Færsluflokkur: Lífstíll
3.7.2007 | 11:17
Að missa alltaf af öllu ...
Skrýtið hvað mér gengur illa að vera á réttum stað á réttum tíma. Þegar Skagastrætó hlekktist á í brjálaða veðrinu sl. vetur fékk Sigþóra alla spennuna, lögguna og allt, en ég var í vagninum klukkutíma fyrr með Tomma hinum trausta sem lætur ekki smárok koma sér úr stuði. Stundum hefur eitthvað spennandi gerst, eins og bilun í miðjum Hvalfjarðargöngum, en virðist bara gerast á þriðjudögum þegar ég er heima við skriftir.
Var þó svo heppin einn sunnudaginn að þurfa að bíða í heilan klukkutíma eftir strætó í Mosó en vagninn af Skaganum komst lítið áfram í tjaldvagnaumferðinni. Að sjálfsögðu myndaðist góð stemmning á stoppistöðinni, enginn nöldraði, heldur litum við á þetta sem tækifæri til að þroska okkur og efla þolinmæðina.
Nú er ég t.d. illa fjarri góðu gamni þegar mikið er um að vera uppi á Höfða, glugginn fyrir aftan mig í vinnunni er nefnilega frábær útsýnisgluggi þar sem sést m.a. alla leið upp á Skaga, og haldið að væri gaman að geta fylgst með slökkviliðinu á milljón núna í stað þess að horfa bara út á sjóinn sem varla bærist? Mikið skil ég manninn hennar Elfu vinkonu að vilja frekar vera í slökkviliðinu í Seattle en vinna sem arkitekt. Fann mynd af Tom í gær og ætla að deila með ykkur nokkrum sögum sem hann sagði mér þegar ég heimsótti þau hjón 2002.
Nú rennur moðvolgt vatn í baðkerið en stríðna blöndunartækið með gervigreindina er stillt á hæsta hitastig. Ef ég tek pollíönnu á þetta ... þá er ég þakklát fyrir að vatnið skuli ekki vera kalt, eins og stundum. Ketillinn fær líklega frí í dag. Þetta ætlar ekki að lagast af sjálfu sér. Best að tala við húsfélagsformanninn ef hann er í landi núna!
Fann ógurlega fallegt lag á Youtube og sá söngvarann í fyrsta skiptið á meðfylgjandi myndbandi. Fannst hann svolítið Richard Clyderman-legur en röddin klikkar ekki. Góða skemmtun!
http://www.youtube.com/watch?v=gehERn5QiSQ
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2007 | 23:05
Sjálflæknandi tölva, gamlar myndir og sönnun!
Kveikti á tölvunni upp á von og óvon í kvöld. Nákvæmlega það sama gerðist og í gærkvöldi: Ekkert. Næstum hálftíma seinna heyrðust óhljóð úr horni og þegar ég kíkti var elskan mín komin í gang. Hún hafði greinilega haft gott af hvíldinni eða óttaðist fáránlega tillögu Braga bloggvinar um að ég fengi mér Makka. Ég hló hæðnishlátri þegar ég hugsaði um þetta.
Nú get ég unnið heima á morgun ... og t.d. skrifað ódauðlega lífsreynslusögu sem fer væntanlega í bók eftir nokkur ár! Svo endar með því að þetta verður eins og Ísfólkið, yfir 40 bindi, og ég fæ ekkert að blaðamennskast, heldur fer á milli staða á landsbyggðinni og safna djúsí sögum frá fólki.
Skoðaði gamlar myndir í kvöld, bæði eldgamlar og nýrri. Þar sem ég kann lítið á tölvur og hræðist tæknilega hluti á borð við skanna ákvað ég að taka myndir af myndunum. Þær eru kannski pínku skrýtnar þar sem þurfti að passa upp á glampann frá flassinu en þær eru samt flottar. Mun því skreyta þessa færslu með ýmsum nostalgíumyndum.
Ein myndin sannar það sem ég hef oft sagt um okkur Madonnu. Þótt við séum orðnar 48 ára og þar með verulega rosknar í hugum ungbarna, þá höldum við okkar striki enn í dag, förum í tónleikaferðir og hlöðum niður börnum eins og okkur sýnist. Fann reyndar engar nýlegar sviðsmyndir af sjálfri mér (Madonna er duglegri að ota sínum tota) en hér er ein gömul og góð síðan við Siggi Hreiðar sungum á Wembley á níunda áratugnum fyrir þúsundir. Dúettinn kallaðist Guru and the Gang.
P.S. Elsku fullkomna PC-tölvan mín geymdi bloggfæsluna sem átti að fara inn í gærkvöldi:
Hlutirnir gerast hratt hér í himnaríki. Ég var ekki fyrr búin að blogga um The RÖDD I love þegar ég fékk símtal og skömmu síðar heimsókn. Fyrir algjöra tilviljun var upptökuvélin í gangi:
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=758333dd76b29a409302406e98796ef9
2.7.2007 | 14:56
Leyndarmál síðustu viku opinberað!
Hver man ekki eftir sögunni Ég fyrirleit mágkonu mína? úr lífreynslusögudálki Vikunnar? Ein vinkona mín sagði mér þá sögu og ég breytti bara nöfnunum. Þessi vinkona mín mátti horfa upp á tilvonandi mágkonu sína kyssa ókunnan mann sama kvöldið og hún var kynnt fyrst fyrir tengdafjölskyldunni. Endirinn kemur reyndar skemmtilega á óvart ... Einn ávöxturinn út úr því sem gerðist í sögunni í raunveruleikanum er þekktur, rithöfundur og allt! Þori ekki að segja meira ...
Það kemur oft fyrir að ég þarf að verja lífsreynslusögurnar og sannfæra fólk um sannleiksgildi þeirra. Margir halda nefnilega að þetta séu þýddar eða frumsamdar sögur úr dönsku eða norsku blöðunum.Ég gerði lítið annað á meðan. Hver nennir að lesa sögur um t.d. Norðmenn?
Well, jæja, get loksins opinberað það sem ég var að gera í síðustu viku og var svona mikið leyndó.
Frá og með deginum í dag (eða á morgun eða hinn) má ég kalla mig rithöfund, skáld eða jafnvel hirðskáld. Sjúr, alla vega tók ég saman 50 "gamlar" og vel valdar lífsreynslusögur úr Vikunni sem nú koma út í kilju upp á 250 síður. Elskan hún Steingerður almáttugur skrifaði 18 þeirra á sínum tíma og ég hinar. Mágkonusagan er auðvitað með í bókinni.
Ég vona innilega að þetta slái í gegn svo að ég verði frægur rithöfundur/skáld/hirðskáld þá þori ég kannski að fara að skrifa í alvörunni og senda frá mér bók sem Amy Engilberts spákona sagði tvisvar með löngu millibili að ég myndi skrifa. Kannski átti hún bara við Nafnabók Vikunnar (2005) í fyrra skiptið og Lífsreynslusögubók Vikunnar í það seinna.Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
2.7.2007 | 08:36
Tölvuraunir - sjokkerandi upplifun
Ég veit eiginlega varla hvar ég á að byrja ... en eftir að hafa gannnntast aðeins í síðustu færslu með það hvort ég gæti hugsanlega brætt úr Youtube með síendurtekinni spilun á einu lagi gerðist eitthvað skelfilegt í kjölfarið ... tölvan mín fór í verkfall eða kannski dó!
Ég var einmitt að blogga þegar þetta gerðist, skrifa æðislega frábæra færslu sem hefði mögulega getað breytt lífi fólks og búin að búa til bíómynd og allt en áður en ég gat ýtt á vista varð skjárinn blár og einhverjir stafir birtust. Mér skildist á útlensku stöfunum að líklega hefði nýleg uppfærsla ekki tekist (og ég sem hlýddi bloggvini sem sagði að ég YRÐI að uppfæra allt sem tölvan stingi upp á). Nú svo átti ég að endurræsa tölvuna (ýta síðan á F8) nema ég gat ekki endurræst og varð að slökkva með handafli. Þegar ég kveikti aftur virðist tölvan vera galtóm, það birtist bara nafnið á henni á skjánum, ekkert Windows eða neitt. Ætli geti verið að hún sé með bráðaofnæmi fyrir Rick Wakeman? Þetta er skelfilegt og ég sem vinn heima á þriðjudögum.
Strætóferðin í morgun var algjörlega gjörsamlega sallaróleg. Ég náði næstum því sætinu mínu, eða hinum megin við ganginn, og gat því rétt úr fótunum. Við hlið mér sat skemmtilegi heilaskurðlæknirinn (eða skrifstofukonan á LSH). Viðurkenni að ég var leiðinlegur og þögull sessunautur, enda grútsyfjuð ... Var kannski andvaka út af afdrifum tölvunnar ... ja, eða datt ofan í Hercule Poirot-mynd (á Stöð 2 plús) sem ég hef ekki séð áður og heldur ekki lesið bókina (eftir Agöthu Christie).
Hvað á ég að gera út af þessu tölvumáli? 1) Biðja nágranna minn sem er tölvuséní að kíkja á kvikindið? 2) Fara með hana í viðgerð? 3) Kaupa nýja tölvu? 4) Hætta að nota tölvur? 5) Hætta í vinnunni af því að þar er krafist tölvunotkunar? 5) Vona að tölvan lagist að sjálfu í dag?
P.s. Þarf kannski ekki að taka það fram að ég er núna að hluta á Rick Wakeman-lagið í þriðja sinn, var komin í alvarlegt fráhvarf.
1.7.2007 | 21:20
Sönn ást í himnaríki
Er búin að vera í algjöru nostalgíukasti í dag milli sólbaðs og kjúklingaeldamennsku.
Hef ekki talið skiptin sem ég hef hlustað á Rick Wakeman í dag og sl. nótt. Skelli yfir á 2.20 mín. á spilaranum á Youtube og hlusta á sönginn. Þetta var eiginlega eina lagið sem ég hlustaði á af plötunni á sínum tíma. Á Journey to ... var ég snillingur með nálina á plötuspilaranum og spilaði miskunnarlaust tvo sungna kafla aftur og aftur. Setti annan þeirra á link fyrir Akureyrar-Önnu í dag. Veit ekki hvort hún hefur séð það.
Ætla ekki að leggja á ykkur að horfa á þetta aftur (ef þið hafið þá kíkt í gærkvöldi) en gaurinn vinstra megin syngur SVO vel ... unglingahormónarnir vöknuðu til lífsins og ég er orðin ástfangin ... af rödd ...
Er nokkuð hægt er að bræða úr Youtube?
Held að ég hafi fundið HANN á Netinu. Um leið og ýtt er á myspace-síðuna hefst kántrílag, þvílík vonbrigði, þvílík leiðindi .... arggggg (ég er sko að tala um minn mann). http://www.myspace.com/glenncornickswildturkey
Held að hann líti svona út núna, eins og framan á plötuumslaginu, þessi í hvíta bolnum. Sá hefur breyst á 30 árum ...
Hér kemur eitt gamalt og gott, ekki kántrí en róandi fyrir svefninn:
http://www.youtube.com/watch?v=eClZA5IHLUc
Hækka svo!!!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.7.2007 | 14:40
Eru þau ekki að herma eftir Lindu Pé?
Mikið var ég ánægð yfir því að það fæddist dóttir hjá hefðardúllunum í Danmörku. Völvan okkar hjá Vikunni var svo viss um það en ég er efasemdarmanneskja ... Spádómar völvunnar okkar birtust líka í danska BT og það sem hún sagði þar hefur líka komið fram!
Líst vel á nöfnin á prinsessunni og flott hjá foreldrunum að breyta aðeins til frá hefðunum.
Man hvað mér fannst flott þegar Hilda á Hóli reyndist heita Gunnhildur Benedikta Friðrika fullu nafni. Gleypti í mig bækurnar um Hildu í gamla daga. Hef alltaf verið hrifin af svona voldugum nöfnum. Samt heitir erfðaprinsinn minn tveimur frekar stuttum nöfnum. Tískan var þó önnur í nafngiftum þegar hann fæddist og þess vegna heitir hann ekki Guttormur Vilhjálmur eða slíkt. Nei, hann heitir Ljótur Bambi! Eða myndi kannski heita það hefði hann fæðst 25 árum síðar.
![]() |
Dönsk prinsessa nefnd Ísabella |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2007 | 14:16
Skortur á brimi og óheppin stúlka
Sólin kom og fólk flykkist á sandinn! Flott fjaran núna, held að flóðið komi ekki fyrr en seinnipartinn, kannski um sexleytið. Netsíðan mín um flóð og fjöru á Skaganum liggur niðri núna. Fer ekki annars að koma tími á gott brim? Þessi ládeyða er þreytandi til lengdar ...
Skrepp á svalirnar í klukkutíma og geymi Miss Potter á DVD um stund. Annars eru sunnudagarnir hættulegir, þeir líða svo hratt! Kannski snjallt að skella bara í vél núna ...
Vona að dagurinn verði dásamlegur og óhappalaus hjá ykkur. Hefði ekki viljað vera í sporum stúlkunnar í myndbandinu: http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1784
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2007 | 12:54
Árangursríkt næturbrölt ...
Hvar er sólin? Horfi yfirleitt ekki mjög spennt á veðurfregnir yfir sumartímann en sýndist þó að það ætti að vera bjart (sól) og heitt í dag. Kannski rofar til. Aftur á móti er gaman að fylgjast með djúpum lægðum í nánd yfir vetrartímann og sjá svo trylltan sjóinn í kjölfarið fyrir neðan ef áttin er rétt.
Vona að veðurfarið verði öflugt við að hreinsa svalirnar mínar, eða safnkassann öllu heldur. Ekkert bil þarna niðri við gólfið, ákaflega undarlegt!
Held að ég hafi hreinlega fundið öll þau lög sem ég leitaði að á Youtube í nótt nema lögin mín með Babe Ruth. Hélt mikið upp á Dutchess of Orleans og Private Number. Er ekki einu sinni viss um að þau hafi komið út á á geisladiski. Sá í kommentakerfinu fyrir neðan Mexican-lagið að ný plata væri væntanleg með þeim!???!!! Mögnuð söngkonan!
Hér er lag fyrir Önnu (anno) úr Journey to the Centre of the Earth, þar sem Ísland kemur fyrir í textanum. Hún man væntanlega eftir því úr stuttmynd nemenda sinna:
http://www.youtube.com/watch?v=vbaZI3m_ppw&mode=related&search
Formúlan fór vel af stað og vonandi verður keppnin jöfn og spennandi. Var komin með hálfgerðan leiða á Formúlunni í denn þegar Schumacher einokaði fyrsta sætið keppni eftir keppni. Hann átti það fyllilega skilið en þetta kom í veg fyrir alla spennu. Mikið hefði verið gaman að vera farin að horfa þegar Hakkinen var uppi á sitt besta, nei, þá fannst mér Formúlan eins og að fylgjast með mislitum þvotti snúast í þvottavél.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.6.2007 | 22:29
Skyldi hann Jens Guð vita þetta?
Youtube inniheldur svo ótalmargt skemmtilegt. Var í rólegheitum að hlusta á lagið Sing með Travis og datt svo allt í einu í hug að athuga hvort eitthvað fyrirfyndist þar með snillingnum Rick Wakeman (úr Yes).
Man hvað ég hélt rosalega upp á King Arthur-plötuna, sérstaklega fyrsta lagið sem er að finna hérna neðar. Þetta er 32 ára upptaka frá Wembley, (kræst, hvað við Madonna erum orðnar gamlar). Auðvitað muna allir eftir Rick og þessu lagi. Hvet ykkur samt til að hlusta ... aftur.
Intróið er alveg tvær og hálf mínúta og þá byrjar einhver gaur að syngja eins og engill. Mig langar svo að vita hvað hann heitir, heyri að þetta er sami gaurinn sem söng fyrsta erindið á plötunni og hef alltaf dáðst að þessarri rödd! Jens Guð er kannski eini maðurinn sem veit þetta! Hann veit allt!
Lagið er óvenjuskemmtilegt miðað við að þetta sé tónleikaútgáfa, yfirleitt vil ég hafa lögin eins og þau koma af kúnni.
Hárið á Rick Wakeman (þessum ljóshærða á hljómborðunum) er svo flott! Hann er orðinn stutthærðari núna og 30 árum eldri eins og fleiri ... sá nýlegt myndband af Journey to the Centre of the Earth. Ekkert skrýtið þótt maður sé farinn að vanrækja sjónvarpið.
Hér er lagið:
http://www.youtube.com/watch?v=d_hM1dtRolY
Best að athuga hvort Ginger Baker-lagið sé þarna einhvers staðar ...
30.6.2007 | 20:11
Blöndunartæki með gervigreind
Horfði haukfránum augum á vatnið renna í baðið áðan, brá mér sama og ekkert frá og tékkaði tortryggnislega á hitastiginu annað veifið.
Allt fór vel og nú veit ég að gervigreind í hlutum er ekki bara bull úr vísindaskáldsögum. Blöndunartækið í baðkeri himnaríkis hefur slíka greind, jafnvel alvörugreind þar sem stríðniselementið er svona ríkjandi. Man hvað ég varð hissa þegar meistari Stephen King fékk mig til að trúa því eitt augnablik að gossjálfsalar flygju upp í loftið og myrtu fólk (Tommyknockers). Nú held ég að bókin sé byggð á sannsögulegum atburðum. Jæja, farin í heitt bað í fyrsta sinn í marga daga. Volgt er viðbjóður og ketilsaðferðir er seinleg og eyðir allt of miklu rafmagni. Slíkt hefur verið hlutskipti mitt undanfarna daga og í stað taumlausrar baðtilhlökkunar hefur þetta verið eins og kvöð.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 4
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 398
- Frá upphafi: 1532250
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 330
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni