Færsluflokkur: Lífstíll
30.6.2007 | 14:47
Bráðnun í himnaríki
Mikill dýrðardagur er þetta, við kettirnir höfum setið úti á svölum og svolgrað í okkur c-vítamínið. Skagamenn vaða í sjónum hérna fyrir neðan, alls óhræddir við krabba, rækjur, hákarla eða krókódíla. Þessi sandur er algjör dýrð, en það eru svalirnar mínar líka.
Tókst bara ágætlega að sofa út, rétt rámar í að hafa slökkt á klukkunni klukkan sex. Á sumrin þýðir ekkert að reyna að sofa mikið lengur en til hádegis en þá fer sólin að baka rúmið og hver vill breytast í marmaraköku eða þaðan af verra.
Þar sem enginn sér á svalirnar góðu nema fuglinn fljúgandi gæti ég þess vegna farið úr peysunni en af tillitssemi við flugumferð ákvað ég að gera það ekki. Hef þó heyrt stöku bremsuhljóð í flugvél ... en þegar vonarneistinn hverfur þá halda þær sína leið.
Megi dagurinn verða ykkur dýrlegur, sólin baka ykkur og ísinn bráðna í munninum. Ætla að taka Jón Kalman (bók) með mér út á svalir núna ... og góðan drykk (kaffi). Ef ykkur verður of heitt, kæru bloggvinir, er hér þessi dýrðarinnar vetrarmynd til að kæla sig við.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2007 | 21:56
Umhyggja og smekkleysa
Móðir mín, blessunin, hringdi í gemsann minn í morgun. Þegar ég loksins fann hann í stóru, fullu töskunni minni var hann hættur að hringja. Þá VISSI mamma að ég hafði lent í slysinu í Hvalfjarðargöngunum í morgun og var pínu skjálfrödduð þegar hún svaraði í símann. Elskan mín, hafðu ekki áhyggjur, ég kem yfirleitt út úr göngunum um sjöleytið á morgnana, óhappið gerðist seinna, held ég. Svo loka þeir líka göngunum við minnsta óhapp. Mamma róaðist.
Alltaf sætt að fá svona símtöl. Nú veit ég hvaðan ég hef þetta ... ef einhverjum seinkar um tíu mínútur þá geri ég ráð fyrir hinu versta. Hilda hefur stundum verið komin í öndunarvél á gjörgæslu ef hún tefst í umferðinni á leið til mín ... sko í hugsunum mínum.
Kannski þyrfti ég að biðjast afsökunar á myndinni í síðustu færslu. Mér fannst hún fyndin, hverjum dettur svona rugl í hug? Þetta hefur ekkert með illmennsku gagnvart börnum að gera!
Best að setja inn krúttlegri mynd með þessarri færslu. Og fara svo að horfa á Taggart!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.6.2007 | 08:55
Stinnur rass á tíu dögum - byrjuð með námskeið
Þegar háæruverðugur heimiliskötturinn Tomma hoppaði EKKI upp í baðvaskinn sekúndubrotum áður en ég ætlaði að bursta tennurnar vissi ég að þetta yrði góður dagur! Það sannaðist líka strax þegar strætó kom ... með hinn Tomma undir stýri. Ekki bara það, heldur var engin kerling í sætinu mínu!!! Ég gat teygt úr veika fætinum og að auki spjallað við Tomma. Veit ekki af hverju óskalög sjúklinga komu til tals en Tommi sagði okkur Sigþóru, sem sat hinum megin við ganginn, frá frægri kveðju sem barst þættinum eitt árið. Þar fengu allir á Sjúkrahúsi Akraness, hjúkkur, læknar og annað starfsfólk bestu kveðjur NEMA kokkurinn og sjúkraþjálfarinn. Heheh, þarf að segja Betu þetta þegar ég leggst næst á pyntingabekkinn hjá henni.
Svakalegur munur er á mér eftir þessi tvö skipti hjá henni. Þar sem enginn klípur mig í rassinn reglulega (sorglega lítil kynferðisleg áreitni á þessum vinnustað og í strætó) þá geri ég það bara sjálf ... en ég uppgötvaði í gærkvöldi að ég er komin með þessa líka fínu rassvöðva og er með stinnan rass eins og súpermódel. Bara eftir tæplega tveggja vikna labb upp brekkuandskotann, frá Vesturlandsvegi og upp í Lyngháls. Ég vissi að vöðvarnir væru þarna einhvers staðar ... bara í afslöppun og með aðstoð Betu tókst mér að fara að labba og stinna mig alla upp. Svo borða ég ekki brauð eða sykur eða neitt slíkt þessa dagana ... orðin hundleið á bjúg til 15 ára eftir óverdós af pensilíni ... Held að ég þurfi bráðlega að fara að kaupa mér slæðu og sólgleraugu til að fá frið fyrir æstum mönnum. Það hefur oft komið sér vel að vera með sokkið andlit af bjúg til að fá frið, t.d. ef ég labba framhjá þar sem árshátíð lögreglumanna fer fram eða haustfagnaður hrossatemjara eða jafnvel bingó í Vinabæ.
Eitt nýtt fyrir íslenskunörda: Nú skrifum við Óskarsverðlaun með stóru Ó-i og líka heiti stjörnumerkjanna. Snilldarprófarkalesararnir mínir láta mig alltaf vita af breytingum vegna sjúklegs áhuga míns á stafsetningu. Geri vissulega stundum villur á blogginu og þarf að fjötra mig fasta einhvers staðar til að leiðrétta ekki ... en eins og Anna vinkona http://annabjo.blog.is/blog/annabjo/entry/250035 segir á síðu sinni að bloggið sé ritað talmál ... ég er svo sammála því, held að ég myndi ekki nenna að blogga ef ég velti hverju orði fyrir mér! Engist samt stundum yfir skorti á kommu eða smáorði eða setningaskipan osfrv.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.6.2007 | 23:10
Álaganafnið 14-2 og Mengella um Lúkas
Held að nafnið á íþróttaþættinum 14-2 á RÚV, hafi valdið því að landsliði karla í knattspyrnu gengur svona illa. Sífellt er minnt á gamlan og súran ósigur okkar manna. Horfði á þáttinn áðan og fannst hann bara svo skemmtilegur. Skil ekki hvernig hægt var að rústa FH svona svakalega um daginn! Völvan okkar á Vikunni vill nú meina að FH haldi ekki titlinum í ár. Plís, höfum það ÍA!
Svo er ég enn í miklum vafa hvort ég eigi að kaupa Sýn 2 ... ég fæ hana á lægsta verðinu. Enski boltinn er svo skemmtilegur en ef ég horfi á hann óttast ég að ég fái bringuhár, fari að ganga í netabol og sitji ropandi við sjónvarpið með bjórdollu í annarri og snakk í hinni. Djók! Svona er fótboltaáhugamönnum lýst, staðalímyndir drepa mig ... Er sárust yfir því að hafa misst af Enska boltanum í svona mörg ár af því að ég hélt að ég ætti að ryksuga beisk í bragði fyrir framan sjónvarpið á meðan maðurinn minn horfði á boltann í netabolnum. Svo skildum við og um 20 ár liðu í limbói eða þar til ég datt í boltann. Það er eiginlega allt Kolbrúnu Bergþórsdóttur að þakka. Við unnum saman á meðan ein heimsmeistarakeppnin stóð yfir og ég horfði á hana HLAUPA úr vinnunni til að horfa á leiki. Svona er smitandi!
Ungi maðurinn sem drap hundinn Lúkas hefur fengið fjölda líflátshótana á bloggsíðu sína sem hann hefur nú lokað. Eitt er að lýsa yfir andstyggð sinni, annað er að fara niður á sama plan. Kíkið:
http://mengella.blogspot.com/2007/06/hefjum-kvslar-loft.html
28.6.2007 | 18:00
Hetjudáðir og kosningaloforðin
Tvo daga í röð hef ég setið við hliðina á voða skemmtilegri konu í strætó á heimleiðinni. Hún vinnur á Landspítalanum og er heilaskurðlæknir eða ritari. Hún les bloggið mitt stundum og það eina sem hún virkilega man er að ég lofaði að fylgjast með kosningaloforðum nýju stjórnarinnar. Er einhver þarna úti sem veit eitthvað? Er þetta ekki allt í blússandi gangi hjá þessum elskum?
Drýgði hálfgerða hetjudáð í gær og aftur í dag. Ég er loksins farin að þora að hita nýmjólk í espressóvélinni. Er skíthrædd við allt svona frussudæmi og hef leiðbeiningarnar fyrir framan mig og mun gera þar til ég kann þetta utan að og óttinn hverfur. Kaffirjómi er kúl en er bara svo leiðinlegur og kekkjóttur á sumrin ... eða ég óheppin með hann. Eini gallinn við vélina mína er að kaffið er ekki nógu heitt, alla vega ekki með kaldan kaffirjóma út í ... Nú drekk ég heitan latte (c.a. 150°F) þegar ég kem heim úr vinnunni og verð eldhress.
Nick og Bridget giftust loksins. Taylor deitaði slökkviliðsmanninn. Brooke lætur sig dreyma blautlega drauma um kelirí við Nick, tengdason sinn, og kveður hann í huganum. Eins gott að hún sjái ekki fram í tímann. Múahhahaha! Þegar hún þarf að berjast um Nick við Taylor. Hvað verður þá um Bridget og barnið? Já, og hvað ætli verði um leiðindagerpið hann Ridge, fyrrum aðalhönk þáttarins? Nú er hann að væla í Brooke um að Taylor hafi fleygt sér út. Takk fyrir umhyggjuna, segir hann beiskur þegar Brooke flaðrar ekki upp um hann. Ég hef aldrei þarfnast þín jafnmikið, heldur hann áfram og það var lokasetning þáttarins.
27.6.2007 | 09:18
Fullt að gerast!
Tommi er kannski gamall en hann er ekki að farast úr vanafestu, íhaldssemi og værukærð. Reglulega tekur hann upp nýja siði, mispirrandi fyrir okkur hin á heimilinu. Það nýjasta hjá honum er að koma sér fyrir í baðvaskinum þegar ég bý mig undir að fara að bursta tennur-greiða-setja dagkrem-morgunverkin. Þá situr Tommi ofan í vaskinum rosaglaður með að nú fari vatn að renna, úúúúú. Hann fer reglulega í vatnsslag við bununa sem ég læt stundum renna í eldhúsvaskinum. Þetta er tiltölulega nýtt athæfi hjá honum.
Ég er vitanlega ekki að tala um Tomma strætóbílstjóra, heldur gamla, feita og makindalega köttinn minn sem verður seint virðulegur. Við Tommi bílstjóri erum bæði of ung til að binda okkur, eins og hefur komið fram. Auk þess er hann ásatrúarmaður sem aðhyllist mannfórnir sem er svolítið skerí. Magga systir hans er fornleifafræðingur ... ennþá meira skerí! Hún getur grafið eins og vitleysingur án þess að nokkur fatti að hún sé jafnvel að fela lík fyrir bróður sinn. Ef einhver spennusagnahöfundur er ekki kominn með efni í næstu skáldsögu sína þá veit ég ekki hvað!
Strætóferðin gekk að óskum í morgun. Einhver kerling hafði stolið sætinu mínu fremst (þar sem er pláss fyrir fagra fætur mína) svo að ég settist bara í fremsta sætið í aftari hluta vagnsins, við afturdyrnar, þar sem var nóg pláss. Ég er með langar fyrirsætulappir sem þurfa sitt pláss, alla vega þangað til Beta sjúkraþjálfari verður búin að kippa mér í lag. Þá get ég setið í kremju.
Fullt af nýjum blöðum komin í hús þegar ég mætti í morgun um 7.30. Bleikt og blátt, jess, alltaf gott að fylgjast með nýjustu straumum í kynlífi ef maður gengur einhvern tíma út. Múahahhaah. Geðveikt Hús og híbýli þar garðar eru skoðaðir. Ísafold er líka komin og á forsíðu er nektarmynd af Ellýju Ármanns. Hvað er þetta með að þurfa alltaf að fá konur úr fötunum? Hjörtur Howser, uppáhaldið mitt, skrifar um matsölustaði í London og hann fær að vera í svörtum stuttermabol og gallabuxum til að vera tekinn alvarlega!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
26.6.2007 | 21:31
Fólkið sem við vinnum með ...
Þegar ég vann hjá Húsnæðisstofnun ríkisins á árunum 1995-1998 hitti ég stundum indælan mann sem vildi allt fyrir mig gera þegar ég þurfti á aðstoð að halda. Hann vann á veðdeildinni á 2. hæð og við hjá HR áttum mikil samskipti við deildina vegna útgáfu skuldabréfa og fleira. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að þessi dagfarsprúði maður, Jón Pétursson, sé nú í fangelsi vegna ofbeldis og grimmdar. Ef gömul samstarfskona mín frá HR hefði ekki sagt mér frá þessu hefði ég aldrei tengt þessa tvo menn saman.
Þótt ég telji mig mjög tryggan starfsmann og hætti helst ekki ótilneydd hef ég unnið á nokkrum vinnustöðum um ævina og þrisvar sinnum þurft að hætta vegna þess að vinnustaðurinn var lagður niður (ekki til að losna við mig, held ég). Aðalstöðin var m.a. lögð niður og breyttist í Gull FM en ég var þó ekki lengi þar þótt frábær manneskja væri yfirmaður minn, Helga Sigrún, sem má varla tjá sig á blogginu sínu án þess að allt verði vitlaust ...
Nokkra erfiða samstarfsmenn hef ég átt og ég get nefnt tvo sem gengu ekki alveg heilir til skógar. Annar þeirra taldi ákveðið stórslys, þar sem nokkrir létust, þ.á.m. börn, vera hefnd guðs fyrir sína hönd þar sem einn ættinginn hafði gert honum eitthvað nokkrum árum áður. Það væri alveg merkilegt að eitthvert óhapp henti alla þá sem gerðu eitthvað á hlut hans. Hinn var lítið skárri og las eitthvað sjálfhverft út úr öllum atburðum. Svo voru það kjaftasögur og illmælgi sem grasseruðu sums staðar og hefur alltaf pirrað mig ósegjanlega. Ég tala alveg illa um fólk stundum ... eins og hundaníðinga og svona ... Flestir eiga sér þó góða hlið og það er miklu skemmtilegra að velta sér upp úr henni, finnst mér. Þeir eru alla vega miklu fleiri frábærir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni í gegnum vinnu en hinir.
Þegar ég hætti eftir sjö ára starf hjá DV seint á níunda áratug síðustu aldar og gerðist verslunarstjóri í bakaríi voru það mikil mistök. Þetta var leiðinlegusta vinna lífs míns þótt launin væru hærri. (Væri kannski enn á DV ef ég hefði fengið launahækkunina!) Ég fann fljótlega að ég vildi frekar vera hinum megin við afgreiðsluborðið og sagði upp. Ég græddi þó elskuna hana Möggu vinkonu út úr þessu.
Held að ég sé núna í skemmtilegasta starfinu til þessa. Vinn með frábæru fólki og þótt það sé alltaf rosalega mikið að gera er starfið einstaklega gefandi.
![]() |
Sagði kynlífið skyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2007 | 14:05
Stórborgarstemmning í dag
Eftir sjúkraþjálfunina í hádeginu fór ég í apótekið og keypti laxerolíu. Það kom ahh, þessi með harðlífi-svipur á afgreiðslukonuna þannig að ég flýtti mér að segja henni frá dásemdum laxerolíunnar í sambandi við vöðvabólgu, bæði setja hana í baðvatnið og líka bera hana á herðarnar eða hvar sem mann verkjar. Ekki vil ég ganga undir nafninu Konan með harðlífið! Það var nóg að vera kölluð Mafíuforinginn á Króknum í gamla daga. Það var ekki vegna glæpa minna, heldur hippalegs útlits, rétt náði í rassinn á hippatímabilinu og hermdi þetta eftir stóru systur á meðan Hilda sýndi sjálfstæði og gekk í terlínbuxum sem þá voru í tísku.
Keypti Skessuhorn í bókabúðinni og tók strætó heim, það kostar bara 100 kall og maður verður ekki fyrir bíl á meðan. Ég gat alveg eins verið í New York að lesa New York Times, mér leið þannig. Svo fékk ég far heim að dyrum himnaríkis til að þú sólbrennir ekki, sagði góði bílstjórinn. Fjöldinn í strætó eykst stöðugt. Ég hringlaði oft ein í litla vagninum í fyrra, nú vorum við t.d. fimm í og erum oft fleiri. Mikið vona ég að strætóinn fari að ganga um helgar, er viss um að einhverjir myndu þigga að skreppa með strætó úr Grundahverfinu niður í Skrúðgarð í kaffisopa. Svo væri hægt að labba heim ... eða alla vega hálfa leið.
Ef ég fann mun á mér síðast eftir sjúkraþjálfunina þá er hann enn meiri núna. Beta píndi mig og kvaldi eftir að hafa svæft mig í hitasængum og teppum í smástund. Ég haltra t.d. ekki lengur út úr strætó, heldur hoppa og skoppa, eins og sætu lömbin. Aldeilis sjón að sjá!
26.6.2007 | 09:59
Kuldaleg meðferð - gæsahúð í himnaríki
Mikið ofboðslega er gaman hjá einhverjum Orkuveitustarfsmanni núna. Þeir hljóta eiginlega að vera tveir, annar með kíki og hinn sem stjórnar heita og kalda vatninu. Ahh, hún var að fara út af baðinu, skrúfuðu núna fyrir heita vatnið og láttu renna ísjökulkalt vatn í baðkerið, múahahhaha!
Hraðsuðuketillinn er nú formlega fluttur inn á bað! Lífsgæðum mínum hefur hrakað til muna síðustu vikurnar og ég finn að gleðin víkur fyrir kvíða. Hvernig verður veturinn? En lyktin af mér? Festist gæsahúð á fólki?
Útdráttur þáttarins í morgun:
Nick faðmar Bridget ástríðufullt en horfir samt dapur út í loftið. Hann hugsar um Brooke, mömmu hennar, sem hugsar líka um Nick en einbeitir sér að því að ráða Dante, nýbakaðan unnusta sinn og bjargvætt Taylor, í tískuhúsið til að sjá um mynstur og svona, enda er hann listamaður. Bridget er að reyna að tengjast Nick en hann fer sífellt úr stuði, enda eru þau á skrifstofunni hans og þar er mynd af Brooke. Þau ætla að giftast um borð í skipi í kvöld, bara tvö ein, en það hlýtur eitthvað að koma í veg fyrir brúðkaupið enn einu sinni ...
Draumórar Brooke: Nick kemur inn á skrifstofuna hennar, 18 efstu tölurnar á skyrtunni hans eru fráhnepptar. Hún flettir af honum skyrtunni og þau fara að kela. Draumórum lýkur. Brooke andar ótt og títt.
Nick pantar skipstjóra til að framkvæma vígsluna, Bridget hoppar á Nick, alveg kynóð og hann segir: Bíddu, bíddu, þarftu ekki að redda kjól fyrir kvöldið?
Hey, Nick er kominn inn á skrifstofu Brooke og segir henni að hann geti ekki hugsað sér að Brooke mæti í brúðkaupið en Bridget bauð mömmu sinni í fljótfærni, þótt þau Nick ætluðu að vera tvö ein. Þú mátt ekki koma í brúðkaupið, þá veit ég ekki hvort ég geti þetta! segir hann með ástríðuþrungnum dapurleika. Heldur þú að mig langi að koma þótt ég viti þetta rífi úr mér hjartað?
25.6.2007 | 20:59
Ekkiboldhorf, einstæðar mæður og enski boltinn
Þarf að játa mig seka um að hafa ekkihorft á boldið núna, það rúllaði í sjónvarpinu en ég hreinlega gleymdi að fylgjast með af athygli. Tók samt eftir því að Ridge horfði morðaugum á slökkviliðsmann eða löggu sem færði Taylor blómvönd en Taylor, geðþekka geðlækninum, tókst að tala mann nokkurn ofan af því að fremja sjálfsmorð. Hún er sem sagt farin að vinna aftur. Er ég eina manneskjan sem vissi ekki að Taylor er byrjuð að vinna? spurði hann pirraður. Hefur Ridge alltaf verið svona rosalega leiðinlegur?
Ef ég á að giska á atburði undanfarinna þátta sem ég hef ekki séð, þá má vera að Eric faðir Ridge, ekki blóðskyldur, hafi gifst Jackie, mömmu Nicks og fyrrverandi eiginkonu Massimos, blóðföður Ridge. Já, og Brooke hafi gifst bjargvætti Taylor, þessum sem ég man aldrei hvað heitir. Já, og Nick og Bridget hafi gifst fyrir rest! Veit þó ekki, en mikil giftingarsýki ríkir í þessum þáttum.
Heyrði umræður í dag, fremur neikvæðar, um þessar einstæðu mæður, svikarana sem þykjast vera einar á báti en eiga kærasta með tekjur og fá FULLT af meðlagi og mæðralaunum. Hér er misskilningur á ferð, þetta eru pör, ekki einstæðar mæður, svona ef einhver hefur ekki áttað sig á því! Einstæðar mæður eru einstæðar mæður og þær hafa það flestar skítt! Mikið hefði verið gott ef ég hefði áttað mig á því fyrr, þá hefði ég getað rifið kjaft á móti!
Enski boltinn verður á Sýn 2 í vetur. Veit einhver hvað það þýðir? Ég er með Stöð 2 og Sýn núna, ætli ég þurfi að borga meira til að sjá þann enska?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 400
- Frá upphafi: 1532252
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 332
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni