úr Grafarholtinu og voru svona 15 sekúndur í hann. Maðurinn, sem áttaði sig á kringumstæðunum á örskammri stund sagði: Æ, ég sem ætlaði að plata þig í spurningu dagsins í DV. Skjóttu bara, sagði ég ótrúlega töffaralega, engin spurning of erfið fyrir mig, fannst mér, vonaði þó heitt að hún tengdist ekki stjórnmálum, það getur verið erfitt að vera ópólitískur og elska suma sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, samfylkingarmenn, vinstri græna ... Þakklátur sagði maðurinn: Já, ég veit alla vega að þú ert fimmtug, ha ha ha, og ég dauðsá eftir tattúinu sem ég lét setja á ennið á mér á í síðustu viku. Svo kom spurningin: Í hvaða sæti lendum við Íslendingar á Ólympíuleikunum í handbolta? Þá vorum við enn í átta liða úrslitum. Í öðru sæti, við fáum silfrið, sagði ég ótrúlega vongóð, maður peppar sko strákana sína upp og hefur trú á því óhugsanlega. Síðan gerðist hið ómögulega í gær og það er ekki séns á því að við lendum neðar en í öðru sæti.
Í gærkvöldi fékk ég tölvupóst fá elskunni honum Reyni sem ég vann með fyrir mörgum árum og hefur greinilega lesið gáfuleg svör mín í DV: Ég vissi að þú vissir þetta. Sá allt í einu Íslendinga í úrslitum við Frakka í gær og fór rólegur í sund í hádeginu í dag. Kristalskúlan þín klikkar ekki. Nú veit ég að við verðum að sigra á morgun, annars mun mér aldrei takast að fá Reyni Trausta eða Sigurjón M. Egilsson til að trúa því að ég sé ekki völva Vikunnar. Þeir stríða mér reglulega á því og ég urra á móti. Völvan er stundum vond við þá tvo í spádómum sínum og mér myndi aldrei detta slíkt í hug við þessar elskur. Ef ég þekki mig rétt myndi öllum ganga rosalega vel, ekkert vesen í þjóðfélaginu, bara ótrúleg velgengni.
Þegar ég fékk gefins tarotspil í gamla daga (1985) og var samstundis gerð að hirðspákonu vinahópsins og alls frændgarðs hans lærði ég hratt og vel á spilin en var ekki með nokkra einustu andlega hæfileika, er mjög jarðbundin og hef alltaf litið á spádóma sem samkvæmisleik sem ekki ber að taka alvarlega og nenni ekki fyrir nokkurn mun að snerta á spilum í dag, nema fyrir stjörnuspá Vikunnar (held að mörg blöð þýði erlendar stjörnuspár, ekki Vikan). Slík manneskja á ekki skilið að vera strítt á því að vera völvan ... en ef við lendum í öðru sætinu þá verð ég í ljótum málum.
Hef því tvöfalda ástæðu til að rífa mig upp í fyrramálið og hvetja strákana og neyða þá með hugarorkunni til að sigra! Áfram Ísland!
Norski landsliðsþjálfarinn spáir Íslendingum sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2008 | 10:19
Gáfulegt komment bloggvinar og skemmtilegt sumarævintýri
Skýjað en skyggni ágætt yfir hafið til Reykjavíkur og upp í Lyngháls þegar klukkan er orðin níu og ég ætti að vera sest við skrifborðið mitt eldhress á föstudegi ... Yfirleitt sef ég eins og vært ungbarn allar nætur en vaknaði tvisvar í nótt og hef ekkert getað sofið síðan kl. 6. Orsökin er klikkaður kláði í andlitinu og heima sit ég löðrandi í kremum og grisjum.
Fékk sérlega gáfulegt komment frá bloggvini og hefur það dregið heilmikið úr þjáningunum ... Þau Hákon krónprins af Noregi og eiginkona hans, Mette-Marit, fóru í sjónvarpsviðtal 8. maí 2002 og sátu förðuð úti í sólinni í 75 mínútur með þessum nákvæmlega sömu afleiðingum nema ég slapp við hornhimnuskaða, örugglega rétt svo ... Rut, þessi nýja uppáhaldsbloggvinkona mín, sagði m.a.: Blandan var su sama og hja ther, smink og solarljos/ljoskastarar. Sannar thetta ekki bara ad thu ert edalborin?
Þetta eitt og sér hefði líklega ekki nægt til að sannfæra mig en þegar þetta bætist við hið nánast ómögulega þegar við Elísabet II Englandsdrottning lentum báðar í því um svipað leyti að fá ókunnan mann á rúmstokkinn sitt í hvoru landinu, þá er þetta sönnun. Það er líka undarleg tilviljun að þyrlupallur er við hlið himnaríkis.
Langar að vekja athygli á því að nokkur pláss eru laus tímabilin 23/7-29/7 (10-12 ára börn) og 30/7-5/8 (12-14 ára börn) í frábæru sumarbúðunum hennar Hildu systur, Ævintýralandi á Kleppjárnsreykjum. Kreppan hefur ýmsar birtingarmyndir. Ekki eitt eða tvö, heldur nokkur börn, hafa hætt við að koma því að einhverjar ferðaskrifstofur bjóða upp á svo einstök kjör að nokkrir, sem ætluðu að senda börnin sín í sumarbúðirnar, stukku á freistandi tilboð til að fylla upp í laus sæti sem aðrir höfðu hætt við og þá var hægt að lækka ...
Þetta myndi eflaust litlu skipta ef Ævintýraland nyti milljóna, jafnvel tugmilljónastyrkja frá ríki, borg og einkaaðilum á ári hverju, eins og samkeppnisaðilarnir. Hildu munar um því um hvert barn, enda dýrt að reka svona metnaðarfulla starfsemi svo vel sé. Upplýsingar má finna á www.sumarbudir.is og svo er auðvitað hægt að lesa sér til um einstaka starfsemina á sumarbúðablogginu, www.sumarbudir.blog.is.
Þetta eru frábærar sumarbúðir sem hafa starfað í tíu ár við góðan orðstír og hafa þúsundir barna notið þess að dvelja þar. Börnin geta m.a. valið á milli námskeiða í leiklist, grímugerð, dansi, myndlist, kvikmyndagerð, íþróttum og fleira, það er t.d. karaókíkeppni í hverri viku, húllumhædagur, diskó o.fl. og svo frábær lokakvöldvaka þar sem börnin sýna afrakstur námskeiðanna. Svo er æðisleg sundlaug á staðnum. Ég vona innilega að Hilda nái að fylla þessi pláss en annars hefur aðsókn verið góð í sumar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
11.5.2008 | 18:07
Spádómarnir rætast hver af öðrum ...
Þegar ég tók viðtal við völvu Vikunnar snemma í desember á síðasta ári sagði hún kokhraust að Manchester United yrðu Englandsmeistarar í fótbolta. Hún sagði líka að Valur og ÍA myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn nú í sumar, það á bara eftir að koma í ljós ... Hún sagði rétt til um lætin í borgarstjórn, eða að hún myndi falla.
Völvan fór ekki ofan af því að Obama yrði tilnefndur sem forsetaefni demókrata og að hann endaði sem forseti Bandaríkjanna, margt bendir til þess núna að hann sigri Hillary (snökt). Ég er ekki með blaðið við hendina og man ekki eftir meira í bili, nema því að hún heldur því fram að íslenska ríkisstjórnin falli. Hún var líka með það á hreinu það sem hefur verið að gerast í efnahagsmálum okkar, þótti ansi svartsýn en hvað hefur ekki komið á daginn? Ég lít reyndar á alla svona spádóma sem samkvæmisleik, eitthvað til að hafa gaman af ... og mikið rosalega hef ég gaman af hve margt hefur ræst hjá henni.
Manchester United er enskur meistari 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2008 | 11:51
Sumarblíða, Tomma-misskilningur og Chuck Norris á google
Í fyrsta sinn í langan tíma var hálfgert sumarveður í Reykjavík þegar vér Skagamenn skunduðum til borgarinnar með lúxusstrætó ... en kalt var á Skaga og í Mosó. Ég hugleiddi þetta þegar ég lét hugann reika í ökuferðinni góðu í gegnum Mosfellsbæinn. Ég er eðlileg íslensk kona og hugsaði vitanlega um ýmislegt fleira,... eins og kynlíf á 17 sek fresti, veðurhorfur næsta sólarhring á 4 sek fresti og slíkt. Það er frekar gaman að hugsa.
Tommi bílstjóri er dásamlegur, eins og ég hef alltaf sagt, en frekar óupplýstur sem er skrýtið miðað við að hann er ásatrúarmaður. Hann sagði okkur Sigþóru í strætó í gær að ef fólk langaði ekki til að eignast börn ætti það að setja fuglahræðu í garðinn hjá sér svo að storkurinn þyrði ekki að koma með börnin! Hélt að Tommi vissi að það er ekki stemmning fyrir fuglahræðum á Íslandi.
Það er alltaf svo lítið að gera í vinnunni á föstudögum ... (djók) og ég var eitthvað að hugsa um Chuck Norris milli geispanna.
Ég prófaði að setja inn sem leitarorð í google.is: "find chuck norris" (með gæsalöppunum) svo ýtti ég á Freista gæfunnar ... og fékk undarleg skilaboð.
Mana ykkur til að prófa. Múahahahahahah
31.3.2008 | 22:56
Getraun - Hvað eiga þau sameiginlegt?
Ásdís Rán, Krossinn í Kópavogi, Sálin hans Jóns míns, Halldóra Geirharðsdóttir og almyrkvi á sól 2026. Þau eiga eitt ákveðið sameiginlegt. Hvað skyldi það vera og gettu nú!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
21.3.2008 | 12:58
Spurningakeppni fjölmiðlanna
Síðustu árin hefur aðeins verið eitt sem hefur gert páskana þess virði að taka sér frí frá vinnu og þurfa að borða góðan mat og páskaegg. Það er spurningaþáttur fjölmiðlanna sem hefur verið á dagskrá Rásar 2 yfir páskana um margra ára skeið. Ég missti af fyrsta þættinum kl. 13 í gær en get án efa hlustað á hann í tölvunni á ruv.is, læt þáttinn í dag ekki fram hjá mér fara. Þriðji þáttur er svo á páskadag og lokaþáttur annan í páskum. Ég hef lifað eftir stundaskrá þessarra þátta, móðgað páskagestgjafa úti á landi (Hildu) þegar ég hef lokað mig af með útvarpi í heilan klukkutíma, alltaf á milli 13 og 14.
Mikið líst mér vel á Hæðina, nýja þáttinn sem hófst á Stöð 2 í gærkvöldi. Ólík pör, sem er gott, eiginlega bara alveg frábært, því að ég ruglaði alltaf saman liðunum í ástralska þættinum The Block sem var byggður svipað upp. Gulli er flottur sem verkstjórinn.
6.3.2008 | 19:46
Dyggð undir dökkum hárum
Stór hluti samstarfsfólksins flýgur til Svíþjóðar í fyrramálið, á árshátíð. Þetta var frekar klikkaður dagur í dag, bæði annasamur og villtur (vegna leynivinaleiksins) og í stað þess að hanga í vinnunni fram á kvöld tók ég ólesnar síðuprófarkir með mér í strætó og leitaði að villum, röngum skiptingum á milli lína og slíku á heimleiðinni. Birtan úti gerir þetta mögulegt og mjúk keyrsla ókunna strætóbílstjórans sem ég kalla í huganum Gumma II.
Það var ansi gaman að sjá fögnuðinn og kossana þegar fólk komst að því hverjir átti hvaða leynivin/i. Ég fékk sætan koss frá hinni yndislegu Kolbrúnu Pálínu, blaðamanni á DV, og ekki síðri frá Helgu minni, prófarkalesara og ástkærri bloggvinkonu. Veit núna að ég hefði ekki þurft að rembast jafnmikið að hafa gjafirnar til þeirra svona ólíkar, þær sitja ekki nálægt hvor annarri og hefðu ekkert fattað.
Í morgun var svooooo hvasst á leiðinni í bæinn, hviður í kringum 32 m/sek á Kjalarnesi og til að lifa af þennan hrylling hellti ég mér ofan í lestur hryllingsbókar eftir Dean Koontz, það var mun skárra að gleyma sér yfir morðóðum djöflum en upplifa strætó hristast og skjálfa. Heimir fór létt með að koma okkur heilum á húfi í Mosó!
Annað: Það lítur út fyrir gott sjónvarpskvöld ...
Kl. 20.15 Gettu betur á RÚV.
Kl. 21.00 Life á SkjáEinum.
Kl. 22.15 ReGenesis á Stöð 2.
Kl. 23.15 Anna Pihl á RÚV.
P.s. Var andlaus í sambandi við fyrirsögn, man eftir þessari sem bókatitli í eldgamla daga!
4.3.2008 | 15:38
Hásleipa - lífshætta
Þvílík hryllileg færð fyrir gangandi vegfarendur, ég varð ekki bara rennvot í fæturna á leiðinni, heldur munaði nokkrum sinnum minnstu að ég dytti kylliflöt með tilheyrandi mögulegri sjúkrahúslegu. Ef ég kynni mig ekki svona vel hefði ég farið á puttanum þótt ég vissi að það myndi hræða sómakæra Skagamenn. Eini leigubíllinn hér er víst sjaldan í akstri, annars hefði það verið fínt.
Sjá má hvernig Skaginn er útlítandi núna í gegnum vefmyndavél sjúkrahússins. http://mail.sha.is/myndavel/ Gamli spítalinn, (t.h.) skyggir á Skrúðgarðinn sem er aðeins lengra en gula og rauða húsið sem hýsir m.a. Ozone, tískubúðina góðu. Fyrir miðju er Kaupþingshúsið en á þriðju hæð er sjúkraþjálfunin!
Kurteisir bílstjórar reyndu eftir bestu getu að skvetta ekki á mig á leiðinni en stórfljót streyma hér um allar götur. Það var því engin spurning um að taka strætó heim. Nú er orðið frítt í innanbæjarstrætó og vagninn var troðfullur af börnum. Ég er ekki að kvarta, börn eru skemmtileg. Mér finnst þau líka vel upp alin hér á Skaganum, þau eru t.d. afar kurteis þegar þau koma í himnaríki til að safna í ýmiskonar áheit, tombólur og slíkt að ég gef þeim iðulega helming eigna minna. Þvílíkur munur fyrir blessuð börnin, líka mig og einhvern karl, að þurfa ekki að ganga heim í svona hálku og bleytu. Svo á að frysta ofan í þetta í kvöld! Arggggg! Það tók mig ekki þessa vanalegu mínútu að ganga heim frá stoppistöðinni á Garðabrautinni, heldur ábyggilega fimm mínútur, ég gat alveg samsamað mig með Vestmannaeyingum sem hafa verið fjóra tíma að komast leið sem tekur þá vanalega 20 mínútur. Þannig séð ...
Þótt ég sé að vinna ákvað ég að gamni að kasta teningi til að athuga hvað ég ætti að gera í dag. Möguleikarnir sem gefnir eru á teningnum eru: Lesa, Elska, Spila, Ryksuga, Elda og Þvo. Ótrúlega spennandi.
Nú ... upp kom Ryksuga, líklega það besta sem völ var á. Nú ryksugar elsku Jónas minn af fullum krafti og ég get haldið áfram að vinna.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008 | 22:21
Af ruslpósti ... eða hvað
Ég fékk þessa mynd senda í tölvupósti en veit ekkert hvernig hún virkar, hef aldrei verið sterk í að sjá í gegnum sjónhverfingarmyndir. Ef maður starir nógu lengi á hana á maður að sjá hafið. Ég, sem er vön, sé hafið á hverjum degi, get engan veginn komið auga á það á þessari mynd.
Jamms ... sum ruslpóstbréf geta verið fyndin. Mér fannst kisumyndin mjög fyndin þegar ég fékk hana í pósti í dag. Gerður í vinnunni spurði mig auðmjúklegast um leyfi, hún veit að ég HATA ruslpóst. Sérstaklega sæta kettlinga eða ungbörn með texta sem segir að ég detti í lukkupottinn ef ég sendi tíu vinum mínum þetta keðjubréf. Arggggg!
25.12.2007 | 01:36
Dýrðarinnar aðfangadagskvöld ...
Mikið var þetta yndislegt aðfangadagskvöld. Ekki verra að fá þrumur og eldingu, hefði bara mátt vera svo miklu, miklu meira ... var því miður í leisígörl þegar eldingin kom en ekki úti í glugga.
Okkur Ingu reiknaðist til að kalkúnninn yrði tilbúinn kl. 19.20 og það passaði alveg. Þess vegna gátum við sest niður og spjallað saman á meðan kalkúnninn mallaði. Inga var nefnilega búin að undirbúa næstum allt annað. Maturinn heppnaðist ofboðslega vel. Ég varð svolítið hrædd þegar ég sá skrýtið áhald sem Inga hélt á og líktist helst stólpíputæki, eins og ég ímynda mér að það líti út. Nei, þetta reyndist vera voða flott amerískt smjörsprautunargræja, smjörið í forminu var sogið upp í hana og svo sprautað yfir kalkúninn, aftur og aftur og aftur. Inga bjó til ananasfrómas í morgun og það var eftirrétturinn. Næstu þrjá daga munum við erfðaprins borða kalkún og meðlæti.
Jólagjafirnar voru bara snilld. Kvenlegur, rósóttur hamar, rósóttur tommustokkur og rósótt hallamál vakti mikla lukku, alvörugræjur. Svo fékk ég óskabókina Konur eru aldrei hamingjusamar því þær eru með svo LITLAN heila og karlar rosa pirrandi.
Fleira flott; m.a. hvít rúmföt, hitapoka, nammi, skálar, bækur, DVD (Tell no one, spennandi franska mynd), handklæði, náttkjól ... og hvorki meira né minna en örbylgjuofn!
Við spiluðum spil sem heitir Life, eitthvað slíkt, og var með vísan í Simpsons-fjölskylduna og aðra íbúa Springfield. Það var svo flókið að hver umferð tók næstum hálftíma, þá er ég að tala um hringinn hjá okkur fimm. Svo gekk þetta hraðar eftir því sem við lærðum betur á það. Ég sigraði ... stóð uppi með rúmlega 1,5 milljón dollara þótt ég hafi kosið að ganga ekki menntaveginn (í spilinu). Lengi vel var ég Hómer en c.a. um miðbikið mátti ég skipta um starfsgrein, dró mér miða og varð kennslukonan (Miss Krappabel). Erfðaprinsinn, sem menntaði sig, (Comic Book Guy) lenti í öðru sætinu.
Nú eru gestirnir farnir og uppþvottavélin malar værðarlega. Mig langar mest að halda í bólið með Henning Mankell, kiljan (Eldveggur) sem kom út eftir hann fyrir jólin er algjör dýrð, ég er langt komin með hana og lofaði að lána húsfélagsformanninum hana út á sjó eftir áramótin. Hann er hrifinn af bókum Mankells eins og ég. Wallander minn er mjög ólíkur Wallander í kvikmyndunum sem hafa verið gerðar eftir bókunum, minn er þónokkuð sætari þótt hann sé enginn sykurgrís og mun skemmtilegri.
Þið sem ekki eruð farin að sofa, reynið að leggja á minnið drauma ykkar í nótt, það er víst svo mikið að marka það sem mann dreymir á jólanótt!Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 833
- Frá upphafi: 1515928
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 706
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni