Færsluflokkur: Lífstíll
31.10.2007 | 08:46
Britney, fermingar og klikkuð aðdáun vegna klippingar gærdagsins
Við Ásta vorum óvanalega menningarlegar í morgun og krufðum mál Britneyju Spears til mergjar á leið til vinnu. Báðar höfum við andstyggð á Kevin Federline, óábyrgu fyllibyttunni sem fékk forræðið yfir börnum þeirra Britneyjar og finnst að hann mætti alveg fara í meðferð eins og hún og líka á foreldranámskeið. Jamm, það gengur ekki að tala eingöngu um landhelgismálið eða galla þess að ganga í Evrópusambandið eða verndun svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum (sorrí, ég elska þetta frumvarp).
Nýja Vikan er komin í hús og Björk, dásamlega samstarfskona mín, skrifar þar grein um það þegar tvær fermingarveislur eru haldnar fyrir eitt fermingarbarn vegna ósamkomulags foreldranna, ja eða haturs. Bæði prestur og sálfræðingur segja skoðun sína á þessu og svona ... en það sem er merkilegast við greinina er að ljósmynd af ERFÐAPRINSINUM skreytir hana, hann er þar að fá sér sneið af fermingartertu! Veislan var haldin í Búsetasalnum þáverandi. Þá var Búseti til húsa í Hamragörðum (húsi Jónasar frá Hriflu), Hávallagötu 24, þar sem Kári Stefánsson keypti og hefur komið sér vel fyrir í! Ekki sakar að geta þess að lítið loftvarnarbyrgi er í kjallaranum, nema Kári hafi látið rífa það. Snilldarhús. Geri ráð fyrir að salurinn þar sem fermingarveislan var gegni nú hlutverki stássstofu. Ekki voru haldnar tvær fermingarveislur fyrir erðaprinsinn, heldur ein. Ég var reyndar atvinnulaus á þessum tíma og lögðust allir á eitt við að gera þetta glæsilegtu fermingu landsins og það tókst! Mía systir keypti t.d. fermingarfötin, mamma splæsti í tertu (bókina), Laufey vinkona keypti kransakökuna og fullt af liði bakaði, Lena tók fermingarmyndirnar og ég fékk salinn ókeypis. Fyrrverandi eiginmaður og konan hans gerðu t.d. tvær gómsætar brauðtertur, þessar elskur.
Ég ætlaði sko ekkert að skrifa um fermingarveislur í dag, penninn tók af mér völdin. Eigið sjúklega, æðislega góðan og skemmtilegan dag í dag, kæru bloggvinir, og þá er ég auðvitað ekki bara að tala um Moggabloggvinina, oseiseinei ...
P.s. Allir prófarkalesararnir (sem komu í hús á eftir mér) hafa rekið upp aðdáunaröskur yfir flottri klippingu minni. Ég reyni að vera kurteis og lítillát og segi takk, en ég er alveg sammála þeim. Anna í Mozart er snillingur! Hún hafði svo sem gott hráefni í höndunum. Mikið verður gaman þegar liðið mætir núna klukkan níu. Þá fæ ég aðdáun sem dugar mér í heila viku, og ég get sleppt því að mæta á Mörkina (Sódóma á Akranesi) í Ölver (Glæsibæ) eða á Hafnarkrána (við höfnina) í mánuð.
30.10.2007 | 16:15
Opinberun Tómasar ...
Komst að því í Skrúðgarðinum í hádeginu að Akranes er nafli alheimsins. Rut sem vinnur þar var í flugvélinni frá Tyrklandi sem hlekktist á í lendingu nýlega. Mjög óskemmtileg lífsreynsla, að hennar sögn, þegar vélin skall harkalega niður á völlinn og hélt svo áfram á ofsahraða eftir brautinni. Hún er samt fúlust yfir því að hafa ekki enn fengið allan farangurinn sinn sendan eins og átti að gera strax. Kjötsúpa (arg) var í matinn í Skrúðgarðinum, eitthvað sem hefði átt að gleðja elskuna hann Tomma bílstjóra en Tommi hafði engan tíma til að slafra henni í sig. Allur að koma til, karlinn, eftir leiðindapest sem hefur hrjáð hann í nokkra daga. Hann kennir taílenskum mat, sem hann borðaði fyrir rúmri viku, um veikindin. Man ekki hrollvekjandi lýsingar hans á matnum en ég sagði að hann væri nöldurskjóða. Svona karlar sem taka súrsað, grænleitt slátur úr tunnu fram yfir meinhollar kræsingar frá Asíu. Það kom glampi í augu erfðaprinsins þegar hann heyrði matarlýsingar Tomma, svipaður og þegar hann bað mig um að giftast Jean Claude van Damme um árið. Jamm, kannski langar hann í fornmann sem stjúpföður, kannski fannst honum Tommi bara svona skemmtilegur. Einhver á staðnum fór að tala um kjöt á teini í kjölfarið og þegar Tommi sagðist alveg vera til í eitthvað slíkt á meðan það væri íslenskt lambakjöt kom í ljós að þetta er uppnefni á súludansmeyjum. Þá veit maður hvernig Tommi er ...
Umhverfisstofnun Akranesborgar sendi mig í klippingu í dag, eða hefði gert ef það hefði séð mig. Erfðaprinsinn átti tíma í klippingu í Mozart og ég plataði hann til að leyfa mér að fara í staðinn. Gat ekki beðið í viku í viðbót en þá á ég tíma.
Mér fannst mjög grunsamlegt að lenda fyrst í stól við hliðina á Heiðrúnu sem var í mínum bekk í barnaskóla og síðan við hlið Hlínar. Það var reyndar einstaklega gaman að hitta þær ... en þetta var samt spúkí. Svo töluðum við aðeins um Madonnu og Michael Jackson sem eru jafngömul okkur ... og ég held að hinir á stofunni hafi trúað því að þau hafi verið í okkar bekk. Það lá við árekstrum á Skagabrautinni þegar ég gekk út. Gljáinn í hárinu blindaði ökumennina að vísu eitthvað. Liturinn á skolinu sem Anna setti í mig heitir Coffee eitthvað og er rosaflottur.
29.10.2007 | 08:43
Í dag er glatt í þakklátum hjörtum ...
Spölur reyndi án árangurs að nappa okkur Ástu fyrir of hraðan akstur í göngunum og voru búnir að setja upp þriðju myndavélina! Allt kom fyrir ekki, við fórum ekki yfir 70! Lentum líka í svívirðilega spennandi ævintýri á leiðinni ... rúðupissið kláraðist og salt flæðandi yfir framrúðuna. Við hefðum alveg eins getað verið með lokuð augun þessa metra sem voru að næstu bensínstöð. Á bensínstöðinni var Georg Bjarnfreðarson að vinna (þetta skilja þeir sem horfa á Stöð 2 á sunnudagskvöldum). Af því að við vorum svo fáránlega sætar hreytti hann ekki miklu í okkur, bara því að fólk notaði almennt of mikið rúðupiss. Við vorum svo þakklátar og glaðar í hjörtum okkar ... Ásta fyrir að eiga ekki svona mann og ég fyrir að eiga ekki mann.
Ég var langfyrst í vinnuna, komin um 7.40, og dúllaði mér við að skipta á kaffikönnunni (henda bláa pokanum með korginum, bæta við kaffibaunum og solles) og til að losna nú við allt sull henti ég rörinu af öllum litlu G-mjólkurfernunum svo að fólk noti nú skærin til að opna fernurnar ...
Mér finnst þetta bara eðlilegt. Það fer alltaf jafnmikið af G-mjólkinni útfyrir eins og fer í bollann og það er pirrandi ...
Hafið það svo hrikalega gott í dag, isskurnar, og njótið þess í tætlur að drekka morgunkaffið ... morgunteið ... morgunkókómjólkina ... hvaðeina sem kemur ykkur í gírinn.
27.10.2007 | 17:16
Að hafa tandurhreina samvisku
Komst að því að hæfileikinn til að sofa út í himnaríki er enn til staðar. Sagt er að sá sem ekki geti sofið til hádegis hafi slæma samvisku. Mín er greinilega svo tandurhrein að risið var úr rekkju um fjögurleytið ... en bakið er í rúst.
Ýmislegt áhugavert mátti lesa í blöðunum í dag, m.a. var lesendabréf frá farþega sem vildi að Skagastrætó færi alla leið niður á Hlemm í stað þess að hafa endastöð í Mosó og að Kolla Bergþórs er stórhrifin af bókinni um 10 litlu negrastrákana. Þetta tvennt var alla vega minnistæðast.
Fyrir nokkru setti ég hlekk að uppáhaldslaginu mínu með Wu-Tang Clan, það var tónleikaútgáfa og viðlagið heyrðist varla, léleg upptaka. Hér kemur lagið á nýjan leik, beint af kúnni (plötunni), og ég hef tekið gleði mína aftur. Það borgar sig greinilega að leita betur á youtube.com.
http://www.youtube.com/watch?v=-J9YlU0kcPU
Svo er hér annað lag sem ansi gaman var að rifja upp kynnin af:
http://www.youtube.com/watch?v=POl4vFp-5os
26.10.2007 | 15:26
Matar"kuklarinn" Solla
Ég heyrði brot úr Samfélaginu í nærmynd í gær þar sem viðmælandinn líkti Sollu hjá Himneskri hollustu við kuklara. Ég var steinhissa, enda skrifar Solla greinar um hollt mataræði, ekki dulræn málefni. Á bloggsíðu Svans læknis, sem var mögulega viðmælandinn í útvarpinu, segir líka að það hafi ekki komið honum á óvart þegar Solla lauk grein sinni með því að ætla að tala næst um himalayakristalinn. Sá skilningur var lagður í kristalinn að viðkomandi Solla hlyti að trúa á stokka og steina ... Ég rannsakaði málið ... Himalaya-kristall er SALT!!!
Mér finnst greinarnar hennar Sollu mjög góðar og hvetjandi fyrir okkur sófadýrin sem kannski blekkjum okkur með því að kaupa bananabombur og appelsínusúkkulaði ... til að fullnægja ávaxtaþörf dagsins ... hehehe. Veit ekki til þess að Solla hafi nokkru sinni tjáð sig um spádóma áruþvottavélar eða slíka samkvæmisleiki. Hún er öll í mataræðinu og hlýtur að hafa á einhvern hátt rétt fyrir sér þar sem hún hreinlega geislar af orku og lífsgleði ...
Spælandi að ná ekki að komast með Ástu á Skagann núna kl. 15 en það er föstudagur og mikið að gera. Yfirleitt erum við búnar um fjögur til fimm og það er mikill munur frá því áður þegar þetta var yfirleitt fram á kvöld. Ætla meira að segja að reyna að ná 15.45-vagninum.
23.10.2007 | 17:55
Hugrekki æskunnar ...
Við erfðaprins fórum í brimleiðangur að skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts brynjuð myndavél og hugrekki, eða það hélt ég. Þar verða öldurnar oft risastórar og gaman að sjá þær skella á klettunum. Svo var byrjað að væla: Það tekur svo í bílinn. Heldurðu að öldurnar komi yfir bílinn ... bíllinn, bíllinn, bíllinn. Ég held að sumum þyki vænna um bílinn sinn en mömmu sína. Farðu nær, sagði mamman, heyrnarlaus á allt rugl. Haglél, skvettur, þrumur og eldingar halda mér ekki frá góðum öldum.
Öldurnar voru bara stórar, eins og sést á myndinni, sem ég náði af einni skvettunni. Erfðaprinsinn fór enn nær en þetta og þurfti að lauma sér fram hjá gámum og drasli til að komast ... og bakka svo alla leiðina til baka. Múahahahaha! Eins gott að hann kann að bakka eins og kona. Annars hefðum við getað lent í ógöngum ... Ég fór ekkert út úr bílnum, veðrið var svo vont og það hrikti í öllu.
Svo var farið að vitunum tveimur og lætin í sjónum þar voru sæmileg, ekkert samt rosaleg. Reyndi að skora á prinsinn að aka Faxabrautina heim en því miður hafði hann séð út um glugga himnaríkis að öldurnar gengu þar yfir. (sjá mynd af Faxabraut í síðustu færslu á undan) Hvar er hugrekki æskunnar?
Að síðustu var haldið í Einarsbúð (fyrir utan búðina var logn!) og þar fengum við góðar móttökur að vanda. Steikja á lauk og fisk fyrir móður sína til að bæta fyrir heigulsháttinn. Nú dynur haglél á gluggum, þvílík snilld.
Svona veður. Nammmmm!
21.10.2007 | 12:48
Söndei, bjútí söndei ...
Mikið er þetta eitthvað ljúfur sunnudagur. Ljúft var að vakna með Margréti Blöndal (Rás 2) sem spjallaði við strákana í Sniglabandinu (hljómsveit) og horfa síðan á hádegisfréttir Stöðvar 2 sem er algjör skylda á þessu heimili um helgar. Held að ég gleymi því allt of oft að ég er með Sky News. Já, og svo hef ég djúpstæðar áhyggjur af því að erfðaprinsinum finnst Fox News svo skemmtileg fréttastöð. Þori ekki að spyrja hann um álit hans á George W. Bush. Hrædd við svarið. Alltaf ríkir þó mesta spennan yfir veðurfréttunum og Soffía stormur brást ekki frekar en fyrri daginn. Morgundagurinn verður athyglisverður og gæti komið sterkur inn varðandi tilvonandi hjúskaparmál okkar Ingu (tengist björgunarsveitamönnum)!
Biðina fram að Formúlu (kl. 15.30) ætla ég að gera bærilega, horfa á háværu, litlu en fallegu öldurnar, klappa köttunum til skiptis og vera með latte í annarri og spennubók (Horfinn eftir Robert Goddard) í hinni. Búin með fyrstu tvo kaflana og er mjög hrifin só far. Þegar bók grípur mann strax án þess að nokkuð spennandi sé farið að gerast ... hvernig verður hún þá þegar allt fer á fullt?
Svona eiga sunnudagar að vera.
19.10.2007 | 08:11
Blaut rigning og dimmt myrkur en frábær föstudagur!
Setti allt mitt móðureðli og móðureyra á gemsann minn í morgun, þrítékkaði á honum hvort væri nokkuð komið BDSMS um drossíuferð í bæinn en Ásta hvorki sendi slíkt né var í strætó. Það rigndi þvílíkt hrikalega mikið og þar sem rigning á Íslandi er yfirleitt lárétt og hraðgeng þá er maður ekkert orðinn háður regnhlífum eins og t.d. Bretarnir. Samt á ég eina sem ég keypti í útlöndum. Sigþóra settist hjá mér og saman dormuðum við í sæluvímu á meðan Heimir kom okkur á áfrangastað. Mér tókst að séðogheyrta hann við brottför, enda stoppaði hann ekki á sama stað og Gummi Hafnifirðingu og Rvíkurbílstjórarnir, eða nálægt brúnni og þar sem brekkan er hæst. Nei, Heimir fær ekkert kikk út úr því að sjá virðulegar kerlingar rúlla niður háa vegkanta ... eða ganga langar leiðir til að komast hjá því að rúlla. Þess vegna héldum við Sigþóra virðingu okkar í morgun. Rigningin var ögn blautari á Skaganum í morgun og því urðum við ekki rennblautar á leið upp brekkuna ... en myrkrið var ögn dekkra í borginni og því mikill draugagangur á leiðinni. Ætla ekki að hræða bloggvini mína með hroðalegum sögum af glamrandi hlekkjum og klípandi kjúkum í rennisteininum. Slíkt bara gerir maður ekki á föstudegi. Við flýttum okkur svo mikið að við vorum komnar fyrir kl. 7 í vinnuna þótt strætó hafi ekki verið í Rvk fyrr en um 7.23. Í draugagangi virkar tíminn öðruvísi.
Mía systir og Sigþór, hæstvirtur eiginmaður, eru í London og fara á West Ham-leik á sunnudaginn. Ég er barnapían á meðan og Bjartur terroríserar kettina mína fram á mánudag, þriðjudag. Þau hringdu í gærkvöldi til að athuga hvernig Bjarti liði ... ég hélt að ég væri kattakerling! Áfram West Ham!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.10.2007 | 19:02
Hringtorg óttans ... Sódóma Skagans ... Árni spennunnar
Við Inga brenndum á Skagann seinnipartinn og komumst aldeilis í hann krappan á leiðinni. Við stefndum inn í innri hring í einu af hringtorgunum í Mosfellsbæ og risastór trukkur með langan vagn (án yfirbyggingar) tók sömu ákvörðun nema hann fór í ytri hring á fleygiferð, já, og þann innri líka. Ef Inga hefði ekki skellt sér upp á hringtorgið og stoppað bílinn værum við ekki enn komnar upp á Skaga, mun líklega komnar á séns niðri á löggustöð ... eða spítala, slík var ferðin á trukknum. Frábær bílstjóri hún Inga og með fjarlægðaskynjunina í góðu standi.
Erfðaprinsinn skrapp á Mörkina (sódómugómorrustað okkar Skagamanna, beint á móti kirkjunni) til að horfa á landsleikinn og á meðan fær Jónas að leika sér í himnaríki. Ég hreinsaði hann vel áður og þessi elska kann að meta það og leggur ekki lengur ganginn í einelti, heldur alla íbúðina.
Fékk nýju bókina hans Árna Þórarinssonar í hendur í dag og eina ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna en ekki lesa er sú að ég er að hlusta á fréttirnar á Stöð 2, skylduna. Svo verður lesið.
Viðbót: Ég hvet alla til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda, sjá meira um málið hjá Ásdísi. Sett hér undirskriftahlekkinn og hlekkinn að síðu Ásdísar:
http://www.petitiononline.com/lidsauki/petition-sign.html?
http://asdisomar.blog.is/blog/asdisomar/
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.10.2007 | 19:11
Uppgötvun sjónvarpssjúklings ...
Einu sinni voru skemmtilegustu sjónvarpskvöldin á þriðjudögum. Þá voru sýnir góðir spennuþættir, jafnvel tveir eða þrír. Breytingarnar hafa gerst svo lymskulega að ég var að fatta þetta. Ég fann lífsþrek mitt hreinlega dofna í kvöld þegar Bjöggi þula taldi upp hvað boðið verður upp á. Eitt: Byggt verður hús fyrir næstum heimilislausa fjölskyldu, well, allt í lagi með það. Tvö: Síðan verður fjallað um stríðið í Írak í þættinum Kompási, eitthvað sem verður ekkert endilega meira spennandi þótt íslenskir fréttamenn fjalli um það. Þrjú: Þar á eftir verða eflaust svik bandarísks fyrirtækis rædd í þaula í 60 mínútum. Ó, hvað ég nenni ekki að horfa á elsku Stöð 2 í kvöld, slík eru sárindin eftir þessa miklu og óvæntu uppgötvun.
Þegar NCIS hefst er kominn háttatími í himnaríki (minni á ókristilegan fótaferðartíma) en ég verð samt að stelast til að horfa á þáttinn sem ég elska að hata vegna eineltisins þar. Jethro Gibbs leggur alla í einelti nema Abby á rannsóknarstofunni, hann elskar hana, ég líka. Sætari karlkynsundirmaður hans leggur hinn undirmanninn, þennan þybbna, í andstyggilegt einelti, enda gefur útlit hans eiginlega á hann veiðileyfi. Í flestum bíómyndum eru þeir þybbnu, ég tala nú ekki um þá sem eru með gleraugu, alltaf étnir af risaeðlum. Hafið þið ekki tekið eftir því?
------ --------- --------- ----------- ---------
Heartland verður reyndar á SkjáEinum í kvöld, vei! Not. Það er skelfilegasti vonnabí-kjútílegur-sjúkrahúsþáttur sem ég hef séð. Aðallæknirinn fórnar öllu fyrir velferð sjúklinga sinna, þá meina ég ÖLLU. Er ekki nóg að horfa upp á slíkt í raunheimum hér á Íslandi svo ekki sé búin til væmin vella um það í Bandaríkjunum?
Sjónvarpsrýni dagsins var í boði Guðríðar af himnaríki.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 632
- Frá upphafi: 1524947
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 537
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni