Færsluflokkur: Tónlist
1.9.2007 | 21:18
Rapptónlist og fórnarlömb hennar ...
Hvað gera sætar stelpur á laugardagskvöldi ef þeim hefur ekki verið boðið út? Jú, þær sem hunskast ekki til að ljúka við Harry Potter-bókina fyrir strætóbílstjórann sinn setjast við tölvuna og láta heillast af góðri tónlist á youtube.com.
Einu sinni var ég stödd úti á götu í New York og dásamlegir tónar bárust frá lítilli plötuverslun. Þeir löðuðu mig inn þar sem afar fríkaður afgreiðslumaður stóð fyrir aftan búðarborðið.
I´m looking for good rap music, sagði ég kurteislega. Sorry, we do not sell rock music, sagði hann hrokafullur. No, I mean RAP music, Wu Tang Clan, Cyprus Hill ... Ég komst ekki lengra, ég hélt að ungi maður ætlaði að fara að faðma mig, slík var gleði hans yfir gamalmenninu með góða tónlistarsmekkinn. Ég fór út með plötuna sem innihélt lagið og tvær aðrar að auki, erfðaprinsinum til mikillar gleði. Hér er lagið, njótið:
http://www.youtube.com/watch?v=_TlKEQ2nIyo
Prófaði að gamni að leita enn einu sinni að gömlu uppáhaldslagi á youtube ... og fann það, ég hafði alltaf skrifað hljómsveitarnafnið vitlaust og ekki nema von að lagið fyndist ekki. Heyrði það á X-inu í gamla daga og kolféll fyrir því strax. Strákunum á X-inu fannst bráðfyndið að næstum fertug kerlingin á Aðalstöðinni hringdi stundum í þá til að biðja þá um að spila það. Æ, þetta voru svo frábærir strákar. Sakn, sakn!
Upptakan er ekki nógu góð þannig að viðlagið heyrist illa en lagið er samt flott:
http://www.youtube.com/watch?v=oW6ht5QtOYk&mode=related&search=
Læt eitt gott með Eminem fljóta með, að mínu mati besta lagið hans ...
http://www.youtube.com/watch?v=DFPShUSgFyI
Fyrir þá sem fíla ekki rapp er hér gamalt og harla gott lag, mæli með því sem vangalagi í kvöld: http://www.youtube.com/watch?v=hkbdP7sq0w8
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
10.8.2007 | 01:24
Fótboltafórnir og óður safnaðarformaður
Nú er verulega vond mynd í gangi á Stöð 2 plús um forstöðumann kristilegs safnaðar sem sprengir syndum spillta staði. Kúl löggur með tyggjó lenda í æsilegum bílakappakstri reglulega í þeirri von að ná honum og bjarga Tracy. Safnaðarformaðurinn elskar Tracy sem nú er orðin spillt söngkona, hún sem ætlaði að giftast honum í byrjun myndarinnar. Hún áttaði sig á því að hann væri geðveikur þegar hann benti henni á skemmtiferðaskip í höfninni og sagði það vera brúðkaupsgjöf til hennar. Ó, mig hefur alltaf langað í siglingu, sagði hún hamingjusöm en jafnframt ofurlítið óttaslegin til augnanna. Skömmu síður sprakk skemmtiferðaskipið og Tracy hljóp og flúði formanninn sem ætlar að ná henni aftur. Þetta er svo ómerkileg mynd að ég fann ekki einu sinni ljósmynd úr henni á google.is. Þá er nú langt gengið!
Held ég fari nú í rúmið og haldi áfram með Harry Potter, ég get loksins sagt að ég sé rúmlega hálfnuð með bókina eftir dugnaðinn í gærkvöldi fram á nótt.
Hér koma tvö notaleg lög fyrir nátthrafnana, engin væmni hér á ferð, bara snilld:
http://www.youtube.com/watch?v=RMmqYwaDg7s
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2007 | 23:28
X-Factor-þátturinn blásinn af!
Allt lítur út fyrir að það verði ekki X-Factor nú í vetur, eiginlega er það víst alveg öruggt. Frétti að svo margir þátttakendur hefðu hætt við. Þetta átti að vera öðruvísi keppni en sl. vetur, eða söngvakeppni fræga fólksins, Sveppi, Auddi o.fl. skildist mér, en nú er búið að blása allt af.
Hvernig væri að sýna Britain´s Got Talent í staðinn? Það virðast vera snilldarþættir ef marka má sýnishorn á youtube.com. Ameríska útgáfan er eitthvað svo ... amerísk!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
20.7.2007 | 08:19
Morgunspælingar Ástu og sjálft Leyndarmálið ...
Hef ekki stigið upp í strætó síðan á mánudaginn, algjör tilviljun, bara fengið far með Birki og Ástu til skiptis. Býst þó við að taka strætó heim eftir vinnu.
Ásta henti í mig geisladiskamöppu í morgun og bað mig um að velja tónlist í bílinn. Á meðan ég valdi setti ég Rick Wakeman á, það vildi nú svo skemmtilega til að ég var með nýju plötuna frá Magnúsi í töskunni og er að hlusta á hana núna, en Ástu fannst þetta með eindæmum leiðinleg tónlist. Ekki hló ég hæðnislega að henni þegar ég sá Sixtís-plötu í möppunni, hvað þá einhvern hryllingsviðbjóð með músíkmorðingjanum Mariuh Carey eða George Michael-martröð (GM er flottur en ekki tónlistin hans). Nei, ég þagði kurteislega en hugsaði mitt. Ekki geta allir haft sama góða tónlistarsmekkinn en ég ræðst ekki á aðra.
Held að ég sé betur uppalin en allir sem ég þekki, kurteisari, geðþekkari, fallegri að innan sem utan ... hmmmm, já, ég er byrjuð að lesa The Secret í íslenskri þýðingu og þetta er málið. Kannski ekki að montrassgatast svona á fullu, það er nú meira í gríni, þótt ég sé reyndar Þingeyingur aftur í ættir (Flatey á Skjálfanda).
Mikið held ég að margir muni hafa gott af því að lesa þessa bók og tileinka sér eitthvað af boðskap hennar. Það er aldrei of mikið af jákvæðni í lífinu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.7.2007 | 08:35
Þessi rigning, þessi Jimi, þessi Bjartur ...
Rosalega er ég eitthvað orðin þreytt á þessarri rigningu, en þið? Hmmmm ... Nú mætti rigna duglega í svona tvo daga til að bleyta jörðina, vona bara að þetta verði ekki lárétt regn að sunnan til að ég lendi ekki í Nótt hinna 30 handklæða einu sinni enn. Síðan má þetta sumar bara halda uppteknum hætti. Endurtaka væna rigningu í ágúst og síðan væri fínt að fá hitabylgju í kjölfarið. Þá hverfa allir geitungar áður en þeir taka sín árlegu geðillskuköst.
Fékk far í bæinn með Ástu í morgun. Við hlustuðum á dúndrandi tónlist Jimi Hendrix á leiðinni. Hvernig ætli hinum rúmlega tvítuga, virðulega sjúkrahússtarfsmanni Birki hafi liðið í aftursætinu þegar kerlingarnar fyrir framan hann stundu af hrifningu yfir gítarsólóunum og hristu hausana í takt?
Held reyndar að Birkir sé kúl og löngu kominn yfir að skammast fyrir hegðun annarra. Þegar hann lagðist á bílgólfið held ég að ástæðan hafi verið, eins og hann sagði, að það færi betur um hann þar en í sætinu.
Bjartur heldur ósvífninni áfram og má segja að hann haldi rólegu, gömlu og værukæru kisunum mínum í heljargreipum. Gerir sér að leik að nálgast þær ógnandi til að fá spennandi viðbrögð. Kubbur hvæsir grimmdarlega en kjarkurinn hennar og gribbuskapur hefur rénað með aldrinum. Tommi vælir bara aumkunarlega og kvartar yfir þessum stælum Bjarts í sumarbúðum, hann væri til í að leika sér, nennir ekki svona : "Ég Tarsan, þú aumingi!"-leikjum. Sigþór, "pabbi" Bjarts hefur komið tvisvar í heimsókn til að sannfæra strákinn sinn um að þessum húsaviðgerðum sé nú alveg að ljúka og hann geti komið heim um helgina. Ég á eftir að sakna Bjarts, enda dásemdarköttur, en mikið held ég að Tommi og Kubbur verði fegin eftir nokkra daga. Sérstaklega Kubbur, hún er góð við mannfólkið en lítið um ókunnuga ketti, öfugt við Tomma sem er spenntur fyrir öllu sem hreyfist, líka ryksugunni.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.7.2007 | 21:52
Játningar úr himnaríki plús smá bold
Einhver vírus eða eitthvað virðist vera að ganga á Netinu ... virðulegasta fólk er klukkað, sumt jafnvel fjórum sinnum, og verður að opna hjarta sitt fyrir bloggvinum sem halda virkilega að þeir viti ekki allt ... Reyndi að taka saman eitthvað sem er kannski ekki endilega á allra vitorði ... án þess þó að afhjúpa öll fjölskylduleyndarmálin. Er búin að klukka Dodda og Þröst Unnar. Kann ekkert rosalega vel á svona leiki.
Átta virkilega háalvarlegar og opinskáar játningar:
1) Kann ekki að nota matarlím.
2) Þoli sjaldnast tónleikaútgáfur af lögum.
3) Hef ekki farið í sund í 20 ár, fyrir utan smásvaml í sundlaug í Hrútafirði á síðustu öld. Heitir pottar eru heldur ekki á vinsældalistanum.
4) Finnst lax, silungur og slíkt ferlega vondur matur, nema reyktur.
5) Leigði mér Bodyguard (Whitney Houston) á spólu eitt árið.
6) Líður langbest í 10-15°C og forsælu ... sól er stórlega ofmetin til baða.
7) Nagaði neglurnar í 40 ár. Er nýhætt af því að fólk hætti að skipta sér af því.
8) Þoli ekki nísku, þá meina ég ekki sparsemi eða varkárni í fjármálum.
ANNAÐ:
Ástumálin: Ásta kíkti í stutta heimsókn í kvöld. Fæ sjaldan kvöldgesti á virkum dögum, eins gott að hún þarf að vakna klukkan sex eins og ég, annars værum við enn að spjalla! Spiluðum nokkur Metallica-lög á youtube.com og rifjuðum upp skemmtilega tónleika í Egilshöll. Afrekaði líka að ryksuga himnaríki í dag!
Boldið: Stefanía ÆTLAR að eyðileggja hjónaband Bridgetar og Nicks en fyrrum maður hennar, Eric, sem er líka pabbi Bridgetar, hótaði henni öllu illu ef hún blaðraði frá leyndarmálinu, eða því að Nick og Brooke, mamma Bridgetar, ætla að fórna sér og ást sinni fyrir hamingju Bridgetar. Þetta og samdráttur Jackie, mömmu Nicks, og Erics, pabba Bridgetar og fyrrum eiginmanns Stefaníu, hefur verið það helsta undanfarið. Lofa að fara að fylgjast betur með! Já, og Jackie ætlar ekki að leyfa Stebbu að skemma hjónabandið af því að hún Á þetta barnabarn og Stebba fær ekki að skipta sér af því. Svona ömmuslagur er alltaf spennandi!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
10.7.2007 | 20:49
Góður túristadagur, guðleg stríðni og ... grobb
Fór á Skrúðgarðinn vel sjúkraþjálfuð þegar klukkan var að verða hálftólf og það var líklega eins gott því mig minnti að síðasta ferð fyrir fjögurra klukktíma síestu bílstjóranna væri kl. 12.41. Hún er klukkutíma fyrr. Ætlaði að fara að tölta heim á leið og kveðja kettina með kossi þegar Tommi birtist, stórhneykslaður á því að ég hefði ekki verið með í fyrstu ferð í morgun. Í Ártúni tók ég fimmuna og fékk spennandi óvissuferð, sá meira að segja stórt skemmtiferðaskip í Sundahöfn ... sumaráætlun strætó er bara kúl á köflum. Ákvað á Hlemmi að taka ferðamanninn á þetta og labbaði niður Laugaveginn, full hrifningar á þessarri fallegu borg, Rekkjavikk. Sá nýja plötubúð við hlið Skífunnar með plötum sem fást ekki alls staðar. Samt fann ungi strákurinn ekkert með Rick Wakeman, heldur ekki sá ljúfi í Skífunni. Að finna King Arthur-plötuna verður bara nýja takmarkið mitt í lífinu. Hitti Rúnar, son vinkonu minnar, í Bókabúð M&M þar sem hann vinnur. Hann sagðist vera búinn að lesa lífsreynslusögubókina, kannaðist við eina söguna úr henni og fannst það ekki leiðinlegt, sagan líka létt og jákvæð. Latte-inn á Kaffitári var guðdómlegur en þá var tími til kominn að skreppa í viðtalið sem gekk mjög vel.
Þvílík heppni að ná síðan korterísex-strætó heim. Sat við hliðina á skemmtilegri konu á leiðinni, verst að við fórum ekki að spjalla fyrr en síðustu mínúturnar. Hún er húsasmiður og það vekur furðu margra, sagði hún. Frétt í útvarpinu fékk hana til að fara að spjalla og við nutum þess að femínistabeljast svolítið.
Getur verið að það sé einhver ósýnilegur þarna úti sem fylgist með mannfólkinu, grípur inn í stöku sinnum inn í og ... finnst gaman að stríða? Jafnvel einhver guðlegur? Kannski nýi frelsarinn, þessi hjá Vísindakirkjunni?
Var ekki fyrr búin að sleppa orðinu hér á blogginu um að ég væri aldrei bitin af pöddum ... þegar ég nældi mér í nokkur bit, líklega staraflóarbit. Það er svona þegar maður bregður sér af bæ. Þetta hefði aldrei gerst í himnaríki!
Um leið og ég fór að fylgjast með leiknum sem nú fer fram fyrir neðan austurglugga himnaríkis skoruðu Víkingar mark. Nú held ég mig bara vestanmegin, veit í hjarta mínu að ÍA skorar tvö mörk í seinni hálfleik.
Skemmtiferðarskipið sem ég dáðist að í dag sigldi framhjá himnaríki rétt áðan á leið til frekari ævintýra. Finnur þó vart fegurra land en Ísland. (Þetta mun flokkast undir nýja færsluflokkinn minn)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
10.7.2007 | 08:51
Stutt ...
Dagskrá dagsins í stuttu máli: Sjúkraþjálfun, strætó í bæinn, far út á land, viðtal, kem í kvöld. Ekki gleyma mér á meðan.
Bendi á síðustu færslurnar hans Jens Guð þeim sem hafa ekki lesið þær! Hvernig hann rústaði plötubúð og hvernig honum tekst að koma heitu máli yfir á mannamál! Jens Guð, þú ert æði!
Hér er lag sem mér fannst voða skemmtilegt hérna einu sinni. Upprifjun dagsins og möguleg nostalgía er í boði frú Guðríðar:
http://www.youtube.com/watch?v=bCDIt50hRDs
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.7.2007 | 19:08
Týnd Esja, hlátur í jarðarför og marktækur draumur ...
Það kemur stundum fyrir að farþegar segi þegar komið er alla leið á Skagann: Where is Eisja? Tveir erlendir farþegar fengu aukabíltúr í dag með þessum hætti. Þeir græddu heilmikið á því og gátu litið augum dásemdir Akraness í einhverjar mínútur. Bílstjórinn var splunkunýr og kíkti á kort á milli þess sem hann hleypti fólki út á Skaganum. Þegar hann spurði mig til vegar bauðst ég til þess að fara með honum á endastöð og svo gæti hann hent mér út á leið út úr bænum korteri seinna. Hann þáði þetta með þökkum og þetta er sem sagt ástæðan fyrir því að nokkrir Skagamenn aka ekki eilífan rúnt í einhverju svartholi á þessarri stundu með rammvilltum bílstjóra. Keypti kaffi í Skrúðgarðinum og tók með heim til að fá eitthvað fyrir minn snúð. Ekki amalegt.
Sit nú og skrifa verulega djúsí lífsreynslusögu sem gömul samstarfskona sagði mér. Hún er um mann sem lenti í klónum á sértrúarsöfnuði og hvarf úr lífi fjölskyldu sinnar.
Heyrði í Hildu systur áðan og var mjög gott hljóðið í henni, mikið fjör í sumarbúðunum. Nú eru krakkarnir að undirbúa lokakvöldvökuna og sýna afrakstur námskeiðanna sem þau voru á sl. viku. Svo fara þau heim á morgun. Börnin sem koma í Ævintýraland á miðvikudaginn fá óvæntan glaðning. Guðbjörg úr X-Factor ætlar að kíkja í heimsókn og syngja fyrir þau. Nýja heimasíðan er miklu flottari og auðveldara að skoða myndirnar en áður. www.sumarbudir.is
Í dag eru sex ár síðan pabbi dó. Hann fór mjög óvænt og þetta var mikið áfall. Við systkinin ákváðum að hafa jarðarförina í hans stíl, ef hægt er að orða það svo, og ... það var hlegið nokkrum sinnum. Aldrei verið við slíka jarðarför. Sr. Bjarni Karlsson jarðsöng og sagði nokkrar góðar sögur af pabba sem olli hlátrinum. Ein sú besta var þegar pabbi lenti í bílslysi og var fluttur allur krambúleraður með sjúkrabíl upp á spítala. Þetta var á þeim tíma þegar ekki mátti bjarga lífi fólks nema búið væri að taka skýrslu af því, sumir lifðu það víst ekki af. Pabbi þurfti að svara nokkrum spurningum á meðan læknirinn beið, m.a. nafni, heimilisfangi og kennitölu.
Ertu giftur? spurði hjúkkan að síðustu. Nei, svaraði pabbi, ég slasaðist svona í umferðarslysi!
Þegar þessi saga var sögð í kirkjunni var mikið hlegið en það var frekar skondið þegar gamall skólafélagi hans var við það að skella upp úr aftur þegar allir voru hættir að hlæja og tróð einhverju upp í sig til að verða sér ekki til skammar.
Í byrjun árs 2001 dreymdi mig að ég hefði misst fjórar tennur. Vinkona mín réði drauminn og sagði að þetta gæti táknar fjögur dauðsföll ... Fyrsta dauðsfallið var viku seinna og það fjórða og síðasta rétt fyrir jólin þetta ár. Segið svo að það sé ekkert að marka drauma!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fékk notalegt símtal um kvöldmatarleytið. Stóra systir bauð mér í kjúkling. Mágur minn sótti mig á nýja, flotta, svarta bílnum og haldið var til veislunnar. Við ókum fram hjá tjaldstæðinu á leiðinni ... og þar var nú hálfgerð rúst, sumir höfðu bara skilið tjöldin eftir. Finnst ekki ólíklegt að dagskrá Írsku daganna verði eitthvað breytt í kjölfarið. Kannski verða bara þjóðdansasýningar, reiptog og aflraunir, og allt endar svo í spennandi bingóorgíu í Bíóhöllinni. Það ætti að fæla drykkju- og ofbeldisboltana frá. Þeir hafa kannski verið 1% af gestum en settu ljótan svip á. Aðkomumenn, auðvitað. Eflaust Reykvíkingar úr Breiðholti, sagði Mía systir og mamma þóttist ætla að berja hana. Mamma er nefnilega hamingjusamur Breiðhyltingur. Já, mamma var í heimsókn hjá Míu og ég var hálfkvíðin að hitta hana ... eftir að Morgunblaðið birti játningu mína um fyrsta kossinn. Bjóst við skömmum: Hvað varstu að gera á balli svona ung? Hvernig datt þér í hug að kyssa ókunnugan strák? Komst að því að mamma hefur orðið frjálslyndari með árunum og fannst þetta allt í lagi. Hún viðurkenndi þó að hún hefði ekki verið ánægð 1972 með þetta ef hún hefði vitað ... þess vegna segi ég: Höfum unglingana okkar í hlekkjum til þrítugs! Við vitum ekkert hvað þau eru að gera!
Myndin t.v. hér að ofan er af háttvirtri móður minni með erfðaprinsinn, c.a. tveggja ára.
Féll kylliflöt fyrir enn einni Önnunni í brúðkaupsveislunni. Þetta var nokkurra mánaða stelpa sem ég fékk að halda á og við smullum svona líka vel saman. Komst að því að virðuleg móðirin er vinkona Rúnar sem bjó í íbúðinni á móti minni á Hringbrautinni. Rún bjó við það harðræði að hafa bara RÚV á heimilinu og kíkti stundum í heimsókn og fékk að horfa með mér á MTV. Stundum kíktu vinkonur hennar með og þá var fjör. Man vel eftir einu skiptinu þar sem við sátum þarna nokkrar 12 ára og skemmtum okkur yfir Space Man með Babylon Zoo. Það kom í minn hlut að útskýra fyrir þeim að myndbandið fjallaði um venjulegan mann sem geimverur rændu og breyttu ... úúúúúú ... og ein þeirra varð hálfhrædd við myndbandið á eftir. Sorrí.
Man hvað við Guðrún vinkona vorum algjörlega á öndverðum meiði um hvort hann væri sætari fyrir eða eftir. Hún sagði fyrir, þar sem hann var ósköp venjulegur jakkafatagæi, en mér fannst hann miklu flottari eftir brottnámið ... kominn í blátt pils og allt. Hann er nú óttalegt súkkulaði samt ...
Jamm, svona getur nú komið fyrir góðar konur þegar þær eru tónlistarsveltar í næstum 20 ár og fá svo MTV, sem var skrambi gott í kringum 1995. Hætti að hlusta á nýja tónlist þegar diskóið hélt innreið sína, fannst það skelfilegt (fyrirgefðu Palli). Vaknaði svo upp úr tónlistarkómanu 95. Hér fyrir neðan er lagið Space Man. Hvort finnst ykkur gaurinn sætari sem hallærislegur hagfræðingur eða rosasæt geimvera? Svör óskast!
http://www.youtube.com/watch?v=uE8G-sJ2f4s
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 209
- Sl. sólarhring: 369
- Sl. viku: 901
- Frá upphafi: 1505908
Annað
- Innlit í dag: 168
- Innlit sl. viku: 734
- Gestir í dag: 162
- IP-tölur í dag: 156
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni